Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 9
jana Hólm sitja saman í reykinga-
herberginu. Þær eru nýkomnar í
morgunkaffið og eru að kveikja sér í
sígarettu.
Mynduö þiö sjá efíir reykinga-
kompunni ef henni yröi lokaö?
„Já, ég myndi segja það. Hvað, á
maður að vera reyklaus allan dag-
inn eða fara út?“ spyr Laufey og
bætir við að mesta stuðið sé í
reykingakompunni.
Skapast sérstök stemn-
ing i reyknum?
„Mér finnst sérstök
stemning hér,“ svarar
Laufey en Gyða grípur
fram í fyrir henni og segir:
„Bara gamall vani. Það er
alltaf voða svipaður kjarni
héma.“
Laufey segir að
reyklausir starfsfélagar
leiti oft inn til þeirra. „Þá
langar bara að vera með
okkur og kjafta, eins og
hana Kristjönu." Kristjana
brosir og kinkar kolli.
Hvers vegna kemur þú
hingaö í reykinn þótt þú reykir ekki?
„Bara vegna félagsskaparins.
Hann er góður,“ svarar Kristjana.
Svo þiö eruð ánœgöar meö reyk-
ingakompuna í Granda?
Gyða svarar fyrir þeirra hönd og
segir: „Mjög svo. Það væri agalegt ef
við töpuðum þessu.“
Ríkissjónvarpið:
Loftið er skelfilegt
í Ríkissjónvarpinu er lítil óvist-
lega kytra. Hún er dimm og flökt-
andi sjónvarpstæki slær bjarma á
kúffullan öskubakka. Kristján Krist-
jánsson fréttamaður og Karl Sig-
tryggsson kvikmyndagerðarmaður
sitja í gömlum leðursófa og tala hvor
í sinn simann. Karl klárar símtalið
fyrst og kveikir í sígarettu. „Það vill
nánast enginn vita af þessu litla her-
bergi,“ fullyrðir hann og glottir.
„Fólk stoppar mjög stutt héma, það
er lítið pláss og loftið náttúrlega al-
veg skelfilegt. En það hefur ekki ver-
ið amast við því enn þá.“
Mynduö þiö sjá eftir reykinga-
kompunni ef henni yrði lokaö?
„Einhvers staðar verða vondir að
vera,“ svarar Karl. „Hérna er vinnu-
dagurinn oft mjög langur og einhver
aðstaða er nauðsynleg fyrir þessi
Þorgrímur, formað-
ur Tóbaksvarnar-
nefndar, hefur fátt
aö segja um reyk-
ingakompuna á
Grund.
yrði gert við mann núna ef maður
reykti niðri í myndstjóm,“ segir Karl
og flissar við tilhugsunina.
Mál & menning
Reyklaus vinnustaður
Bertha Sigurðardóttir og Óttarr
Proppé eru afgreiðslufólk í Bókabúð
Máls og menningar. Þau eru um-
komulaust reykingafólk í stórfyrir-
tæki sem er búið að banna
reykingar á vinnustað.
Fyrir vikið reykja þau
skjálfandi fyrir utan
Laugaveg 18 og sjá gul-
brúna reykingakompu í
hillingum. Fókus fýsti að
vita hvemig það væri að
reykja úti í kuldanum og
spurði þau álits á ástand-
inu. „Það er hægt að bjóða
fólki upp á þetta í heitu
löndunum, eins og í
Bandaríkjunum, þar sem
hvergi má reykja inni.
Fólk getur reykt úti ef það
er nógu hlýtt,“ segir
Bertha og bætir við að það
sé orðið allt of kalt til að standa
þarna úti.“ Óttarr Proppé afgreiðslu-
maður undirstrikar þetta og líkir
ástandinu við kalda daga í heitu
Kristján fréttamaður og Karl kvikmyndagerðarmaöur halda
traustataki í reykingakompuna.
25% sem reykja."
Kristján lýkur símtalinu og svar-
ar því næst spurningunni: „Já, það
er ekki ólöglegt að reykja svo ein-
hvers staðar þurfa reykingamenn að
vera. Ef það má hvergi reykja er
eins gott að taka tóbak af markaði.
Humm... Og nú er hægt að banna
reykingar utan dyra, eins og í
stúkunni í Laugardalshöllinni. Ég
átta mig ekki á því hvernig hægt er
að banna fólki
•að reykja undir
bem lofti.“
Er ekki stutt
síöan þaö mátti
reykja hérna í
mötuneytinu?
„Jú, jú, það
var alls staðar
reykt hérna. Ef
maður fór í
myndstjórn fyr-
ir fréttir þá
reykti maður
eina. Svo gekk
fréttatíminn og
síðan fékk mað-
ur sér aðra með-
an veðrið var í
loftinu. En ég
veit ekki hvað
löndunum.
Grund:
Starfsmenn
mótmæltu banninu
Nýju tóbaksvarnarreglurnar
banna starfsfólki á dvalarheimilum
að reykja. Hins vegar mega vist-
menn og gestir reykja eins og þá
lystir. Sigrún Reynarsdóttir, launa-
fulltrúi á Grund, segir að urgur hafl
verið í starfsfólki þegar reykinga-
kompunni var lokað. Henni var lok-
að samkvæmt nýju lögunum. „Því
var alls ekki tekið vel og hér gengu
langir undirskriftarlistar þar sem
starfsmenn mótmæltu banninu
harðlega," segir Sigrún. Blaðamaður
Fókuss heyrir því hljóðið í Þorgrími
Þráinssyni, formanni Tóbaksvarnar-
nefndar, og spyr um réttindi Sóknar-
kvenna:
Er gengiö á réttindi fólks þegar
reykingaaöstööu er lokaö og liöinu
hent út í skafl?
„Hvers konar spurning er þetta?
Það er mórall í henni, hvað mein-
arðu eiginlega?" spyr tóbaksvarnar-
formaðurinn á
móti.
Ég er til dœm-
is aö tala um
eldri Sóknarkon-
ur, eins og þœr á
Elliheimilinu
Grund. Þar var
kjallaraherbergi
þar sem starfs-
fólk gat slappaö
af yfir kaffibolla
og sígarettu þá
sjaldan sem fœri
gafst. Núna
þurfa þœr að
standa úti í roki
og snjó, kaffi-
lausar og kald-
ar.
„Lögum samkvæmt mega fyrir-
tæki hafa séraðstöðu fyrir reykinga-
fólk. Ég hef ekkert út á reykingafólk
að setja, svo fremi sem það reykir í
einrúmi og skaðar ekki aðra. Það
veit hver heilvita maður að það eru
40 krabbameinsvaldandi efni í sígar-
ettureyk og það segir mér enginn að
reykingafólk vilji skaða aðra,“ svar-
ar Þorgrímur ákveðinn. -AJ
Fiskvinnslukonurnar Laufey, Gyða og Kristjana eru mjög
ánægðar með reykingakompuna í Granda.
Á hverju ári eru Darwin-verðlaunin veitt þeim sem láta lífið fyrir algjöra
heimsku eða vitleysisgang. Með þessu eru vitleysingarnir að gera mann-
kyninu greiða, að mati aðstandenda verðlaunanna, og eiga því skilið
verðlaun fyrir greiðviknina. Lítum á þá sem sköruðu fram úr á árinu.
totil.com
Dóni deyr
15 júlí 1999, San Francisco
Tvítug kona stóð drukkin við
járnbrautarteina og ætlaði að veifa
brjóstunum framan í fyrsta lestar-
stjóra sem birtist. Þegar næsta lest
brunaði framhjá var krafturinn af
henni svo miklll að konan sogaðist
að lestinni og hálfpartinn undir
hana. Hún var kærð fyrir ósæmi-
legt athæfi á almannafæri en lést
nokkrum dögum síðar af sárum
sínum á spítalanum.
Hasshausinn og
háhyrningurinn
6. iúlí 1999, Florida
Nakinn maður fannst látinn á
baki háhyrningsins Tillikum í Sea
World sædýrasafninu í Orlando á
þriðjudaginn og er dánarorsök ann-
að hvort drukknun eða ofkæling.
„Það eru engin augljós merki um
átök. Hann var hvorki tugginn né
sundurlimaður,“ sagði lögreglan, en
líkið var þó rispað á bakinu sem
bendir til þess að fórnarlambið hafi
verið dregið um laugina af háhyrn-
ingnum sem hefur litið á mannver-
una sem hvert annað leikfang.
Hinn látni var hasshausinn og
auðnuleysinginn Daniel og rakti
lögreglan ferðir hans til Hare
Krishna-reglu í Miami. Þar gat
æðstipresturinn dregið upp mynd
af hinum látna. Hann hafði verið
mikill náttúruunnandi sem sat
löngum stundum í garði musteris-
ins og gaf. smáfuglum brauð-
mylsnu. Daniel átti erfitt með að
aðlagast reglum Hare Krishna eins
og þeim að vakna kl. 4 á morgnana
og að neita sér um áfengi, eiturlyf
og kynlíf. I stað þess að vinna
fannst Daniel þægilegast að hug-
leiða með þungarokki 1 kapellu
reglunnar.
Einn daginn kom Daniel öllum á
óvart með því að segjast ætla að
taka upp þagnareið. Þetta fannst
Hare Krishna-mönnum skrýtið því
reglan hvetur menn ekki til þagn-
ar. Skömmu síðar yfirgaf Daniel
musterið og sagði: „Ég vil vera
frjáls, ég vil ferðast".
Þrem dögum síðar komst hass-
hausinn okkar inn í sædýrasafnið
og hékk nálægt hvalalauginni þar
til lokað var. Hann faldi sig fyrir
öryggisvörðum, fór úr öllu og
klifraði yfir öryggishindranir ofan
í til Tillikum. Um morguninn
fundu verðir nakið lík Daniels rétt
neðan við bakugga Tillikum. Lög-
reglan fann nokkra jónustubba ná-
lægt fatahrúgu hins látna sem
skýra að einhverju leyti hugará-
stand hans þegar hann ákvað að
leika sér við stórhvelið. Nú er bara
að vona að hasshausar í Vest-
mannaeyjum láti sér þessa sögu að
kenningu verða og fari ekki að
böggast í honum Keikó okkar.
Dauði í líkbíl
________________9. maí 1999, Mexikó
Ungt par fannst látið aftan i lík-
bíl. Jose, 23 ára starfsmaður Perez
Diaz útfararþjónustunnar í
Campeche, hitti Ana Maria á laug-
ardegi og þau ákváðu að eiga róm-
antíska stund í líkbílnum. Hann
lagði í vöruskemmu og hafði bílinn
í gangi til að hafa not af loftkæling-
unni. í þessu innilokaða rými
streymdi útblástur líkbilsins auð-
vitað beint inn í bílinn og stein-
drap parið þar sem það lá í ástar-
leik.
Rússnesk rúlletta
í Kambódíu
___________22. mars 1999, Phnom Penh
Áratugalöng vopnuð átök hafa
dreift aUskonar ósprengdum her-
gögnum um alla Kambódíu. Yfir-
völd vara borgarana við að koma
nálægt þessum hættulegu hlut-
um. Þrír vinir sátu nýlega að
sumhli og skiptust á móðgunum á
búllu í suðausturhéraði Svay
Rieng. Rifrildið haföi staðið yfir
klukkutímum saman þegar einn
mannanna dró fram 25 ára
ósprungna skriðdrekajarð-
sprengju sem hann hafði fundið í
garðinum sínum. Hann henti
sprengjunni undir borðið og
mennirnir þrír fóru að spila rúss-
neska rúllettu; hver af fætur öðr-
um drukku þeir glasið í botn og
stöppuðu niður fæti á sprengjuna.
Aðrir gestir hlupu út í skelfingu.
Mínútum síðar sprakk jarð-
sprengjan með hrikalegum hvelli
og drap samstundis mennina
þrjá. „Konurnar þeirra fundu
ekki eina skinnpjötlu af þeim,
sprengjan eyðilagði allt,“ sagði
barþjóninn.
Safnaði sig til dauða
___________25. ágúst 1999, Þyskalandi
Lögreglan í Bodenwerder fann
illa famar leifar 75 ára gamallar
konu í íbúð hennar. Konan hafði
verið látin vikum saman. Sam-
kvæmt lögreglu var gamla konan
fómarlamb eigin söfnunaráráttu.
íbúðin var sneisafull af heimilis-
tækjum, mat, fotum og flokkuðum
bæklingum. Staflar í ganginum
höfðu hrunið ofan á konuna og
þar sem hún lá þar og gat sig
hvergi hrært dó hún úr þorsta.
Hún bjó ein og hafði lítið sem ekk-
ert samband við nágrannana. Láts
hennar varð því ekki vart fyrr en
óþef fór að leggja frá íbúðinni.
í íbúðinni fann lögreglan m.a.
50 dósir af túnfiski, stórar hrúgur
af tannkremi, 30 vasaljós, tíu stór-
ar leðurtöskur og stafla af kynn-
ingarbæklingum, sem konan
hafði fengið inn um lúguna og
flokkað og geymt. í þriggja her-
bergja íbúð hennar var aðeins
hægt að hafast við á nokkurra fer-
metra bletti í ganginum.
Þessi saga ætti að hvetja lesend-
ur til að henda reglulega ruslinu
sem streymir inn um lúguna dag-
lega.
Vélsög og rafpóstur
5. júlí 1999, Maine
Rómantíkin blómstraði á Net-
inu en dofnaði eftir að James frá
Missouri fór til Maine til að mæta
örlögum sínum. Segja má að at-
burðir myndanna „You’ve Got
Mail“ og „Texas Chainsaw
Massacre" hafi mæst á miðri leið
þegar James sveiflaði vélsöginni
og sagaði í eigin háls í örvænting-
arfullri tilraun til að sanna ást
sína. Samband James og Beth
hófst á Netinu fyrir nokkrum
árum en síðan hafði Beth viljað
binda enda á sambandið. Þau
höfðu aldrei hist en samt ók
James til Maine og bankaði upp á
hjá Beth. Sonur hennar kom til
dyra og neitaði að ná í mömmu
sina og læsti öllum hurðum. Þá
náði James í vélsög úr skottinu á
bílnum sínum og sveiflaði henni
og hrópaði ástarorðum í gegnum
gnýinn í einhvers konar karl-
mannlegri tilraun til að ná til
Beth sem gægðist út úm gluggann.
Hann passaði sig ekki og hjó
næstum hausinn af sér óvart.
„Það var blóð út um allt, ég gat
varla séð hvar sárið var,“ sagði
lögregluþjónninn sem kom fyrst-
ur á vettvang. Vinur James segir
Beth hafa sært tilfinningar hans.
„Hann eyddi þúsundum dala í
símareikninga og nýjustu tölvurn-
ar til að vera í góðu sambandi og
greiddi þar að auki símareikning-
inn hennar," sagði hann.
Hráki dauðans
_______________15. júlí 1999, Alabama
Tuttugu og fimm ára gamall her-
maður lét lífið eftir að hann datt
ofan af fjögurra hæða húsi. Hann
og félagi hans höfðu verið að keppa
um það hvor gæti hrækt lengra.
Hafði keppnin staðið yfir nokkra
stund og var áfengi með í spilinu.
Þeir voru í þessum létta leik uppi á
þaki og var handrið fyrir þakbrún-
inni. Nú tók okkar maður langt til-
hlaup og ætlaði með því að koma
hrákanum lengra en félaginn.
Hann misreiknaði sig eitthvað og
flaug yfir handriðið og steindrapst
um leið og hann skall á gangstétt-
ina fyrir neðan. Félaginn játaði sig
sigraðan.
Óheppinn sverðgleypir
____________18. apríl 1999, Þyskalandi
Sverðgleypir lét lífið í Bonn eft-
ir að hann gleypti regnhlíf - og
rak sig óvart í takkann sem opn-
aði hana.
heimsk ti
1 Ivll m L |
12. nóvember 1999 f Ókus
9