Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 JLj'V útlönd stuttar fréttir Vilja ekki vinna Nærri sex af hverjum tíu Dön- um sem þiggja atvinnuleysisbæt- ur hafa ekki áhuga á að fá sér vinnu eða gera ekkert í því, segir í skýrslu atvinnurekenda. Engst undir ræðu Helms Fulltrúar í Öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna engdust, kurt- eislega þó, undir ræðu sem banda- ríski öldunga- deildarþingmaö- urinn og erki- ihaldið Jesse Helms flutti þeim á fimmtu- dagskvöld. Helms, sem er þekktur andstæð- ingur SÞ, sagði meðal annars að Bandaríkjaþing hefði fullt leyfi til að setja skilyrði fyrir greiðslu skulda Bandaríkjanna við SÞ. Þær nema 70 milljörðum króna. Konur beittar ofbeldi Þriðja hver kona í heiminum hefur beðiö alvarlegt heilsutjón af völdum misþyrminga, nauðg- ana og annarra ofbeldisverka, segja bandarískir vísindamenn í nýrri skýrslu. NATO eltir glæpamenn George Robertson, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði í vik- unni að hann væri staðráðinn í að láta elta uppi og handsama stríðsglæpamenn frá Júgóslavíu. Játar á sig löggumorð Franskur maður hefur játað að hafa drepið danskan lögregluþjón árið 1995 en segir það hafa verið óviljaverk. !! Farsímaæði í Noregi Norðmenn keyptu fleiri far- síma í fyrra en nokkru sinni fyrr. Nærri þriðji hver Norðmaður, eða 1,3 milljónir, keypti sér slikt þarfaþing á árinu 1999. Loksins heim frá íran Þýskur kaupsýslumaður, Helinut Hofer, sem þurfti að dúsa í tvö ár á dauðadeild í írönsku fangelsi fyrir ólögmæt kynmök við íranska konu kom heim til | Þýskalands í gær. Glistrup kærður Mogens Glistrup, leiðtogi danska Framfaraflokksins, hefur j verið kærður fyrir að láta kyn- þáttahatursorð sér um munn fara í sjónvarpi. Lögreglan í Óðinsvé- um rannsakar málið. Fjölskylduharmleikur Fráskilinn faðir í bænum Skoghall í Svíþjóð skaut fyrrum eiginkonu sína og tvo syni tfl bana og framdi síöan sjálfsmorð, að sögn lögreglu. Fjölskyldan fannst látin í gærmorgun. indíánar í þinghúsinu Þúsundir indíána í Ekvador lögðu undir sig þinghúsið í höf- uðborginni Quito í gær tfl að leggja áherslu á kröfur sínar um að ríkisstjóm landsins fari frá. Deild úr her landsins slóst síðar í lið með indíánunum. Gott hjá Bush og Gore A1 Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og George W. Bush, ríkis- stjóri í Texas, munu fara með sigur af hólmi í forkosningum í Iowa á mánu- dagskvöld, ef marka má skoðanakann- anir. Forkosn- ingamar í Iowa marka upphaf slagsins um for- setaembættiö. Spurt um Pinochet Frönsk stjómvöld greindu frá þvi í gær að þau hefðu beöiö um upplýsingar frá bresku stjórn- inni um áform hennar um að leysa Augusto Pinochet, fyrrum harðstjóra i Chile, úr haldi og leyfa honum að fara heim. Kristilegir demókratar taka dýfu í fylgiskönnunum: Kohl skilur ekki alvöru málsins Helmut Kohl, fyrmm kanslari Þýskalands, getur ekki eða vOl ekki gera sér grein fyrir hversu alvar- legt fjármálahneykslið í flokki hans, kristOegum demókrötum (CDU) er. Tugum, ef ekki hundmð- um miOjóna króna var komið fyrir á leynireikningum og Kohl neitar að greina frá hverjir voru gefend- umir. „Kohl er sannfærður um að þetta snúist bara um smápeninga," segir Christian Wulff, einn leiðtoga flokks kristOegra. Orð WulfFs komu Ola við marga Þjóðverja i gær, daginn eftir að fjár- málastjóri þingflokka CDU og syst- urflokksins CSU hengdi sig í íbúð sinni í Berlín. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvort fjármálastjórinn, hinn 49 ára gamli Wolfgang HúUen, svipti sig lífi vegna þess að hann var flæktur í fjármálasukkið. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að HúOen hefði talað um ótta við end- Helmut Kohl telur að fjármálasukkið f flokknum hans snúist bara um smápeninga. urskoðun flokkssjóða í bréfi sem hann skildi eftir áður en hann hengdi sig. Christian Wulff er sannfærður um að enginn geti talað um fyrir Kohl og fengið hann tO að skýra frá því sem hann veit um ólöglegu greiðslurnar tO flokksins. Sam- flokksmenn hans íhuga meira að segja að höfða mál á hendur honum og þvinga hann þannig tO að leysa frá skjóðunni. Wolfgang Scháuble, leiðtogi CDU, sagði í gær ekki útOokað að flokkur- inn færi í skaðabótamál við Kohl vegna fjárhagslegs tjóns flokksins. Kohl ítrekaði í gær að hann hefði aldrei gerst sekur um spiOingu og að hann hefði aldrei verið falur. Kristilegir demókratar fengu smánarlega útreið í skoðanakönnun sem birtist í gær. Samkvæmt henni nýtur CDU stuðnings 36 prósenta kjósenda en fyrir aðeins tveimur mánuðum var hann 45 prósent. Slökkviliðsmenn f Madríd á Spáni berjast við eld í bíl sem hryðjuverkamenn notuðu til að komast undan eftir að bíl- sprengja varö spænskum liðsforingja að bana f gærmorgun. Tvær sprengjur sprungu í spænsku höfuðborginni í gær í fyrstu árásum baskneskra aðskilnaðarsinna þar eftir að þeir tilkynntu um lok vopnahlés f desember. Harðir götubardagar í Grozní í gær: Rússneskir hermenn nauðga í Tsjetsjeníu Rússneskir hermenn hafa nauðg- að konum í þeim hlutum Tsjetsjen- íu sem þeir hafa á valdi sínu. Mann- réttindasamtökin Human Rights Watch greindu frá þessu. Upplýsingarnar byggja mannrétt- indasamtökin á frásögnum tsjetsjenskra flóttamanna sem hafa komist yfir tO nágrannalýðveldisins Ingúsjetíu. Flóttamennimir segjast hafa séð lík fómarlambanna eða rætt við konur sem var nauðgað af rússneskum hermönnum. „Nauðganir eru stríðsglæpur og fullyrðingar um nauðganir í Tsjetsjeníu eru mjög alvarlegar," segir Regan Ralph frá Human Rights Watch. Harðir götubardagar blossuðu aft- ur upp í Grozní, héraðshöfuðborg Tsjetsjeníu, í gær og rússneskir fjöl- miðlar lýstu efasemdum sínum á Vladfmír Pútín, starfandi forseti Rússlands, varaöi f gær viö frekari sprengjutilræðum f landinu vegna hernaöarins í Tsjetsjeníu. bjartsýnum frásögnum hersins um gang bardaganna. Minna var vitað um bardagana á jörðu niðri í gær en dagana þar á undan þar sem rússneski herinn hélt vestrænum og rússneskum fréttamönnum fjarri stöðvum sín- um í Grozní. Tsjetsjenska höfuðborgin, þar sem eitt sinn bjuggu um fjögur hundruð þúsund manns, er nú rúst- ir einar eftir sprengjuárásir Rússa undanfamar vikur og mánuði. MOli tíu og fjörutíu þúsund íbúar hafast enn við þar við Olan kost og komast hvergi. Hálft þriðja þúsund upp- reisnarmanna er til varnar í borg- inni og starfa þeir í litlum hópum. Að sögn Sameinuðu þjóðanna hef- ur flóttamannastraumurinn frá Tsjetsjeniu ekki verið meiri í marg- ar vikur en um þessar mundir. Norðmenn fá nýjan sjávarút- vegsráðherra Peter Angelsen lét af embætti sjávarútvegsráðherra Noregs í gær og við tók Lars Peder Brekk. KjeO Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, sagði í gær að Angel- sen hefði lengi ; tekið þátt i stjómmálum og hefði óskað eftir því að draga sig í hlé. „Hann er 65 ára og vildi að ný- ir menn tækju við. Angelsen nefndi við mig þegar í október að hann vOdi hætta. Við urðum sammála um að heppOegt væri að bíða með það tO nýja ársins,“ ? sagði Bondevik við fréttamenn. Lars Peder Brekk er 44 ára ; gamall og kemur úr Miðflokkn- um eins og Angelsen. Hann hefur að undanfömu verið fram- kvæmdastjóri sjávarútvegsfyrir- Itækisins PACPRO. Deilt um bíl- lausan dag í Kaupinhafn DeOur em risnar innan borg- arstjórnarinnar í Kaupmanna- höfn um hvort efna eigi tO bíl- S lauss dags i höfuðborg Danmerk- ur. Jens Kramer Mikkelsen yfir- borgarstjóri hefur lagt tO að 22. S september í haust verði lýstur I bOlaus dagur. Seren Pind, sem | fer með samgöngumálin í ráðhús- I inu, er þvi algerlega andvígur. „Þetta minnir á aðgerðir frá áttunda áratugnum. Yfirborgar- stjórinn ætti heldur að einbeita sér að vandanum sem steðjar að umönnun gamals fólks og bama- S gæslu,“ segir Pind i danska blaö- Íinu Politiken, og bendir á að aldrei hafi loftið í Kaupmanna- . höfn verið jafnhreint. Pind segir að höfuðborgin gæti ekki starfað eðlOega ef umferð einkabOa yrði bönnuð í einn dag. Norskur blaða- maður ákærður fyrir njósnir J Norskur blaðamaður hefur verið ákærður fyrir að stunda njósnir í þágu austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Blaöa- maðurinn, Stein Viksveen, frétta- ritari Stavanger Aftenblad í Brussel, neitar öOiun ásökunum. Viksveen hefur ekki verið handtekinn og að því er fram kemur í netútgáfu blaðs hans er hann að reyna að komast að því hvað hann á að hafa gert af sér. Saksóknarinn Lasse Qvigstad ; staðfesti að lögregla hefði gert J leit í íbúðum Viksveens í Belgíu og Noregi. Að sögn Aftenbladet var Viks- veen sakaður í október um að hafa látið Stasi fá leynOeg NATO- skjöl á árunum 1962 til 1989. Ömmur Elians fara til Flórída Ömmur Elians litla Gonzalez, sex ára kúbverska drengsins sem var bjargað úr sjávarháska und- an Flórídaströnd- um í nóvember, héldu tO Banda- ríkjanna í gær tO að þrýsta á um að hann fái að fara heim. Þær ætla að koma máli sínu á framfæri við bandarískan almenning. Ættingj- j ar drengsins í Miami ítrekuðu að þeir ætluðu að berjast fyrir því að hann yrði þar áfram. Ömmurnar voru hættar við ferðina, nema hægt væri að } tryggja að þær gætu tekið dreng- inn meö sér heim. í fór meö ömmunum voru fufltrúar trúfé- laga í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.