Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 2
24 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 Sport DV Hvað finnst þér? Hvert er er þínu mati besta íþróttaafrek íslendings á þessari öld? Helgi Ásgeir Harðarson: Það sem situr efst í minningunni er silfrið hjá Vilhjálmi Einarssyni i Melboume. Lúóvík Geirsson: Ég held að það hljóti að vera þegar Vilhjálmur Einarsson vann silfrið í þrístökki á Óympíuleikunum í Melbourne. Magnús Jón Árnason: Það er erfitt að svara þessu en í mínum huga er það fyrsta Drangeyjarsundið. Elín Sigríöur Óladóttir: Ég held að það sé Evrópu- meistaratitillinn hjá Erni Arn- arsyni sundmanni. Helga Bragadóttir: Mér finnast silfurverðlaunin Vilhjálms Einarssonar á Ólymp- íuleikunum standa upp úr. Gull og silfur írisar íris Edda Heimisdóttir, 15 ára stúlka frá Keflavík, hlaut gullverðlaun í 200 metra bringusundi og silfur í 100 m bringusundi á Norðurlandamóti unglinga sem lauk í Uddevalla í Svíþjóð. íris Edda setti stúlknamet þegar hún sigraði í 200 metrunum á 2:33,30 mínútum og var 2/100 frá meti í 100 metrunum þar sem hún synti á 1:13,06 mínútu. Hjörtur Már Reynisson, 16 ára piltur úr Ægi, fékk silfur í 200 metra flugsundi og setti piltamet, 2:07,92 mínútur. Ragnheiður Ragnarsdóttir, 15 ára stúika úr Breiðabliki, fékk bronsverðlaun í 50 metra skriðsundi, synti á 27,47 sekúndum. -VS Pele vill breyta Brasilíska knattspymugoðið Pele kynnti um helgina hugmynd sína um breytingu á knattspymureglunum sem hann telur að geri íþróttina mun skemmtilegri. Pele vill að innköst verði lögð niður og innspörk tekin upp í staðinn. Þau verði tekin á lofti, eins og þegar markvörður spyrnir frá marki í leik. „Leikurinn verður líflegri fyrir áhorfendur, hann verður hraðari, býður upp á fleiri marktækifæri og boltinn verður lengur í leik,“ sagði Pele á blaðamanna- fundi í Bmssel en þar var hann viðstaddur dráttinn í lokakeppni Evr- ópumóts landsliða. -VS Ingimundur Ingimundarson segir að það liggi ekkert á að fara til útlanda til að spila handbolta þó hann stefni á það. DV-mynd Hilmar Þór Ingimundur Ingimundarson, nýliði í íslenska landsliðinu í handknattleik: Júlli fyrirmyndin Ingimundur Ingimundarson er einn fjögurra nýliða í íslenska lands- liðinu í handknattleik sem Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari valdi í síð- ustu viku fyrir þátttöku á sex þjóða móti sem hefst í Hollandi í þessari viku. Ingimundur er jafnframt yngsti leikmaðurinn i hópnum en hann er 19 ára gamall. Ingimundur leikur með ÍR-ingum og þrátt fyrir ungan aldur er þetta fjóröa ár hans með meistaraflokki en hann lék fyrsta leik sinn með meistaraflokki ÍR16 ára gamail og var þá á yngra ári í 3. flokki. Hann leikur í skyttustöðunni vinstra megin, er hávaxinn og kraftmikill leikmaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín í vetur. DV vildi fá að vita meira um Ingi- mund og spurði hann fyrst hvenær hann hefði byijað að æfa? „Ég var 6 eða 7 ára gamall þegar ég mætti á mína fyrstu æfíngu. Ég byij- aði með Þrótti og var þar í eitt ár en skipti svo yfír til ÍR. Ástæðan fyrir þvi að ég byijaði með Þrótti var sú að ég var í Vogaskóla en síðan skipti ég um skóla og fór í Breiðholtsskólann og í ÍR.“ Ingimundur er ehm margra ungra leikmanna í ÍR sem hafa látið að sér kveða í 1. deildinni á síðustu árum og þeir eru margir sem spá því að stutt sé þangað til Breiðholtsliðið komist í fremstu röð. En hvað segir Ingimund- ur um það? „Ég trúi ekki öðru en að það stytt- ist í það, svo framarlega sem við höld- um áfram að leggja okkur fram. Það er gott yngri flokka starf hjá félaginu og félagið hefúr treyst okkur ungum strákunum. ÍR hefúr ekki verið að fá útlendinga í hðið heldur höfum við ungu leikmennimir fengið tækifæri til að sanna okkur. Þetta finnst mér mjög jákvætt. Okkar markmið fyrir veturinn var aö fa heimaleik í 1. um- ferð úrslitakeppninnar sem þýðir að við verðum að lenda i einu af fjórum efstu sætunum. Það verður auðvitað mjög erfitt að ná þessu markmiði. Við höfúm verið detta illa niður á miUi leikja og það er hlutur sem við verðum að bæta ef við ætlum okkur að ná settum markmiðum." - Þú hlýtur að vera ánœgður að vera kominn i landsliðið? „Ég er auðvitað mjög ánægður með það og þetta leggst vel í mig. Það er ákveðinn draumur að rætast og það verður örugglega mjög lærdómsrikt og spennandi að komast í kynni við A-landsliðið.“ Ingimundur hefúr leikið með yngri landshðunum og var í 18 ára liðinu sem vann Norðurlandameistaratiíil- inn í sumar. - Hver eruframtíðaráform þín? „Ég ætla fýrst og fremst að klára skólann. Ég reikna með að ljúka stúd- entsprófí frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti eftir eitt ár. Ég er ekki al- veg ákveðinn með framhaldið en mig langar út í skóla og þá í eitthvað sem tenigst markaðsfræðinni. Ég ætla auðvitað að halda áfram að sanna mig í deildinni og komast að í A-landsUð- inu. Þá hugsar maður einnig um að reyna að komast út og spila en mér finnst samt ekkert liggja á því fyrr en ég er orðinn 23-24 ára.“ - Hver hefur verið fyrirmynd þin i handboltanum? „Það er JúUi Jónasar, engin spum- ing með það.“ Hvaó með kvennamálin. Átt þú unnustu? „Nei það á ég ekki sem stendur. Ég á hins vegar Utla þriggja ára stúlku sem heitir Elísabet Sonja. Ég reyni að vera með henni eins mikið og ég get og það er auðvitaö mjög gaman,“ sagði Ingimundur að lokum. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.