Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Side 6
Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona útskrif- aöist ur Leiklistarskóla íslands í vor og liefur veriö á þúsund volta uppleiö síöan. Það gerist reglulega að ung leikkona skýst upp á stjörnuhimininn á Fróni. Jóhanna Vigdís Arnardóttir útskrifaðist úr Leiklistarskólanum í vor og veður hreinlega í verkefnum þessa dagana. Landsmenn sáu hana í síðastliðnu áramótaskaupi og hún hlaut glimrandi góða dóma fyrir leik í Stjörnur á morgunhimni sem er sýnt í Iðnó um þessar mundir, Eflaust mun Jóhanna einnig gleðja áhorfendur í Borgarleikhúsinu því henni hlotnaðist hlutverk Kötu í söngleiknum Kysstu mig, Kata sem verður frumsýndur í vor. skammdegisjj „Ég var bara kölluö í prufu í des- ember ásamt fleira fólki og svo hringdi Þórhildur Þorleifsdóttir í mig, núna í byrjun janúar," segir Jó- hanna Vigdís þegar hún er spurö hvemig henni hafi áskotnast hlut- verk Kötu í söngleiknum Kysstu mig, Kata. Verkið verður sýnt á fjölum Borgarleikhússins í vor og æfingar hefjast bráðlega hjá Jóhönnu sem hlakkar til að takast á við verkefnið. Ertu vön söngleikjaforminu? „Já, ég var bæði í Grease og Hár- inu. Eiginlega er ég mestmegnis búin að vera í söngleikjum. Söngleikimir eru svolítið frábmgðnir venjulegum leikritum. Sumir segja að þeir séu ekki jafn djúpir....“ Jóhanna brosir út í annað og heldur áfram: „En það er nú aiiur gangur á því. Kannski er þetta meiri svona skemmtun, þannig séð. Hins vegar tekur þetta líka á, eins og í Grease. Þá tók það mig lang- an tíma að venjast því að syngja og dansa samtímis. Mér fannst ekkert mál að syngja annars vegar og dansa hins vegar en heljarinnar mál að samhæfa þetta tvennt. Svo kemur það bara með æfingunni. Leikurinn í söngleikjum getur líka verið meiri um sig. Maður þarf að halda energí- inu uppi milli laga.“ Þúfékkst svakagóða dóma fyrir leik þinn í rússneska leikritinu Stjörnur á morgunhimni, einmitt fyrir sterka ná- vist á sviði og bullandi energí. Held- urðu að þú hafir öðlast þá eiginleika í söngleikjunum? „Sko, þaö er ómögulegt að segja til um það. Konan sem ég leik í Stjörnur á morgunhimni er algjör sprengja. Hún kemur inn og tekur sitúasjón- ina. Þetta er hreinlega mjög afgerandi hlutverk," svarar Jóhanna. Kennslan ekki njörvuð niður í Leiklistarskóianum Þessa dagana hefur Jóhanna óvenjugóðan meðbyr miðað við manneskju sem er nýútskrifuð úr Leiklistarskólanum. Þessir hlussu- góðu dómar, stórt hlutverk í ára- mótaskaupinu og hlutverkið Kötu í Kysstu mig, Kata í Borgarleikhús- inu. Veróur þú ekkert montin yfir allri þessari velgengni? „Þetta er algjör heppni, myndi ég segja. Auðvitað veitir það manni ákveðna gleðitilflnningu að vera að vinna og fá verkefni. Fjölbreytnin í verkefnunum er lika skemmtileg. Maður hefur uppgötvað margt eftir útskriftina. Starf leikarans er svo miklu skemmtilegra en ég hélt. Maður er að gera svo ólíka hluti. Lesa inn á auglýsingar og teikni- myndir, sýna á sviði og mæta í tök- ur o.s.frv. „ Ertu ánœgö með námið i Leiklist- arskólanum? „Já, mjög ánægð. Það eru rosa- lega góðir kennarar þar og kennsl- an er heldur ekki njörvuð of mikið niður. Hún tekur frekar mið af ár- göngum og menntunin ræðst stundum af því hvaða námskeið eru í boði og hvaða kennarar eru að kenna það árið. Allavega flnnst mér að ég hafi lært mjög mikið í skólanum." Ætlaði að verða klassískur píanóleikari Jóhanna Vigdis var 26 ára þegar hún hóf nám í Leiklistarskólanum. Fram að þeim tímamótum hafði hún brallað ýmislegt og stúderað ólíkleg- ustu hluti. Hún lærði meðal annars á píanó í rúm tíu ár og stefndi á að verða einleikari. „Ég tók burtfarar- próf á píanó, nánar tiltekið 1988. Ég ætlaði að verða klassískur píanó- leikari og æfði stíft allan mennta- skólann. Hins vegar er MR skóli sem tekur ekki tilit til svona öfgaá- hugamála og auk þess fannst mér pí- anóleikurinn svo einmanalegur. Maður er alltaf einn að æfa sig og ég er mjög mikil félagsvera," segir lei- konana brosandi. Ég ætlaði að verða klassískur píanóleikari og æfði stíft allan menntaskólann. Jóhanna er músíkölsk og heldur mikið upp á rússnesku tónskáldin Rakhmanínov, Skrjabín, Shosta- kovítsj og Prokofíev. Ætli hún sjái aldrei eftir að hafa hætt í píanóinu? „Nei, ég sé aldrei eftir því. Ég spila alltaf eitthvað og það kemur sér vel þegar maður þarf að læra ný lög en ég spila yfírleitt bara fyrir mig. Ég er svo mikill perfeksjónisti þegar kemur að píanóleiknum' - ef það er ekki pörfekt þá meika ég ekki að leyfa neinum að heyra.“ Náöirðu eitthvað að vera gelgja og pœla í strákum og tilheyrandi þegar þú varst alltaf aö spila á píanó? „Voða lítið,“ hlær Jóhanna og seg- ir síðan: „Eða jú, auðvitað. Ég var á fullu í félagslífinu og á öllum böllum og svona. Samt var ég aldrei í Herra- nótt vegna þess að ég æfði svo mik- ið á píanóið og ég sé eftir því núna.“ Hundrað ár síðan ég var í Frakklandi Jóhanna segir tónlistarnámið hjálpa sér enn þann dag í dag. Sér- staklega þegar kemur að sjálfsaga og viljastyrk. Hana virðist þó ekki skorta þessa eiginleika því hún flaggar meiri menntun, meðal ann- ars BA-prófi í frönsku. „Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera á tímabili og hugsaði með mér að tungumálin kæmu sér alltaf vel. Svo ég fór í frönsku í Háskólanum og það var ofsalega skemmtilegt. Torfí Tulinius var aðalkennarinn minn og meiri háttar gaman að læra hjá honum. Maður var aðal- lega að lesa franskar bókmenntir. Að vísu eru hundrað ár siðan ég var í Frakklandi og ég hef aldrei verið þar lengi i senn. Tók bara mína menntaskólafrönsku í fjögur ár fyrir háskólann. Þannig að ég tala ekki eins og innfæddur - get bara talað ágætlega og lesið.“ Mér skilst aó þú hafir einnig lœrt söng? „Já, ég tók burtfararpróf í söng 1994. Söngnámið hófst á svipuðum tíma og ég byrjaði í frönskunni. Mér finnst það hálffyndið eftir á því ég er mjög lítil óperusöngkona í mér. Samt kláraði ég prófíð og hafði uppi á ítalskri konu og sótti um áframhaldandi einkanám hjá henni á Ítalíu. Það skrýtna var hins vegar að á meðan ég beið eftir svari skellti ég mér í inntökuprófin i Leiklistarskólaniun. Svo í miðjum prófum hringir konan og segist vilja kenná mér. Ég tók hins vega áhættuna og sagði bara nei eins og ekkert væri.“ Lúmsk vissa um aö þú kæmist inn í skólann? „Já, ætli það ekki.“ Ömurlega leiðinlegt stofudrama Ertu jafn hrifin af rússneskum leikskáldum og rússnesku tónskáld- unum? „Já, mér finnast aldarmótastykk- in til dæmis mjög skemmtileg. Eft- ir höfunda eins og Tsjekhov og Gorkí og allt það. Jah... að vísu fer það mikið eftir uppsetningunni. Það er hægt að setja þessi verk öm- urlega leiðinlega upp; hreint stofu- drama og allir sitja og tala um ekki neitt. Svo getur það farið algjörlega á hinn veginn. Ef uppsetningin er lifandi og góð þá verða þau alveg stórkostleg. Síðan er það náttúrlega verkið sem ég leik í þessa dagana, Stjömur á morgunhimni, sem er nútímaleikrit og mjög skemmti- legt.“ Ef þú gœtir valið milli þess aó vera í einn mánuð í Frakklandi eða Rúss- landi, hvort landið myndirðu velja? „Núna myndi ég velja Rússland vegna þess að ég hef aldrei komið þangað. Ég hef farið nokkram sinn- um til Frakklands og líkað mjög vel. Gæti vel hugsað mér að búa þar í ein- hvern tíma. En, eins og ég segi, þá myndi ég vilja sjá og skoða Rúss- land.“ Þá kemur lokaspurningin: Er svona gerðarlegt lífskúnstnerskvendi á séns? „Nei,“ svarar Jóhanna og brosir þegar hún segir: „Ætli það sé ekki of mikið að gera.“ -AJ f Ó k U S 21. janúar 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.