Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Page 10
32 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 &lar KawasakiGPz 900 1985 Þótti og er enn vinsælt hjól og er góö blanda feröa- og kappaksturshjóls. mótorhjól aldarínnar Saga mótorhjólsins á íslandi er næstum jafngömul sögu bilsins. Fyrsta hjólið kom til landsins 20. júní árið 1905, réttu ári eftir komu fyrsta bílsins, og var það bílstjóri Thomsens-bílsins sem flutti það inn. Sá hét Þorkell Clemenz og hafði ekki verið sáttur við valið á bílnum þar sem hann var aflvana og bilaði mikið. Til að sýna fram á fleiri og betri kosti fyrir okkar erflðu að- stæður flutti hann inn þetta mótor- hjól og sótti um leið um einkaleyfi á nafni fyrir gripinn og kallaði það ELG. í auglýsingu í blaðinu Reykja- vík segir Þorkell frá ferð þessa hjóls á milli Reykjavíkur og Hafnaríjarð- ar, sem farin var á 19 mínútum, en Thomsens-bíllinn hafði farið sömu leið árið áður á rúmum tveimur tímum og ekki náð að klára alla leiðina. Mótorhjól voru því fljót að taka forystuna hvað hraða snerti hér sem annars staðar. Hvað af þessu hjóli varð veit svo enginn því ekki fer frekari sögum af þvi. Frekari innflutningur Það næsta markverða í mótor- hjólainnflutningi gerðist ekki fyrr en á árum fyrri heimsstyrjaldarinn- ar þegar mikið framboð af herhjól- um leiddi til þess að hægt var að fá Eitt af vinsælli hjólum í kringum 1970 var Triumph Bonneville 650. þau ódýrt og nýttu nokkrir sér það. Þá voru flutt inn þekkt merki, eins og BSA, Henderson, Harley David- son og Indian. Mótorhjólum smá- fjölgaði hér á millistríðsárunum en næsta stóra stökkið er ekki fyrr en í seinni heimsstyrjöldinni, líkt og hjá biladeildinni. Þá fluttu Bretarn- ir þau inn í gámavís, gerðir eins og Royal Enfield, Matchless og BSA. Árið 1939 voru aðeins rúmlega 100 hjól skráð hér á landi en árið 1946 hafði sú tala meira en flmmfaldast. Lögreglan í Reykjavík flutti líka inn sín fyrstu hjól árið 1942 af Harley Davidson gerð og er saga þeirra stór hluti af mótorhjólasögunni. Innrásin úr austri Næsta sprengja í mótorhjólainn- flutningi varð svo ekki fyrr en með tilkomu japönsku hjólanna upp úr 1965 og samkeppni þeirra bresku við þau en breski mótorhjólaiðnað- urinn var þá svo gott sem í dauða- teygjunum. Nú eru til skráð á land- inu eitthvað um 2000 mótorhjól og þá eru ekki taldir með næstum 3000 vélsleðar og önnur slík tæki. Undir- Lögregluþjónn á NSU Prima skelli- nöðru. Þetta hjól fékk lögreglan á Akureyri seinna og er hjólið enn til þar í einkaeign. ritaður gerði það að gamni sínu að velja tiu bestu hjól aldarinnar að sínu mati og fylgir niðurstaðan og rökstuðningur hér á eftir: Indian 1917 Eitt vandaðasta mótorhjól síns tíma og bauð upp á margar tækninýjungar, eins og fullkomið rafkerfi og blaðfjaðrir bæði framan Royal Enfield-mótorhjól fyrir utan bragga í Reykjavík árið 1947. Kawasaki GPz 900 1983 Hjólið sem sló flestu öðru út i afli og hraða á sínum tíma. Þetta þóttu einstaklega vel heppnuð hjól og bil- uðu lítið. Þarna fóru menn að sjá tæknikunnáttu Japananna í verki. NSU Prima 150 1958 Þetta hjól var einkennandi fyrir tímabilið eftir stríð. Þá gekk hér sem annars staðar yflr mikil skefl- inöðrubylgja og þetta hjól var til hér í nokkru upplagi. Eitthvað er til af þessum hjólum enn þá. Sex stykki Harley Davidson, þar af þrjú þeirra 1934-árgerð, fyrir framan Tryggvaskála á Selfossi. hjólum og þóttu þau endingargóð. Nokkuð er enn til af þeim í umferð sem segir nokkuð til um seiglu þeirra. Royal Enfield 1942 Þetta var meginuppistaðan í mót- orhjólaflota Bretanna. Voru hjólin mikið notuð til póstflutninga og könnunarferða. Til er saga af fimm breskum hermönnum i könnunar- ferð um uppsveitir Borgarfjarðar sem fórust þegar þeir kcyrðu ofan í Gljúfurá í Borgarflrði en þá lá veg- urinn í krappa beygju rétt við gil- barminn. Honda CB 750 1967 Þetta var fyrsta alvöru fjögurra strokka hjólið frá Japan sem má með réttu kalla „Superbike", draumahjól allra mótorhjólaáhuga- manna á sínum tíma. Fyrsta japanska ofurhjólið var Honda CB 750 með þverstæðri fjögurra strokka vél með yfirliggjandi knastási. Indian-hjól af 1920-árgerð. Eins og sjá má er þaö afar nýtískulegt fyrir sinn tíma. Suzuki GSXR1100 1987 og aftan. Var nokkuð flutt inn af þessum hjólum í lok fyrri heims- styrjaldarinnar og grind af sliku hjóli er til fyrir austan fjall. Harley Davidson 1934 Eitt vinsælasta hjól millistríðs- áranna, með seigum siðuventla- mótor sem þoldi nokkurt basl. Þá fóru menn fyrst að ferðast af ein- hverju viti um landið á mótorhjól- um og urðu þá til fyrstu „mótor- hjólaklúbbamir“. Fóru þessi hjól marga vegleysuna fyrst allra öku- tækja. Triumph 650 Bonneville 1970 var aðalkeppinautur japönsku bylgjunnar og flutti Fálkinn þau inn í tugatali á þessum tíma. Þau þóttu úrelt þegar þarna var komið en höfðu haldist lengi í framleiðslu svo til óbreytt. Kawasaki Z650 1977 Mikið var flutt inn af þessum Þetta er líklega eitt vinsælasta hjól íslandsögunnar. Það var viss bylting á sinum tíma hvað afl og léttleika varðaði og gaf tóninn fyrir mörg af þeim hjólum sem fylgdu í kjölfarið. Yamaha R1 1998 Nýjasta tækniundrið frá Japan. í þessu hjóli náðu þeir því takmarki að búa til 1000 rúmsentímetra hjól í svipuðum stærðarflokki og 400 hjól. -NG 10 helstu á íslandi - að mati blaðamanns DV-bíla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.