Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Page 15
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 15 Hveríu reiddist leiðtogaefnið? Eitt það versta sem hendir stjórnmálamenn er að missa stjóm á skapi sínu, þannig að skynsemin er borin ofurliði af pólitískum hroka þess sem sér flísina í auga bróöur síns en ekki bjálkann í eigin auga. í hita leiks- ins, þegar álagið er hvað mest, reynir fyrst á stjómmálamann- inn. Þá kemur í ljós hvort hann býr yfir þeirri yfirvegun og æöru- leysi sem skilur að leiðtogann og almenna fótgönguliða. Össur Skarphéðinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, er reiður og lætur skapið hlaupa með sig á villigötur. Eins og titt er um menn sem ná ekki að hemja skapsmunina, sést Össur ekki fyrir í öfgakenndum árásum á undirritaðan. Penninn og skapvonskan í kjallaragrein hér í DV síðast- liðinn fimmtudag sendir leiðtoga- efnið mér tóninn með dylgjum og staðhæfingum sem hann veit eða má vita að eru rangar. Að þessu sinni þjónar það ekki hagsmun- um Össurar að leita sannleikann uppi. Sumt af því sem Össur læt- ur frá sér fara er ekki svaravert, eins og gjaman er þegar skap- vonska heldur um pennann, ann- að vekur upp spurningar eða gef- ur tilefni tU andsvara. Vera kann að það hafi kraum- að undir niðri hjá Össuri um nokkurt skeið þó mér sé það hul- in ráðgáta hvað kyndir svo hressilega undir kötlum leiðtoga- efnisins. Fram til þessa hef ég staðið i þeirri trú að Össur Skarphéðinsson hafi ekki þurft að kvarta sérstaklega yfir þeim tökum sem hann hefur verið tek- inn af ritstjóm DV frá því að ég settist þar inn, - nema síður sé, eins og lesendur blaðsins geta vitnað um. Össur Skarphéðinsson hefur ekki mikið við tímann að gera og því leggur hann það á sig að telja og flokka ritstjómarskrif undir- ritaðs - tíma sem væri betur var- ið til að byggja Samfylkinguna upp og móta sannfærandi og trú- verðuga stefnu. Talning og flokkun Fimmtudaginn 6. janúar síðast- liðinn birti DV uppsláttarfrétt um að Margrét Frímannsdóttir og Sighvatur Björgvinsson styddu bæði Össur Skarphéðins- son í embætti formanns Samfylk- ingarinnar þegar flokkurinn verður formlega stofnaður. Dag- inn eftir birtist hér i blaðinu ítar- leg fréttaskýring um leiðtogamál Samfylkingarinnar undir fyrir- sögninni Sjá ljósið í össuri. Laugardaginn 8. janúar var Öss- ur Skarphéðinsson og fjölskylda á forsíðu Helgarblaðs DV. Tilefn- ið var meöal annars umrædd frétt á liðnum fimmtudegi, þó þar byggi einnig að baki gleðilegra og persónulegra tilefni, sem lengi hafði staðið til að gera skil. Dómur Ágústs AUt þetta var kveikjan að rit- stjórnarskrifum undirritaðs mánudaginn 10. janúar sem greinilega hafa hitt leiðtogaefnið illa. Þar var því haldið fram að þingmönnum Samfylkingarinnar hefði ekki tekist að reka sannfær- andi stjómarandstöðu. Hér var sami tónn sleginn og Ágúst Ein- arsson, fyrrum þingmaður og samheiji Össurar, hefur gefiö. Á vefsíðu sinni 27. desember síðast- liðinn sagði Ágúst í pistli meðal annars um Samfylkinguna: „/ sumar var sagt aó allt myndi breytast þegar Alþingi kœmi sam- an og menn fengju vettvang en tapiö hefur aöeins orðiö enn meira enda málflutningurinn ekki sann- fœrandi, tvisaga í umhverfismál- um og yfirborðskenndur í efna- hagsmálum." Harður dómur en ekki sá fyrsti sem Ágúst fellir um stjómarandstöðuna sem „hefur ekkert nýtt fram aö fœra“, eins og segir í pistii hans 20. desember. Úreltar hugmyndir? Ég fæ ekki séð að skrifin 10. janúar hafi verið óvægnari en dómar Ágústs, sem hér er vitnað til. Bent var á að afgreiðsla fjár- laga fyrir yfirstandandi ár hafi gefið „stjórnarandstööunni kœr- komiö tœkifœri til sóknar. Tœki- fœriö var ekki notaö heldur fengu gamlar úreltar hugmyndir um aö allt vœri hœgt aö leysa meö fjár- austri aö brjótast upp á yfirborö- iö“. Þessar staðhæfingar segir Össur rakin ósannindi, en hann gerir engar athugasemdir við fullyrðinguna sem á eftir kom: „Stjórnmálamenn meö nýjar og ferskar hugmyndir heföu náö aö nýta sér vandrœöaganginn og skipulagsleysiö sem einkennir ís- lenskt heilbrigöiskerfi. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa engar slíkar hugmyndir og hafa því ekk- ert nýtt fram að fœra til aö blása til sóknar í heilbrigöismálum, annaö en aö auka fjárausturinn. “ Esóp og asninn Össur Skarphéðinsson virðist gera kröfu til þess að Samíylking- in sé sögð ábyrg í ríkisfjármál- um, - hafi nýtt fram aö færa en sé ekki „fulltrúi úreltra hug- mynda“. Hann kallar eftir að ég breyti málflutningi mínum í sam- ræmi við það, líkt og asninn sem bað gríska dæmisöguskáldið Esóp um að breyta sínum sögum: „Þegar þú segir sögur af mér í nœsta sinn, þá vildi ég biöja þig aö láta mig segja eitthvaö skyn- samlegt og viturlegt, “ bað asninn en Esóp svaraði: „Láta þig segja eitthvaö skynsamlegt! Hvernig œtli þaö færi? Menn mundu segja aö ég vœri asninn, en þú siöafræö- arinn." \ smiðju Ágústs Ég dreg ekki í efa aö össur Skarphéðinsson hafi í mörgu nú- tímalegri viðhorf til efnahags- mála en margir aðrir þingmenn í stjórn eða stjórnarandstöðu. Raunar verður það að viðurkenn- ast að margt í málflutningi Ein- ars Más Sigurðarsonar, þing- manns Samfylkingarinnar á Austurlandi, var skynsamlegt enda talað, að því er virðist, af innsæi og skilningi í efnahags- málum. En eftir stendur hins veg- ar að tillögur stjómarandstöð- unnar og þar með Samfylkingar- innar i ríkisfjármálum og efna- hagsmálum sneru annars vegar að auknum útgjöldum og hækk- un skatta, auk sjónarspils um meiri tekjur ríkissjóðs vegna aukins skatteftirlits og tillagna um að gera ráðuneytum að skera niður kostnað. Engar róttækar tillögur um nýskipan ríkisfjár- mála, engar tillögur um upp- stokkun í ríkisrekstri eða um- byltingu i skattkerfinu. Þetta kalla ég úreltar hugmyndir. Öss- ur Skarphéðinsson má mín vegna reyna að telja sér og öðrum trú um að þær sýni merki um fersk- leika og nýja hugsun. Að minnsta kosti tveir menn eru honum ósammála, Ágúst Einarsson og Oli Björn Kárason rítstjóri ég. Það hefði verið skynsamlegra fyrir Samfylkinguna að sækja vopnin í smiðju Ágústs, sem í prófkjörsbaráttunni fyrir þing- mannssæti setti fram róttækar hugmyndir í skattamálum - hugmyndir sem um margt voru athyglis verðar eins og ég hef bent á í ritstjómar- greinum hér í blaðinu. Ágúst náði ekki þeim ár- angri sem hann og hugmyndir hans áttu skilið. Mér segir svo hugur að málflutningur Sam- fylkingarinnar hefði orðið annar og meira sannfærandi hefði Ágúst setið á þingi. Lítill samhljómur Lítill samhljómur var málflutningi þing- manna Samfylkingar- innar í efnahags- og rikisfjármálum á síðasta ári en því kýs Össur Skarp- héðinsson að gleyma í bræði sinni. „Þessi mikli afgangur af fjár- lögum er eins og ég segi vafalaust góð- ur en ég heföi sann- arlega viljaö sjá hann minni," sagði Kristján L. Möller, félagi leiðtogaefnis- ins i umræðum um fjárlögin, og síðar: „En ég ítreka fyrir- spurnir mínar til hœstvirts fjármála- ráöherra gagnvart jöfnun húshitunar- kostnaðar þar sem vantar aö mér sýnist 250 milljónir, miöaö viö gefln loforö hæst- virts forsœtisráö- herra og einhver hundruö milljónir vantar í jöfnun námskostnaöar. “ Sigríður Jóhannes- dóttir, flokkssystir Össurar á Reykja- nesi, hafði uppi svip- aðan málflutning: „Ég krefst réttlœtis fyrir hönd barnafólks og bótaþega í landinu. Eina feröina enn á aö stíga yfir velferö þessara hópa til aö hægt sé að guma sig af fallegum tölum á blaöi. Jafnvel þó þessi tekju- afgangur væri minnkaöur nokk- uö þá vœru tölurnar samt fallegar ... Ég get nú ekki skiliö viö þennan málaflokk, menntamálin, án þess aö minnast aöeins á Lánasjóö ís- lenskra námsmanna. Ég verö að segja aö þar finnst mér ekki rausnarlega aö málum staöiö. Lán þau sem námsmönnum okkar eru œtluö til framfœrslu eru langt undir framfœrslumörkum og satt aö segja umhugsunarefni aö menntamálaráöherra hœstvirtur skuli vera ófáanlegur til aö endur- skoða þau mál á þeirri gullöld sem þessi þjóð er nú aö upplifa." Og svo vitnað sé í enn einn fé- laga, Gísla S. Einarsson: „15 milljaróa afgangur er engin smátala. Þaö er varla aö fólk geti gert sér grein fyrir því um hve mikla fjármuni er aö rœöa. Þaö væri hœgt aö byggja margar nátt- úrustofur fyrir þessa peninga. Viö gætum grafið fimm Hvalfjaröar- göng fyrir þennan aur. Við gœtum smíöaö fjögur vel búin varöskip af fullkominni gerö fyrir þessa fjár- muni. Við gætum kláraö tvöföld- un allra brúa á hringveginum og átt góöan afgang í aö klára klœðningu vegarins. Viö gœtum gert svo margt meö þessa fjár- muni. “ Gagnrýni Á undanförnum árum hef ég í ræðu og riti haft uppi gagnrýni á ríkisfjármálin. Ég hef sett fram róttæk- ar tillögur um upp- stokkun í rikisrekstri og umbylt- ingu í skattamálum. En um leið og ég hef haldið á lofti harðri gagnrýni hef ég reynt að láta menn njóta sannmælis fyrir það sem vel er gert. Þetta veit Össur Skarphéðinsson en það hentar honum ekki í pólitískum leikara- skap að fylgja sannleikanum. Hann verður að eiga það við sjálf- an sig hvort slíkt er gott vega- nesti fyrir stjómmálamann sem sækist eftir að leiða stjómmála- hreyfmgu. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem telja að fjárlög yfirstandandi árs veiti ekki það aðhald sem nauðsynlegt hefði verið. Þegar fjárlagafrumvarpið leit dagsins ljós gagnrýndi ég það og benti á að það væri langt frá því að vera samið af hófsemd með aðhald í huga: „Ríkissjóöur nýtur góðœris- ins aö fullu en því miöur er tæki- fœriö til aö stokka upp í ríkis- rekstrinum ekki nýtt nema aó litlu leyti. Sóun og óráðsía er enn látin viögangast. Engin tilraun er gerö til aö lœkna mein heilbrigöis- og tryggingakerfisins. Vitleysunni í landbúnaöi er haldiö áfram og pilsfaldakapítalisminn lifir enda atvinnulífinu ekki gert að standa undir þeim kostnaöi sem fellur á þjóöfélagiö vegna þess. “ Þessi gagnrýni stendur enn og hefur verið endurtekin oftar en einu sinni. Kannski erum við Össur sammála að þessu leyti, - vandi leiðtogaefnisins er að hann hefur ekki sannfært mig og fleiri um að hann hafi fundið færa leið út úr kerfi óráðsíu og sóunar. Skapofsi mun ekki auka trúverð- ugleika eða sann- færingakraftinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.