Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Side 27
Valdimar Grímsson skorar eitt marka sinna gegn Svium í gær og Staffan Olson kemur ekki vörnum viö. Róbert Duranona fylgist meö. DV-mynd Silvans Sezina LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 Mþróttir - lélegir íslendingar steinlágu gegn Svíum, 23-31 Tólurnar tala 30 Skot íslenska liðsins sem enduðu á Svíum í leiknum. Tomas Svensson varði 23 skot í markinu, þar af 4 víti og sænska vömin tók önnur sjö. 8-21 10 Fráköstin í leiknum Svíum í vil. Svíar tóku 10 sóknarfráköst í leikn- um eða tveimur fleiri en íslenska liöið tók sam- tals i vöm og sókn. Magnus Anderson kom sterkur inn i leikstjórnanda- hlutverkið hjá Svíum og gaf alls 10 stoðsendingar en ís- lensku strákamir áttu sam- tals fjórtán í leiknum. DV, Króatíu:________________ íslenska landsliðið í handknattleik var fjarri þvi að sýna sínar bestu hliðar er það mætti sænska lands- liðinu í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Króatíu I gær. Svíar sigruðu, 23-31, en staðan í leikhléi var 10-18. Leikurinn var í jafnvægi í byijun en um miðjan síð- ari hálfleikinn fór allt úr- skeiðis hjá okkar mönnum og Svíar áttu auðvelt með að ná miklu forskoti. Bar- áttuleysi og skortur á vilja til að sigra var einkennandi fyrir íslenska liðið og engu líkara en okkar menn álitu leikinn tapaðan fyrirfram. Undarlegt að landsliðsmenn í úrslitakeppni skuli ekki beijast af krafti og tapa með sæmd, það gerði íslenska liðið ekki gegn Svium í gær. Svíar hafa á að skipa sterkara liði en við en loka- tölumar í gær gefa ekki rétta mynd af getu liöanna. Islenska liðið gerði aragrúa mistaka og leikmenn lögðu sig alls ekki fram. Það voru fyrst og síðast skyttur íslenska liðsins sem brugðust í þessum leik og undarlegt að sjá menn sem eiga að vera sterkar skyttur varla reyna markskot af viti i leiknum. Vamarleikurinn var í molum hjá íslenska liðinu og ef menn taka sig ekki saman í andlitinu í næstu leikjum fær íslenska liðið ekki stig á mótinu. íslendingar bmtu afar klaufalega af sér í vörninni og voru reknir út af í 2 mínútur í tíma og ótíma. Slíkt gengur vitanlega ekki gegn liði eins og því sænska. Þessi klaufabrot, hörmu- legur vamarleikur og baráttuleysi leik- manna okkar gerði það að verkum að tapið varð stórt og leikur liðsins mjög slakur á öOum svið- um. Bengt Johansson „íslenska liðið var inni i myndinni tO að byrja með en síðan hrundi leikur þess og það sá hver maður að dómaramir vom ekki hliðhollir íslendingum og ráku þá aOt of oft út af. Ég held að ástæðan sé sú að þeir beri of mikla virðingu fyrir liði okkar. Islenska liðið hef- ur oft sótt í sig veðrið á stórmótum og ég hef trú á að það gerist hér einnig," sagði þjálfari Svla. „Menn verða að átta sig á því að við vomm að keppa við heims- og Evrópumeistara og þeir em betri en við. Við vorum inni í leOmurn tO að byrja með en vorum síðan reknir of mOcið út af. Það gengur hvorki vamar- né sóknarlega gegn liði eins og því sænska. Við klúðruðum leiknum I síðari hluta fyrri hálfleiks. Það var aldrei möguleiki á að vinna þenn- an mun upp í síðari hálf- leik,“ sagði Þorbjöm Jens- son, landsUðsþjálfari, eftir leikinn gegn Svíum. Ólafur Stefánsson „Mjög slæmur kafli i fyrri hálfleik gerði það að verkum að við töpuðum stórt. Núna þurfa menn að ræða málin og hugsa þetta upp á nýtt. Það býr mun meira í okk- ar liði en við sýndum í þess- um leik. Ég fékk ekki fjög- ur 100% færi í þessum leik og ég skýt ekki á markið nema ég sé í 100% færi, og það breytist ekki neitt,“ sagði Ólafúr Stefánsson í samtali við DV eftir leikinn gegn Svíum. í A-riðU léku á sama tíma Noregur og Frakkland og unnu Frakk- ar, 21-24. -JKS 23(10) - Svíþjóð 31 (18) 1-0,1-1, 3-2, 3-4, 5-5, 5-9, 6-13, 8-16, 9-17, 9-18, (10-18) 10-20,12-20, 13-21, 15-23, 18-25, 20-27, 20-29, 22-30, 23-31._________________ Mörkfskot/tapaóir): Gústaf Bjamason 5 (7/0), Valdimar Grlmsson 4/3 (8/0), Róbert Sighvatsson 3 (4/0), Dagur Sigurðsson 3 (6/2), Patrekur Jóhannesson 3 (9/2), Ólafur Stefánsson 3 (5/3), Róbert Julian Duranona 2/2 (9/2) Samtals: 23/5 (51/9), Stoósendingar: Ólafur 5, Patrekur 3, Valdimar 3, Dagur 1, Gústaf 1, Duranona 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18 (44/6 á sig), Bergsveinn Bergsveinsson 2/1 (5/2 á sig). Brottvisanir: 16 minútur. Vitanýting: Skorað úr 5 af 9. Mörk: Staffan Olsson 7 (14 skot), Stefan Lövgren 7/1, Ljubomir Vranjes 5/4, Pierre Torsson 3, Magnus Wislander 3, Tomas Sivertsson 2, Martin Frandsjö 2, Magnus Anderson 2/1, Ola Lindgren 1. Varin skot: Tomas Svensson 23/4. Brottvisanir: 8 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 6 af 8. Svíþjóð Dómarar (1-10): Klucso og Lekrinszki frá Ungverjaiandi (x). Áhorfendur: 300 Gœði leiks (1-10): x. ísland Vissir þú... að Herbalife er efcfei eingöngu til grenningar heldur einnig til fitunar og uppbyggingar vöðva? Við seljum: - Heilsuvörur - Snyrtivörur - Sóívörn - Gjafavörur - Ilmvötn - Barnavörur. garafsláttur utjanúar Jólaábótina burt og fínu línurnar í lag fyrir sumariö áður eftir Pantið ófeeypis bækling í s. 694-9588 á lieima Electrolux í Húsasmidjiinm HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is H3 Electrolux • Kælir og frystir • Hæð 200 sm • Tvær pressur • Digital stjómborð • Hljóðlátur • Viðvörunarkerfi fyrir frysti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.