Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 35 Veturinn hefur hafið innreið sína í Þýskalandi eins og þessi mynd ber með sér en hún er frá viðureign Bayern Munchen og Dortmund á Ólympíuleikvanginum f Munchen. Símamynd Reuter ítalska knattspyrnan: Mikið fjör - AS Roma, Lazio og Juventus efst og jöfn Spennan hefur sjaldan verið meiri i toppbaráttu ítölsku deildar- innar í knattspymu. Þegar 12 um- ferðum er lokið eru þrjú félög efst og jöfn, Roma, Lazio og Juventus. Það er því ljóst að mikil slagur er í uppsiglingu um meistaratitilinn en næstu þrjú liðin fyrir neðan geta hæglega blandast í þann slag. Roma fékk harða mótspyrnu gegn Leece og getur Roma-liðið þakkað framtaki Vicent Candela að sigur vannst á heimavelli í gær. Candela skoraði tvö mörk fyrir liöið og sig- urmarkið sjálft skömmu fyrir leiks- lok. Lazio vann góðan útsigur á Perugia og þar átti Chile-búinn góð- an leik en hann kom liðinu á sporið með marki í fyrri hálfleik. Sergio Conceicao bætti við öðru marki í síðari hálfleik. Fillippo Inzaghi skoraði bæði mörk Juventus í sigrinum gegn Bologna. Áhangendur liðsins hafa greinilega vaknað til lífsins og studdu liðið vel í þessum leik. For- svarsmenn liðsins hafa kvartaö undan lélegri aðsókn í vetur en á þennan leik mættu 40 þúsund áhorf- endur. Inter Milan er ekki langt á undan toppliðinum og sýndi það engin veikleikamerki þrátt fyrir fjarveru Ronaldo sem leikur sem kunnugt er ekki meira með á þessu tímabili. Christian Vieri náði loksins að skora fyrir Inter en hann hafði ekki skorað síðan í september. Parma lék Tórínó sundur og sam- an og gerði Hernan Crespo tvö marka Parma-liðsins. Verona og Venezia, sem eru í hópi neðstu liða, unnu bæði mikil- væga sigra. Venezia vann sinn ann- an leik í vetur gegn Reggina og skoraði Filippo Maniero bæði mörk Feneyja-liðsins. Brasilíumaðurinn Adailton skor- aði sitt fyrsta mark fyrir Verona á tímabilinu þegar liðið lagði Cagli- ari. -JKS Sy! ÍTALÍA Juventus-Bologna..............2-0 1- 0 Inzaghi (55.), 2-0 Inzaghi (70.) Perugia-Lazio ................0-2 0-1 Salas (37.), 0-2 Conceicao (63.) Bari-Piacenza.................3-2 0-1 Rizzitelli (32.), 1-1 Marcolini (40.), 2- 1 Neqrouz (52.), 2-2 Dionigi (64.), 3-2 Neqrouz (76.) Fiorentina-AC Milan...........2-1 0-1 BieThoff (2.), 1-1 Batistuta (22.), 2-1 Heinrich (42.) Inter-Udinese ................3-0 1-0 Recoba (19.), 2-0 Vieri (57.), 3-0 Russo (90.). Parma-Torínó .................4-1 1-0 Crespo (3.), 2-0 Ortega (45.), 3-0 Crespo (58.), 4-0 Cruz (75.), 4-1 Ivic (90.) AS Roma-Lecce.................3-2 1-0 Totti (41.), 1-1 Sesa (50.), 2-1 Cand- ela (63.), 2-2 Pivotto (69.), 3-2 Candela (86.) Venezia-Reggina ..............2-0 1-0 Maniero (56.), 2-0 Maniero (67.) Verona-Cagliari.............. 2-0 1-0 Aglietti (33.), 2-0 Adailton (35.) Roma 12 7 4 1 26-11 25 Lazio 12 7 4 1 26-13 25 Juventus 12 7 4 1 15-6 25 Inter 12 7 2 3 23-9 23 Parma 12 6 3 3 23-17 21 AC Milan 12 5 5 2 25-17 20 EjÍí ÞÝSKALAND u«* --—--------------------- Hertha Berlin-SSV Ulm......3-0 1- 0 Wosz (2.), 2-0 Eyjólfur (66.), 3-0 Preetz (73.) Schalke-SC Freiburg........2-2 0-1 Sellimi (34.), 1-1 Asamoah (38.), 2- 1 Wilmots (82.), 2-2 Bruns (87.) Stuttgart-1860 Miinchen .... 1-3 0-2 Schroth (33.), 0-2 Zelic (54.), 1-2 Thiam (64.), 1-3 Borimirov (83.) Leverkusen-Bremen .........3-2 1-0 Zivkovic (5.), 1-1 Pizarro (20.), 2-1 Kirsten (47.), 2-2 Ailton (54.), 3-2 Emerson (66.) Hamburg SV-Frankfurt.......1-0 1-0 Yeboah (77.) Duisburg-Rostock ..........2-2 1-0 Bierle (22.), 1-1 Baumgart (37.), 1-2 Arvidsson (54.), 2-2 Bierle (66.) Unterhaching-Bielefeld.....2-0 1-0 Stehmel (18.), 2-0 Breitenreiter (87.) Kaiserslautem-Wolfsburg ... 2-2 1-0 Hristow (33.), 1-1 Akonnor (57.), 1-2 Ballwanz (65.), 2-2 Djorkaeff (67.) Bayem Miinchen-Dortmund . 1-1 1-0 Jeremies (23.), 1-1 Kholer (50.) BayernM. 14 8 3 3 26-12 27 Leverkusen 14 7 6 1 23-14 27 Hamburger 14 7 5 2 30-15 26 1860 M. 14 7 3 4 22-16 24 Dortmund 14 6 5 3 19-12 23 lif SPÁNN Bilbao-Real Sociedad...........1-1 Barcelona-Real Oviedo ..........3-2 Real Madrid-Real Zaragoza .... 1-5 Valencia-Sevilla................2-0 Alaves-Real Mallorca ...........2-2 Real Betis-Espanyol..........2-5 Deportivo-Rayo Vallecano .... 3-2 Malaga-Atletico Madrid.......2-3 Numancia-Celta Vigo..........3-1 Valladolid-Racing Santander . . 1-0 Deportivo 14 9 3 2 30-17 30 Celta Vigo 14 9 0 5 21-15 27 Zaragoza 14 7 4 3 25-12 25 Barcelona 14 7 2 5 31-21 23 Vallecano 14 7 1 6 20-20 22 Mallorca 14 6 3 5 21-20 21 Bilbao 14 5 5 4 20-21 20 Real Betis 14 6 2 6 15-24 20 Numancia 14 5 4 5 20-23 19 Valencia 14 5 3 6 18-14 18 Espanyol 14 5 3 6 23-23 18 Alaves 13 5 3 5 15-16 18 Santander 13 4 5 4 21-20 17 Sociedad 14 4 5 5 19-20 17 Atletico 14 5 2 7 22-27 17 Malaga 14 4 4 6 23-23 16 R. Madrid 14 3 7 4 23-26 16 Valladolid 14 4 3 7 13-21 15 Oviedo 14 3 4 7 11-21 13 Sevilla 14 1 7 6 13-20 10 Sport Þýska knattspyrnan: Eyjólfur með skallamark - þegar Hertha Berlín vann kærkominn sigur á Ulm Eyjólfur Sverrisson skoraði sérlega glæsilegt skallamark þegar Hertha Berlín vann kærkominn sigur á Ulm í þýsku knattspyrnunni um helgina. Ekki hefur gengið sem skyldi hjá Hertha í vetur og smám saman hefur liðið verið að sogast í botnbaráttuna. Sigur- inn gegn Ulm var því geysi- lega mikilvægur og staða liðs- ins vænkaðist fyrir vikið. Hertha fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Dariusz Wosz skoraði strax á 2. mín- útu leiksins. Eyjólfur skoraði síðan annað markið og Michael Preetz það þriðja. Bayer Leverkusen er til alls líklegt í vetur. Liðið lék þó ekki sér-lega vel á móti Werder Bremen og lenti um tíma undir í leiknum en Brasilíumað- urinn Emerson kom sigrinum í höfn með ágætu skallamarki. Hamburg sótti mikið gegn Frankfurt en uppskeran var aðeins eitt mark sem Tony Yeboah skoraði þrettán mín- útum fyrir leikslok. Bayern Múnchen fór illa með tækifærin sín gegn Dort- mund. Snjó kyngdi látlaust niður í fyrri hálileik og gerði það leikmönnum mjög erfitt fyrir enda völlurinn mjög þungur. „Ég var ánægður með margt en nýt- ingin á færunum var slök,“ sagði Ott- mar Hitzfeld, þjálfari Bæjara. -JKS Real Madrid tapaði á heimavelli: Versti skellur í 25 ár Það gengur hvorki né rekur hjá Real Madrid og er liðið fyrir neðan miðju í spænsku deildinni. Um helgina beið liðið sinn versta ósigur á heimavelli í 25 ár gegn Real Zaragoza en reyndar hefur það ekki unnið leik þar síðan í ágúst. John Toshack var rekinn sem þjálfari í síðasta mánuði og ekki ætlar dæmið að ganga upp hjá Vicente Del Bosque sem tók við af Toshack. Savo Milosevic skoraði tvö af mörkum Zaragoza. Barcelona, sem hafði beöið ósigur í ijórum leikjum í röð, vann Real Oviedo á heimavelli. Barcelona komst í 3-0 en var nærri búið að glopra þessari forystu niður því Oviedo gerði tvö mörk á lokakaflanum. Philip Cocu skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Patrick Kluivert það þriðja. -JKS Þórður skoraði Þórður Guðjónsson skoraði eitt marka Genk með góðu skoti úr víta- teignum í markaleik gegn Harel- beke. Genk er í öðru sæti, einu stigi á eftir Anderlecht Geel, með Guðmund Benedikts- son innanborðs, komst í 2-0, gegn Westerlo en gestimir gerðu þrjú mörk í síðari hálfleik og tryggðu sér sigurinn. Guðmundur átti gott skot að markinu en boltinn fór rétt fram hjá. Amar Þór Viðarsson hjá Lokeren var tekinn út af í síðari hálfleik gegn Beveren. Kristján Finnbogason var á varamanna- bekknum hjá Lommel gegn gegn Club Briigge. -JKS/KB GTf BEtGÍA Charleroi-Aalst...............0-1 Mouscron-Beerschot ...........1-1 Beveren-Lokeren...............2-1 Lierse-Sint-Truiden...........0-0 Lommel-Club Briigge...........0-0 Geel-Westerlo ................2-3 Standard-Anderlecht...........0-0 Genk-Harelbeke................4-3 Ghent-Mechelen ...............6-1 Anderlecht 15 11 3 1 42-19 36 Genk 16 10 5 1 43-20 35 Lierse 16 9 4 3 29-15 31 Ghent 16 10 0 6 46-30 30 C. Brflgge 15 9 2 4 33-14 29

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.