Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Qupperneq 15
Blaðamaður Fókuss bankaði upp á í
stelpupartíi og spjallaði við þrjár þeirra um
nýyrðið hösl - djamm, daður, einnar nætur
gaman og framhjáhald. Viðmælendurnir voru
á aldrinum frá tvítugu til þrítugs og stunda
Skuggabarinn þegar þær bregða sér af bæ.
Konur skoða
á djamminu
Fariö þió oft á djammið?
Jóhanna: „Svona aðra hverja
helgi.“
Feröu oftar út ef þú ert ekki í sam-
bandi?
Jóhanna: „Já, væntanlega. Ef það
væri einhver mjúkur heima þá
myndi maður frekar kúra hjá hon-
um.“
Eru fýsilegir kostir úti á galeið-
unni?
Allar samtaka: NEI!!!
Jóhanna: „Aila vega mjög fáir.
Enda verða þeir svo afmyndaðir
undir áhrifum áfengis að
það er erfítt að skera úr
um hvort það sé eitthvert
vit í þeim. Og maður er
ekki alltaf tilbúinn að
taka þá áhættu.“
Eru þetta soldiö sömu
gömlu útbrenndu brýnin
sem eru á höslinu?
Jóhanna: „Já, mér finn-
ast þeir vera sotlir ell-
ismellir."
Menn sem hafa orö á sér
fyrir aö hafa sofiö hjá öll-
um stelpunum á barnum?
Jóhanna: „Já, við
þekkjum það.“
Ákveðnir taktar
í höslinu
Hvaóa skoöun hafiö þið á einnar
nœtur gamni?
Þóra: „Það er stórhættulegt. Við
verðum að horfast í augu við þá stað-
reynd að það eru ekki hara hommar
sem fá eyðni. Fólk verður að hugsa
sinn gang áður en það sefur hjá
ókunnugri manneskju."
Þiö sem eigiö kœrasta, kynntust þiö
þeim í gegnum einnar nœtur gaman?
Allar í kór: „Nei.“
Jóhanna: „Ef maður ætlar að fmna
félaga til að eyða einhverjum árum
með þá byrjar maður ekki á skemmti-
stöðunum."
Er mikiö af gœjum á höslinu aö
skima eftir góöri bráö til aö kjöt-
skrokka?
Jóhanna: „Já, og maður sér alveg
taktíkina hjá þeim og líka hjá stelp-
unum. Það er náttúrlega fullt af stelp-
um sem gera þetta líka. Það eru
ákveðnir taktar í höslinu."
Fariö þiö ekkert út sjálfar til aö
hösla?
Elín: „Konur fara auðvitað á
djammið til að skoða markaðinn og
hvað er í boði án þess að þær ætli að
gripa mennina glóðvolga og giftast
þeim.“
Þóra: „Ja, ég held að konur fari út
á djammið með öðru hugarfari en
karlmenn. Hugmyndin er: Kannski sé
ég einhvem sem mér líst vel á og
langar að halda áfram að hitta. En ég
þarf ekki að sofa hjá honum til að
vita hvort mig langar að hitta hann
oftar."
Jóhanna: „Nei, ekki til að hösla.
Maður vill þá frekar eiga einhvem að
sem maður getur leitað til þegar þörf-
in er sem mest.“
Húsið hristist af hlátri.
Þóra: „Ég er ekki búin að finna
þennan ennþá. Mér finnst þetta samt
frábær leið.“
Daður er hollt
Jóhanna: „Ég segi fyrir mig að ég
verð að dressa mig upp öðra hverju.
Vera sæt og fín, fara út og fá athygli.
Daðra aðeins við strákana, ég daðra
sko daginn inn og daginn út. Það er
hreinlega mitt eðli, því miður, og ég
hef komið mér í þvíiík vandræði út af
því. En mér þykir það ofboðslega
gaman - að daðra. Ég fæ athygli...
þetta er ekkert neikvætt, bara
svona... þú segir eitt og þá færðu
svar. Síðan fer maður heim og þá -
eins og Heiðar snyrtir sagði - þegar
konur koma heim eftir ball, sama
hvað þær era á háum hælum, eiga
þær aldrei að sparka af sér skónum
heldur fara pent úr þeim og hugsa:
„0, það var svo gaman.“ Þá era þær
búnar að daðra nóg. Ég tékka einmitt
á því þegar ég kem heim hvort ég
hendi öllu af mér eða hátta í róleg-
heitunum."
Daðrið þið allar?
Þær jánka og virðast mjög hiynnt-
ar daðri. Jafnvel þær sem era í sam-
böndum telja daðrið sambandsvænt
ef eitthvað er. Að þeirra mati er mað-
ur ekki daðurdauður þrátt fyrir gott
samband og stelpumar telja daður
beinlínis hollt. Þær benda einnig á að
flestir daðri á einhvern hátt. Þaö
Elínu og Jónínu fannst margt athugavert vlð
hösliö.
Jóhanna Bóel: „Þaö eru ákveönir taktar í höslinu.
Kolbrún Osp Sigurðardóttir, Elín Björg Guömundsdóttir, Jónína Osk Lárusardóttir, Þóra Birgisdóttir, Helena Pétursdóttir,
ísey Þorgrímsdóttir og Jóhanna Bóel.
haldi hreinlega lífi í einstaklingum
að mega daðra án þess að gera neitt af
sér.
Jóhanna: „Málið er bara að það er
svo auðvelt að misskilja daðrið. Sum-
ir vilja ganga miklu lengra og þá
verður hæfdeikinn að vera til staðar
að labba í burtu án þess aö særa.
Auðvitað er mismunandi hvernig það
tekst.“
Fjölskyldufólk
fer út að hösla
Þóra: „Það kemur mér rosalega á
óvart hvað mikið er af fólki sem er í
samböndum og er samt að hösla.
Konur og menn sem eru i hjóna-
bandi - fjölskylduleik - tólf til tólf
alla daga og fer svo bara út að hösla.
Menn hika til dæmis ekki við að
ganga ansi langt áður en þeir segja:
„Ég er ekkert að fara frá konunni
minni.“.“
Lendir þú oft í svoleiöis liöi?
Þóra: „Já.“
Jóhanna: „Og ótrúlegt hvað þeir
þijóskast við. Eins og með karlmenn
þegar þeir eru komnir á eitthvað
ákveðið stig í drykkjunni, þá halda
þeim engin bönd. Samt fmnst mér
það hafa minnkað frá því ég byijaði
að fara á skemmtistaðina en þá voru
íslenskir karlmenn með gripið í
lagi. Það hefur breyst. Þeir eru ekki
eins mikið að rifa í mann. Þeir era
miklu dannaðri. Eða þá að ég er orð-
in eldri og þá er önnur framkoma.“
Eru þeir þá meira í smástelpunum?
Jóhanna: „Það er kannski málið.“
Þóra: „Ég verð brjáluð ef einhver
snertir mig.“
Missiö þiö sjálfar trú á samböndum
þegar þiö veróiö vitni aö þessu?
Samróma: „Já.“
Elín: „Maður stoppar og spyr sjálf-
an sig hvort maðurinn manns geri
þetta líka. Það er nefnilega ekki spes
þjóðflokkur eða ákveðnar týpur sem
eru að halda fram hjá, þið vitið."
Jóhanna: „Maður horíir á þessa lof-
uðu menn haga sér svona og spyr
sjálfa sig: „Kemur einhver sem ég get
treyst og hvenær er ég tilbúin að taka
áhættuna?"
Elín: „Þegar maður gengur í sam-
band ákveður maður um leið að
treysta aðilanum. Það er svakalega
erfltt að vera í sambandi og spá sífellt
í það hvort hann sé að halda fram
hjá.“
Jóhanna: „Málið er að maður hefur
tekið sín tímabil og vorkennt sér að
eiga ekki karl en nú er ég orðin til-
tölulega sátt við það að vera ein.“
Þóra: „Ég vorkenni mér ekki að
eiga ekki karl.“ -AJ
Þóra situr lengst til vinstri og horfir hugsandi á Helenu og ísey.
Þessi ráð eru fyrir harðsvíraða höslara sem hösla af lífi og
sál en verða stundum uppiskroppa með hugmyndir. Bráðin
bíður hins vegar á barnum og það má engan tíma missa.
10 skotheld höslráð
Segðu bráðinni aö þú sért hösl-
ari að atvinnu og takir eitt til
tvö glös í laun fyrir drjúgan
drátt. Ef viökomandi er tilkippi-
legur fyrir þessu gjafaboði
græðir bæði pýngjan og þú.
það væri iokaö en spyrð hvort
næturfélaganum þyki ekki róm-
antískt að eyða nóttinni á Hjálp-
ræðishernum. Ef hún/hann
felst á það lýgurðu í lobbiinu að
þið séuð tveir liúsnæðislausir
Rússar á vergangi. Það blífur á
hernum.
Taktu út allt spariféð þitt frá
fermingu og veifaðu því óspart
á pöbbunum. Fáðu þér vindil
líka og keyptu kampavíns-
flösku. Passaðu bara að vera
ekki rænd(ur). Þetta gildir að
visu aðeins fyrir þá sem eiga
eitthvert sparifé.
Littu á þig sem listamann og
nálgastu viöfangsefnið meö opn-
um hug, innri spennu og sannri
gleði. Talaöu fullum hálsi um
óendanlega. lífshættulega og
dramatíska ást. Farðu að gráta.
Fórnarlambið leiðir þig kjaft-
stopp heim og heldur sig ást lífs
þíns fram á rauðan morgun. Þá
afsakarðu l>ig og bablar eitthvað
um duttlungafullar kenndir
listamannsins og ófyrirsjáanleg-
ar hugarfarsbreytingar.
Borgaðu Fjölni Þorgeirssyni og
Marinu Möndu fyrir aö hanga
meö þér eitt kvöld á Astró eða
Kaíl'ibarnum.
Taktu fatlaðan frænda þinn með
á djammið og vertu svakalega
góðleg(ur) á svipinn.
Leiktu þig ofurölvi og fáðu
aðsvif við barinn. Fljótlega kem-
ur meðvirkt barn alkóhólista og
hjálpar þér heim í rúmið.
Betlaöu auðmjúklega símanúm-
eriö hjá kræsilegasta skotmark-
inu á barnum, taktu síðan upp
farsímann og hringdu í mann-
eskjuna eftir tvær mínútur.
Notfærðu þér flissið þegar hún
svarar og segöu eitthvað voða
fyndið. Þegar þú sérð höslbráð-
ina emja af hlátri nýtiröu færið
og býður henni upp á campari.
Glasið verðu enn hálffullt með-
an þið dansið hnykkdans til
tunglsins og aftur til baka.
Spurðu einfalcUega: „Má bjóða
yður að ríöa oss?"
Bjóddu skotmarki kvöldsins á
Hótel Borg, svona rúmlega þrjú.
Viðkomandi uppveðrast ailur af
tilhugsuniiini um mini-bar.
fjölvarp og lierbergisþjónustu.
Þegar þangað kemur afsakarðu
liig. segist ekki hafa vitað aö
Ljúgðu að þú sért cult-kvik-
myndageröarmaöur i
Barcelona.
21. janúar 2000 f ÓkUS
15