Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 3
 meömæ 1 i Kirsuber eru ekki bara gób í kökur heldur eiga þau einnig að lækna þjánlngar. Ef magnýltöflubauk- , urinn ertómur þá 5 geta 20 kirsuber I komið í staðinn fyrir hverja töflu. f Ja, þetta hafa vlsindamenn við háskólannT Michigan fundið út svo við seljum þetta ráð ekki dýrara en við keyptum það þaðan. Fókus mælir meö því að fólk fari að mæta fyrr á djammiö. Þegar skemmtistaðirnir máttu hafa opið lengur fóru bara allir að mæta enn- þá seinna á staðina. Hvaða lógikk er nú ! því? Mætum fyrr á djammið svo við getum farið fyrr heim og gert eitthvað af viti daginn eftir. Ertu einn af þeim sem ráfar á milli hillnanna í Ríkinu og veist aldrei hvað þú átt aö kaupa? Kíktu þá á síðuna www.veigar.is og lærðu allt um vín og mættu næst í Ríkið með pott- þéttan innkaupalista. Við erum ekki alveg viss um að við getum mælt með þessum loðnu hárspennum sem seljast í Sautján. Þær « eru samt .tffl skemmtilega fiör- aðar og netthallæris- legar, friska pottþétt upp á útlitið og það verður örugglega tekið eftir þér með þetta hænsnafiður I hausn- um. Til I mörgum litum. Flest dettur þessum hönnuðum nú I hug að búa til. Teknó, teknó. Vanir menn segja að GSM-arnir virki ekki lengur, séu ekkert flottir af því að það eiga allir þannig, meira að segja litla felta 11 ára frænka. Þvl fagna upp- arnir komu snjallsímanna og handtölvanna. Með þessum tækjum geturðu náð I tölvupóstinn, haldið dagbók, haft minnispunkta og vafrað á Netinu. Þá ertu meira að segja orðinn flott- arl en Bond, alveg eins og Bjarni Ármanns. Allt þetta fæst hjá Handtölvum ehf., sem eru einmitt til húsa I Hafnarhvoli I Tryggvagötu. Danshljómsveitin Buttercup ætlar að kynna nýjan geisladlsk á tónleikum. e f n i Buttercup hefur haslad sér völl sem ein danshljómsveit landsins. Nú er hljomsveitin bW pgefa út nýjan gejsladisk, Allt á útsölu, sem hún kynnir á tónleikum í íslensku óperunni á manudagskvöld, „Við vildum fmna ílott hús þar sem hlustendur geta Iátið fara vel um sig," svarar Heiðar Kristinsson, trommuleikari í Buttercup, þeirri spurningu Fókuss hvers vegna hljóm- sveitin hefði valið að halda útgáfu- tónleika í íslensku óperunni. „Óper- an er einfaldlega gott hús. Staðsetn- ingin er góð og húsið er alveg tilvalið til tónleikahalds." Buttercup er ekki ýkja gömul hljðmsveit því hún var stofhuð fyrir aðeins tæpum tveimur árum, „til að taka við af SSSól," seg- ir Heiðar. „En svo hættu þeir við að hætta," bætir hann við og er kannski svolítið svekktur. Það virðist þó ekki hafa staðið Buttercup fyrir þrifum á framabrautinni. "Við spiluðum á fimm busaböllum í haust og erum búnir að fá þrjú tilboð í áramótaböll. Við bíðum bara eftir að sjá hvert þeirra verður hæst," segir Heiðar, ánægður með velgengnina. Buttercup er dæmigerð danshljóm- sveit sem sjaldan gefst tækifæri til að sjá á tónleikum eins og þeim sem sveitin heldur i íslensku óperunni á mánudagskvöldið. „Við erum meira svona sveitaballagrúppa í bullandi samkeppni við Land og syni og Skíta- móral." Heiðar skilgreinir enda tón- list sveitarinnar þannig að hún sé rokkuð og hreinlega betur til þess fallin að dansa við en hlusta á. Ekki meira dóp Buttercup vakti fyrst verulega eft- irtekt fyrir ári fyrir lagið Meira dót sem var að finna á fyrstu plótu sveit- arinnar. „Fólk hélt við værum að syngja „Meira dóp" og að við vildum ýta undir eiturlyfjaneyslu. í rauninni vorum við að skjóta á steranofkun. Textinn vakti umræðu og dró athygl- ina að okkur," segir Heiðar og neitar þvi ekki að hljómsveitin hafi út- hugsað tvírætt innihald textans. „Þetta var tilraun til að markaðssetja sveitina sem tókst." Heiðar þvertekur fyrir að hljómsveitin sé mikið fyrir ádeilutexta, þeir séu ekki i anda þeirrar gleðistemningar sem fylgi henni. „Gagnrýnin er aðeins á léttu nótunum. Við erum mest að gera grín að því sem er í gangi, eins og Sjón- varpsmarkaðinum í titillagi nýju plötunnar. Við gerum út á það að vera hressir og hafa gaman. Það fer ekki saman gleði og neikvæð gagn- rýni," segir Heiðar. Semjum saman ÍButtercup með Heiðari eru Valur Heiðar Sævarsson söngvari, Símon Jakobsson bassaleikari og Davíð Þór Hlynason á gítar. Þeir sjá saman um að semja öll lög og texta á nýja diskinum. „Við settum það sem skilyrði í upphafi að allir í hljómsveitinni tækju þátt I að semja tónlist og texta. Það er svo oft þannig í svona hljómsveitum að aðeins einn eða tveir gera allt og hinir fá ekki að komast að með sitt. Með því að hafa þetta svona verður enginn fúll yfir að fá ekki að koma sínum hugmyndum á framfæri." Heiðar segir að sveitin hafi varið mun meiri tíma í Allt á útsölu en i fyrstu plótuna sem hún gaf út sjálf. „Við tókum þennan disk upp hjá R & R Músík og höfðum eigandann, Rafn Jónsson sem upptökumann og framleiðanda. Hann er ótrúlega góður og við erum mjög ánægðir með hann. Síðan leikur Magnús Kjartansson á Hammondorgel í þremur lögum en það er enginn jafn góður og hann á þessi hljóð- færi á íslandi," segir Heiðar. -MEÓ Stella Hauksdóttir er að gefa út geisladisk um þessar mundir. Hún syngur flest lögin og litríkur hópur tónlistarmanna spilar undir. Áður on mamrrta drepst „Öll lögin eru eftir mig nema eitt," segir Stella Hauksdóttir lagahöfundur, fiskiðnaðarmaður, trúbador, dyravörður, verkalýðs- frömuður og barþjónn. Á næstu dögum er von á diski eftir Stellu og útgáfutónleikarnir verða á gleði- búllunni Grandrokk þann 17. nóv- ember. Stella syngur megnið af lög- unum og Andrea Gylfa teygir líka á raddböndunum. Það spila fimm hljómborðsleikarar á disknum. Þeir Einar Rúnarsson, Jakob Frí- mann, Pálmi Sigurhjartarson og Finnur Júlíusson. Georg Bjarnason bassaleikari og Tommi Stuðmaður slá tóninn en Hilmar Örn Hilmars- son sér um kryddið. Kristján Eld- járn og Eddi Lár ná undurfögrum tónum úr gítarnum og Ásgeir Ósk- arsson Stuðmaður verður í góðum gír. Jóhann Indriðason djöflast á trommunum og KK hamrar á munnhörpunni. Músikölsk kempa „Samvinnan hjá okkur var góð. Þetta var mjóg skemmtilegt og reynsluríkt. Það er alveg á hreinu," fullyrðir Stella. ¦3ia\lú vs/öur í Vókria Grandro.,. komandi miö dagskvöld.'' tónleikar éi efni fagnaöarins 'I.'ÍU- 'II-. i Hver eru tildrög disksins? „Sonur minn, Guðmundur Hauk- ur, vildi að ég gæfi út disk og lagði til peninga fyrir stúdíótímum. Jak- ob Frímann, Georg Bjarna bassa- leikari og Tommi í Stuðmönnum ákváðu svo að gefa mér vinnuna sína. Þannig byrjaði þetta og öx eft- ir það." Hvernig datt syni þínum þetta í hug? „Hann vildi fá mömmu sína á disk áður en hún dræpist." Hefuröu samiö lög lengi? „Já, elsta lagið er síðan '78. Ég samdi það í Vestmannaeyjum." Er rétt aö þú heföir'veriö verka- lýðskempa í Eyjum? „Já, ég var trúnaðarmaður og varaformaður Snótar. Ég vann alltaf í Vinnslustöðinni. Þetta var ansi öflugur tími og baráttan reis mjög hátt í Eyjum. Mikil harka í pólitíkinni." Var ekki neinn tími fyrir plötuút- gáfu á þessum árum? „Ég hugsaði lítið um þetta á mín- um yngri árum. Seinna velti ég þessu fyrir mér en þá aftraði pen- ingaleysið. Svo leiddi hvað af öðru í gegnum árin og þetta er staðan í dag," segir Stella galvösk. Það er ekki vitlaust að mæta í höll rónanna á miðvikudagskvöld- ið og týna sér í taumlausri tónaflórunni. Angistargleðin hefst kl. 21:00. -AJ Geirfuglarnir láta gamminn geisa: „Grúppíurnar eru í eldri kantinum" Svavar Örn: „Er ekki trúður með greindar- vísitölu á við sóda- vatn." 6 Reykingakompur í Reykjavík: Einhvers q staðar 0 verða vond- ir að vera. Popp: Quarashi og Maus dæmdar ¦ ¦ ¦'-'¦ \ ]i 10-11 Þrír karlmenn komast að því: Af hverju eru stelpur svona a n lengi á 1-. baðinu? Bíó Blair Witch: Alvöru- hræðsla eða plat? Nýr bar í Reykjavík: Gamli Grand , - rokk lb breytist í Sirkus ,eftir vmnu nati min Dj Michaeí Kalevala rogin 4cy "*" Hverjir vftjg m WZ fókus Qk fylgir DV á JPC; föstudögum Forsíðumyndina tók Teitur af Svavari Erni 12. nóvember 1999 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.