Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1999, Blaðsíða 13
t Strákar kvarta oft yfir því hve stelpur eru lengi að taka sig til. Þær eyða allt of löngum tíma á baðherberginu og láta alltaf bíða eftir sér. En að sjálfsögðu er ástæða fyrir því að þær láta strákana bíða. Fókus fékk þrjá karlmenn til að komast betur til botns í því af hverju kærustur þeirra eru lengi á baðinu. Línur vetrarins lagðar af förðunarfræðingn- um Fríðu Maríu Harð- ardóttur hjá Face og Atmo: •Burt með þykkan þekjandi faröa. •Engar útlínur né skarpar línur. •Eyellnerlnn er út. •Ekki gllmnier heldur glans. •Kinnalitur er Inn en samt ekkl of mlklll. •Varirnar eiga aö vera eðlllegar, gjarnan lllla. •Á augun er notaður lítill maskari, jafnvel bara glær. •Á augnalokln eru not- aðir Ijósir litlr. •Helldarsvlpurlnn eðli- legt náttúrlegt gljá- andl útlit. Mona Lisa aiu „Maður notaði stundum eitthvað svona til að fela unglingabólurnar en maður þurfti ekki svona mikið," segir Jón Ómar Erlingsson og lít- ur áttavilltur yfir vöruvalið í versl- uninni Face á Laugavegi. Hann er hingað kominn ásamt kærustunni, Ástu Kristjánsdóttur, og tveimur öðrum karlmönnum og þeirra spús- um til að taka þátt í smá tilraun á vegum Fókus. Ætlunin er að gefa hverjum karlmanni 15 mínútur til að mála sína konu og athuga hvort þeir séu tilbúnir að fara með þær út úr húsi á eftir, eða kannski þeir átti sig á því að 15 mínútur á baðinu er ekki mikill tími fyrir konu til að hafa sig til á. Fyrir utan þau Ástu og Jón Ómar er parið Bryndis Björg Einarsdóttir og Sigmar Vil- lijálmsson mætt til leiks, sem og Marla Gréta Einarsdóttir og Ró- bert Aron Magnússon. Reglurnar eru einfaldar. Strákarnir fá enga hjálp, hvorki frá sínum konum né förðunarfræðingnum, Fríðu Maríu Harðardóttur, sem passar upp á að enginn fari sér að voða og beri t.d. naglalakk á augnalokin. Strákarnir fá að valsa frítt um verslunina og nota allt sem þeir vilja. Einu skil- yrðin eru að þeir verða að nota meik, varalit, maskara og augnskugga á konurnar og gera sitt besta. Eins og gleðikona Reglurnar eru samþykktar og á 15 mínútum segir Ró- „Þetta er eins og að máia ofan í Picasso": Sigmar Vilhjálmsson, dagskrárgerðarmaður á Mónó, er vanari að handleika míkrófónlnn en maskarann en bar slg þó fagmannlega að. klukkan byrjar að tifa. Strákarnir ráðast á meikkrukkurnar og hella í andlit kvennanna. „Voðaleg klessa er þetta, hvernig sléttar maður eiginlega úr þessu?" spyr Jón Ómar og á í vandræðum með að dreifa úr meikinu sem er komið í eina klessu á annarri kinn- inni á Ástu. „Þetta er eins og að mála ofan í Picasso," segir Sigmar og finnst greinilega kærastan sín vera nógu sæt eins og hún er. „Já, ég er nú eiginlega ekki hrif- inn af því að konur máli sig mjog mikið. Þetta náttúrulega útlit er Fríða kíkir á stelpurnar þegar verkinu er lokið og gefur góð ráð. Hún benti strákun- um á það að Face stæði fyrir förðunarnámskeiðum. langflottast, bert. „Ertu þá líka hlynntur því að konur raki sig ekki undir höndunum?" spyr Sigmar og Róbert dregur eitthvað í land með nátt- úrufegurðarkenninguna. Meikið er komið á hjá öll- um og þá tekur vanda- samara val við. Púðurdósirnar og maskararnir eru skoðuð. „Ég skil ekki þetta með maskarana. Það stendur hér að þeir séu water- proof en samt washes off easily," segir Sigmar og mundar tækið á augnhár Bryndísar. „Það þýðir ekkert að biðja mig að gera þetta um næstu helgi," segir Róbert og Mæja kinkar glöð kolli. Henni list greini- lega ekkert á þennan gyllta lit sem hann er í óðaönn að ausa á augna- lok hennar. „Sjáðu, geturðu ekki gert mig eins sæta og hana?" segir Mæja og bendir á Bryndísi. „Á maður að nota einhver áhöld í þetta eða tekur maður þetta bara með puttunum?" spyr Sigmar og horfir yfir augnskuggaúrvalið. „Þú ert alltaf með bláan lit, Bryn- dís, er það ekki," spyr Sigmar. „Ég er eins og gleðikona," segir Ásta eftir að hafa litið í spegilinn og séð þennan græna augnskugga sem Jón Ómar hefur valið á hana. Hún er greinilega ekkert mjög ánægð. „Já, þarna sérðu, svona vill hann hafa þig. Eins og gleði- konu," skýtur Sigmar inn í og er greinilega skemmt. Tveir tónar í var- irnar Það eru fimm mínút- ur til stefnu en Róbert er búinn að leggja áhöldin frá sér og segir að Mæja sé tilbúin. Hann geti ekki gert bet- ur. Hann virðist líka vera hálfuppgefinn eftir að hafa þurft að berjast við heljarmikla klessu út á höku eftir varablý- antinn. „Hvað á ég að gera?" spyr Ásta. Sigmar, Jón Omar og Róbert kíkja á úrvalið og eru ekki alveg vlsslr til hvers allt þetta dót er nú notað. „Vertu bara kyrr," svarar Jón Ómar og mundar brúnan varablý- ant. Hann er mjog einbeittur á svip og rekur út úr sér tunguna við verkið. „Það þýðir ekkert að biðja mig um að gera þetta um næstu helgi": Róbert Aron Magnússon plötusnúður var ekkert sérstaklega öruggur með augnblýantinn. „Guð minn góður, var- irnar á mér eru eins og á Andrés önd," segir Ásta. Sigmar er búinn að finna bleikan varablýant og leitar að varalit í stíl. „Já, á þetta ekki allt að vera í stíl? Einhvers staðar sá ég það," segir Sigmar og ber sig mjog fagmannlega. „Ég set líka tvo tóna í var- irnar svo þær stækki." Einhverjir eru farnir að halda að Bryndís hafi kennt Simma heima áður en á hólminn var komið því förðunarfrasarnir renna upp úr honum. Þau bera hins vegar allan slíkan óhróð- ur af sér. Jón Ómar setur varalit á Ástu og lætur hann hana bíta í klósettpapp- ír á eftir. „Ég hef séð þetta gert í bíómynd- unum, sjáið, þetta er allt annað," segir hann stoltur og rífur klósett- „Vertu bara kyrr": Jón Ómar Erlingsson, hljómsveit- armeðlimur í Sóldögg, reynir að teikna beina línu með varalrtablýantinum. pappírinn úr munninum á Ástu. „Það vantar eitthvað þó þeir segi less is more," segir Sigmar og virð- ir Bryndísi fyrir sér. En þá hringir klukkan, korterið er liðið og strák- arnir verða að gjöra svo vel að sætta sig við útkomuna. -snæ Fyrir Svona mætti fegurðardrottning Reykjavíkur, Bryndís Björg Einarsdóttir, til leiks. Svona leit flugfreyjan Ásta Kristjánsdóttir út áður en Jón Ómar komst í andlit hennar. Bryndís: "Liturinn á meikinu var I lagi en mér finnst að augun hefðu mátt vera sterkari. Svo var ég ekki hrifin af þessu glimmeri. Ég myndi aldrei fara svona út, ekki nema þá á grímu- ball. Mér fannst Simmi samt leyna ótrúleg á sér." Sigmar: „Hvaða vitleysa, við erum á leiöinni út... Ég verö að viðurkenna aö Bryndís er mun betri I þessu en ég. Ég var alls ekki nógu öruggur með öll þessi tæki og tðl." Fríða förounarfræölngur: „Meik- iö sem hann valdi var aöeins of Ijóst og svo notaði hann púður- kvastann til að jafna það út sem maöur gerir alls ekki. Svo byrjaði hann á aö setja maskarann á áður en hann málaði augnalokin sem er ekki rétt röð. Annars var þetta vel unniö. Hann var mjög vandvirkur við varirnar og valdi litina af kostgæfni og var nokk- uð flinkur með maskarann. Það sem dró hann nokkuð niður var að þegar hann var búinn að öllu þessu þá fór hann aö bæta á meikið." Fyrir Asta: „Ég myndi aldréi vilja fara út svona! Púðrið var allt of dökkt og allt of greinileg skil á hálsinum. Það er eins og maö- ur sé nýkominn úr Ijósatíma, bara.meö andlitsljósin á. Svo notaði hann kolvitlaus áhöld. Hann var samt laginn með maskarann." Jón Ómar:" Mér finnst betta nú bara vera einhver smáatriði sem er verið að setja út á. Mér finnst þú mjög fin og færi alveg með þér út svona." Fri&a förounarfræoingur: „í fyrsta lagi þá notaði hann of dökkt meik og átti í erfiðleikum meö að dreifa vel úr því. Hann var góður með maskarann og varablýantinn sem var þó eng- an veginn í stíl við varalitinn. Svartar eða brúnar línur í kring- um varir eru algjörlega komnar úr tísku. Hann var sá eini sem var til í að nota einhverja liti að ráði, sem var djarft og mjög gott, en hann fór of ofarlega á augnalokið. Yfirleitt ber maöur ekki eyedusterinn svona hátt upp." María Gréta Einarsdóttir, dagskrárgerðar- maður á Skjá elnum, áður en henni var breytt í Halloween-drottningu. Mæja: „Mér finnst eins og ég sé á leiðinni á Halloween. Þessi gulllitur er svo sem í lagi ef hann væri bara betur settur á. Svo finnst mér strikin undir augunum vera allt of feit." Róbert: „Ég verð að játa að ég er ekkert allt of æstur að fara meö henni út svona útlítandi. Mér fannst ég þó standa mig ágætlega miðað við það að ég hef ekki komist í snertingu við neitt svona áður." Frí&a för&unarfræ&lngur: „Meikið var of Ijóst en gengur samt alveg. Hann púðraði ekki strax eftir að meikið var komið sem er nú venjan. Hann setti of mikinn eyeduster á augnalokin og allt of neðar- lega. Svo var hann nokkuð fljðtfær með maskarann og augnblýantinn. Einnig fór hann frekár brussulega meö vara- blýantinn sem endaði í smá- kámi. Aftur á móti setti hann varasalva á varirnar áður en hann byrjaði að mála sem var mjög gott því þær voru helst til þurrar. Heildarútkoman er svona full frjálsleg." «B»»S Tilboð sem erfitt eraðhafna! McHamborgari. Aðeins 119 kr.! fir.r.W01- SLabUÍ Alltaf gæði. Alltaf góð kaup Suðurlandsbraut 56 Austurstræti 20 • Kringlan Bubbi Morthens Stórtónleikar frá mionætti föstudagskvöldiö 12. nóv. Matseðill Speise Karte Súpa dagsins Kr. 390 Tagessuppe Grilluð matarpylsa, brauð, sinnep Kr. 390 Þýsk uppskríft Thiiringer Bratwurst Bratwurst, grilluð með brauði Kr. 190 Bratwurst F»itsa, tvær sneiðar Kr. 390 Pizza, z Schnitten Svínasulta, steiktar kartöflur, rauðrófur Kr. 390 Schweinesiilze mit Bratenkartoflen und Roten Beeten Rauðgrautur m/rjóma Kr. 390 Rote Gríitze mit Sahne KT f Ó k U S 12. nóvember 1999 12. nóvember 1999 f ÓkUS t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.