Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 5 Fréttir Nói-Síríus: Súkkulaðisvindl- arinn kærður Þremenningarnir frá íslenska útvarpsfélaginu sem sögöu skilið viö nikótínávanann í beinni útsendingu í Islandi í bítið í gærmorgun. Þjóöin fylgist grannt meö þeim næstu vikurnar. DV-mynd Starfsmenn ÍÚ í reykingabindindi: Eykur pressuna að hætta fyrir alþjóð - segir Páll Magnússon fréttastjóri „Maðurinn hefur verið kærður og þá aðallega til að aðrir geti varað sig á honum og hann leiki ekki sama leikinn aftur,“ sagði Öm Ottesen, fjármálastjóri Nóa-Síríus,- um súkkulaðisvindlarann sem hafði 200 þúsund krónur út úr stjómend- um fyrirtækisins og var í þann mund að taka við öðru eins af sam- skotafé samstarfsfólks síns þegar upp komst um svik hans. Súkkulað- isvindlarinn vakti samúð starfsfé- laga sinna með því að gráta nær lát- laust í versksmiðjusal fyrirtækisins vegna dauða dóttur sinni og móður sem létust með stuttu millibili. All- ur var gráturinn byggður á lygi. „Við erum samt hreyknir af starfsfólki okkar; hvernig það brást Súkkulaðisvindlarinn. við bágindum mannsins og hóf fjár- söfnun honum til hjálpar,“ sagði Örn Ottesen en nú er unnið að því að endurgreiða starfsfólki það fé sem það hafði látið af hendi rakna til súkkulaðisvindlarans; alls 96 þúsund krónur. Stjóm fyrirtækisins hafði svo lofað að leggja fram sömu upphæð á móti. Sjálfur hafði Öm Ottesen skrifað 200 þúsund króna ávísum og afhent súkkulaðisvindl- aranum svo hann kæmist til Sví- þjóðar til að sitja við ímyndaðan dánarbeð dóttur sinnar í Stokk- hólmi: Ég lít svo á að 200 þúsund krón- urnar séu glatað fé,“ sagði Örn Ottesen, fjármálastjóri Nóa-Síríus. -EIR „Ég hef verið að hugsa um það árum saman að hætta að reykja. Fyr- ir um mánuði tók ég þá ákvörðun að hætta um áramótin. Þegar ég heyrði af þessu andreykingaátaki sem væri fyrirhugað hjá íslandi í bítið ákvað ég að slá til,“ segir Páll Magnússon, fréttastjóri hjá Stöð 2, sem hætti í beinni útsendingu. Fyrir þá sem sáu ekki ísland í bítið í gærmorgun slökkti Páll þar í síðasta vindlingnum, ásamt þeim Margréti Blöndal og Þorgeiri Ástvaldssyni. Með þessum hætti gerðu þau þrjú reyk- ingabindindið opinbert því öll þjóðin mun fylgjast með framgangi þeirra við að komast úr viðjum nikótínsins. „Með þvi að gera þetta með þessum hætti eykst pressan á okkur,“ segir Páll. En eru hjálparmeðul notuð? „I mínu tilfelli er þetta í raun tvíþætt. Annars vegar er að brjóta niður þann félagslega ávana sem stafar af reyk- ingum og hins vegar að komast frá sjáifu nikótíninu. Þetta er gert í réttri röð og ég mun nota nikótínplástur til að byrja með,“ segir Páll. TO eru fordæmi að hætta i beinni útsendingu en um árið gerðu Ög- mundur Jónasson og Sighvatur Björg- vinsson slíkt hið sama. Ekki er vitað nema tilganginum hafi verið náð og þeir séu reyklausir í dag. -hól Campylobactermálaferli: Beöið svars frá lögmanni Neytendasamtökin bíða nú svars frá lögmanni Holtakjúklings vegna kröfu sem þau hafa sett fram um bætur fyrir umbjóðendur sína sem veikst hafa af campylobacter. Neytendasamtökin sendu á sín- um tíma Bjama Ásgeiri Jónssyni kjúklingaframleiðanda, Reykja- garði, bréf þar sem þau gerðu kröf- ur um bætur fyrir umbjóðendur sína sem veikst hafa af campylobacter. Jóhannes Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna, sagði þá við DV að farið væri fram á ýtrustu kröf- ur. Ef þeim yrði hafnað yrði farið með málið fyrir dómstóla. Nauð- synleg gögn væru fyrir hendi í málinu. Jóhannes sagði nú að Neytenda- samtökin hefðu átt fund með lög- manni framleiðanda fyrir jól. Þá hefði verið ákveðið að halda annan fund eft- ir áramót. Jóhannes kvaðst vænta þess að sá fundur yrði fljótlega og þá myndu línur skýrast. -JSS Útsala Útsala 603 Akureyri OPIÐ: MÁN.-FIM. 10-18 FÖSTUDAGA 10-19 LAUGARDAGA 10-18 Útsala SUNNUDAGA 13-17 IMÉSÍÉISÍI 10-60% afsláttur af öllum vörum 108 Reykjaví Faxafeni 8 sími: 533 1555

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.