Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1999, Blaðsíða 4
26 MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 1999 Sport Tvíframlengt í Garðabæ: Mognuð spenna „Þetta var ekta Haukar-Stjarnan leikur, barátta allt til enda. Það kom smátitringur í okkur þegar þær jöfnuðu og komust yfir, enda er í okkur hræðsla við að tapa eftir brösuga byrjun. Við höfum verið að læra nýja vörn og hún er farin að ganga upp. Nú tökum við bara á móti þeim sem þora,“ sagði Nína K. Bjömsdóttir, leikmaöur Stjömunn- ar glaðbeitt eftir tvíframlengdan leik gegn Haukum á laugardag. Stjaman sigraði, 23-22, eftir að jafnt hafði verið, 17-17, eftir venjulegan leiktíma og 20-20 eftir fyrri fram- lengingu. Stjaman byrjaði mjög vel, náði 5 marka forskoti í fyrri hálfleik, 6-1, en Haukar komu sterkir til baka, náðu að komast yfir, 14-15, og tryggja sér síðan framlengingu. Haukar náðu 2ja marka forskoti í fyrri hálfleik fyrri framlengingar en Stjaman beit þá í skjaldarrendur, tryggði sér aðra framlengingu og sigurinn. Sóley var hreint frábær í marki Stjömunnar og þær Nína, Anna og Ragnheiður áttu einnig mjög góðan dag í sterku og samhentu Stjömu- liöi. Haukamir áttu í mestu vandræð- um í þessum leik og virtust lengi vel ætla að fara illa út úr honum. Liöið skoraði aðeins eitt mark fyrstu 13 mínútur leiksins og mis- notaði 5 af 12 vítum sínum. Harpa og Inga Fríða léku þeirra best. Mörk Stjömunnar: Nína K. Bjöms- dóttir 8/4, Ragnheiður Stephensen 7, Sig- rún Másdóttir 3, Anna B. Blöndal 2, Svava B. Jónsdóttir 1, Þóra B. Helgadótt- ir 1, Guðný Gunnsteinsdóttir 1. Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 28/3 Mörk Hauka: Inga Fríða Tryggvadótt- ir 7/4, Harpa Melsted 5/1, Sandra Anu- lyte 3/1, Ragnheiður Guðmundsdóttir 2, Auöur Hermannsdóttir 2, Tinna Hall- dórsdóttir 1, Hanna G. Stefánsdóttir 1/1. Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 17/1. -ih Framlenging í Mosfellsbæ - þar sem ÍR knúði fram sigur, 21-22 ÍR komst í undanúrslitin í bikar- keppni kvenna í handknattleik með sigri á Aftureldingu, 21-22, í hörku- spennandi leik i Mosfellsbæ. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 17-17 en ÍR-stúlkur náðu að knýja fram sigur í lokin. Mörk Aftureldingar: Jolanta Limb- oite 8, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 5, Edda Eggertsdóttir 4, Vigdís Brandsdóttir 2, Anita Pálsdóttir 1, Ingibjörg Magnúsdótt- ir 1. Mörk ÍR: Katrín Gunnlaugsdóttir 8, Ingibjörg Jóhannsdóttir 6, Anna Sigurð- ardóttir 4, Inga J. Ingimundardóttir 2, Heiða Guðmundsdóttir 1, Áslaug Þórs- dóttir 1. -VS Gerður Beta hetja Vals Gerður Beta Jóhannsdóttir var hetja Vals þegar liðið sló bikar- meistara Fram út úr bikarkeppn- inni á laugardag. Gerður skoraði stórglæsilegt mark með skoti langt utan punktalínu á síðustu sekúndu og tryggði Val sigurinn, 19-20. Fram hafði undirtökin í leiknum lengst af og hafði fjögurra marka forskot í upphafi seinni hálfleiks, 11-7, en Valur var ekki á því að gefa neitt eftir, komst yfir, 14-17, Fram jafnaði, 18-18, en Gerður átti síðasta orðið og tryggði sigurinn. „Maður skýtur alltaf til að skora og það var ekkert annað að gera í stöðunni en að láta vaða,“ sagði Gerður Beta eftir leikinn. Mörk Fram: Marina Zoueva 9/5, Katrín Tómasdóttir 4, Hafdís Guðjóns- dóttir 3, Svanhildur Þengilsdóttir 1, Diana Guðjónsdóttir 1, Björk Tómasdótt- ir 1. Mörk Vals: Helga S. Ormsdóttir 6, Gerður Beta Jóhannsdóttir 5, Brynja Steinsen 4, Sigurlaug R. Rúnarsdóttir 3/1, Arna Grímsdóttir 1, Hafrún Krist- jánsdóttir 1. -ih Valsstúlkur fögnuðu að vonum innilega eftir frækinn bikarsigur á Fram í Safamýrinni. DV-mynd Hilmar Þór Veltukort SPRON léttir þér jólahaldið og nýja árið á einfaldan hátt. Þú ræður ferðinni. Hver mánaðarmót ber þér aðeins að greiða 5% af úttektarstöðu. Kynntu þér málið í næsta útibúi SPRON J spron MSPARiSJÓBUR REYKJAV REYKJAVIKUR OS NÁSREMNIS Bikar kvenna: „Höfðum meiri sigurvilja" Eftir tvö töp í röð tóku stúlkum- ar í Gróttu/KR sig heldur betur saman í andlitinu og slógu FH út úr bikarkeppninni á föstudagskvöldið með öruggum sigri, 35-28. Heimastúlkur komu mjög ákveðnar til leiks og virtust FH- stúlkur ekki tilbúnar að mæta Gróttu/KR í þessum ham og vöm gestanna var sem gatasigti. Liðs- heildin skóp þennan sigur Gróttu/KR. Dagný Skúladóttir var sú eina sem sýndi sitt rétta andlit hjá FH, en undir lok leiksins þurfti hún að yfirgefa völlinn eftir að hafa lent í samstuði. Dagný fór úr kjálkalið og var flutt á brot í sjúkra- bíl. Fanney Rúnarsdóttir sagði við DV: „Við höfðum meira hungur og meiri sigurvilja. Það er munur að fara svona í jólafri heldur en með þrjú töp á bakinu." Mörk Gróttu/KR: Alla Gorgorian 11/3, Ágústa E. Bjömsdóttir 6, Jóna Björg Pálmadóttir 6, Eva Þórðardóttir 4, Brynja Jónsdóttir 3, Kristín Þórðardóttir 3, Ragna Sigurðardóttir 2. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 18. Mörk FH: Dagný Skúladóttir 7, Þórdís Brynjólfsdóttir 7/3, Guðrún Hólmgeirs- dóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4, Drífa Skúladóttir 2, Björk Ægisdóttir 1, Hildur Erlingsdóttir 1. Varin skot: Jolanta Slapikiene 16. -BB 2. DEILD KARLA Völsungur - Breiðablik........21-34 Fram b-ÍH ....................27-21 Þór Ak. - Breiðablik..........28-29 Fjöinir - ÍHb.................28-28 Grótta/KR 9 9 0 0 255-188 18 Breiðablik 9 6 0 3 251-210 12 Fram b 8 4 2 2 195-182 10 Fjölnir 7 4 1 2 189-177 9 Selfoss 7 4 0 3 190-172 8 ÍR b 9 3 2 4 219-225 8 Þór A. 8 3 1 4 196-204 7 ÍH 8206 198-223 4 Völsungur 11 0 0 11 246-358 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.