Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 27 Bland í poka Herbert Arnarson hjá Donar Gron- ingen er kominn í 5. sæti yflr stigahæstu leik- menn hollensku A-deildarinnar i körfubolta, næst- ur á eftir Qórum Bandaríkjamönn- um. Herbert hef- ur skorað 16,5 stig að meðaltali í leik í vetur. Falur Haróarson skoraöi 7 af fyrstu 9 stigum ToPo Helsinki frá Finnlandi sem vann Radnicki Belgrad, 73-72, í Evrópukeppninni í körfubolta fyrir helgina. Hann var settur í stranga gæslu eftir það og skoraði ekki meira. Sigurinn var of litill því ToPo þurfti sex stiga mun til að eiga mögu- leika á að fara áfram úr sínum riðli. Leifur S. Garóarsson var annar dómara leiksins. Eirikur Önundarson skoraði 25 stig fyrir Holbæk sem vann óvæntan sig- ur á einu toppliðanna, SISU, 76-64, í dönsku A-deildinni í körfubolta á fimmtudag. Aron Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern sem sigraöi Virum, 26-25, í undanúrslitum dönsku bikar- keppninnar í handknattleik á fostu- dagskvöldið. Þjálfarar þriggja íslenskra hand- knattleiksliða voru á meðal áhorf- enda á leik íslendingaliðanna Essen og Magdeburg i þýsku A-deildinni í gær. Það voru Skáli Gunnsteinsson, Aftureldingu, Einar Einarsson, Stjörnunni, og Geir Sveinsson, Val. Þýska handknattleikslióiö Wupper- tal hefur fengið hornamanninnn Hol- ger Beelmann lánaðan frá Nordhorn til vorsins. Hann á að fylla skarð Valdimars Grímssonar sem er frá vegna sýkingar í hné en varamaður Valdimars i liðinu er lika meiddur. Guðmundur E. Stephensen vann alla leiki sína í tveimur viðureignum OB Odense i dönsku A-deildinni i borðtennis um helgina. Fyrst burst- aði OB iiö BTK, 10-0, og gerði siðan jafntefli við Esbjerg. OB er þar með efst í deildinni að lokinni fyrri um- ferð. Kristján Helgason sigraði Jóhann- es B. Jóhannes- son, 5-1, i úr- slitaleik i bikar- keppni í snóker sem lauk á Billi- ardstofunni Klöpp i gær. Kristján átti jafn- framt hæst skora mótsins, 123, en ails voru gerö fjögur skor yfir 100 á mótinu. Gunnar Gunnarsson og Óskar Kristinsson urðu í 3.-1. sæti. Kristinn Björnsson keppir í dag i svigi í heimsbikarnum í Madonna á Ítalíu. Fyrri ferðin hefst kl. 17. Krist- inn varö í 9. sæti á fyrsta móti vetr- arins og nú er að sjá hvort honum tekst að fylgja því eftir. -vs l.DEILD KVENNA Tindastóll - KFÍ 67-78 Tindastóll - KFÍ 82-67 Grindavík - Keflavík . 47-79 Keflavík 10 9 1 765-514 18 KR 9 8 1 631-398 16 ÍS 9 7 2 527-438 14 KFÍ 10 3 7 566-738 6 Tindastóll 10 2 8 559-756 4 Grindavík 12 1 11 573-777 2 1. DEILD KARLA ÍV-ÍS . 73-65 Þór Þ. 880 661-511 16 ÍR 8 7 1 665-526 14 ÍV 9 6 3 664-697 12 Valur 8 5 3 596-494 10 Stjaman 8 4 4 637-615 8 Breiðablik 8 4 4 530-538 8 Selfoss 8 2 6 545-618 4 stafholtst. 8 2 6 544-664 4 Höttur -9 2 7 586-657 4 ÍS 10 2 8 666-774 4 Sport Pétur Ingvarsson lék mjög vel með Hamri gegn Skallagrími í bikarslag lið- anna og skoraði 24 stig. DV-mynd Hilmar Pór ^ Bikarkeppnin í körfubolta: Ovænt - þegar Selfoss skellti Skagamönnum Selfyssingar, sem eru í harðri fallbaráttu í 1. deild, skelltu úrvals- deildarliði ÍA, 94-89, í bikarkeppn- inni körfubolta í gærkvöld og eru þar með komnir í átta liða úrslitin, einir liða utan efstu deiidar. Selfoss var yfir í hálfleik, 40-39, og náði mest 14 stiga forystu í seinni hálfleik. Birgir Guðfinnsson skoraði 29 stig fyrir Selfoss og Sig- urður Sveinsson 14. Brynjar Karl Sigurðsson skoraði 23 stig fyrir ÍA og Hjörtur Hjartarson 15. Snæfell náði að veita Njarðvík þokkalega mótspyrnu í 30 mínútur í sjálfri Ljónagryfjunni í gærkvöld og leiddi 38-39 í hálfleik. Heimamenn settu í 4ða gírinn seinni hluta seinni hálfleiks og sigruðu, 88-73. Stiga- hæstir hjá Njarðvik voru Teitur Ör- lygsson með 22 og Páll Kristinsson 17. Hjá Snæfelli var Kim Lewis með 31 og Jón Jónsson með 11. Hamar lagði Skallagrím í öðrum slag úrvalsdeildarliða í Hveragerði á laugardag, 86-77. Heimamenn leiddu allan leikinn og voru yfir í hálfleik, 38-36. Staðan var 80-77 þeg- ar minúta var eftir en heimamenn gerðu síðustu sex stigin. Titus Brandon hjá Hamri meiddist eftir aðeins 6 mínútna leik en þá hafði hann hitt úr öllum sínum skotum og skorað 14 stig. Meiðslin eru ekki alvarleg en ákveðið var að hvíla hann út leikinn. Pétur Ingvarsson átti mjög góðan leik og skoraði 24 stig fyrir Hamar og Skarphéðinn Ingason sýndi mikla baráttu og skoraði 17. Torrey John skoraði 17 stig fyrir Skallagrím, Hlynur Bær- ingsson og Tómas Holton 16 hvor. Tindastóll vann yfirburðasigur á 1. deildarliði Stafholtstungna á Sauðárkróki í gær, 146-53. Haukar burstuðu 2. deildarlið Arnarins í Hagaskóla, 31-101. KFf vann auðveldan sigur á ÍR á ísaflrði, 89-52, eftir 51-25 í hálfleik. Bestu menn KFÍ voru Clifton Bush og Þórður Jensson en hjá ÍR Ásgeir Bachmann og Maríus Arnarson. 2. deildarlið Reynis úr Sandgerði stóð ágætlega i KR sem vann, 77-99. Jónatan Bow og Steinar Kaldal skor- uðu 17 stig hvor fyrir KR en Skúli Sigurðsson 18 stig fyrir Reyni. Grindavík vann nágranna sína í Golfklúbbi Grindavíkur, 116-78. -BG/kb/AGA/bb/VS Endurtekið efni - England mætir Þýskalandi og Tékkar mæta Dönum f gær var dregið í riðlana fjóra fyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Hoilandi og Belgíu í sumar. Evrópumeistar Þýskalands lentu í riðli með Englendingum eins og í undankeppni HM en dregið var í þá í síðustu viku. Það sama varð upp á teningnum hjá Dönum og Tékkum. Þeir drógust í sama riðil í gær og eru með íslendingum í sama riðli í undankeppni HM. England og Þýskaland leiða sam- an hesta sína á þjóðarhátíðardag ís- lendinga eða 17. júní í Charleroi í Belgíu. Riðlamir fjórir llta þannig út: A-riðiIl: Þýskaland, Rúmenía, Portúgal, England. B-riðill: Belgía, Svíþjóð, Tyrkland, ftalía. C-riðill: Spánn, Noregur, Júgóslavía, Sló- venía. D-riðill: Holland, Tékkland, Frakkland, Danmörk. Tvær efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin. Leikjaniðurröðunin er þessi: Belgía-Svíþjóð..............10. júní Tyrkland-Ítalía.............11. júní Frakkland-Danmörk...........11. júní Holland-Tékkland............11. júnl Þýskaland-Rúmenía ..........12. júní Portúgal-England............12. júní Spánn-Noregur...............13. júní Júgóslavla-Slóvenía ........13. júní Ítalía-Belgía ..............14. júní Svíþjóö-Tyrkland ...........15. júní Tékkland-Frakkland...............16. júní Danmörk-Holland..................16. júní Rúmenía-Portúgal.................17. júní England-Þýskaland................17. júní Slóvenía-Spánn...................18. júní Noregur-Júgóslavía...............18. júni Tyrkland-Belgía ............19. júni ftalía-Svíþjóð .............19. júní England-Rúmenía..................20. júni Portúgal-Þýskaland...............20. júní Júgóslavía-Spánn.................21. júní Slóvenia-Noregur.................21. júní Danmörk-Tékkland.................21. júní Frakkland-Holland................21. júní 8-liða úrslitin fara fram 24. og 25. júní, undanúrslitin 28. og 29. júni og úrslitaleikurinn fer fram í Rott- erdam í Hollandi 2. júlí. -GH Metjöfnun á Sauðárkróki - þegar Emily Dickinson skoraði 52 stig fyrir KFÍ Emily Dickinson jafnaði stigamet Penny Peppas í 1. deild kvenna í körfubolta frá 1996 þegar hún skoraði 52 stig fyrir KFf í fyrri leiknum gegn Tindastóli á Sauðakróki um helgina. Tindastóll kom fram hefndum í seinni leiknum og það þrátt fyrir að Dickinson setti niður 43 stig. TindastóU-KFÍ 67-78 (37-44) Stig Tindastóls: JiU WUson 31, Birna Eiríksdóttir 15, Halldóra Andrésdóttir 10, Dúfa Ásbjörnsdóttir 5, Kristín Konráðs- dóttir 4, Sigríður Viggósdóttir 2. Stig KFÍ: Dickinson 52, Tinna Sig- mundsdóttir 7, Helga Ingimarsdóttir 7, Sól- veig Pétursdóttir 5, Hafdís Gunnarsdóttir 5, Anna Sigurlaugsdóttir 2. TindastóU-KFÍ 82-67 (42-29) Stig Tindastóls: WUson 28, Dúfa 22, Bima 11, Sólborg Hermundsdóttir 5, Krist- ín 5, Halldóra 4, Hrafnhildur 3, Sigurlaug 2. Stig KFl: Dickinson 43, Tinna 12, Sól- veig 5, Hafdís 5, Helga 2. Keflavík vann 32 stiga sigur, 47-79, á Grindavík í Grindavík i gær eftir að Grindavík hafði haldið í við Kefla- víki fram eftir leik en staðan var 30-38 í leikhléi. Stig Grindavíkur: Sólveig Gunnlaugs- dóittir 16, Þuríður Gísladóttir 12, Sigríður Anna Ólafsdóttir 7, Sandra Guölaugsdóttir 5, Bára Hlín Vignisdóttir 4, PetrúneUa Skúladóttir 3. Stig Keflavíkur: Kristín Blöndal 18, Anna María Sveinsdóttir 11 (7 stoðsend- ingar), Alda Leif Jónsdóttir 9 (9 stolnir), Marín Rós Karsldóttir 8, Birna Valgarðs- dóttir 7, Eva Stefánsdóttir 7, Guðrún Ósk Karlsdóttir 7, Erla Þorsteinsdóttir 6, Kristín Þórarinsdóttir 4. -ÓÓJ Þór A. (34) 68 - Tindastóll (37) 77 0-7, 4-11, 10-15, 15-19, 17-25, 24-29, 28-32, 30-35, (34-37), 36-14, 42-51, 46-54, 54-54, 58-60, 62-69, 64-72, 68-77. Maurice SpUlers 27 Magnús Helgason 11 Óðinn Ásgeirsson 11 Einar Aðalsteinsson 10 Hermann Hermannss. 4 Sigurður G. Sigurðss. 3 Hafsteinn Lúðvíksson 2 FVáköst: Þór 33, TindastóU 28. 3ja stiga: Þór 3/9, Tinda- stóll 4/17. Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson og Kristján MöUer (6). Gœöi leiks (1-10): 7. Víti: Þór 11/15, Tindastóll 19/29. Áhorfendur: 150. Shawn Myers 22 Sune Henriksen 14 Kristinn Friðriksson 11 Svavar Birgisson 9 Sverrir Þ. Sverrisson 8 Flemming Stie 6 Lárus Pálsson 5 ísak Einarsson 2. Maður leiksins: Shawn Myers, Tindastóli Aldrei spurning Það var ekki spurning hver mundi fara með sigur af hólmi í leik Þórs og Tindastóls á Akureyri föstudagskvöld- ið. Tindastólsmenn voru alltaf með yfirhöndina ef frá er talið þegar Þórs- arar jöfnuðu, 54-54. Þegar Þórsarar höfðu jafnað mistókust margar sóknir auk þess sem þeir voru að missa bolt- ann á mikilvægum augnablikum. Maurice Spillers var bestur í liði Þórs en hjá Tindastóli var Shawn Myers yfirburðamaður. Áhorfendur fjölmenntu frá Sauðárkróki og setti það skemmtilegan svip á leikinn. Menn voru þó hins vegar ekki að hvetja liðin sín áfram. -JJ TVÆR FLIKUR IEINNI HEITUR OG ÞURR THERMO-varmanærfötin eru í raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaðu Thermo-nærfötin i næsta ferðalag. Þú sérð ekki eftir því. Umboðsmenn um allt lantf Sportvörugerðin Mávahlíð 41, Rvík, -nSími §§2838?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.