Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 Viðskipti DV Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 714 m.kr.,.. Mest með hlutabréf, 224 m.kr,... Mest með bréf Landsbankans, 44 m.kr,... íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hækkaði um 14,4% í 37 m. kr. viðskiptum... Plastprent lækkaði um 6,6%...Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,13% og er nú 1.608 stig...Vísitalan hefur lækkað um 0,74% frá áramótum... Seðlabankinn hækkar vexti um 0,8 prósent Bankastjóm Seðlabanka íslands hefur ákveðið að hækka vexti bank- ans I viðskiptum hans við lánastofn- anir um 0,8 prósentustig, meö gildis- töku 12. janúar 2000. Ávöxtun í til- boðum bankans á Verðbréfaþingi ís- lands hækkar einnig samsvarandi. Ávöxtun í endurhverfum viðskiptum bankans hækkar um 0,8 prósentustig á næsta uppboði og vextir á við- skiptareikningum og á bindireikn- ingum lánastofnana 21. janúar nk. Frá því að Seðlabankinn hækkaði vexti í september sl. hefur dregið úr Síminn GSM semur við Globalstar gervihnattasam- steypuna Síminn GSM gekk nýverið frá reikisamningi við Globalstar gervi- hnattasamsteypuna. Samningurinn opnar handhöfúm GSM-korta Sím- ans aðgang að fjarskiptaneti sem veitir þjónustu i yflr 120 löndum. Notendur munu þó þurfa að flytja símakort sín yfir í sérstaka síma sem gerðir eru sérstaklega fyrir þessa þjónustu. Samningurinn verð- ur virkur eftir nokkrar vikur. Globalstar GSM-símamir virka þannig að þegar notandinn er innan þjónustusvæðis Símans GSM teng- ist síminn yfir landstöðvar en utan þjónustusvæðis, t.d. úti á sjó eða uppi á jöklum, tekur gervilmatta- kerfið sjálfvirkt við. Það sama á við ef notandi er staddur í landi þar sem engin GSM-þjónusta er, þá er skipt yfir á gervihnettina. Tengingar um gervihnettina og þjónusta mun fara fram um jarðstöð í Frakklandi sem er í eigu fjarskiptarisans TE.SA.M. Það er samsteypa France Telecom, ijórða stærsta ijarskiptafyrirtækis heims, og Alcatel, stærsta framleið- anda fjarskiptabúnaðar. TE.SA.M rekur Globalstar þjónustu í 31 landi í Suður-Ameríku, Evrópu, Mið- Austurlöndum og Asíu. Eigandi og rekstraraðili Globalst- ar á íslandi er Martel ehf. með að- setur á Húsavík. Globalstar Atlantic er einnig rekstraraðili fyrir þjónust- una á Grænlandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafmu öllu. Globalst- ar byggist á nýjustu tækni i fjar- skiptum, svoköúuðum CDMA-staðli. Þessi tækni hefúr verið nefnd tækni nýrrar aldar þar sem næsta kynslóð farsímakerfa mun byggjast á sama grunni. í Globalstar fara samskiptin fram um 48 lágfleyga gervihnetti og net jarðstöðva víða um heim. því aðhaldi sem fólgið er í stýrivöxt- um bankans. Meginástæða þess er að verðbólga og verðbólguvænting- ar hafa vaxið. Þá hafa vextir hækk- að í mikilvægum viðskiptalöndum undanfarna mánuöi, auk þess sem nýjar reglur bankans um laust fé lánastofnana hafa leitt til nokkurr- ar lækkunar á vöxtum á millibanka- markaöi það sem af er þessu ári. Gengiö hækkaö Gengi krónunnar hækkaði eftir vaxtahækkun bankans í september, hélst óbreytt um stund i nóvember en hækkaði síðan áfram í desember. Það sem af er janúar hefur það hins vegar lækkað nokkuð. Seðlabank- inn telur að í desember hafi gætt tímabundinna áhrifa til styrkingar gengi krónunnar, m.a. vegna litilla kaupa á erlendum verðbréfum og viðbúnaðar fjármálastofnana vegna áramótanna. I riti sínu, Peninga- málum, sem út kom í nóvember sl., lýsti Seðlabankinn því yfir aö hann teldi nauðsynlegt að skammtíma- vextir yrðu nógu háir til þess að stuðla að hækk- un á gengi krónunnar frá þvi sem það var þeg- ar bankinn gaf út verð- bólguspá sína 25. októ- ber sl. Ástæðan var sú að verðbólguspáin fól í sér meiri verðbólgu á því ári sem nú er hafið en hægt er að una við, þ.e. 4,1% á milli áranna 1999 og 2000. í dag er gengi krónunnar nokkum veginn hið sama og það var 25. október. Vaxtahækkun Seðla- bankans nú staðfestir þann ásetning bankans að fylgja áfram peningastefnu sem stuðlar að hærra gengi krónunnar og þar að með minni verðbólgu en ella. Þormóður rammi - Sæberg hf. og Árnes hf: Sameining samþykkt Á hluthafafundi í Ámesi hf. sem haldinn var 7. janúar 2000 var sam- þykkt að sameina Ámes hf. Þormóði ramma - Sæbergi hf. undir nafni Þor- móðs ramma - Sæbergs hf. Samein- ingin miðast við 1.7. 1999. Mættir voru á hluthafafundinn fulltrúar eig- enda að 97,35% hlutafjár í félaginu. Samþykkir sameiningu voru eigend- ur að 94,18% hlutafjár en fulltrúar Farkosts ehf., Reykjaprents ehf., Karls Þráinssonar og Harðar Einars- sonar, þeir Óttar Yngvason og Hörð- ur Einarsson sem fóra fyrir 3,17% hlutafiár létu bóka mótmæli við sam- einingunni. Á stjómarfundi í stjóm Þormóðs ramma - Sæbergs hf. sem haldinn var i Þorlákshöfn þann 7. janúar 2000 var sameining við Ámes hf. einnig staðfest. Sem gagngjald fyrir hlutabréf i Ár- nesi hf. að nafnverði kr. 24.036.385 fá hluthafar hlutafé í Þormóði ramma - Sæbergi hf. að nafnverði kr. 7.082.150 en hlutafé Þormóðs ramma - Sæbergs hf. verður óbreytt, kr. 1.300.000.000. Þenslan ryður iðnaði úr landi - segja Samtök iönaöarins Samkeppnishæfi íslensks iðnaðar er erfið um þessar mundir m.a. vegna mikilla innlendra kostnaðarhækkana. Samtök iðnaðarins héldu blaðamanna- fúnd í gær þar sem farið var yfir stöðu iðnaðarins og þar kom fram að kostn- aðarhækkanir, verðbólga og launa- hækkanir væm að minnka markaðs- hlutdeild innlendra fyrirtækja og fram- leiðslan væri að færast í hendur er- lendra aðila. Samtök iðnaðarins telja helstu orsökina vera þá að stjómvöld hafi ekki staðið sig í hagstjóminni. Þetta birtist meðal annars í stóraukn- um fiölda opinberra starfsmanna og launahækkunum til handa þeim sem em langt umfram launahækkanir á al- mennum vinnumarkaði. Samtökin telja að stjómvöld þurfi að beita ýtrasta aðhaldi um þessar mundir og segja að nýsköpun og varanlegur hagvöxtur sé í húfi. Miklar kostnaöarhækkanir Á tímabilinu 1995 til 1999 hækkaði kostnaður við framleiðslu hér á landi Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri. ríflega tvöfalt hraðar en ytra. Mest munar þar um ríflegar inn- lendar launahækk- anir og vaxandi verðbólgu. Á áður- nefiidum tíma hækkuðu laun í ffamleiöslu hér um tæp 29% en um 12% í iðnríkjun- Haraldur Sumar- li&ason forma&ur. um. Ber þetta vott um þenslu á inn- lendum markaði. Til að veija markaðsstöðu sína hafa fyrirtækin tekið á sig hækkanir og hag- rætt eftir megni. Könnun Samtaka iðn- aðarins á afkomuþróun fýrirtækja í greininni sýnir að afkoman er að versna bæði í krónum talið og sem hlutfall af tekjum. Hagræðing og af- komuskerðing hefúr hins vegar ekki dugað til. íslenskar vörur hafa undan- farið hækkað meira en erlendar. í óformlegri símakönnun Samtaka iðnaðarins í nóvember síðastliðnum Engin skynsemi í verði bankanna? Miðað við lokagengi bréfa bank- anna á föstudag er Búnaðarbankinn verðmætari en íslandsbanki en markaðsvirði Búnaðarbankans var 21,9 milljarðar en íslandsbanka 21,4 milljarðar. „Séu fiárfestar tilbúnir að borga þetta verð fyrir Búnaðar- bankann þá má ætla að kauptæki- færi sé í íslandsbanka því hann ætti skv. allri skynsemi að vera verð- mætari en Búnaðarbankinn," segir Viðskiptastofa SPRON í dag. Reynd- ar lækkaði verð í Búnaðarbankan- um nokkuð í gær. í Fjármálafréttum Viðskiptastofu SPRON í gær kemur fram að þó ekki væri tekinn annar mælikvarði en stærð efnahagsreiknings ætti ís- landsbanki að vera verðmætari. „Einnig má benda á að íslandsbanki hefur náð lengra í hagræðingu held- ur en Búnaðarbankinn og hefur t.d. mun hagkvæmara útibúanet," segir Viðskiptastofa SPRON. Fram kemur að samrunasögur spili eflaust stóran hlut í verði bankanna um þessar mundir. „Ekk- ert er enn í hendi þar en ljóst að óðum styttist í stóra sameiningu. Margir hafa talað um samruna ís- landsbanka og Landsbanka og verði sú raunin þá er vandséð að Búnað- arbankinn geti náð fram viðlíka hagkvæmni út úr samruna við ann- an aðila á markaðinum.“ Með þessum orðum segist Við- skiptastofa SPRON ekki vera að mæla sérstaklega með því að fólk selji bréf sín í Búnaðarbankanum en vill hins vegar benda á að verð- mæti bankanna er afar furðulegt. „Og t.d. spyr maður hvaða rök séu fyrir því aö FBA sé metinn á 25,16 milljarða," segir í Fjármálafréttum Viðskiptastofu SPRON. voru stjómendur þrjátíu fram- leiðslufyrirtækja spurðir: „Telur þú að launáhækkanir á þessu og síðasta ári hafi vegið að samkeppnisstöðu fyrirtækisins gagn- vart erlendum keppinautum?“ 97% svömðu ját- andi. Einnig vora stjómendumir spurðir hvort þeir teldu að þetta hefði skert afkomu þeirra og markaðs- hlutdeild. Mikill meirihluti svaraði því einnig játandi. Óvenjuslæm staöa Að mati OECD hefúr samkeppnis- staða íslenskrar framleiðslu ekki verið verri gagnvart erlendri í yfir tvo ára- tugi. Em þá undanskilin árin 1987 og 1988 en efnahagsmistök þeirra ára leiddu til mikillar efnahagslægðar fyrstu ár tíunda áratugarins. Versn- andi samkeppnisstaða lýsir sér í ugg- vænlegum og viðvarandi viðskipta- halla. Til að bregðast við þessari alvarlegu stöðu telja Samtök iðnaðarins brýnt að ríki og sveitarfélög auki aðhald í út- gjöldum. Einnig er nauðsynlegt að beita öllum tiltækum ráðum til að auka framleiðni fyrirtækja hér á landi. Síðast en ekki síst telja þau að gera þurfi hóflega kjarasamninga. Gangi þetta ekki eftir er stefnt í hættu þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hefúr hér á landi á síðustu árum. Ingólfur Bender, hagfræöingur. Avis og Geysir sameinast Bílaleigumar Avis og Geysir hafa sameinað krafta sina í upphafi nýs árs og er úr orðin næststærsta bíla- leiga landsins sem ráða mun yfir um 25% hlutdeild í markaðnum. Ekki verður fundið nýtt nafh á hið nýja fyrirtæki heldur munu bæði nöfnin verða notuð áfram. Viðskiptavefur- inn á Vísi.is greindi frá. Markaösviröi 231 milljaröur f Morgunpunktum Kaupþings í gær kom fram að nú um áramótin tók gildi ný samsetning Úrvalsvisi- tölunnar. Hin nýja samsetning gildir frá 1. janúar 2000 til 1. júlí 2000. Fé- lögin Baugur og Olíufélagið koma ný inn í vísitöluna en HB og Opin kerfi heltust úr lestinni. Hér verður þó að hafa í huga að vísitalan er samsett af þeim félögum sem hafa hvað virkasta verðmyndun á þinginu en val ber að öðru leyti ekki að túlka sem gæðastimpil á viðkomandi hlutabréf. Miðað við gengi bréfa fé- laganna þann 11. janúar sl. er heild- armarkaðsverðmæti félaga í Úrvals- vísitölunni nú rúmur 231 milljarður króna. Stærsta félagið í vísitölunni ef lit- iö er til markaðsverðmætis er Eim- skipafélagið sem nú er um 39 millj- arða króna virði. Gjaldeyrisforðinn jókst í des- ember Gjald- eyrisforði Seðlabank- ans jókst um 3,4 milljarða króna í desember og nam 34,8 millj- örðum króna í lok mánaðarins. Hækkun forðans í desember skýrist af tímabundinni hækkun á innstæð- um á innlendum gjaldeyrisreikning- um í Seðlabankanum. Rafskaut brotna Ofnar í jámblendiverksmiðjunni á Grundartanga hafa stöðvast fimm sinnum á fimm vikum. Ástæðan er brotin rafskaut. Þetta er talið óvenjulegt þar sem rafskaut brotna yfirleitt ekki nema þrisvar til fimm sinn- um á ári. í síðustu viku brotnaði raf- skaut í nýjasta ofninum. Til að hægt sé að gera við rafskaut þarf að loka viðkomandi ofni og síðan tekur það nokkum tíma að keyra ofninn upp að nýju. Þetta mun hafa einhvem kostnað för með sér. Samvinnusjóöurinn kaupir eigin bréf Samvinnusjóður íslands hefur keypt eigin bréf að nafnvirði um 17,8 mÚljónir króna. Miðað við gengi bréfa félagsins um 3,0 er markaðs- verðmæti hlutarins rúmar 53 millj- ónir króna. GM eignast Saab að fullu General Motors, stærsti bílafram- leiðandi heims, hyggst nýta sér kauprétt á 50% bíutafiár í Saab Automobile sem nú er í eigu sænska eignarhaldsfélagsins Investor. GM á kauprétt á bréfúnum sem rennur út í janúarlok. Fyrir á GM 50% hlut í Saab og mun því eiga félagið að fúllu eftir kaupin. Afkoma Alcoa umfram vænt- ingar Hlutabréf í bandaríska álframleið- andanum Alcoa hækkuðu skarpt í fyrradag eftir að félagið birti rekstr- amppgjör fyrir fiórða ársfiórðung. Afkoma félagsins batnaði verulega, fór úr 59 sentum á hvem hlut í 89 sent á hlut sem er um 50% hækkun. Afkomubatinn er þakkaður viðtæk- um aðgerðum til lækkunar kostnað- ar og hækkandi álverðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.