Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 2
24 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 JLlV Bíll aldarinnar á íslandi í huga SHH: jeppinn Grundvallar-samgöngubylting Sú öld sem er að líða er öld bílsins. Því er við hæfi að velja bíl aldarinnar á þessum tímamótum. Lesendur DV- bíla hafa gert það og komist að sinni niðurstöðu. Sá sem hér skrifar hefur ekkert upp á VW-bjölluna að klaga. Hún var ágætur bíll á sínum tíma og svaraði vel kröfum hans. í henni birt- ust margar nýjungar sem þó urðu flest- ar skammlífar sem ekkert er við að segja - annað enn betra er komið í staðinn. Þó held ég að fullyrða megi að aðrir bílar hafi valdið meiri aldahvörfum í samgöngumálum íslendinga. Bílamir sem komu til landsins 1914 og festu bíl- inn í sessi á íslandi voru brautryðjend- umir: Ford T og Overland. Með þeim hófst í raun bílaöld á íslandi en kannski varð bíllinn ekki til fulls sam- göngutæki fyrir allan almenning fyrr en með aldrifsbílunum sem komu hingað fyrst með breska setuliðinu og síðar því ameríska sem leysti hið breska af hólmi. Fyrir herbílana alla er jeppinn verð- ugt tákn. í hugum flestra ber hann nafnið Willy’s; þeir sem hingað komu fyrst með hemum vom þó allt eins margir framleiddir hjá Ford og bám nafn Ford greypt í skúffuhomið vinstra megin að aftan. Glöggir strák- ar þekktu á færi hvort þar fór Ford- jeppi eða Willy’s og ekki var örgrannt um að efnt yrði til slagsmála um hvort merkið væri betra. Margur sá sem var á stuttbuxnaánmum sitt hvomm meg- in við miðja öldina má minnast glóðar- auga eða blóðnasa út af þessu mikils- verða málefni. Upphaflega Bantam En ef grannt er skoðað liggur þó upphafið hvorki hjá Willy’s né Ford heldur hjá fyrirtæki sem ekki er leng- ur til og hét Bantam. 7. júli 1940 buðu bandarísk hemaðaryfirvöld út gerð fjölhæfs bíls eftir nánari lýsingu í 18 meginliðum sem hvað drifbúnað snerti byggðust á afturhjóladrifi sem grunndrifi með tengjanlegu framhjóla- drifi, samkvæmt uppfinningu Dodge frá 1934, að viðbættum skiptimögu- leika sem bauð upp á hátt eða lágt drif eftir vali. 135 bílaframleiðendur fengu útboðslýsinguna en aðeins þeir þrír CON7IMUCD' Oft NC*T ÞACÍ Á sínum tíma var þessi mynd tekin vegna þess að fyrir mistök höfðu tveir bílar fengið sama skráningarnúmerið. Þegar frá líður verða þeir þó fremur tákn um þá byltingu sem hófst með herjeppanum, árgerð 1942 - annar sem beint framhald og frá framleiöanda gamla Willy’s-jeppans en hinn ættaður austan frá Sovét. Rætur hans standa engu aö síður á sama staö: Bantam framleiddi um 100 jeppa fyrir sovéska herinn og þangað má rekja grunngerö jeppasmíði í Sovétríkjunum. Alþýðuskýringin segir að heitiö „jeppi“ sé komið af enskum fram- burði stafanna GP sem staðið hafi fyrir General Purpose - heildarheiti hugmyndarinnar í upphafi. Nýjustu heimildir herma að nafnið sé komið frá Ford þar sem G hafi staðiö fyrir „Government" (ríkisstjórn) en P fyr- ir mælieininguna 80 tommur, sem átti aö vera hjólahaf jeppans. Fram- leiðsla Ford á jeppa Willy’s hét GPW þar sem W stóð fyrir Willy’s. - Myndin er af Willy’s herjeppa. sem að ofan eru nefndir stóðust tíma- setninguna og þar af var Bantam eina fyrirtækið sem var tilbúið með bfl á tfl- skildum tíma. Hann var að vtsu mjög af vanefnum gjör en grundvallarbún- aðinum var ekki haldið sem leyndar- máli heldur veittu hemaðaryfirvöld bæði Willy’s og Ford óheftan aðgang að teikningum Bantam. Báðir sóttu sér óspart í þá smiðju Sigurður og komu með líkar Hreiðar. lausnir en að ýmsu leyti bættu bætanda. Á endanum var samið við Willy’s og réð þar mestu vélin sem þeir buðu upp á, 60 ha. „Go Devil“ flatheddari sem notaður hafði verið i Americar-fólksbílinn frá Wflly’s Overland, meöan Bantam og Ford ætl- uðu að dugast við 45 ha. vélar. Yfirvöld hersins sáu þó fram á að Wiily’s hefði ekki bolmagn til að fram- leiða svo mikið af jeppum sem þyrfti og samdi við Ford um að hlaupa undir bagga við framleiðsluna, að þvi til- skildu að hægt væri að færa aila hluti á milli jeppanna hvorum megin sem þeir yrðu framleiddir. Það varð úr og Ford framleiddi 280 þúsund jeppa fyrir bandaríska herinn. Eftir stríð féll framleiðslan að fullu til Willy’s. Aldrífsbílamir allir framlenging jeppans fslendingar höfðu himin höndum tekið þegar jeppinn féll þeim í hendur. Á honum mátti komast á flesta staði sem áður hafði ekki verið hægt að fara á bfl. Hálendið varð eign hins almenna fslendings. Hann var þjarkur duglegur að vetri sem sumri og hann mátti nota við landbúnað og hvers konar vinnu, til að draga það sem draga þurfti og komast það sem komast þurfti, jafnt í sparifötum og vinnugalla. Hann varð bfllinn sem dugði í landi vegleysunnar eins og ísland var að verulegu leyti á þessum árum. Áhrif jeppans, hvort sem hann var framleiddur hjá Willy’s eða Ford, halda áfram að bergmála í íslenskri samgöngusögu. Aldrifsbflamir okkar nú til dags, hvort sem þeir kallast aldrifsfólksbílar, jepplingar eða jeppar, eru í raun framþróun af þessum bfl. Það er sama hvort við þeysum um veg- ina í Subaru Legacy, Land Rover eða LandCruiser, Suzuki Vitara, M-Benz eða Sirion 4x4: allt er það í sjálfu sér framlenging af þeirri grundvallarbylt- ingu sem kom með jeppanum þegar hann nam land hér á stríðsárunum. Því er hann í mínum huga bfll ald- arinnar á íslandi. -SHH Saga bílsins á íslandi er i raun ekki löng þótt fyrstu bílamir hafi komið til landsins fljótlega eftir að bílaöld hófst fyrir aivöru í löndun- um í kringum okkur. f árdaga bífs- ins hér á landi takmörkuðust not manna á þessu nýja farartæki af lé- legu vegakerfi. Hesturinn hafði um aldir verið „þarfasti þjónninn" og aðeins var farið að ieggja þokkalega vegi þegar flutningar á hestvögnum fóru að aukast. Vegna þessa varð bíllinn ekki Bíll aldarinnar á íslandi að mati JR: jeppinn Opnaði mönnum nýjar leiðir eins mikil aimenningseign hér á landi og í nágranna- löndunum, en það er samt ótrúlegt hversu mikilli fót- festu hann náði þrátt fyrir lélegt vegakerfi. Seinni heimsstyrjöidin opnaði hins vegar nýjar víddir í samgöngum, ekki síst vegna tilkomu fjór- hjóladrifinna herbíla sem íslendingar tóku opnum örmum og voru fljótir að Jóhannes Reykdal. sér kosti þeirra. Það var einkum tilkoma jeppams sem opnaði mönn- um nýjar leiðir. Þessum lipra og dugiega bíf var tek- ið fagnandi, jafnt f sveitum sem þéttbýlinu. Vegir og vegleysur voru auðveldari yfirferðar, ófærð að vetri varð minni farartáimi og hugmyndaríkir smiðir voru fljótir til að smíða hin hag- tileinka anlegustu hús sem hæfðu íslenskri veðráttu, í stað blæjunnar sem var staðalbúnaður á jeppunum í upp- hafi. Ef velja á einhvem einn bíl út úr sem „bíl aldarinnar" á íslandi þá er það val að dómi undirritaðs herjeppinn, sem síðar þróaðist út í sérstaka landbúnaðargerð og hent- aði vel hér á landi. En í heild verð- ur þá að segja að það er ,jeppinn“ sem hugtak sem á þennan titil miklu frekar skilið, því í kjölfar Willys-jeppans kom LandRover- jeppinn, sem ekki síður verðskuldar titilinn, því sá jeppi varð einkum bændum enn meiri lyftistöng í ár- anna rás en Willysjeppinn og loks má heldur ekki undanskilja Rússa- jeppann sem kom hingað í miklu magni á sjötta áratugnum og á næstu árum þar á eftir. En sá sem ruddi brautina, herjeppinn, er vel þess verðugur að bera þennan titil, „bíll aldarinnar á íslandi". -JR Val NG á bíl aldarinnar: Overland fer yfir land Val mitt er Overland-bifreiðin sem var aðal- keppinautur T-Fordanna á fyrstu árum bílsins á íslandi. Fyrsti bíllinn kom hingað 1913 og átti Sig- urður Sigurðsson jámsmiður hann. Hann þótti Aslaug Johnsen, sem tók fyrst kvenna bílpróf áriö 1918, á Overland-bifreiö sinni. meiri bíll og hraðskreiðari en Fordinn enda dýrari og kostaði 5000 krónur árið 1919.13. desember birtist grein í Reykja- vík, sex dögum eftir að bfllinn kom til landsins: „Þriðja bifreiðin er kom- in hingað til bæjarins. Hana á Sig- urður jámsmiður Sigurðsson. Er hún á ferð um götur bæjarins með 100 kílómetra hraða á klukku- stundunni, svo örðugt er gangandi mönnum að komast undan henni. Njáll Á aldrei að gera neitt til að halda í Gunnlaugsson. hemilinn á þessum bifreiðastjórum sem daglega sitja um líf okkar?“ Jónatan Þorsteinsson var með umboðið, sem var fyrsta alvöraumboð bfla á landinu, og Overland-bifreiðar vora aðaluppistaðan í flota Bifreiðastöðvar Steindórs og átti hann einn slíkan sjálfur af 85-gerð. Over- landinn var líka fyrsti bfllinn sem konur óku hér á landi og átti Áslaug Johnsen einn slíkan af 90-gerð, en hún varð fyrsta konan á íslandi til að taka bílpróf. Jónatani, umboðs- manni bflanna, þótti líka sérstök ástæða til að tiltaka hversu auðvelt væri fyrir konur að aka bflnum. í auglýsingu frá árinu 1919 segir hann: „Öll stjómtæki era á stýrinu svo að kvenfólk getur auðveldlega stjómað henni.“ Fyrsta konan til að stjóma leigubifreið var Katrín Fjeldsted og var Hér Kiö þit modcl jo. Bn if bllíii Œijóo Omlind bifrtiði *em noutn eta f bánrimB. FtBeg. knftmikil. {nej(il«yt jifowl 1 itisa *egoa. F|65rnoaai janriif fyrirkomiS, »6 rtmo »epr ioim tcm « Órcr'julrgi tva Io»le5oijdckk rniSoð við vue-.ð bifreiðnmrar. Rámgóð fjrrir fuþegi. OU ujórciinxki cro i ttýriuo, jto kmfólk getor icflreHUjji atjVoafl I Litt, jueitlef, kraftmikQ og eyflir litlo. Sdst nefl ðllo tilhryrandi fjrit aðeiai Itr. 5000 — Fltnm þúaund. Icc Toledo Ohio. U. 8. A. Auglýsing frá Jónatani Þorsteinssyni þar sem hann auglýsir kosti Overlandsins. það einnig Overland-bifreið, með skráningamúmerið RE-131. Overland-verksmiðjumar sameinuðust svo Willys og tóku seinna að framleiða jeppa, eins og sagt er frá hér annars staðar í blaðinu, en á fyrstu árum bflaaldar vora þetta þeir bilar sem gerðu gæfúmuninn og lögðu land undir hjól og áttu þannig mikinn þátt í að gera íslendinga að bíla- þjóð. -NG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.