Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 33 * Sport unglinga X//óf /f/.‘ Dalbrekku 22, slml 544 5770. A’ 4, Onnur umferö 6. flokks kvenna í handbolta fór fram á dögunum: Sniðugar stelpur 6. flokkur kvenna i handbolta keppti í 2. umferð á fslandsmótinu í Hafnarfirði á dögun- um og náði Fram þá að tryggja sér gullið hjá A- liðum. í fyrstu umferðinni vann Grótta Fram í úrslitaleik en nú snerust hlutimir við. Stelpurn- ar sýndu að meira þarf til en bara vera fljótar, sterkar og góðar með bolta, því þær þurfa líka að vera sniðugar þar sem handboltinn krefst útsjónarsemi jafnt sem hæfileikanna. Grótta slakaði ekki á frá því í fyrstu umferð eh þessir árgangar á Nesinu eru gríðarsterkir og fjölmennir. Grótta sendi inn fimm lið, fjögur komust á pall og tvö tóku gullið. Þær eiga enn mikið inni en hafa unnið alls átta verðlaun á tveimur fyrstu mótunum, þar af flmm gull. Úrslitaleikur A-liða var jafn og spennandi en Fram tók þó frumkvæðið, ekki síst fyrir frá- bæra frammistöðu þeirra Söru Sigurðardóttur og Hildigunnar Einarsdóttur. Sara skoraði 5 glæsileg mörk og Hildigunnur varði 4 vítaskot. Hildigunnur hafði vikuna áður orðið meistari með B-liði 5. flokks og komst nú aftur í tæri við bikar aðeins viku seinna. Stelpurnar voru kátar í leikslok en greinilega fylgdi mikil dramatík þessum sigri, því þær höfðú aldrei náð að vinna Gróttu. Spurðar um lykil að sigrinum sögðu þær það vera vörn og baráttu. Það er nóg eftir af vetrinum og verður gaman að sjá stelpumar þegar þær hafa blómstrað enn frekar. Lokastaða efstu liða: A-lið: 1. Fram, 2. Grótta, 3. HK 4. ÍR. B-lið: 1. Grótta, 2. Fram, 3. HK, 4. Val- ur. C-lið: 1. Grótta (2 lið), 2. Grótta (3 lið), 3. Haukar, 4. - Grótta (1 lið). -ÓÓJ Þórdís Erla Zoega (til vinstri) og Viktorfa Hilmarsdóttir, úr C-liði Gróttu, með (lukku) flamingóinn sinn „Pinky“ en þær hafa ekki tapað leik sfðan þær fengu hann til liðs við sig í upphafi vetrar. Hvaðan ætli nafnið sé komið, hmmm? Plöstunarvél. Þú getur plastað allt sem þú vilt geyma. Ótrúlegt verð, frá 4.800-12.800. r Flottar ' jólagjafir Barnabill. Rafdrifnir 12 V bílar og fjórhjólf yrir 3-10 ára Vatnsbyssa Háþrýstivatnsbyss m/sápuhólfi til að húsið, bílinn,gang- stéttina. Verð 2.800 í gjafapakkningu. ANTIIC GALLERY Vegmúla 2, sími 588 8600 Sara Sigurðardóttir (til vinstri) og Hildigunnur Einarsdóttir, hér að ofan, áttu báðar mjög góðan úrslitaleik þegar Fram vann Gróttu hjá A-liðum. Sara skoraði 5 af sex mörkum liðsins og Hildigunnur varði fjölmörg skot, þar af fjögur vítaskot. Að neðan eru liðin sem spiluðu til úrslita hjá B-liðum, Fram í efri röð og sigurlið Gróttu f neðri. S§or<lstofiisett, (luffetááftpnr, ■s/aifKoixl, sófetr n ij sófaíord, Slmu/BuÁKw- sÁnttÁof Að ofan eru verðalaunalið hjá C-liðum (Grótta 2 (1. sæti), Grótta : (2. sæti) og Haukar (3. sæti)) en að neðan lyftir Ólöf Skaftadóttii fyrirliði B-liðs Gróttu, bikarnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.