Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Blaðsíða 31
Jj V LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 39 símtöl til útlanda Við erum alvörusímafyrirtæki; við notum alvörusímstöðvar - ekki Intemet - sem þýðir að við keyrum á fastlínukerfmu," segir Páll Jónsson, forsvarsmaður hins nýja símafyrirtækis, Frjáls fjar- skipti, en þar er nú verið að bjóða upp á mun ódýrari símtöl til út- landa en áður hefur þekkst hér á landi. „Lykillinn er þetta frelsi sem er komið á með lagasetningu, bæði hér og í ESB, sem í grunninn fjall- ar um það að símanetin, sem menn kalla gjarnan grunnnet, eru ætluð sem leikvöllur fyrir sam- keppni, þ.e. að mörg fjarskiptafyr- irtæki geti keppt á sama grunn- netinu.“ Hvað áttu við? „Það er best að lýsa þessu með gatnakerfinu og bílamarkaðnum. Þar selja menn bíla til að nota sama gatnakerfið en era ekki að byggja ný Hvalfjarðargöng fyrir sína viðskiptavini.“ Frjáls fjarskipti hafa verið mörg ár í undirbúningi, að sögn Páls. Fyrstu frumkvöðlarnir voru þau Lárus Jónsson og Fanney Gísladóttir sem hafa verið við uppsetningu og ráðgjöf á fjar- skiptasviði úti í Evrópu síðastlið- in átta ár. „Þau hófu formlegan undirbún- ing hér heima fyrir ári,“ segir Páll, „og síðan bættumst við Hall- ur Hallsson í hópinn um mitt ár í fyrra.“ Allir verða að semja við okkur Hvenær takið þið til starfa? „Fyrirtækið hefur þegar haflð störf. Línurnar út úr landinu eru komnar í gang og þetta er símstöð frá Ericsson, uppsett af þeim, þannig að fyrsta varan, að selja símtöl til útlanda, er komin í gang. Síðan erum við að semja við Páll Jónsson hjá Frjáls- um fjarskiptum segir þetta nýja fjarskiptafyr- irtæki geta boðið lægra verð vegna þess að þar sé enginn þróunar- og yfirbyggingarkostnaður og að fljótlega muni fyr- irtækið bjóða ódýrari innanlandssímtöl Landssímann og væntanlega lina.net um notkun á grunnkerf- um þeirra og það verða allir að semja við okkur á raunhæfu verði.“ Hvers vegna? „Það stendur í lögunum." Hvað ætlið þið að bjóða upp á sem aðrir háfa ekki? „Núna bjóðum við upp á það að hægt sé að hringja til útlanda á margfalt lægra verði en hingað til án þess að þurfa að breyta neinu í símanum hjá sér.“ Val um þjónustu Hvernig má það vera? „Við erum með pínulítið tæki sem sett er í samband við rafmagn og tengt við símann þinn. Fimm minútum síðar getur maður farið að hringja til útlanda. Lykillinn er fólki að kostnaðarlausu, það er enginn stofnkostnaður og það er enginn margra mánaða áskriftar- samningur. Þú getur byrjað í dag og hætt á morgun. Þetta er sama tækni og er hjá þeim símafyrir- tækjum sem vaxa nú hraðast beggja vegna Atlantshafsins. Málið er nefnOega það að þegar fólk er komið með símlykil frá okkur og komið í viðskipti við okkur getum við stýrt því hvaða þjónustu það vill nota hverju sinni. Með öðrum orðum, fólk get- ur valið þjónustu frá öðrum en okkur. í framtíðinni munu mögu- leikar í símaþjónustu stóraukast og líklegt að ekkert eitt fyrirtæki bjóði alla þjónustu. Með þessu tæki og samskiptum við okkur get- um við valið fyrir fólk við hvern það verslar." Útskýrðu þetta betur. „í dag getur fólk til að mynda komið í viðskipti við okkur í utan- landssímtölum en ef það vill af einhverjum ástæðum versla áfram við Landssímann með símtöl til Danmerkur þá er það ekkert mál.“ Hvað um gæðin? „Við bjóðum upp á nákvæmlega sömu gæði og Landssíminn býð- ur.“ Þetta hljómar of vel til að geta staðist. Hvar er hængurinn á mál- inu? „Þaö er enginn hængur. Við sníðum alla sölutregðu af og allan þann aukakostnað sem gæti komið eftir á. Það eina sem við viljum er að fólk sem er með símalykil noti hann, annars viljum við fá hann til baka fyrir aðra viðskiptavini." Ódýrari innanlandssím- töl fljótlega Ætlið þið ekki inn á innanlands- markað? „Jú, það ætlum við okkur innan fárra mánaða og þar ætlum við líka að vera með lægra verð.“ Frjáls fjarskipti hafa veriö mörg ár í undirbúningi, að sögn Páls. Fyrstu frumkvöðlarnir voru þau Lárus Jónsson og Fanney Gísladóttir sem hafa verið við uppsetningu og ráðgjöf á fjarskiptasviði úti í Evrópu síðastliðin átta ár. Hvernig farið þið að þessu? „Svarið er mjög einfalt. Stofn- og þróunarkostnaður er í lágmarki. Við fjárfestum ekki í grunnnetum heldur leigjum þau og spörum þannig hundruð milljóna, ef ekki milljarð. Það er nefnilega svo að fjarskipti íjalla ekki um tæki og eignir. Þetta er eins og hugbúnað- arfyrirtæki og viðskiptasambönd. Auðvitað þurfa hugbúnaðarfyrir- tæki að hafa einhverjar tölvur og slíkt til að vinna á en það er einskis virði miðað við fólkið sem á þeim vinnur. Allt okkar grunnkerfi er líka byggt upp samkvæmt nýjustu stöðlum. Við getum með öðrum orðum runnið inn í Intemetið og keyrt upp wapp-gáttum. Það sem gerir líka fyrirtækið geysilega spennandi er að þessi takmarkaða fjárfesting og yfir- bygging gerir það að verkum að við getum alltaf skipt yfir í nýj- ustu tækni með engum fyrirvara og án þess að burðast með óaf- skrifaðar fjárfestingar á bakinu." -sús INNANHÚSS- 111 ARKITEKTÚR í frítíma yðar með bréfaskríftum Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota. Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti, lýsingu, list. Þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll, blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, veggklæðningar, vefnaðarvara. Þar tilheyrir gólfteppi, húsgagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl. Ég óska, án skuldbindingar, að fá sendan bækling yðar um INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ Nafn.............................. Heimilisfang.................... Akademisk Brevskole A/S Jyllandsvej 15 ■ Postboks 234 2000 Frederiksberg ■ Kobenhavn • Danmark KALDIR AEG 0 inDesu Tilboð frá 21 ® Husqvarna BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.