Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 7
28 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 Sport 29 7 Sport Bergsveinn lokaði á Víkinga -varöi 15 skot í fyrri hálfleik Bergsveinn markvörður Aft- ureldingar sem var valinn aftur í landsliðshópinn eftir nokkurt hlé hélt upp á það með stórleik gegn Víkingi. í fyrri hálfleik varði hann 9 af 15 skotum sín- um úr dauðatækifærum gest- anna. Á þessum tíma röðuðu heimamenn mörkum úr hraða- upphlaupum á Víkinga. Víking- ar voru sjáifum sér verstir í fyrri hálfleik með því að nýta færin ekki betur. Hjalti Gylfa- son Víkingur þurfti að fara út af í fyrri hálfleik eftir að hafa lent illa eftir uppstökk og kom ekki meira við sögu í leiknum. I seinni hálfleik virtist sem Afturelding ætlaði að valta yfir Víkinga því á tímabili var for- skot þeirra 10 mörk. Þá gaf Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, yngri og óreynd- ari strákum tækifæri. En um miðjan seinni hálfleik misstu þeir tvo menn út af og nýttu Víkingar sér það vel og skoruðu þrjú mörk á móti engu. Eftir það virtust Víkingar vakna og náðu að minnka muninn í 25-22 og voru með boltann þegar tvær mínútur voru eftir en skutu fram hjá og glopruðu þannig hugsanlegum möguleika á stigi. Hjá Víkingum bar mest á Hlyni markverði og Þorra Gunnarssyni sem fékk tækifæri á að spreyta sig þegar Hjalti fór út af. Björn Guðmundsson kom inn á þegar 15 mínútur voru eft- ir og skoraði fimm af sex mörk- um Víkings á lokakaflanum. Hjá Aftureldingu var Bergsveinn bestur. Einnig átti Jón Andri góðan leik ásamt því að Troufan og Magnús Már voru traustir í vöminni. Berg- sveinn sagði eftir leikinn. „Ég náði að lesa þá vel enda búinn að leika á móti þessum strákum lengi. Þeir náðu að minnka muninn þegar yngri strákanir fengu tækifæri en sig- urinn fannst mér ekki vera í hættu.“ -BB Óbreytt landslið íslenska landsliðið í handknattleik heldur í fyrramálið til Hoflands en þar tekur það þátt í sex þjóða móti. Liðið er ein- göngu skipað heimamönnum og er uppistaöan í því ungir og efnilegir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref með lands- liðinu. Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari valdi 15 manna hóp til fararinnar en til stóð aö bæta við 16. leikmanninum. „Ég ætla að halda mig við þennan 15 manna hóp og ekki að bæta við neinum. Ég veit ekki annað en að allir þeir sem ég valdi hafi sloppið heilir frá leikjum helgarinnar og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim vegnar á þessu móti,“ sagði Þor- björn við DV í gær. -GH Valsmenn komu fram hefndum - á Frömurum og sigruðu, 26-24 Vaismenn komu fram hefhdum á Frömurum þegar þeir lögðu þá að velli að Hliðarenda á föstu- dagskvöldið en tveimur sólar- hringum áður höfðu þeir blá- klæddu slegjð Hlíðarendapiltana út úr bikarkeppninni á sama stað. Leikur Reykjavíkurliðanna var hin besta skemmtun. Hann var spennandi, hraður og á köflum vel leikinn og sviptingamar voru talsverðar. Það var engu líkara en að Valsarar ætluðu að kafsigla gesti sína en eftir 6 mínútna leik var staðan 5-0. Á eftir fylgdi góð- ur kafli Framara. Þeir skoruðu 9 mörk gegn 2 og eftir það má segja að leikurinn hafi verið í jámum. Valsmenn náðu að knýja fram sigur í blálokin en Framarar vora mjög óhressir með dómgæsluna undir lokin. Hinn 19 ára gamh Markús Máni Michaelsson átti stórgóðan leik í liði Vals sem og Bjarki Sig- urðsson í fyrri háifleik en hjá Fram vom Róbert Gunnarsson, Sebastian Alexandersson og Björgvin Björgvinsson bestir. <}H Afturelding 25 (14) - Víkingur 22 (7) 2-0, 5-1, 8-3, SM, 12-5, (14-7), 15-8, 19-10, 22-12, 23-15, 23-17, 24-19, 25-20, 25-22. Mörk Aftureldingar: Jón Andri Finnsson 8, Gintas Galkausk- as 5, Þorkell Guðbrandsson 5, Bjarki Sigurðsson 2/2, Hilmar Stefánsson 2, Gintaras Savukynas 2, Níels Reynisson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 21, Ásmundiu' Einars- son 3. Brottvísanir: 10 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Áhorfendur: 150. Gteói leiks (1-10): 6 Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson Gunnar Viðarsson (7). Mörk Víkings: Bjöm Guðmundsson 5, Ingimundur Helgason 5/4, Þorri Gunnarsson 4, Hjörtur Amarson 3, Þröstur Helga- son 2, Leó Öm Þorleifsson 1, Kári Jónsson 1, Varin skot: Hlynur Mortens 15/1. Brottvísanir: 6 mínútur. Rauð spjöld: Engin. Vitanýting: Skorað úr 4 af 4. Maður leiksins: Bergsveinn Bergsveinsson 1. DiliD KARLA 1“ Afturelding 13 11 1 1 341-305 23 KA 13 8 1 4 352-296 17 Fram 13 7 2 4 335-323 16 Stjarnan 13 7 1 5 316-301 15 Valur 13 7 0 6 305-303 14 FH 12 6 2 4 271-269 14 Haukar 13 5 2 6 335-324 12 ÍR 13 5 2 6 313-318 12 HK 13 5 1 7 314-314 11 ÍBV 12 5 1 6 283-292 11 Víkingur R. 13 2 3 8 318-355 7 Fylkir 13 1 0 12 277-360 2 Stórskyttan Robertas Pauzoulis lék ekki með Fram í leiknum gegn Val en hann tók út leikbann eftir að fengiö rautt spjald gegn Haukum. Fylkir hafði beóið í 19 ár eða frá 23. nóvember 1980 eftir sigri í efstu deild og frá þessum tima höfðu 18 leikir tapast. IR er reyndar aðeins annað fé- lagið í sögu deildarinnar til að tapa fyrir Fylki, því á undan sigurleik Fylkismanna á fóstudag, höfðu þeir unnið alla fjóra leiki sina í efstu deild gegn Frömurum, þann síðasta 22-19. Valgeir Ómarsson dómari var boð- aður til leiks Fylkis og ÍR aðeins 20 mínútum fyrir leik þegar ljóst varð að Anton Pálsson gat ekki dæmt vegna meiðsla sem hann varð fyrir fyrr um daginn á hendi. Valgeir dæmdi þvi með félaga Antons, Hlyni Leifssyni, í þessum leik. HK hefur aóeins unnið einn af níu heimaleikjum sinum gegn KA í efstu deild og tapið á laugardag var það fimmta í röð en HK vann KA síðast heima timabilið 1992 til 1993. Hlynur Morthens, markvörður Vík- inga, varði víti í flmmta leiknum í röð gegn Aftureldingu og hafa mark- verðir Víkinga nú varið að minnsta kosti eitt víti í níu deildarleikjum röö. Þetta gera samtals 15 víti og and- stæðingar Vikinga hafa aðeins skor- aö úr 68% víta sinna (43 af 63) sem er besti árangur markvarða liðs í deild- inni. Stjörnumenn hafa verið I miklum ham að undanfömu. t síðustu 11 leikj- um hafa þeir unnið 9, gert eitt jafntefli og aðeins tapað einum. Stjaman tapaði fjóram af fyrstu 5 leikjum sínum á mótinu sem er versta byijun liðsins frá upphafi. -ÓÓJ/GH Haukamaðurinn Aliaksandr Shamkuts flýgur inn af línunni og skorar eitt þriggja marka sinna gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni á laugardaginn. Einar Einarsson, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar, fylgist með og kemur engumvörnum við. DV-mynd Hilmar Þór >Vv ’ !■ ' - ’ÁÁ." ’ 118 HK19 (10) - KA 24 (12) l-O, 1-2, 3-2, 3-4, 6-5, 6-7, 8-8, 8-10, 9-10, 9-12, (10-12), 10-16, 11-17, 13-17, 13-18, 16-18, 16-20, 18-20, 18-23, 19-23, 19-24. ®Óskar Elvar Óskarsspn 8/6, Sverrir Bjömsson 3, Guðjón Hauksson 2, Hjálmar Vilhjálmsson 2, Alexander Amarson 1, Jón Bersi Ellingsen 1, Atli Þór Samúelsson 1, Samúel Ámason 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 26/2 (18/2 i seinni). Brottvisanir: 4 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 6 af 7. Áhorfendur: 100. Gœði leiks (1-10): 6. Dómarar (1-10): Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson (3). Guðjón Valur Sigurðsson 5, Halldór Sigfússon 5/1, Jóhann G. Jóhannsson 4 (6 fráköst), Heimir Öm Ámason 3, Geir Aðalsteinsson 3, Magnús A. Magnússon 2, Erlingur Kristjánsson 1, Lars Walther 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 20/1. Brottvisanir: 14 mín. Vítanýting: Skorað úr 1 af 3. Maður ieiksins: Hörður Flóki Olafsson, KA. Frestað í Eyjum Leik ÍBV og FH sem fram átti að fara í Vestmannaeyjum á laugardag var frestað þar sem ekki var flug- fært til Eyja. Leikurinn hefur ver- ið settur á að nýju þann 2. febrúar og verður því næsti leik- ur deildarinnar sem nú er komin í hlé vegna verkefna lands- liösins. Fjórtánda um- ferðin verður leikin dagana 4.-6. febrúar. -VS Slæmur leiktími - annaö tap HK í röö á heimavelli Það er orðið nokkuð ljóst að það hentar ekki HK-mönnum að spila klukkan sjö á laugardags- kvöldum. Eftir að hafa unnið 4 heimaleiki í röð og sjö af níu, tap- aði HK sínum öðrum heimaleik í röð, 19-24, fýrir meiðslum hrjáöu liði KA-manna. Það dugði þannig ekki heima- mönnum að Hlynur Jóhannesson verði 26 skot í markinu og að þeir væru 10 mínútur skemur út af vegna brottvísana, því að sóknar- leikurinn var í molum og alls mis- fórust 30 skot HK-manna i leikn- um. Það var ekki allt saman því KA-menn tóku 16 fráköst gegn 11 sem réð miklu því KA-menn nýttu sín skot litlu betur. Sigur KA var táknrænn fyrir þá baráttu og þann karakter sem er í þessu liði því þrír lykilmenn voru meiddir í leiknum. Reynir Þór Reynisson og Bo Stage voru ekki með og Lars Walther meidd- ist í upphafi leiks og lék aðeins í fimm mínútur. Þeirra í stað komu ungir strákar og héldu uppi sókn- arleik liðsins og reyndir kappar, Erlingur Kristjánsson og Þorvald- ur Þorvaldsson, sáu síðan um að halda vöminni saman. Hörður Flóki Ólafsson kom í markið og varði 5 af fyrstu 6 skot- um HK-manna, 14 í fyrri háifleik og 20 afls, auk þess sem HK-menn skutu átta sinnum í slagverkið, ekki síst vegna þess hve vel Hörð- ur lokaði markinu í leiknum. Bestu menn HK vora þeir Hlyn- ur í markinu og Óskar Elvar Ósk- arsson en Sverrir Björnsson fann sig engan veginn gegn sínum gömlu félögum, skoraði aðeins þijú mörk í 10 skotum og lét Hörð verja frá sér 6 skot. -ÓÓJ 19 ára bið á enda - Fylkir þáði jólagjöf ÍR og vann sinn fyrsta leik Fylkismenn unnu sinn fyrsta sigur í vetur og þann fyrsta í efstu deild í 19 ár þegar þeir unnu andlausa nágranna sína hjá ÍR sann- gjamt, 26-30, í Austurbergi á fostudagskvöld. Fylkir var búinn að tapa 18 leikjum í röð í efstu deild en með bar- áttu og krafti komust liðsmenn yfir það að missa mótheijana fram úr sér eftir hlé. Nú gáfu þeir bara í og kafsigldu hörmulegt ÍR-lið í lokin. Hjá Fylki átti Þorvarður Tjörvi Ólafsson mjög góðan leik, skor- aði 7 mörk úr 10 skotum og gaf að auki 4 stoðsendingar en auk hans léku örvar Rúdólfsson markvörður, Eymar Kruger, Sigmundur Lárusson, David Kekflja og Ólafur Jósephsson allir mjög vel. Um ÍR verður minnst sagt, leikmenn hafa aflt jólafríið, samtals 58 daga og nætur, til að hugsa um hvemig þeir mættu í þennan leik, þetta var þriðja tap ÍR í röð en á miðvikudag datt liðið líka út úr bikamum. Það vom reyndar fleiri í að útbýta jólagjöfum en ÍR-ingar í þess- um leik því „nýja“ dómaraparið Hlynur Leifsson og Valgeir Ómars- son dæmdu alls 18 víti í þessum leik; 14 urðu að marki. -ÓÓJ Valur 26 (14) - Fram24(14) ÍR 26 (13) - Fylkir 30 (13) Haukar 24 (14) - Stjarnan 25 (13) 5-0, 5-2, 7-4, 7-9, 9-9, 11-9, 12-11, 14-12, (14-14), 15-14, 16-18, 19-19, 29-22, 21-23, 25-23, 25-24, 26-24. tMarkús Máni Michaelsson 9/2, Bjarki Sigurðsson 6, Júlíus Gunnarsson 3, Freyr Brynjarsson 3, Sigfús Sigurðsson 2, Snorri Guðjónsson 1, Júlíus Jónasson 1, Davíð Ólafsson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 14. Brottvisanir: 6 mínútur. Rauó spjöld: Engm. Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Áhorfendur: 150. Gœói leiks (1-10): 8. Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson (7). Gunnar Berg Viktorsson 6/2, Róbert Gunnarsson 5, Björgvin Uay Björgvinsson 5, Njörður Ámason 4/2, Guðmundur H. Pálsson 2, Kenneth Ellertsen 1, Vilhelm Bergsveins- , ™ son 1. Varin skot: Sebastian Alexandersson 17/1. Brottvísanir: 4 mínútur. Rauö spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 4 af 4. Maður leiksins: Markús M. Michaelsson.Val. 1-0, 2-1, 2-2, 4-2, 6-4, 6-7, 7-8, 9-8, 9-9, 11-9, 11-12, 13-12, (13-13), 14-13, 15-14, 15-16, 18-20, 20-21, 20-23, 22-28, 25-28, 26-28, 26-30. Ragnar Óskarsson 8/4, Erlendur Stefánsson 8/5, Róbert Rafnsson 6, Ingimundur Ingimundarson 2, Björgvin Þorgeirs- son 1, Finnur Jóhannsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 8, Hallgrímur Jónasson 4/1. Brottvísanir: 8 mínútur. Rauó spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 9 af 11. Dómarar (1-10): Hlynur Leifsson og Valgeir Ómarsson (6). Áhorfendur: 40 Gceöi leiks (1-10): 5. Þorvarður Tjörvi Ólafsson 7/1, Eymar Kmger 7/3, Sigmund- ur Lámsson 4, Ólafur Jósephsson 4, Jakob Sigurðarson 3, Ágúst Guðmundsson 3, David Kekelija 2. Var- in skot: Örvar Rúdolfsson 15/2. Brottvísanir: 16 minútur. Rauö spjöld: Ólafur á 49. mín. (3x2 mín). Vítanýting: Skorað úr 5 af 7. Maður leiksins: f>. Tjörvi Olafsson, Fylki. 2-0, 4-1, 5-3, 7-4, 9-5, 12-6, 12-10, 13-12, (14-13), 15-13, 17-15, 17-19, 20-20, 20-22, 22-22, 24-23, 24-24, 24-25. Einar Gunnarsson 6, Jón Karl Bjömsson 6/1, Halldór Ingólfs- son 3/1, Aliaksandr Shamkuts 3, Gylfi Gylfason 2, Sigurjón Sigurðsson 1, Kjetil Ellertsen 1, Óskar Ármannsson 1, Sigurð- ur Þórðarson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 6, Jónas Stefánsson 6/1. Brottvisanir: 14 mínútur. Rauó spjöld: Engin. Vítanýting: Skorað úr 3 af 5. Áhorfendur: 200. Gceöi leiks (1-10): 7. Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og Valgeir Ómarsson (5). A Amar Pétursson 6, Hilmar Þórlindsson 6/1, Björgvin Rúnars- son 5, Sæþór Ólafsson 4, Bjami Gunnarsson 1, Einar Einarsson 1, Konráð Olavsson 1. Varin ” skot: Birkir í. Guðmundsson 13, Ingvar Ragn- arsson 2/2: Brottvísanir: 12 mínútur. Rauó spjöld: Engin.Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Maður leiksins: Arnar Pétursson, Stjörn. Stjaman úr Garðabæ skín skært þessa dagana. Eftir sigur á Haukum í Hafriarflrði era Stjömumenn komnir upp í fjórða sæti deildarinnar en mikil uppsveifla hefur átt sér stað hjá liðinu eftir mjög slaka byrjun á mótinu. Þetta var harður slagur og æsispenn- andi þar sem fast var tekið á en dómar- amir vom þó heldur of bráðir í að vísa mönnum af vefli. Spennan var mikil á lokamínútunum og sigurinn hefði í raun getað faflið hvorum megin sem var. Haukamaðurinn Halldór Ingólfs- son fór ifla að ráði sínu þegar hann átti ótímabært skot 40 sek. fyrir leikslok sem Birkir ívar í marki Stjömunnar varði. Stjömumenn fengu boltann og það var Amar Pétursson sem tryggði sínum mönnum sigurinn með marki 15 sekúndum fyrir leikslok. „Við erum orðnir vanir að vinna upp á síðkastið og auðvitað ftnnst okk- ur það skemmtilegra. Það hefur sýnt sig í þessum leikjum að þegar við errnn að leggja okkur 100% fram þá vinnum við. Takmarkið var að komast í hóp fjögurra efstu liða fyrir fríið, það tókst en eins og við höfum verið að spila hefðum ekkert haft á móti því að sleppa þessu fríi,“ sagði Amar Péturs- son, fyrirliði Stjömunnar. Amar hélt uppteknum hætti og lék vel fyrir sína menn í vöm og sókn og fær verðskuld- að tækifæri með landsliðinu. Björgvin Rúnarsson var lunkinn í hominu og Sæþór Ólafsson átti góða innkomu. Annan leikinn í röð misstu Haukar niður gott forskot og það er hlutur sem Haukamir þurfa aö skoða í fríinu sem fram undan er. Einar Gunnarsson lék vel í liði Hauka svo og Jón Karl Bjöms- son en meira þarf að koma út úr mönn- um eins og Katli Eflertsen og Hafldóri Ingólfssyni. „Ég er mjög svekktur að hafa misst niður forskotið í fyrri hálfleik. Hausinn var að klikka aftur hjá okkur og hann hefur gert það nokkrum sinnum í vet- ur. Ég held að við höfúm verið að leggja okkur vel fram en það var slæmt að ná ekki að nýta betur sóknina áöur en Stjaman skoraði sigurmarkið," sagði Einar Gunnarsson, leikmaður Hauka. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.