Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1999, Blaðsíða 24
4 44 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 T>V onn Ummæli Öflugt lands- byggðarkjördæmi „Ég er aö velta því fyrir mér aö það kimni að vera sterkara fyrir landsbyggðina að búa til öflugt landsbyggðarkjör- dæmi með Akur- eyri sem höfuð- • punkt.“ Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður, í Degi. Asnar handa framsóknarmönnum „Ef flytja má inn erlend kúa- kyn til þess að taka við hlut- verki íslensku kýrinnar, af hverju má þá ekki flytja hingað inn t.d. belgíska bjórhesta, ar- abíska gæðinga eða asna handa framsóknarmönnum?" Haraldur Blöndal hæstarétt- arlögmaður, í Morgunblað- inu. Dæmigerðir meðal- mennskugæjar „Þetta er öfund. Þessir læknar sem eru á móti hon- um eru dæmigerðir meðalmennskugæj - ar með stórt egó; menn sem ég fæ ekki séð að hafi áorkað einu né neinu.“ Bjarni Ingvarsson, pró- fessor í læknisfræði, um mót- mæli lækna gegn íslenskri erfðagreiningu. Fótboltaferð þingmanna „Ég held að þetta mál með knattspymuferðina sé nokkuö sem þarf að athuga nánar. Á sömu forsendum ætti ég að fá styrk frá Fóðurblöndunni til að fara á leik í Bretlandi með Liverpool.“ Jóhannes Guðnason fóðurbíl- stjóri, í Degi. Ekki orðið var við jarðskjálfta „Ég hef nú ekki orðið var við mikla jarðskjálfta vegna þessarar ákvörðunar minn- ar, ekki þannig lagað.“ ísólfur Gylfi Pálma- son alþingismað- ur, um þá ákvörð- un sína að styðja Sigríði Önnu Þórðardóttur í forsetastól Norðurlandaráðs, í Degi. Verkfræðin „Verkfræðin er þannig að þú þarft að hafa töluverðan áhuga á stærðfræði og eðlisfræði því annars deyrðu úr leiðindum." Auður Þóra Árnadóttir verk- fræðingur, i Degi. Arinbjörn Kúld, framkvæmdastjóri Öryggisþjónustu Vesturlands: Takmarkið að halda bæjunuin „hieinura" DV, Akranesi: Akranes og Borgames. í dag eru þrír menn starfandi hjá fyrirtækinu og tfl stendur að bæta við ijórða manninum. „Það sem varð til þess að ég stofnaði fyrirtækið var fyrst og fremst aukin tíðni innbrota en það má ekki gleyma því að það er ýmislegt fleira sem getrn- komið upp á, s.s. eldur og vatnsleki, allt eftir því hver starfsemi fyrirtækja er. Við gætum t.d. komið í veg fyrir stórtjón ef við kæmum að leka eða eldi sem kraumað hefði i einhvem tíma, sem er alþekkt, og kallað til slökkvilið áður en stórskaði verður. Nú þegar höfum við komið að vatnsleka í fyrir- Maður dagsins tækjum og hindrað tjón. Auk þess era starfandi nokkur slík fyrirtæki úti um allt land og því ekki hér á Akranesi og í Borgamesi þar sem eru mörg fyrirtæki með viðkvæma starf- semi? Þetta er einnig spuming um að við úti á landi hjálpum okkur sjálf í stað þess að sækja allt tfl Reykjavíkur, með talið þessa þjón- ustu. Ef „Það væri óábyrgt af mér að fullyrða að innbrot heyri sögunni tfl á Akranesi og í Borgamesi. Það verða alltaf framin einhver innbrot en sú þjónusta sem við veitum dregur stórlega úr líkum á inn- broti með tilheyrandi óþægindum og jafhvel töpuðum viðskiptum fyrir þá sem fyrir þeim verða. Þó bendir reyndar allt tfl þess að svo muni verða til lengri tíma litið, t.d. hefur þeim öryggisþjónustum sem starfa í Ólafsvík, Grandarfirði og Stykkishólmi tekist að halda bæjunum „hrein- um“, ef svo má segja. Vonandi tekst okkur það lika,“ segir Arinbjörn Kúld, framkvæmda- stjóri Öryggisþjónustu Vesturlands. Hann stofnaði fyrirtækið í sumar og hefur verið kallaður ógnvaldur innbrotsþjófanna. Starfssvæði hans er landsbyggðin ætlar að lifa af verður hún að taka frumkvæðið og hjálpa sér sjálf.“ Viðtökumar hafa verið mjög góðar og þá sérstaklega í Borgamesi en þar er hlutfall fyrirtækja sem nýta sér þessa þjónustu mun hærra en á Akranesi. „Vel flestum finnst að það sé þörf fyrir svona þjónustu en gamli góði íslendingurinn er aldrei langt undan með „það kemur aldrei neitt fyrir mig, bara hina“-hugar- farið. En það er bara ögran að kljást við það og á endanum opna menn augun fyr- ir nauðsyn þess að nýta sér þessa nýj- ung. Ekki bara fyrir fyrirtækið heldur samfélagið í heild sinni.“ Hvað myndirðu ráðleggja fólki sem er að fara í fri að gera? „Ganga vel frá - húsinu, loka gluggum, læsa öllum hm-ðurn, taka þau heimilistæki úr sam- bandi sem ekki þurfa að vera í sambandi og skrúfa fyrir alla vatnskrana. Tryggja það að einhver líti eftir húsinu og fari helst inn og aðgæti hvort allt sé á sínum stað því snjallir innbrotsþjófar geta farið inn án þess að það sjáist að utan.“ Áhugamál Arinbjöms er fjölskyldan fyrst og fremst og þau mál er henni tengjast, þó alltaf megi bæta þar úr, eins og þátttaka í skólamálum og slíkt. Þar fyrir utan er það öll veiði, stangaveiði og skotveiði, sem ber þar hæst. Nema hvað laxveiði er helst tfl of dýr fyrir hann og svo er snobbið í kringum hana of mikið fyrir hans smekk og því er hann mest í silungi. Arinbjöm er giftur Önnu Einarsdótt- ur þroskaþjálfa. Hún er forstöðumaður Skammtímavistunar á Vesturlandi. Þau eiga þrjú böm, Pálu Björk, sem er að verða 12 ára, Sunnu Lind, 8 ára, og Tuma Hrafn sem er 2 ára.“ -DVÓ DV-mynd DVÓ Ein klippimynda Heiðu Bjarkar Vignisdóttur. í landi nammi- bréfanna Heiða Björk Vignisdóttir er með sýningu á klippi- i myndum í kafflhúsinu Te og kaffl, Laugavegi 27. Myndimar eru unnar á síðustu tveimur árum. Heiða Björk lauk námi úr textíldeild og vefnaðar- kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands og framhaldsnámi í textíl í Gautaborg. Hún hefur Sýningar tekið þátt í mörgum sam- sýningum. Sýningin stendur út nóvember. Te og Kaifl er opið á verslun- artíma. Sýning í 12 tónum Guðmundur Björgvins- son hefur opnað myndlist- arsýningu í 12 tónum á homi Barónsstíg og Grettis- götu. Að þessu sinni sýnir hann ný akrýlmálverk í bland við gamla standarda. Myndgátan Hvetur ljáinn Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Ingvar E. Sigurðsson f hlutverki Bjarts. Sjálfstætt fólk í Þjóðleikhúsinu em sýningar á Sjálfstæöu fólki eftir Halldór Lax- ness í leikgerð Kjartans Ragnars- sonar og Sigríðar Margrétar Guð- mundsdóttur. Leikritið skiptist i tvo hluta, Bjart og Ástu Sóllilju. Sýning er á fyrri hlutanum annað kvöld og á síðari hlutanum á fostudagskvöld. Sjálfstætt fólk var frumsýnt á liðnum vetri og hlaut mjög góðar viðtökur í alla staði. Leikhús Nokkrar mannabreytingar hafa orðið i sýningunni síðan í vor, Elva Ósk Ólafsdóttir hefúr tekið við af Eddu Arnljótsdóttur og Edda Heiðrún Backman hefur tek- ið við af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Einnig hefur orðið sú breyting í hljómsveitinni að í stað Tatu Kantomaa er kominn Kristján Eldjám. Aðrir leikarar í Sjálf- stæðu fólki era Ingvar E. Sigurðs- son, Amar Jónsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Valdimar öm Flygenring, Herdís Þorvaldsdótt- ir, Baldur Trausti Hreinsson, Bergur Þór Ingólfsson, Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Magnús Ragnarsson, Stefán Jóns- son, Þór H. Tulinius og Randver Þorláksson. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Bridge Það skiptir veralegu máli fýrir vestur hvaða útspil hann velur gegn þremur gröndum eftir tiltölulega einfaldar sagnir. Þegar spilið kom fyrir í sveitakeppni í Danmörku fann vestur útspil sem var ansi dýr- mætt þegar upp var staðið. Þeir sem hafa gaman af því að spreyta sig á sama vandamáli skoði aðeins hönd vesturs og sagnimar áðiu: en lengra er haldið. Norður gjafari og enginn á hættu: * DG9732 * 75 * G743 * D ♦ .K1054 V KD43 4- K98 * 74 4 Á * 10862 ♦ - * ÁKG108652 Norður Austur Suður Vestur 2 4 pass 3 grönd p/h Tveggja tígla opnun norðurs var multisagnvenja, sýndi veik spil með 6 spil í öðram hvorum hálitanna. Suður ákvað að taka mikla áhættu þegar hann stökk í þrjú grönd. Sú áhætta hefði vel getað tekist ef vestin- hefði ekki hitt á rétta útspilið. Vestur hugsaði sig um í 5 mínút- ur áður en hann spilaði út tíguláttunni. Vömin tók þannig 9 fyrstu slagina á rauðu lit- ina (vestur kallaði í hjarta meö hjartaþristi) áður en sagnhafi komst að í spilinu. Ef vestur hefði valið að koma út i svörtum lit hefði sagnhafi tekið 9 fyrstu slagina. Hvaða útspil valdir þú, lesandi góður? ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.