Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 16
í. Þau enda stundum furðulega ferða- lögin sem fólk fer í. Stephanie Cara- dec, þá nýútskrifuö úr Beaux-Arts í París, dvaldi sumarlangt á fslandi fyr- ir einu ári á ferðalagi með vinkonu sinni um íslensk fjöll. Þær dvöldu að- eins hálfan mánuð 1 Reykjavík og um það leyti sem þær voru að stíga á skip með húsbllinn sinn hittu þær íslensk- an mann. Á þeim fundi kviknaði sú hugmynd að þær stöllur ættu að opna bar með frönskum vínum í Reykjavík. Hugmyndin er nú orðin að veruleika því í kvöld opnar Stephanie barinn Sirkus á Klapparstíg 30 þar sem Grand Rokk var áður. Innan dyra bíða nú hæfilega gömul húsgögn i anda tískubara Parisarborg- ar, tilbúnir að taka á móti gestum. „Ég vildi hafa barinn svolítið sirkuslegan. Þegar sirkus kem- ur í bæinn er fólk ánægt en það vill ekki að hann dvelji lengi. Svo er barborð- ið líka hringlaga eins og sirkussvið, bleiki litur- inn á hús- inu hailærislegur og svolítið skúraleg- ur. Mér fannst nafnið skondið en ég hef orðið vör við að sumir hefðu viljaö sjá franskt nafn,“ segir Stephanie. Glasið á hálfvirði Á Sirkusi verður mest áhersla lögð á léttvín sem Stephanie fær beint frá litl- um vínbændum i Frakklandi. „Ég er með þrjár tegundir af Bordeaux, Chevemy og Chiroubles frá Beaujoiais, sem er uppáhaldsvínið mitt, og Sancerre sem er mjög gott hvítvín." Stephanie segist halda að víndrykkja hljóti að fara vel í íslendinga sem allir segist vera skáld. Það sé líka góö til- breyting frá öllu bjórþambinu. „Ég ætla að halda verðinu niðri. Glasið kostar á bilinu 350 til 400 krónur glas- iö og stór bjór er á sama verði. Ég býð auðvitað upp á sterka drykki, þó ekki kokkteila," segir hún og hryllir sig. Sirkus verður opinn frá hádegi og fram yfir miðnætti. Það verður boðið upp á kafii úr nýmöluðum baunum, te t japönskum bollum og samlokur. „Til að byrja með verð ég með týpískar franskar samlokur i hvitu brauði, með > skinku, osti og súrum gúrkum," segir Stephanie sem ætlar að spila framhald- ið eftir eyranu og óskum kúnnans. Sirkus opnar dyr sinar klukkan 21 i kvöld og býður ókeypis veitingar fyrsta klukkutimann. Vínglasið verður selt á 200 krónur fyrsta kvöldið. -MEÓ t Stephanie Caradec bar- eigandi býður upp á fá- gæt frönsk vín. Skíðahúfur: Hver man ekki eftir þessum? Ingmar Stenmarkshúfur og aðrar iitríkar skíðahúfur eru aftur orðnar inn. Einar af þeim ódýrustu í bænum. Spútnik, kr. 900. Dlesel húfa: Tvöföld ull- k ar- og akrýlhúfa með Pk. silfurmynstri. Spari- leg en um leið hlý. B Sautján, kr. 2.200. Þið getið ekki lengur horft fram hjá því, Esjan er orðin hvít og veturinn er kominn með öllum sínum kulda. Það er því löngu tímabært að taka fram vetrarfötin og ekki síst húfurnar. Eyrun eru nefnilega ótrúlega viðkvæm og þurfa á hlýjum húf- um að halda. Eins og allir gamlir skátar vita þá er mikil útgufun frá höfð- inu og með því að setja húfu á kohinn þá getur manni hitnað á tánum. Ef maður gengur ekki með húfu getur það valdið sýk- ingu i eyrnagöngum, heilahimnubólgu eða langvarandi sýkingu í miðeyra, Fókus þrammaði í verslanir í miðbænum og kíkti á húfuúrvalið sem var reyndar í lakasta lagi en batnar líklega þegar nær dregur jólum. Annars er náttúrlega alltaf hægt að taka fram prjónana og búa til eina sjálfur. Tvílit ullarhúfa: Skemmtilega sér- stök I laginu. Rott á strákana. GK, kr. 2.900. Eyrnahúfur: Frekar gisnar og kannski ekki fyrir köld- ustu vetrardagana. Hann- aðar af Dóru Emils. Nælon og jaröarber, í kr. 3.900. Mohairhúfur: Krúttlegar húfur I mörgum litum, hannaðar af Dóru Emils. Nælon ogjarbarber, kr. 3.300. Gamaldags húfur: %»V' Heklaðar húfur meö eyr- um og bandi undir hökuna. Rómantlskar I meira lagi. Spútnik, kr. 1.200. Gas húfa: Með akrýl- og ullar- blöndu i ytra laginu og flís í því innra. Þessi húfa er rosalega sniðug þar sem það er eigin- lega hægt aö snúa henni á báða vegu. Tvær í einni. Kjallarinn, kr. 1.600. Twlangle húfa: Tvílit flls- húfa. Pottþétt fyrir snjó- brettaníðinga. Reiri litir. Mótor, kr. 1.500. Ladysoul flls- húfa: Álfaleg I laginu en samt nógu sið fyrir eyrun. Smash, kr. 2.900. Stussy-húfa: Úrgerviefni. Flott fyrir þá sem heita nafni sem byrjar á essi. Smash, kr. 2.500. Burton húfur: Úr 100% ull. Passa bæði fyrir stráka og stelpur. Margir litir. Týndi hlekkur- inn, kr. 2.500. Lambsskinnshúfa: Sama I hvaöa stórhríð þú lendir, með þessa húfu á höföinu hvorki týnist þú né verður kalt. Hönnuð af Sigríði Sunnevu. Nælon og jaröarber, kr. 9.900. y J Þú færð LIVE-hárlitina í verslunum Hagkaups og apótekum víða um land. Heildverslun Kjartans Magnússonar s. 565 6222. Schwarz.kopt' Nýju LIVE-hárlitirnir gefa óendanlega möguleika. • Áberandi litir • Með Multi Reflex Pigments • Fastir litir og skol i 1 I0NER f Ó k U S 12. nóvember 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.