Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1999, Blaðsíða 2
28 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1999 Sport Hvað finnst þér? Hvern myndir þú velja sem íþróttamann ársins 1999? Þorgeir Ingi Njálsson: „Þetta er erfið spuming og örugglega margir sem koma til greina en ég held að ég velji Eyjólf Sverrisson." Örn Magnússon: „Stöðu minnar vegna vel ég handboltamanninn Bjarka Sigurösson." Ingvar Jónsson: „Landsliðið í knattspymu náði frábærum árangri á árinu og ég held að Eyjólfur Sverrisson sé góður samnefnari fyrir liðið og verðskuldi að fá titilinn." Guðjón Árnason: „Ég held að það sé mjög erfitt að ganga fram hjá Eyjólfi Sverrissyni. Hann leikur stórt hlutverk með landsliðinu í knattspymu og sinu félagi í Þýskalandi." Steingrimur Guðjónsson: „Nú setur þú mig í vanda. Við eigum marga góða íþróttamenn en ætli ég mundi ekki velja Eyjólf Sverrisson." DV Hótaði fyrrverandi kærustu með byssu Leon Smith, leikmaður Dallas Mavericks, er í verulega slæmum mál- um. Á dögunum hafði hann uppi á fyrrum kærustu sinni og hótaði henni öllu illu með byssu. Smith, sem þykir mjög efnilegur leikmaður hefur átt í verulegum vandræðum í einkalífmu og Don Nelson, þjálfari DaUas, sagði um helg- ina að Smith þyrfti svo sannarlega á aðstoð að halda. Hann hefur áður komist i kast við lögin og angrað þjálfara Dallas. -SK Jóna Björg er enn án leikheimildar Jóna Björg Pálmadóttir, ein efnilegasta handknattleikskona landsins, hefur enn ekkert leikið á yfirstandandi leiktíð i kvennahandboltanum. Endalausar deilur um félagaskipti Jónu Bjargar úr Fram í Gróttu/KR hafa verið fyrir dómstólum og nú síðast felldi Dómstóll HSÍ þann úr- skurð að „viðurkennt væri að Jónu Björgu Pálmadóttur sé óheimilt, án undangengis samþykkis áfrýjanda, handknattleiksdeildar Fram, að hafa félagaskipti úr Fram í Gróttu/KR.“ -SK Gunnlaugur Hjálmarsson, elsti dómari Nissandeildarinnar og Boris Akbachev, þjálfari IBV og elsti þjálfari deildarinnar, ræða málin í leik á dögunum. EÓI Gunnlaugur Hjálmarsson dæmir enn á sjötugsaldri: Ég hætti ekki fyrr en ég verð rekinn Gunnlaugur Hjálmarsson, trésmið- ur og starfsmaður Gerplu, er elsti starfandi handknattleiksdómari landsins og þó víðar væri leitað. Hann er enn að dæma af fullum krafti, 61 árs að aldri. Gunnlaugur lék á ferli sínum sem handboltamað- ur með Fram og ÍR og var um árabil fastur maður í íslenska iandsliðinu. „í janúar verða liðin 40 ár frá því ég tók dómarapróflð. Þar á undan dæmdi ég í 5 ár próflaus. Yfirleitt hafa menn hætt um fimmtugt en ég er búinn að hóta því að hætta ekki fyrr en ég verð rekinn. Ég geri mönn- um það ekki til geðs að hætta fyr. Ég sé ekki ástæðu til að hætta á meðan ég stenst öll þau þrekpróf sem ég þarf að standast og er ekki langt á eftir mönnum sem eru 10 árum yngri en börnin mín. Ég er einn af fáum sem hafa mætt í hvert einasta þrekpróf, sama þótt ég hafi verið veikur eða illa fyrir kallaður. Ýmsir sem hafa verið að dæma hér í 1. deild hafa skotið sér undan því að mæta árum saman. Dómaranefndin hefur ekki verið að agnúast út í mig enda kannski ekki mjög mikið af yngri dómurum til að taka við.“ - Þú hlýtur að þurfa að œfa mjög mikið? „Ég æfi þetta fjórum tO fimm sinn- um í viku, ekki sjaldnar, í líkams- ræktarstöðinni í Sundlaug Kópavogs. Ég er auðvitað kominn á þann aldur að ég þarf að æfa mikið. Ég hef enn mjög gaman af þessu og á meðan svo er held ég áfram að dæma og geri mönnum það ekki tO geðs að hætta. Maður dæmir kannski misvel og það kemur fyrir að ég ligg andvaka þegar ég fer yfir leiki í huganum sem ég var að dæma. Þetta kemur reyndar líka fyrir þegar mér finnst að mér hafi tekist vel upp.“ - Þú dœmir fyrir ÍA. Hvernig stendur á því? „Ég dæmdi lengi vel fyrir Fram og IR. Þessi félög höfðu engan áhuga á að nálgast mig eða tala við mig nema þegar vantaði dómara á yngri flokka mót. Þá var maður velkominn. Ég reyndi að koma af stað handbolta á Akranesi á sínum tima en það gekk því miður ekki. Mér hefur aOtaf ver- ið hlýtt til Skagamanna og þeir tóku mér einstaklega vel.“ - Þú hefur hjálpað mörgum handboltadómaranum fyrstu skrefin ekki satt? „Ég get með sanni sagt að margir af bestu dómurum okkar í dag séu nokkurn veginn aldir upp af mér. Þar get ég nefnt dómara eins og Stef- án Arnaldsson, Gunnar Viðarsson, Sigurgeir Sveinsson á meðan hann dæmdi og Rögnvald Erlingsson. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar Rögnvald var að byrja í þessu. Þá vildi enginn dæma með honum. Það fannst öOum hann svo lélegur og því tók ég hann upp á mína arma og dæmdi með honum sjálfur. Allir vita svo að hann varð einn albesti dómari landsins um árabO." - Handboltinn í dag? „Það hefur ræst úr honum og þetta er nokkuð skemmtOegt. Reyndar fmnst mér stundum að kraftamir séu farnir að bera leiknina ofurliði. Handboltinn er hiklaust betri en í fyrra og deildin jafnari. Hins vegar mætti leikgleðin vera meiri. Þar hafa peningagreiðslur til leikmanna og þjálfara eitthvað að segja. Ég hef oft sagt í gamni að enginn hafi hlegið í íslenskum handknattleik frá því ég hætti að spila. Menn eru oftar en ekki í fýlu og aOa gleði vantar." - Önnur áhugamál en handbolt- inn? „Ekki í augnablikinu. Ég fer þó að hugsa fyrir eOinni. Ég hef komið mér ágætlega vel fyrir, hef mín börn og barnabörn og lifi hamingjusömu lifi. Það er aldrei að vita nema ég taki golfsettið fram aftur. Ég pakkaði þvi niður fyrir 25 árum þegar ég kaus það á fógrum sumarmorgni þegar ég vaknaði klukkan sex að fara frekar í golfið en vinnuna. Þá hét ég því að snerta ekki settið fyrr en ég hefði góðan tíma fyrir golfið. Sá timi gæti runnið upp fyrr en síðar,“ sagði Gunnlaugur Hjálmarsson. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.