Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 25 DV Sport Bland i poka Nýsjálendingurinn Greg Turner bar sigur úr býtum á ástralska PGA- mótinu í golfi sem lauk í Melboume i gær. Turner lék á 278 höggum eða 10 höggum undir pari vallarins. Shane Tait frá Ástralíu varð annar á 280 höggum og þeir Craig Perry, Nick O’Hern og Robert Allenby, all- ir frá Ástralíu, komu á 281 höggi. Nic Henning sigraði á suður-afriska meistaramótinu í golfi sem lauk í Höfðaborg í gær. Henning og Bret- inn Darren Clarke luku báðir keppni á 276 höggum en Henning hafði betur á 2. holu í bráðabana. I þriðja sæti var Bretinn Alan Mc- Lean á 277 höggum. Öm Amarson, sundmaðurinn knái úr Hafiiarfiði, sýndi og sannaði snilli sína í sundíþróttinni í gær þegar hann tryggði sér annan Evrópumeistaratitil á Evrópumeistaramótinu í sundi sem lauk í Lissabon í Portúgal í gær. Öm, sem á fostudaginn kom fyrst- ur í mark í 200 metra baksundi og varði Evrópumeistaratitil sinn í greininni, sigraði í 100 metra baksundinu í gær á nýju glæsilegu íslands- meti, 53,13 sek., en gamla metið, sem hann átti sjálf- ur, var 53,30 sekúndur. Öm, Derya Buyukuncu frá Tyrkiandi og Úkrainu- maðurinn Volodymyr Nicolaychuk börðust hart um titilinn en Emi tókst að innbyrða sigurinn með grið- argóðum endaspretti eftir að hafa verið í 7. sæti eftir 50 metra. Buyukuncu kom í mark á 53,17 sekúndum og í þriðja sæti varð svo Nicolaychuk á 53,27 sekúnd- um en hann synti best í undanúrslitinum og fekk sama tfma og Öm í úrslitasundinu. Hjálpaði mér að vera handleggjalangur „Ég vann þetta á endasprettinum og það hefur ef- laust hjálpað mér að vera handleggjalangur. Ég vissi eftir undanúrslitin að ég gæti barist um guilið en yrði að synda svolítið hraðar sem og ég gerði. Ég var fúllur sjálfstrausts eftir sigurinn í 200 metrun- um og það hjálpaði líka til. Ég var mjög vel stemmd- ur fyrir mótið og var í góðu formi,“ sagði Öm við DV í gær. Var þessi árangur hjá þér eitthvað sem þú reiknaðir með? „Ég veiktist rétt áður en ég fór út þannig að ég vissi ekki alveg hvar ég stóð en ég var ákveðinn í að hafa gaman af þessu. í og með hugsaði ég um að komast á verðlaunapail i 200 metrunum en ég var í sjáifii sér ekki með neitt sérstakar væntingar. Ég bjóst ekki við því fyrir mótið að ná svona langt í 100 metrunum og sigurinn var því fyrir vikið mjög sæt- ur. Ég hef lent í ýmsum meiðslum á árinu en það endar sem betur fer jafnvel og það byijaði.“ Hvað er fram undan hjá þér? „í janúar mun ég og fleiri fara til Danmerkur og reyna við lágmörkin fyrir Ólympíuleikana og svo taka yið æflngar meira og minna fyrir Ólympíuleik- ana. Ég á betri tíma en þessi lágmörk en ég þarf að synda undir þeim aftur.“ Hvað með Ólympíuleikana eftir þennan frá- bæra árangur? „Þar verða allir bestu sundmenn á meðal kepp- enda svo menn geta rétt ímyndað sér hversu sterkt þetta mót verður. Það er erfitt að gera sér grein fyr- ir möguleikunum þar. Þar spilar inn í hvemig æf- ingamar munu ganga og hvemig hinum keppend- unum reiðir af fyrir leikana. í sjálfu sér yrði ákveð- inn sigur að komast í úrslitin," sagði öm að lokum. Eitt besta afrek íslensks íþróttamanns „Þessi árangur Amar er betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Þegar við fórum út þá var markmiðið fyrst og fremst að komast í úrslitin og sjá hvað svo mundi gerast eftir það. Þetta er ekki bara besti árangur íslensks sundmanns heldur vil ég meina að þetta sé eitt af betri íþróttaaffekum sem ís- lenskur íþróttamaður hefúr náð,“ sagði Magnús Tryggvason, framkvæmdastjóri sundsambandsins, i samtah við DV í gær. Framundan em Ólympíuleikar í sumar. Hvað heldur Magnús að öm geti gert þar? „Markmiðið þar hlýtur að vera að komast í úrslit. Það verður ekki auðvelt enda eiga til að mynda Ástr- alar og Bandarikjamenn mjög sterka sundmenn. Öm er ungur að árum og hann hefúr alla burði til að gera enn betur en í dag. Hæfileikamir era alla vega fyrir hendi,“ sagði Magnús. Tíu íslandsmet Fjögur íslandsmet féllu á lokadegi mótsins en auk metsins hjá Emi í 100 metra baksundinu bætti Lára Hrund Bjargardóttir íslandsmetið í 200 metra skrið- sundi en tími hennar var 2:02,87 mínútur sem er bæt- ing um 0,46 sekúndur. öm Amarson bætti metið í 50 metra baksundi í 4x50 metra fjórsundinu. Tími Amar var 25,35 sek- úndur og bætti hann eigið með um 0,19 sekúndur. Þá setti islenska sveitin met í greininni. Hún kom i mark á 1:44,44 sekúndum sem er bæting um 2,69 sek- úndur. Sveitina skipuðu: Öm Amarson, Jakob Jó- hann Sveinsson, Friðfinnur Kristinsson og Ómar Snævar Friðriksson. Alls fellu 10 íslandsmet á Evr- ópumótinu og að sjálfsögðu bar árangur Amar lang- hæst. En hvað segir Magnús um árangur hinna? Ákveðinn reynslubanki „10 met er að sjálfógðu mjög góður árangur. Það vora margir ijósir punktar í þessu. Lára Hrund synti til að mynda rosalega vel í 200 metra skriðsundinu og hún komst í B-úrslitin í 100 m fjórsundinu. Frið- finnur gerði góða hluti á sínu fyrsta stórmóti en hann setti tvö met og komst f B-úrslit. Við hefðum viljað koma fleirum inn í B-úrslitin og við áttum von á að Kolbrún gerði betur en það verður ekki á allt kosið í þessu. Við Utum á þetta mót sem ákveðinn reynslubanka fyrir átökin ffarn að Ólympiuleikum og ég er ekki í nokkrum vafa um að það mun skila sér,“ sagði Magnús. -GH Ríkharður fær 40 milljónir á ári - hjá þýska liðinu Hamburger SV sem hann samdi við til þriggja og hálfs árs Ríkharður Daöason, lands- liðsmaður í knattspymu, gekk í raðir þýska félagsins Hamburger SV á fóstudaginn. Hann gerði þriggja og hálfs árs samning við fé- lagið sem greiddi Viking Stavanger um 75 miUjónir króna fyrir leik- manninn sem átti eitt ár eftir af samningi sinum viö félagið. Félögin sömdu einnig um aö Hamburger verði að greiða Viking 20% af and- virði sölunnar ákveði þýska liðið að selja Ríkharð. Norska blaðið Aftenbladet segir að Ríkharður fái um 40 miUjónir króna í árslaun hjá Hamburger. Labba ekki í liðið „Hamburger er stórt og gott félag og mér líst vel á borgina. Ég mun nota janúnarmánuð til að koma mér í gott form og verð vonandi klár í slaginn þegar tímabUið hefst að nýju í febrúar. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég labba ekkert í liðiö. Sjálfur Anthony Yeboah er á undan mér en vonandi fæ ég eitt- hvað að spreyta mig á þessu tíma- bili,“ segir Ríkharöur í samtaU við Afienbladet. Ríkharður eyddi 'nelginni í Ála- borg í Danmörku með félögunum sínum í Viking Stavanger, en þar áttu þeir góðar stundir, en í þessari viku byrjar alvaran hjá Ríkharði. Hann heldur til Þýskalands og byrj- ar að æfa hjá nýjum vinnuveitend- um. Viking Stavanger hefur þegar fundið eftirmann Ríkharðs en það er Erik Nevaland, fyrrum leikmað- ur félagsins, sem verið hefur á mála hjá Manchester United. Norska liðið greiðir United 6 miUjónir króna fyr- ir Nevland og aðrar 6 milljónir þeg- ar hann hefur leikið 50 leiki. -GH Rússar unnu þrefaldan sigur í 5 og 7,5 krn skíðagöngu kvenna í heims- bikarmóti á Italiu um helgina. í 5 km göngunni sigraði Olga Danilova, Larissa Lazutina varð önnur og Nina Gavriljuk hafnaði í þriöja sæti. 17,5 km göngunni í gær var það Lazutina sem kom fyrst í mark, Gavriljuk varö önnur og Danilova þriöja. Karlarnir kepptu á sama stað í 10 km göngu og þar kom Norðmaður- inn Thomas Alsgard fyrstur í mark, landi hans, Espen Bjervig, varð annar og Stephan Kunz frá Liechtenstein hafnaði í þriðja sæti. nla Janica Kostelic frá Króatiu sigraði á heimsbikarmóti í svigi í Sestriere á Italíu i gær. Anja Person frá Svíþjóð varð önnur og franska stúlkan Cristel Saioni varð þriðja. Þetta var annar sigur Kostelic í svigi í heimsbikamum á þessu timabili og hún hefur tekið forystuna í stigakeppninni. Ben Johnson, kanadíski sprett- hlauparinn sem settur var í lífstíðar- bann vegna lyfjaáts, hefur verið ráð- inn til að þjálfa leikmenn í landsliði Líbýu í knattspyrnu og meðal þeirra leikmanna sem Johnson mun þjálfa er sonur Muammars Gaddafis, leiðtoga landsins. Johnson á að sjá um styrktar- og þolæfingar landsliðs- ins. Hin 17 ára Þýski knattspyrnumaðurinn Lothar Mattháus mun yfirgefa herbúðir Bayen Múnchen í marsmánuði og ganga í raðir New York-New Jersey MetroStars sem leikur í bandarísku atvinnumannadeildinni. Á dögunum var rætt um að Mattháus myndi klára tímabilið með Bæjurum en Uli Höness, framkvæmdastjóri félags- ins, sagði um helgina að ákveðið væri að Matthaus færi í mars. Ástralski sundmaðurinn Michael Klim gerir það ekki endasleppt þessa dagana. t gær bætti hann heimsmetið í 100 metra flugsundi í annað sinn á þremur dögum. Klim synti á 51,82 sek- úndum og setti met en gamla metið sem hann setti á föstudaginn var 52,03 sekúndur. Franska iþróttablaóid L’Equipe hefur útnefnt brasilíska knatt- spyrnumanninn Pele sem besta íþrótta- mann aldarinnar. í öðru sæti varð bandaríski hnefa- leikakappinn Muhammed Ali og bandaríski frjáls- íþróttakappinn Carl Lewis varð þriðji. Efsti Norðurlandabú- inn í kjörinu varð finnski hlaupar- inn Paavo Nurmi en hann lenti i 7. sætinu og sænski tenniskappinn Björn Borg varð í 13. sætinu. Sviar hlutu flest gullverðlaun á Evrópumótinu i sundi sem lauk í Portúgal í gær. Svíar fengu 10 gull, 6 silfur og 1 brons. Þjóðverjar hlutu 5 gull, 13 silfur og 8 brons og Úkraínu- menn fengu 5 gull, 1 silfur og 3 brons. Aðeins fimm þjóðir hlutu fleiri gullverðlaun en Islendingar en Bretar og Hollendingar hlutu þrenn og Króatar, Spánverjar og Slóvakar hlutu tvenn gullveröalaun eins og íslendingar. -GH ÞÍN FRÍSTUND -OKKAR FAG V llNTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.