Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 4
26 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Öld bílsins á íslandi: Opnaði þjóðinni nýj ar víddir Eins og margoft hefur komið fram hélt bíllinn innreið sína á ís- landi árið 1904. Þetta var 6-7 ha fólksflutningabíll af gerðinni Cudell, oftast kallaður Thomsens- bíilinn af því að kaupandi hans var Dietlev Thomsen, kaupmaður í Reykjavík. Þrátt fyrir styrk veittan af Alþingi Vcddi Thomsen að kaupa notaðan bíl og að því er nú virðist af lítilli framsýni því bíilinn var aflvana og gerði enga frægðarfor tii landsins. Cudell var þýsk fram- leiðsla en var að grunni til franski bíllinn DeDion. Líkt fór um bíl nr. 2 á Islandi, Grundarbílinn sem svo var nefnd- ur, en hann keypti Magnús Sig- urðsson, bóndi og kaupmaður á Gnmd í Eyjafirði. Hann lét kaupa fyrir sig notaðan bíl ytra. Sá var þýskur eins og Thomsensbíllinn, af gerðinni NEG (Newe Automobil Gesellschaft), 8-9 ha, tveggja strokka. Þessi bíU reyndist ekki bara aflvana heldur líka langtum of þungur fyrir vegleysur þeirra tima. Hvorir tveggju voru fljótlega seldir úr landi aftur. Þriðji bíllinn á íslandi mun ekki hafa komið fyrr en 1913 er skoskir bræður, sem stunduðu útgerð frá Hafnarflrði, Bookless að nafni, komu hingað með einkabílinn sinn sem talinn er hafa verið af Austin- gerð en af honum fara ekki miklar sögur. Raunverulegt upphaf 1913 Af framansögðu er ljóst að inn- flutningur notaðra bíla er hinn upprunalegasti á íslandi. En í sömu andrá er þess að geta að fyrstu bílarnir sem eitthvaö dugöu hér voru nýir og fluttir inn af um- boði - þó það umboð væri í raun starfandi á Vestur-íslandi. Upp- hcifsmaður að þeim innflutningi var sr. Jakob Óskar Lárusson sem mestan sinn starfsaldur var prest- ur í Holti undir Eyjafjöllum. Hann fór sem ungur guðfræðingur vest- ur um haf til prestsskapar og kynntist þar bUum. Hann og nokkrir vestur-íslendingar tóku höndum saman um að fara með bíl tU íslands og komu tveir þeirra með bUinn, Sveinn Oddsson og Jón Sigmundsson, en þriðji maðurinn var PáU Bjamason sem var um- boðsmaður Ford í sinni heima- byggð og fékk það umboð einnig yf- irfært á ísland. Hann mun hafa lagt mest fé í þetta fyrirtæki og í umboði hans komu nokkrir fyrstu Fordamir tU íslands. Frá öUu þessu er ítarlega og vel skýrt í áhugaverðum bókum Guð- laugs Jónssonar lögreglumanns, Bifreiðir á íslandi 1904-1930, sem BUgreinasambandið gaf út árið 1983. Frá því að Sveinn Oddsson og Jón Sigmundsson komu hingað með fyrsta T-Fordinn 20. júni 1913 - fyrir tUvUjun sama dag ársins og ThomsensbUlinn kom 9 árum áður Fyrsti bfll á íslandi var óumdeilanlega þessi Cudell-bfll, árgerð 1901, kallaður Thomsens-bíllinn eftir Thomsen kaup- manni sem flutti hann inn með ríkisstyrk árið 1904 og stendur hér fremst við bílinn. í miðjunni er Þorkell Þ. Clem- entz vélfræðingur, sem bílnum ók framan af, en lengst til vinstri frá lesanda séö er Tómas Jónsson, síöar kaupmað- ur, sem einnig reyndi fyrir sér sem bílstjóri. Saga Cudell-bflsins varð lítil frægðarsaga og hann var fljótlega seldur úr landi aftur. Ljósmyndina tók Sigfús Eymundsson en hér er hún fengin úr bók Guölaugs Jónssonar, Bifreiöir á íslandi, 1904-1930. - hefur saga bUsins verið óslitin á Islandi. Á ýmsu gekk framan af eins og vænta má því aðstæður hér voru mjög frumstæðar tU bUakst- urs - þekking manna á bUum, með- ferö þeirra, viðhaldi og hirðu lítU sem engin og varahlutaöUun erfið. Dekk t.d. voru á þessum tima ekki beysin og mikið um „punktering- ar“ eða jafnvel handónýt dekk svo menn urðu að bregða á það vonda ráð að vöðla einhverju á eða mn gjarðimar, svo sem kaðli, tU þess að komast leiðar sinnar. BUamir vom yfirleitt opnir og reiðin því kaldsöm Uesta daga ársins. Samkeppnin hófst strax En samkeppnin kom Ujótt tU skjalanna. Undir árslok 1913 Uutti Jónatan Þorsteinsson, kaupmaðm: í Reykjavík, inn fyrsta Overland- bUinn beint frá verksmiðju og varð umboðsmaður þeirrar tegundar á Allir sföari tfma jeppar og léttir aldrifsbílar eru meö einum eða öðrum hætti framlengingar af ferlinu sem hófst með jeppanum - f júlf 1940. Hér er það Subaru - fyrsti aldrifsfólksbfllinn sem sannaöi sig svo eftir var tekiö. ! ! Þessi mynd var send okkur f rafpósti. Sú saga fylgdi að sföastliðinn sunnudag heföi Parfsarfrú nokkur átt f vand- ræöum með að finna bflastæöi ó Boulevard Haussmann f Parfs þegar hún ætlaöi aö bregöa sér til innkaupa f stór- versluninni Galeries Lafayette sem margir íslendingar þekkja. Hún hugðist því stinga sér ofan f bflastæðahús sem hún þóttist finna þar í grenndinni sem - þvf miöur of seint - reyndist vera tröppur ofan í jarðlestarstöð. Það er til marks um skilning Parísarlöggunnar á fögrum konum og raunum þeirra aö konan var ekki einu sinni sektuð, hvað þá meira, enda meiddist vfst enginn. Eins gott að Bill Gates smíðar ekki bfla... Það getur stundum verið betra að segja sem minnst. Það á líka við þegar maður er eigandi Microsoft, upphafs- maður Windows og tölvugúrú. Þetta mátti Bill Gates reyna en hann var að líkja saman tölvu- og bílaiðnaðinum. Hann sagði þá meðal annars: „Ef General Motors hefði þróað bíla- iðnaðinn á sama hátt og tölvuiðnaður- inn hefur þróast þá gætum við í dag ekið um á bílum sem kæmust 100 míl- ur á hverju galloni bensíns" (sem svar- ar um 42,5 kílómetra á hveijum bens- ínlítra). En Bill Gates fékk þetta beint í andlit- ið aftur. Þeir hjá General Motors voru fljótir að svara með fréttatilkynningu, svona til að sýna hlutina í réttu ljósi: Bíllinn þinn mun, án sýnilegrar ástæðu, bila tvisvar til þrisvar á dag. í hvert sinn sem málaðar væru nýj- ar akreinar á vegina þyrftirðu aö skipta um bíl. Bíllinn þinn mun með jöfnu milli- bili stöðvast á þjóðvegunum. En þú munt una við þetta, starta í gang aftur og halda ferðinni áfram. í staðinn fyrir viövörunarljósin sem sýna hitastig vélar, olíuþrýsting, raf- geymi og aðra slíka hluti kemur að- eins eitt ljós sem segir „almenn bilun“. Kerfið fyrir öryggisloftpúða (líknar- belgi) mun spyrja „ertu alveg viss?“ áður en þeir eru látnir blásast út. Bíllinn mun með jöfnu millibili læs- ast sjálfúr og þú getur aðeins opnað hann með því að beita samtímis nokkrum brögðum, til dæmis taka í handfangið, snúa lyklinum og hrista loftnetið samtímis. I hver sinn sem nýr bíll kæmi á markað þyrftu menn að fá nýtt öku- skírteini. Margt mun virka öðruvísi en i gamla bílnum. Og loks þarf maður að ýta á start- hnappinn tll að drepa á vélinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.