Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Qupperneq 29
JLj'V'" LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 fréttaskýríng * Páll Baldvin Baldvinsson er dagskrárstjóri á Stöð 2. Hann á að baki talsverðan feril sem leikstjóri og leikiistarráðunautur. var þæft áfram og á framhaldsaðal- fundi Leikfélags Reykjavíkur í nóvem- ber, þremur vikum áður en staðan var auglýst, var ekki minnst einu orði á þetta mál. Það mun hafa verið ömólfur Thors- son, fulltrúi borgarstjóra i leikhúsráði, sem formlega bar fram tillögu um að auglýsa skyldi stöðuna. Samkvæmt bestu heimildum DV var það gert í óþökk Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra sem studdi Þórhildi til starfsins fyrir tæpum fjómm árum og hvatti hana til að sækja um. Fullyrt er að borgarstjóri og aðstoðarkona henn- ar, Kristín Ámadóttir, séu æfar vegna þessarar framvindu mála og dagar ömólfs sem fulltrúa borgarinnar í leikhúsráðinu séu senn taldir. Ömólf- ur vildi ekkert tjá sig um þessi mál þegar DV leitaði eftir því. Grískur harmleikur eða Shakespeare Þannig er margt í þessu máli sem minnir á grískan harmleik eða örlaga- leik eftir William Shakespeare. Þeir sem trúa á samsæriskenningar vilja meina að Páll Baldvin hafl undirbúið sókn sina gegn Þórhildi í meira en ár og hafi undirbúið jarðveginn með ýms- um hætti. Meðal annars er bent á ráðningu Áma Möller í starf fram- kvæmdastjóra en Ámi starfaði með Páli Baldvini í Hinu leikhúsinu fyrir mörgum árum. Það mætti einnig segja að fyrsti þáttur hafi verið leikinn í vor þegar óánægjukór starfsmanna heyröist en Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, þarf nú að verja stöðu sína með kjafti og klóm fyrir formanni Leikfélags Reykjavíkur, Páli Baldvin Baldvinsson. Stríðshanskanum kastað Af þessum tölum er auðséð að að- sókn að leikhúsinu er ágæt og sýnist fara vaxandi. Árið 1996 til 1997 var Þór- hildi þó afar erfitt því það var eitt hið slakasta í sögu Leikfélagsins og munu aðeins rúmlega 20 þúsund áhorfendur hafa komið á sýningar LR í Borgar- leikhúsinu það ár en þær sýningar sem héldu upp aðsókninni vom ekki á vegum LR þó aðsókn á þær sé skráð með í uppgjörum fyrir árið. Siðustu tvö leikár hafa verið góð og 98/99 hið besta í sögu félagsins. Aldrei hafa fleiri komið að sjá sýningar þess. Á þessu ári vom sett upp tvö mjög vin- sæl verk, Litla hryllingsbúðin og Gre- ase. Einnig hóf göngu sína gamanleik- urinn Sex í sveit sem enn er sýndur og er að slá öll aðsóknarmet í Borgarleik- húsinu. Sú sýning á drjúgan þátt í góð- um tölum síðasta árs. Þessa staðreynd nota andstæðingar Þórhildar óspart og fúllyrða að með vinsælum innantómum kassastykkj- um séu fengnar góðar aðsóknartölur meðan hin raunverulega menning svelti. Þessi gagnrýni verður hálfmn- antóm í ljósi þess að flest leikhús mæla velgengni sína í fjölda áhorfenda. Fylg- ismenn Þórhildar benda ákaft á þessar góðu tölur til sannindamerkis um að hún sé þrátt fyrir allt góður leikhús- stjóri og eigi þess vegna að fá að spreyta sig áfram. Það er því ljóst að það verður hart barist innan veggja Borgarleikhússins á komandi dögum og vikum. Páll Bald- vin hefúr kastað stríðshanskanum og nú verða vopnin látin tala. -PÁÁ Aðsóknar- tölur 1990 1999. (Leik- árið er ágúst til júll) 89/90=54113 90/91=81027 91/92=77609 92/93=59140 93/94=65860 94/95=46181 95/96=83721 96/97=55946 97/98=63078 98/99=98363 Á þessari mynd sjást Gísli Rúnar Jónsson og Halldóra Geir- harðsdóttir í hlutverkum sínum í Sex í sveit. Sýningin er nú á þriðja leikári og á drjúgan þátt í þeim viðsnúningi sem orðið hefur á aðsókn í Borgarleikhúsið í valdatíð Þórhildar. nú sé tjaldið dregið frá öðrum þætti. Á sviðinu standa tvær fylkingar. í annarri þeirra eru miðaldra karlmenn dökkir yfirlitum í síðum frökkum, Páll Baldvin og Ömólfúr Thorsson. Hinum Guðjón Pedersen leikstjóri er sagð- ur meðal umsækjenda. Hann nýtur mikillar hylli meðal leikara. megin á sviðinu standa miðaldra kon- ur í mussum, Þórhildur Þorleifsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hvað gerist þegar fýlkingunum lýstur sam- an veit enginn. Hvað segja tölumar? Það sem gerir þeim sem vilja koma Þórhildi úr starfi erfitt fyrir er sú staðreynd að undir hennar stjóm hefúr aðsóknin auk- ist jafnt og þétt. Lítum nánar á töl- umar: Hvað mun gerast? Ef leikhúsfólk er hrætt við eitthvað er það neikvæð um- ræða um leikhúsið, þar sem reynslan sýnir að neikvæð um- ræða dregur úr virðingu og áhuga fólks og þar af leiðandi aðsókn. Því er líklegt að það næsta sem gerist í stöðunni verði að kallaðir verði saman ýmsir hópar til þess að uppræta jarð- sprengjumar og fylkja sér sam- an um að láta líta svo út að allt sé í himnalagi. Hér hafi aldrei veriö nein átök í gangi, enginn slagur. Leiðin út gæti orðið að gera starfslokasamning við Þórhildi sem hún gæti borið höfuðið hátt yflr út á við, til dæmis með mikilli vinnu við leikstjórn næstu tvö árin og ráöa ein- hvem af öðrum umsækjendum, til dæmis Guðjón Pedersen leik- stjóra I stöðu leikhússtjóra og Páll Baldvin settist aftur í sæti formanns. Bæði er að Guðjón er vinsæll meðal yngri sem eldri leikara. Hann þykir góður leikstjóri og þægileg manneskja í umgengni og líklegt er að sátt myndi ríkja um ráðningu hans - um sinn - jafnvel þótt hann sé ekki álitinn hentugt leikhússtjóraefni. En þar er einmitt kjarni málsins. Guðjón er líklega sá einstaklingur meðal umsækj- enda sem Páll Baldvin myndi treysta sér til að stjóma. Það er spuming hvort Páll Baldvin hafi í rauninni ætlað sér að verða leikhússtjóri. Hann myndi lækka töluvert í launum frá því að vera dag- skrárstjóri Stöðvar 2 og þyrfti að víkja úr þeirri valdastöðu sem hann hefur sem formaður Leikfélags Reykjavíkur. Hins vegar hefði orðið erfitt fyrir Pál Baldvin að ráða Guð- jón ef Þórhildur yrði einn af umsækjendunum og því varð hann aö búa til gervisprengju - úr sjálfum sér gegn Þórhildi - til þess að nauðsynlegt yrði að finna málamiðlunarleið þar sem Þórhildur héldi höfði, hann héldi formannssætinu og fengi leikhússtjóra sem hann teldi sig geta unniö með. Páll Baldvin stendur þó ekki einn í þessu „plotti“ því að á bak við hann er gamla valda- klíkan úr Leikfélagi Reykjavík- ur, vinur hans Kjartan Ragn- arsson, hvers eiginkona, Sigríð- ur Margrét Guðmundsdóttir Oeikstjóri), er í vinnu hjá Páli Baldvin á Stöð 2. Kjartan er síð- an vinur Sigurðar Karlssonar, fyrrverandi formanns LR en hann og eiginkona hans, leik- stjórinn Ásdís Skúladóttir, hafa ekki unnið hjá Leikfélagi Reykjavíkur í tið Þórhildar. Ekki heldur Kjartan Ragnars- son og Sigríður Margrét. Þess er lika skemmst að minnast að Hafliði Amgríms- son leikhúsfræðingur var til skamms tíma leiklistarráðu- nautur Borgarleikhússins. Hann gekk út síðastliðið vor vegna ósættis við Þórhildi. Hafliði og Guðjón Pedersen em vinir og samstarfsmenn til margra ára og á meðan Þóhild- ur situr í leikhússtjórastólnum sjá þeir líklega litla möguleika á uppsetningum í Borgarleik- húsinu. Niðurstaðan verður líklega sú aö Guðjón verði ráðinn. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.