Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Blaðsíða 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Flugskólinn Loft: Aðeins 18 prósenta fall „Hér hafa menn unnið heimavinn- una sína, bæði nemendur og kennarar," sagði Ögmundur Gísla- son, skólastjóri í Flugskólanum Loft en þar þreyttu 11 nemendur Ögmundur einkaflugmanns- Gíslason. próf á dögunum. Aðeins 18 prósent nemenda féllu en til samanburðar má geta þess að á einkaflugmannsprófi hjá Flugskóla íslands var fallið 76 prósent. „Við erum í sjöunda himni og fljúgandi glaðir,“ sagði Ögmundur Gíslason sem þakkár góðan árangur þvi að hjá sér sé nemendum haldið við námið og grannt ■ fvkst með framvindu allri. -EIR Taliö er líklegt aö salmonella sé ( nautgripunum á Ármóti, aö sögn yfirdýralæknis. DV-mynd GVA Ármót: Salmonella líklega í nautgripum Talið er líklegt að salmonefla sé í nautgripum að Ármóti í Rangár- ivallasýslu, að sögn Hafldórs Run- ólfssonar yfirdýralæknis í gær- kvöld. Sýni sem tekin voru úr naut- gripunum hafa verið til rannsóknar að undanfornu. Fyrstu niðurstöður benda til sýkingar, en endanleg staðfesting fæst eftir helgi. Sýni voru einnig tekin úr hross- um á Ármóti en niðurstöður liggja enn ekki fyrir. Folald sem fannst dautt i haga þar á aðfangadag reyndist vera sýkt af salmonellu. Flutningsbann er nú í gildi á hross- um frá Ármóti, Vetleifsholti og Rifs- halakoti. Ástæðan er sú að jákvæð sýni hafa ræktast úr hrossum af þessum bæjum. Salmonellusýking- um hefur fjölgað í hrossum í Rang- jjtórvallasýslu að undanfórnu. -JSS Sjá fréttaljós bls. 8 Sínum augum lítur hver tilveruna. Tveir vinir horfa fram á veginn á hjólreiöastíg í mildu janúarlofti í Reykjavík. DV-mynd ÞOK EM í handbolta: Stór ósigur gegn Svíum í slökum leik DV, Króatíu: íslendingar töp- uðu fyrsta leik sín- um gegn Svíum á Evrópumóti lands- liða í handknatt- leik í Króatíu í gær. Lokatölur urðu 23-31 en Svíar höfðu náð öruggu for- skoti í leikhléi, 10-18. Leikur íslenska liðsins olli miklum vonbrigðum og ljóst að liðið verður að gera mun betur í næstu leikjum ef möguleiki á að vera á stigum í riðlin- um. Það versta við leik íslenska liðsins var að baráttuleysi leikmanna var al- gjört og það er alvarlegt mál þegar leikmenn leggja sig ekki afla fram 1 landsleikjum á stórmóti. Lengi vel leit út fyrir að íslenska lið- ið hefði burði til að hanga í Svíunum en hreint hörmulegur leikkafli í fyrri hálfleik gerði þær vonir að engu. Svíar hrósuðu sigri og Evrópu- og heims- meistaramir eru til afls líklegir á mót- inu. Sjá nánar á bls. 27. -JKS Alþýðusamband ísland gengur í norrænu „kratasamtökiní£ SAMAK: ASI i somu sæng og Samfylkingin - þvert á stefnu verkalýðshreyfingarinnar, segir Magnús L. Sveinsson Alþýðusamband ís- lands hefur gengið í norrænu samtökin SAMAK. Þetta var samþykkt á ársfundi samtakanna sem haldinn var í Gauta- borg í síðustu viku. SAMAK eru samtök sósíaldemókratiskra flokka og verka- lýðsfélaga á Norðurlöndum. Aðild að samtökunum eiga Alþýðuflokkurinn og þingflokkur Samfylkingar. Á árs- fundinum, sem haldinn var í Stokk- hólmi í síðustu viku, voru Ari Skúla- son og Grétar Þorsteinsson af hálfu Al- þýðusambands íslands og Sighvatur Björgvinsson af hálfu Alþýðuflokksins. Það er Poul Nyrup Rasmussen, for- maður danskra sósíaldemókrata, sem er í forsæti samtak- anna en Sighvatur sit- ur í stjóm þeirra auk Grétars Þorsteinsson- ar. Innan Alþýðusam- bandsins var einhug- ur um að ganga í sam- tökin. Innan Samfylking- ar er litið svo á að innganga ASf í hin norsku kratasamtök þýði að verið sé að skipa samtökunum þétt upp við hlið ' Samfylkingar. Samfylkingarmenn vildu ekki tjá sig um málið vegna þess að það kynni að vera viðkvæmt gagn- vart verkalýðshreyfingunni en einn þeirra orðaði það sem svo að þetta væm „gríðarleg tíðindi". Hervar Gunnarsson, varaforseti ASf, sagði engar athugasemdir hafa komið fram innan ASÍ þegar tillaga var borin upp um að ganga í SAMAK. „Þetta var sam- þykkt á síðasta ári án athugasemda. Alþýðu- sambandið var starf- andi innan þessarra samtaka áður en aðildina dagaði uppi. Við höfum þama aðgang að sameigin- legum vettvangi með öðrum kollegum af Norðurlöndum," segir Hervar. Spurður hvort ekki fælist í aðildinni pólítisk yfirlýsing um samleið með Samfylkingunni ítrekaði hann að ASÍ væri fyrst og fremst að slægjast eftir samráði við kollega. Hann staðfesti þó að eitthvert samráð yrði við hin pólítísku öfl innan samtakanna og Magnus L. Ari Skúlason. Sighvatur. Veöriö á sunnudag og mánudag: Dálítil súld með köflum Spáð er vestlægri átt, 5-10 m/s. Dálítil súld verður með köflum vestanlands en annars bjart veður. Hiti 1 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 57. snertiflötur væri við Samfylkinguna. Sighvatur Björg- vinsson vildi ekkert um málið segja en vís- aði alfarið á forystu- menn ASf. Magnús L. Sveins- son, formaður Verzf- unarmannafélags Reykjavíkur, sagðist vera að heyra þetta í fýrsta sinn þegar DV spurði hann álits á inngöngu ASÍ í SAMAK. „Ég vara mjög við því ef ASÍ ætlar að fara að vinna flokkspólitískt og verkalýðshreyfingin fími sig við ein- hvem stjórmálaflokk. Það er þvert á þá stefnu sem verið hefur í hreyfing- unni undanfarin ár,“ segir Magnús L. Sveinsson. -rt bíother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Bafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport______
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.