Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1999, Blaðsíða 2
20 fjármál MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 13"V íslendingar á eyðslufylliríi: Einka- neysla eykst og eykst - skuldir 80 þusund krona skattafsláttur Sparnaðarform sem allt of fáir nýta sér: 3.300 kall á 1.850 kr. á mánuði - sérlega hagstæð peningaviðskipti fyrir þá sem vilja leggja 2% meira í lífeyrissparnað heimilanna voru 443.100.000. 000 kr. um síðustu ára- mót Einkaneysla íslendinga eykst nú hröðum skref- um og voru skuldir heimilanna í árslok 1998 orðnar 443,1 milljarður króna og aukast enn. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun er einkaneysla landsmanna talin aukast veru- lega á yfirstandandi ári. Þannig jókst velta í atvinnugreinum sem tengjast einkaneyslu um rúmlega 6% að magni milli fyrri árshelminga áranna 1998 og 1999 á meðan kaupmáttur jókst um rúmlega 4%. Skuldirnar aukast Samfara aukinni neyslu um- fram kaupmátt ráðstöfunar- tekna sl. ár, hafa brúttóskuldir vaxið. Þannig námu skuldir heimilanna 443,1 milljarði króna í árslok 1998 sem er rúm- lega 107% aukning á fóstu verð- lagi frá 1990 en rúmlega 81% ef íbúðalánasjóðir eru undanskild- ir. Á sama tíma jukust skuldir án húsnæðislána á mann um tæp 69%, einkaneysla á mann um rúmlega 17,4% og kaupmátt- ur á mann um rúmlega 13%. Hluti eyðslunnar í varanlegri eign Hafa ber í huga að á meðan skuldirnar hafa verið að vaxa hafa fjáreignir og aðrar eignir heimilanna einnig verið að aukast. Þannig hefur aukningin í einkaneyslunni verið hlutfalls- lega mest í varanlegum neyslu- vörum, svo sem bifreiöum og varanlegum heimilistækjum. íbúðaeign landsmanna hefur einnig aukist verulega. - vegna hlutabréfakaupa einstaklinga og 160.000 hjá hjónum Kostimir viö inneign á sér- eignareikningi til viðbótar réttindum úr samtrygging- ardeildinni eru margvíslegir. Skattahagræðið er augljóst; 2% við- bótargjald af launum er ekki skatt- lagt við innborgun og að auki fá launþegar 0,2% mótframlag frá at- vinnurekanda. Eftirfarandi dæmi sýnir vel áhrif skattahagræðisins: Einstaklingur sem sparar 3.000 kr. á mán- uði (2% af 150.000 kr. launum) lækkar skatta sína um 1.150 kr. (m.v. 38,34% tekjuskatt). Mót- framlag atvinnurekanda er 300 kr. (0,2%). Þessi einstaklingur eignast því 3.300 krónur á mánuði í séreignasjóði en borgar i raun aðeins 1.850 kr. fyr- ir það mánaðarlega. Til lengri tíma litið kemur síðan hagnaðurinn af vöxtum sem getur orðiö umtalsverður þegar frá líður og upphæðin vex. Ekki þarf að greiða eignarskatt af inneign í lífeyrissjóði né fjár- magnstekjuskatt. Inn- eign í lífeyrissjóði hefur ekki áhrif til lækkunar á t.d. vaxtabætur eða bamabætur. Hins vegar er greiddur tekjuskattur af útborgun. Með aukinni inneign í séreigna- sjóði öölast einstaklingar tækifæri til þess að hætta störfum áður en fjárfestingu á árinu í hlutabréfum umfram verðmæti seldra hluta- bréfa. Einungis kaup í innlendum hlutafélögum sem ríkisskattstjóri hefur staðfest, hlutabréf i félögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi ís- lands, samvinnuhlutabréf og stofn- fjárbréf i sparisjóðum, skapa rétt til frádráttar. Frá kaupverði dregst söluverð allra seldra hlutabréfa á árinu. Frá- drátturinn getur numið 60% af verðmæti keyptra hlutabréfa um- fram verðmæti seldra hlutabréfa, en þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 80.000 hjá ein- staklingi og kr. 160.000 hjá hjónum. Ekki er heimilt að millifæra ónýttan frádrátt til næsta árs sé fjárfest umfram hámark á árinu. Til lækkunar kaupverði kemur ekki neikvæður mismunur frá fyrri árum og neikvæður mis- munur vegna seldra hlutabréfa á ár- inu flyst ekki á milli ára. Þór Egilsson, deildarstjóri séreignasjóðs hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. hefðbundnum ellilifeyrisaldri er náð. Eðlilegt er að fólk hafi þennan valkost í síbreytilegu og kröfuhörðu atvinnuumhverfi. Minni ásókn en búist var við Þór Egilsson, deildarstjóri sér- eignasjóðs hjá Lífeyrissjóði Versl- unarmanna, segir mun minna um aö fólk hafi nýtt sér rétt til viðbótar- lífeyrisspamaðar sem opnaðist fyrir á þessu ári. „Lífeyrissjóður Verslunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsins, með um 34.400 virka sjóðfélaga sem greiða reglulega í sjóðinn. Greiðslur úr sjóðnum eru í samræmi við áunnin réttindi sem reiknuð eru í stigum. Þrátt fyrir að þetta nýja spamað- arform hafi verið mikið auglýst og mikið kynnt í byrjun ársins hefur fólk ekki nýtt sér þetta eins og menn vonuðust til. Það væri auðvitað æskilegt að fólk sæi sér fært að spara í meira mæli. Þetta tekur auðvitað tíma að koma þessu inn í vit- und fólksins. Þetta getur skipt fólk verulegu máli, sér- staklega ef það byrjar snemma að nýta sér þennan spamað. Þetta er hrein sér- eign hvers og eins og óháð öðrum réttindum í lífeyris- sjóðum. Hefðbundnar lífeyris- greiðslm- sem renna í sam- tryggingarsj óðina lúta öðr- um lögmálum. Eðli sam- tryggingarinnar er að sumir fá meira en þeir greiddu inn en aðrir fá minna. Þá er nokkuð um að fólk hafi ekki greitt í lífeyrissjóði i gegnum árin, sér í lagi sjálfstæðir at- vinnurekendur og verktakar. Nú er hins vegar búið að gera eftirlitsskyldu ríkis- skattstjóra virka og öllum er skylt að greiða í lífeyrissjóð. Þeir sem ekki hafa rétt í lífeyrissjóðum era algjörlega upp á Tryggingastofnun komnir varðandi tekjutryggingu á efri árum. Lífeyrisgreiðslur úr lif- eyrissjóöum skerða hins vegar greiðslur frá Tryggingastofnun eftir ákveðnum reglum. Með nýjum lög- um, þar sem tryggt á að vera að all- ir greiði í lífeyrissjóði, þá mun vægi Tryggingastofnunar þó væntanlega minnka i framtíðinni." -HKr. Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í desember 1998 vora gerðar verulegar breytingar á frádrætti vegna fjárfest- ingar í atvinnurekstri. Heimild til frádráttar vegna innleggs á stofnfjár- reikinga var felld úr gildi, neikvæður mismunur færist ekki á milli ára, og nú þarf að eiga hlutabréfln yfir flmm áramót í stað þriggja ára áður. Hér á eftir er gerð grein fyrir reglunum eins og þær eru samkvæmt þessum nýju lögum sem gilda fyrir álagningu 1999 vegna kaupa og sölu á hlutabréf- um ársins 1998. Fé sem varið er til aukn- ingar á flár- festingu í inn- lendum hluta- bréfum veitir heimild til frá dráttar til lækk- unar á tekju- skattsstofni, eftir því sem nánar er skýrt hér á eftir. Skattafrádrátt- ur vegna hluta- bréfakaupa Frádráttur miðast vifi Eignarhaldstími yfir fimm áramót Það er skilyrði til frádráttar að eignarhaldstími hlutabréfanna sé yfir fimm áramót og að árlega sé gerð grein fyrir þeim á skattfram- tali. Þeir sem keyptu hlutabréf fyrir 1998 og nutu frádráttar vegna þeirra kaupa þurfa þó ekki að eiga hluta- bréfin lengur en þrjú ár eins og áskilið var samkvæmt eldri lögum. Séu bréfm seld innan framan- greindra tímamarka færist nýttur frádráttur til tekna á söluári við- komandi hlutabréfa. Ekki skal þó beita ákvæði um tekju- færslu frádráttar ef keypt era á sama ári og eigi síð- ar en 30 dög- um eftir söl- una önnur hlutabréf í inn- lendu hlutafé- lagi fyrir a.m.k. sömu flárhæð og söluverð hinna seldu hluta- bréfa var og fé- lagið uppfyllir skilyrði fyrir frádrætti. Sé kaupverðið lægra skal tekjufæra mismun- inn. Fjárfesting í hlutabréf- um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.