Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Page 26
26
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 JDV
Hinn 29. janúar næstkomandi
verður gríðarlega mikið um að vera
í Reykjavík en þá hefst með form-
legum hætti dagskrá Reykjavíkur
menningarborgar Evrópu árið 2000.
Á meira en 80 stöðum verður opið
hús með skemmtan, söng og dansi
frá því í rauðabítið um morguninn
og langt fram á kvöld. Allt er ókeyp-
is og vonast eftir sem flestum til að
innsigla þá gleði menningar og lista
sem ríkja mun i borginni út árið.
Menningarborgarar geta tekið þátt í
svokölluðum stjörnuleik með þvi að
heimsækja sem flesta staði og safna
stimplum með stjörnum menningar-
ársins. Listin skýtur upp kollinum á
ólíklegustu stöðum þennan dag en í
sundlaugum verður ljóðalestur,
myndlist, tónlist og leiksýningar en
í strætó starfar fjöllistahópur að því
að gera ferðina enn skemmtilegri en
venjulega. Opnanir og tónleikar
verða um alla borg og hringja
þannig inn árið.
... i prófíl
Menningarborgin Akur-
eyri
Kynningarstjóri verkefnis þessa
er Svanhildur Konráðsdóttir og hef-
ur hún ásamt öðrum starfsmönnum
lagt nótt við dag í marga mánuði til
þess að allt verði tilbúið á réttum
Svanhildur Konraösdottir, kynningarstjóri Reykjavík 2000, ólst upp í menningarborginni Akureyri.
Vordrottning og kofasmiður
Svanhildur Konráðsdóttir rifjar upp æskuár sín á Akureyri
tíma. Sjálf er Svanhildur sprottin úr
frjóum jarðvegi fjölbreyttrar menn-
ingar og borgarlífs norður við Eyja-
fjörð í menningarborginni Akur-
eyri. Hvernig var Akureyri sem
menningarborg í vitund hennar?
„Ef ég hugsa til baka til æskuár-
anna á Akureyri er menning eitt-
hvað sem er svolítið stíft og form-
legt og tengt við sunnudaga,
súkkulaði og Rás 1. Einhvern veg-
inn fannst manni þá að menningin
væri í sérstöku hólfi en lífið i öðru.“
Svanhildur lák Grýlu
árum saman
Svanhildur segir að þegar hún
var að alast upp á Akureyri í lok
sjöunda áratugarins og upphafi þess
áttunda hafi enn eimt eftir af þeim
dönsku menningaráhrifum sem
lengi settu svo mikinn svip á bæinn.
Þessi áhrif risu hvað hæst í ösku-
deginum þegar öll böm gengu
syngjandi og sníkjandi um götur
bæjarins og tróðust inn á gafl í ýms-
um fyrirtækjum og verslunum.
„Þetta var stór hátíð. Við æfðum
okkur margar vikur á undan, völd-
um okkur búninga og svo vorum
viö komin af stað í bítið, stríðsmál-
uð, veltandi í sköflunum með
koddaver frá mömmu undir feng-
inn. Það var farið í allar verslanir
og fyrirtæki og sungið. Það þótti
Einbirni og dekurrófa
Svanhildur ólst upp í hefðbund-
inni stórfjölskyldu á Akureyri en
hún er elsta bam foreldra sinna,
Konráðs Jóhannssonar og Lilju
Helgadóttur. Fjölskyldan bjó á Eyr-
inni í húsi sem móðurforeldrar
Svanhildar, þau Helgi Árnason og
Guðlaug Karlesdóttir, deildu með
þeim.
„Ég var einbimi til fimm ára ald-
urs þegar Hrafnkell bróðir minn
fæddist en alls urðum við flmm.
Þetta voru ákveðin forréttindi og ég
býst við að ég hafi verið svolítil dek-
urrófa. Mamma mín vann á Lands-
símanum meðan ég var lítil en þeg-
ar það fyrsta af yngri systkinunum
fæddist hætti hún að vinna utan
heimilis. Þetta voru í endurminn-
ingunni tímar sem einkenndust af
draumkenndu öryggi og kyrrlátu
lífi. Það var fátt sem gerðist á Akur-
eyri á þessum tíma og þess vegna
varð allt sem breytti út af svo mik-
ið tildragelsi og skemmtun. Mér er
t.d. minnisstætt þegar ég var að fara
í dansskóla Heiðars Ástvaldssonar,
Ólafsfjörður®
Dalvík
WSi
ekkert tiltökumál að hafa ca 10 lög á
takteinum og kunna textana. Stað-
irnir voru misjafnlega vinsælir en
mér er sérstaklega minnisstæð
Verslun Sigga Gúm sem hét auðvit-
að réttu nafni yerslun Sigurðar
Guðmundssonar. Ég átti lengi víga-
legan Grýlubúning en mér er ekki
síður minnisstæður vikingabúning-
ur Hrafnkels bróður míns sem var
enn fremur vopnaður stálöxi sem
faðir okkar smíðaði handa honum
og var hið skuggalegasta vopn.“
prílandi í snjónum með spariskóna
í poka og mínu fínasta pússi.“
Kjóll vordrottningarinnar
„í tengslum við dansnámskeiðin
voru haldin grímuböll og ég á ljúfar
minningar frá því þegar ég fékk
verðlaun á einu slíku, iklædd bún-
ingi Vordrottningar, skærgrænum
með gyllta kórónu á höfðinu. Ég á
þennan búning enn.“
Svanhildur er samhaldssöm á
slíka búninga og á enn þá marga
pífukjóla sem Konráð faðir hennar
færði henni þegar hann var í sigl-
ingum á togurum. Á þessum árum
hafta og skömmtunar voru það eftir-
sótt forréttindi að fara til útlanda.
„Það var veisla þegar pabbi kom
frá útlöndum. Hann færði mér
kjóla, leikföng sem áttu sér enga
hliðstæðu og kom með fáséð sæl-
gæti.“ Fjölskyldan flutti síðar upp á
Brekku sem kallað er og settist að í
hverfi sem var að byggjast rétt ofan
við verslunarmiðstöðina Kaupvang.
Þetta var skemmtilegur tími fyrir
athafnasama krakka.
Máluöu kofana fyrir
Margréti drottningu
„Þama var mikill fjöldi af krökk-
um og hverfið var að stækka. Þama
ríkti mjög skemmtilegur frumherja-
andi. Við krakkarnir byggðum
geysilega vandaö kofaþorp með
12-14 byggingum, m.a. stúku og fót-
boltavelli og sjoppu undir stúkunni.
Þetta voru flottir kofar með vegg-
fóðri og vönduðum innréttingum og
þama var stundaði búskapur á borð
við kanínurækt. Þetta setti svo mik-
inn svip á bæinn að þegar Margrét
Danadrottning kom í opinbera
heimsókn til Akureyrar þá kom ein-
hver bæjarstarfsmaður að máli við
okkur og vildi láta rífa kofana. Við
héldum nú ekki og settum upp
samningaviðræður við bæinn sem
endaði með því að við fengum að
láta kofana standa með því að mála
þá.“
Barist við „þorpara"
Eins og tiðkaðist mikið í bæjum
eins og Akureyri var grunnt á
harkalegum ríg milli hverfa. Svan-
hildur tilheyrði þjóðflokki Brekku-
snigla eftir að fjölskyldan flutti upp
eftir og það skarst oft í odda með
þeim og Þorpurunum sem bjuggu
úti í Glerárþorpi.
„Það gat enginn á Brekkunni ver-
ið þekktur fyrir að leika sér við
krakka utan úr þorpi. Þar bjuggu
strákar sem brutust stundum inn í
kofana okkar. Við og þeir
umst vopnum og æstum okkur upp
í bardagaham. Þetta voru oft harka-
legar orrustur þar sem beitt var
vatnssprengjum meö grjóti og bar-
eflum. Frá slíkum orrustum komu
menn rennblautir og skrámaðir.
Þetta entist svona fram undir ferm-
ingu.“
Fór í búning fyrir Rósa-
stríðin
Svanhildur man vel eftir því þeg-
ar sjónvarpið kom til Akureyrar
þegar hún var fjögurra ára gömul.
„Ég man eftir þáttum um Rósa-
stríðin, War of the Roses. Mér fund-
ust búningamir svo fallegir að ég
klæddi mig alltaf upp á með skart-
gripi og tildur og sveiflaði mér fyrir
framan sjónvarpið.
Ég man eftir teiknimyndum í
sjónvarpinu klukkan sex á miðviku-
dögum sem við bróðir minn máttum
ekki missa af. Þegar ég sé son minn
sem horfir á Cartoon Network og
hefur aðgang að öllum heimsins
leikfongum og skemmtun þá finn ég
muninn. Þegar fátt gerist þá er gleð-
in svo folskvalaus yfir öllum gleði-
stundum. Með ofgnótt alls erum við
kannski að ræna bömin okkar þess-
ari gleði.
Ég fer sjaldan til Akureyrar nú-
orðið og rata varla þar nema um
mínar æskuslóðir en í endur-
minningunni er frelsið og örygg-
ið og leikir í björtum sumamóttum
fjársjóður sem fylgir mér alla tíð.“
-PÁÁ
Fullt nafn: Örvar Þóreyjar-
son Smárason.
Fæðingardagxu- og ár: 24.6.
1977.
Maki: Ókvæntur.
Böm: Engin.
Skemmtilegast: Að leika
mér.
Leiðinlegast: Að hlaupa í
hringi.
Uppáhaldsmatur: Súkku-
laðikaka.
Uppáhaldsdrykkur: Mjólk.
Fallegasta manneskja: Það
eru allar manneskjur
fallegar.
FaUegasta röddin: Músi
vinur minn.
FaUegasti Ukamshluti:
Ökklinn.
Hvaða finnst þér vænst
um? Fjölskylduna.
Hvaða teiknimyndapersóna
myndirðu vUja vera? Jim-
my Corigan, The Smartest
Kid on Earth.
Uppáhaldsleikari: Gísli
Halldórsson.
UppáhaldstónUstarmaður:
Borkó.
Sætasti stjómmálamaður:
Steingrímur J. Sig-
fússon.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur:
Enski boltinn.
Leiðinlegasta auglýsingin:
Volkswagen-auglýsingin með
gömlu körlunum í sundi.
SkemmtUegasta kvikmynd-
in: Álfhóll - kappaksturinn j
mikli.
Sætasti sjónvarpsmaður- ]
inn: Power-puff girls.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Bókasafnið.
Besta „pikk-öpp“-Unan: Ég
þarf enga „pikk-öpp“-línu.
Hvað ætlaðir þú að verða?
Rithöfundur.
Eitthvað að lokum: Nei, mig
er farið að svima.
Akureyri eins og hún leit út þegar Svanhildur var að alast upp þar.
Orvar
Þóreyjarson
Smárason
22 ára tónlistar-
maður og meðlim-
ur í múm
Hann heitir Örvar og er
tónlistarmaður sem spilar
á nánast hvað sem er með
hljómsveitinni sinni, múm.