Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2000, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000
Útlönd
Engin áform um
að flytja Elian
heim til Kúbu
Bandarísk innilytjendayflrvöld
hafa engin áform um að neyta
aflsmunar og flytja Elian Gonza-
lez, sex ára kúbverskan dreng,
heim til Kúbu frá Miami í Flór-
ída. Útlendingaeftirlitið ákvað á
íostudag að drengurinn ætti að
fara aftur heim til fóður síns en í
vikunni úrskurðaði svo dómari í
Flórída að drengurinn yrði að
vera þar enn um sinn, eða þar til
þingnefnd hefur fjallað um málið.
Elian var bjargað úr sjávar-
háska undan ströndum Flórída í
nóvember. Móðir hans og fóstur-
faðir drukknuðu. Síðan hafa
Bandaríkjamenn og Kúbverjar
deilt um yfirráð yfir drengnum.
Ættingjar drengsins í Flórída
sóttu í gær um pólitískt hæli fyr-
ir hann til útlendingaeftirlitsins.
Þá hvöttu þingmenn í Wash-
ington dómsmálaráðherrann til
að stöðva allar tilraunir til að
flytja drenginn úr landi.
Bannað að sóla
sig nakinn í Rio
Lögreglan í Rio de Janeiro í
Brasiliu ætlar að framfylgja af
hörku nýjum reglum sem banna
sóldýrkendum að fara úr öllum
fötum á baðströndum borgarinn-
ar.
Ef verðir laganna koma að
nöktum sóldýrkanda verður sá
hinn sami beðinn um að fara í
einhverjar spjarir, til dæmis bik-
inibaðfót á stærð við frímerki ef
um konur er að ræða. Neiti við-
komandi að verða við tilmælum
löggunnar verður hann fluttur í
steininn fyrir ósæmilega hegðun.
íbúar fms hverfis við ströndina
hafa mótmælt nýju reglunum sem
voru settar eftir að sást til nak-
inna sóldýrkenda á ströndinni.
Sonur Majors á
von á erfingja
Líkur á að Pino-
chet fái frelsi
Gert er ráð fyrir að Augusto Pin-
ochet, fyrrverandi einræðisherra
Chile, geti orðið frjáls ferða sinna
eftir nokkra daga.
Jack Straw, innanríkisráðherra
Bretlands, sagði í yfirlýsingu í gær-
kvöld að heilsa fyrrverandi einræð-
isherrans væri líklega ekki nógu
góð til þess að hægt væri að fram-
selja hann til Spánar og draga hann
fyrir rétt þar. Straw mun leita álits
mannréttindasamtaka og nokkurra
ríkja áður en ákvörðun verður
tekin.
Andstæðingar Pinochets sökuðu
bresku stjórnina um að láta einræð-
isherrann fyrrverandi sleppa undan
réttvísinni. Stuðningsmenn hans
sögðu hins vegar að ákvörðunin
yrði hinu nýja lýðræðislega Chile
til framdráttar.
Margaret Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, var ein
af þeim fyrstu sem tjáöu sig um yf-
irlýsingu breska innanríkisráðherr-
ans.
Aðdáandi Pinochets kyssir mynd af
honum í Santiago.
Símamynd Reuter
„Ég treysti mati innanríkisráð-
herrans. Hann er mjög réttlátur
maður,“ sagði Thatcher sem verið
hefur einn helsti stuðningsmaður
Pinochets í Bretlandi. Hún hefur
margoft heimsótt hann þar sem
hann hefur setið í stofufangelsi utan
við London.
Pinochet gekkst undir læknis-
rannsókn 5. janúar síðastliðinn i
kjölfar kröfu frá Chile um að hann
yrði sendur heim af mannúðará-
stæðum.
í október síðastliðnum úrskurð-
aði dómstóll í Bretlandi að hægt
væri að framselja Pinochet til Spán-
ar. Lögmenn hans áfrýjuðu úr-
skurðinum og málinu var því hald-
ið áfram. Nú lítur hins vegar út fyr-
ir að það verði stöðvað.
Breska lögreglan handtók Pin-
ochet í október 1998 er hann dvaldi
á sjúkrahúsi í London. Pinochet var
handtekinn að kröfu Spánar þar
sem saksóknari vildi láta hann
svara fyrir morð og pyntingar á
Spánverjum á tímum herstjórnar-
innar 1973 til 1990. Stjórnin i Chile
kveðst ein hafa rétt til að ákæra.
Wolfgang Scháuble, leiötogi Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi, kvaðst á fundi meö fréttamönnum í gær
ekki hafa gert neitt rangt. Hann hygðist því ekki segja af sér. Símamynd Reuter
Scháuble hyggst ekki
segja af sér formennsku
James Major, sonur Johns
Majors, fyrrum forsætisráðherra
Bretlands, og eiginkona hans,
sjónvarpsstjarnan og fyrrum
brjóstaber fyrirsæta, eiga von á
fyrsta bami sínu, að sögn æsi-
blaðsins Sun. Blaðið segir að
John og Norma eiginkona hans
séu í sjöunda himni við tilhugs-
unina um að verða amma og afi.
Sjálfur brosir James breitt.
JÍ Bílaleiga
Þaö gerist ekki ódýrara!
Kr. á dag
(ekkert daggjald)
AVIS mælir með Opel
1 í We tiy)
S:568-8888
Dugguvogur 10 - 104Reykjavik
„Ég hef ekkert að fela. Ég hef ekki
gert neitt rangt og ég ætla ekki að
segja af mér flokksformennsku."
Þetta sagði Wolgang Schauble, leið-
togi Kristilega demó-krataflokksins
i Þýskalandi, i gær á fundi með
fréttamönnum. Á mánudaginn
greindi Schauble frá því að hann
hefði tekið við 100 þúsund mörkum
í reiðufé af kaupsýslumanninum
Karlheinz Schreiber, vopnasala sem
grunaður er um skattsvik. Þýskir
saksóknarar reyna nú að fá
Schreiber framseldan frá Kanada
þar sem hann dvelur.
í nóvember síðastliðnum ljóstraði
Schreiber því upp að hann hefði af-
hent Kristilega demó-krataflokkn-
um 1 milljón marka í þakklætis-
skyni fyrir að þáverandi stjórn
Þýskalands hefði samþykkt útflutn-
ing á vopnum til Sádi-Arabíu 1991.
í viðtali við þýska blaðið Die
Welt visar Schreiber á bug fullyrð-
ingu Schaubles um að hann hafi
ekki vitað að peningagjöfln frá 1994
hafi verið gefin í því skyni að hafa
áhrif á vopnasölusamning sem
tengdist þýsku fyrirtæki í Kanada.
„Fjöldi stjómmálamanna vissi þá
um aðild mína að þeim samningi,"
segir Schreiber í viðtalinu. Hann
segir jafnframt að sú fullyrðing
Scháubles að peningarnir hafi ver-
ið gefnir vegna aðdáunar á flokkn-
um sé ekki raunhæf. „Þessi pen-
ingagjöf var gefin af öðrum ástæð-
um,“ segir hann.
Áður en Scháuble viðurkenndi
að hafa tekið viö fé sýndi skoðana-
könnun að 70 prósent Þjóðverja
töldu að hann og núverandi flokk-
stjórn hefðu vitað imi leynilega
sjóöi á stjórnartíma Helmuts
Kohls, fyrrverandi Þýska-
landskanslara.
Sjálfur kveðst Schauble hafa kos-
ið að greina ekki frá peningagjöf-
inni á meðan beðið var eftir rann-
sókn sem stórt endurskoðunarfyrir-
tæki gerir á reikningum flokksins.
Þess vegna velta menn því fyrir sér
hvers vegna hann leyst frá skjóð-
unni nú. Ein kenninganna er sú að
vopnasalinn Schreiber hafl hótað
fleiri uppljóstrunum og þess vegna
hafi Schauble sjálfur kosið að segja
frá. Einnig er talið að Kohl hafi í
reiði sinni þrýst á fyrrverandi sam-
starfsmenn sína um að greina frá
þvl sem þeir vita til þess að hann
þurfi ekki að standa einn í
skammarkróknum.
Fylgi Kristilega demókrata-
flokksins hefur minnkað um 8
prósentustig á 1 mánuði.
Stuttar fréttir i>v
Bera ábyrgö
Norskur lagaprófessor segir að
þingmenn og ráðherrar geti ekki
hlaupist undan ábyrgð á lestar-
slysinu í Heiðmörk um daginn
þar sem nítján fórust.
Sá á kvölina
Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, nýkominn heim frá
Bandaríkjunum
þar sem hann
ræddi frið við
Sýrlendinga,
sagði í gær að
ísraelar þyrftu
að taka erfiðar
ákvarðanir.
Hann sagði að
viðræðurnar væru að komast á
lokastig. Vaxandi andstaða er í
ísrael við að afhenda Sýrlending-
um aftur Gólanhæðir sem ísrael-
ar hemámu 1967.
Vegartálmar á brott
Eigendur flutningabíla i Frakk-
landi sögðust í gær ætla að
fjarlægja vegatálma við frönsku
landamærin sem komið var upp
til að mótmæla nýrri vinnulöggjöf
og hærri álögum.
Handtökur vegna morðs
Lögreglan á Norður-írlandi hef-
ur handtekið nokkrar manneskj-
ur í tengslum við morð sem vald-
ið hefur miklu uppnámi í land-
inu. Fómarlambið var leiðtogi
ólöglegra samtaka skæruliða mót-
mælenda.
Glitter fullur iðrunar
Breski glanspopparinn Gary
Glitter sagðist 1 gær vera fullur
iðrunar yfir að hafa sótt sér
barnaklám á Netinu. Glitter losn-
aði úr fangelsi í gær.
Óvíst um Prímakov
Talið er að Jevgení Prímakov,
fyrrum forsætisráðherra Rúss-
lands, muni
hætta við fram-
boð sitt til emb-
ættis forseta
landsins, að því
er samherji
hans i stjórn-
málunum
greindi frá í
gær. Forsetakosningamar verða í
lok mars. Vladímír Pútin, starf-
andi forseti, þykir sigurstrangleg-
astur.
Flensa um allan heim
Milljónir manna um allan heim
eru lagstar í flensu og ófremdará-
stand hefur myndast á sjúkrahús-
um. Bandarísk heilbrigðisyflrvöld
búast við að allt að tuttugu þús-
und manns muni deyja úr flensu í
ár.
Raðmorðingi gripinn
Portúgalska lögreglan hand-
samaði í gær mann sem grunaður
er um að hafa myrt þrjár konur í
Frakklandi. Tvær kvennanna
voru myrtar þegar þær ferðuðust
með næturlest.
Fólk í felum
Indónesíski herinn leitaði í
morgun að átta hundruð manns
sem höfðu hlaupið í felur úti í
skógi til að forðast ofbeldisverk
milli kristinna og múslima á
Kryddeyjunum svokölluðu í aust-
urhluta Indónesíu.
Annan skoðar skýrslu
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, og starfs-
fólk hans fara
nú yfir skýrslu
frá nefnd sem
skipuð var til
að rannsaka
voðaverkin á
Austur-Tímor
fyrr á árinu. Að
yfirferðinni
lokinni verða lagðar fram tillögur
um frekari aðgerðir.
Öldungur rænir banka
Sjötíu og eins árs eftirlauna-
þegi í Kalifomíu þurfti að grípa
til þess ráðs að ræna banka til að
greiða svimandi húsaleigu.