Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2000, Page 47
DV LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
55
fréttir
lil hamingju með afmælið 23. janúar
85 ára
Kristján Sigurðsson, Fornhaga 23, Reykjavík. Sigrún Guðmundsdóttir, Skúlagötu 40, Reykjavík.
80 ára
Ámi Ámason, Mýrarvegi 124, Akureyri. Jón Erlendsson, Hólagerði 1, Fáskrúðsfirði. Sigurður Jónsson, Bláhömrum 2, Reykjavík.
75 ára
Ingólfur Arnar Þorkelsson, Háaleitisbraut 121, Reykjavík. Hann og Rannveig eru á Hotel Roque Nublo, Gran Canaria. Jóhann V. Sigurjónsson, Álftahólum 2, Reykjavík. Kristjana Gísladóttir, Lindargötu 66, Reykjavík. Sigrún A. Sigurðardóttir, Tryggvagötu 5, Selfossi. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Þórsgötu 21a, Reykjavík. Soffía Helgadóttir, Mýrargötu 18a, Neskaupstað.
70 ára
Ásta Sveinsdóttir, Háaleitisbraut 117, Reykjavík. Georg Sigurðsson, Strembugötu 12, Vestmeyjum.
60 ára
Guðlaug Emilía Eiríksdóttir, Lindarflöt 1, Garðabæ. Haraldur Friðjónsson, Austurbergi 2, Reykjavík. Helga Ólafsdóttir, Reyðarkvísl 5, Reykjavik. Helga Sveinsdóttir, Markarflöt 18, Garðabæ.
50 ára
Bára Snorradóttir, Huldulandi 8, Reykjavík. Dómhildur A. Sigfúsdóttir, Barmahlíð 16, Reykjavík. Gunnar Kristdórsson, Bakkahlíð 20, Akureyri. Jón Ragnarsson, Eyrarholti 2, Hafnarfírði. Rúnar Jóhannsson, Hæðargerði 5c, Reyðarfiröi.
40 ára
Bjöm Ólafsson, Tjarnargötu 28, Keflavík. Eldey Huld Jónsdóttir, Vallarási 5, Reykjavík. Heimir Þór Tryggvason, Laufengi 5, Reykjavík. Hulda Karen Róbertsdóttir, Búhamri 31, Vestm.eyjum. Jóhanna Gunnarsdóttir, Holtsbúð 30, Garðabæ. Kristlaug Þ. Svavarsdóttir, Hjallalundi 9d, Akureyri.
Guðmunda Elíasdóttir
Guðmunda Elíasdóttir óperusöng-
kona, Vesturgötu 26b, Reykjavík,
verður áttræð á morgun.
Starfsferill
Guðmunda fæddist í Bolungarvík
og ólst þar upp á Grundum fyrstu
sex árin en faðir hennar drukknaði
er hún var á fjórða árinu. Hún flutti
með móður sinni að Látrum í Aðal-
vík 1926, fór til systur sinnar á ísa-
firði ári siðar þar sem þær mæðgur
bjuggu til 1932 en þá fluttu þær til
Reykjavíkur og bjuggu fyrstu árin
þar á Smiðjustígnum.
Guðmunda fór ung til Kaup-
mannahafnar og hóf þar söngnám
við Konservatoriið 1939 en hennar
aðalkennari var prófessor Dóra Sig-
urðsson. Þá stundaði Guðmunda
söngnám hjá prófessor Kristian Riis
í Kaupmannahöfn, hjá Madame
Fouresthier í París og hjá Florence
Bower í New York.
Guðmunda söng í óperum og hélt
konserta á íslandi og víða erlendis,
m.a. við hátíðarmessu á jólum i
Hvíta húsinu. Eldri íslendingum er
Guðmunda minnisstæð sem Ma-
dame Flora i Miðlinum eftir 'Men-
otti og sem Maddalina í Rigoletto.
Auk þess að syngja á konsertum og
á sviði hefur hún sungið í útvarp og
inn á hljómplötur. Þá hefur Guð-
munda kennt söng um
árabil, bæði í Söngskól-
anum í Reykjavík og í
einkatímum. Árið 1982
kom út ævisaga Guð-
mundu, Lifsjátning, sem
Ingólfur Margeirsson
skráði.
Guðmunda hefur
starfað við kvikmynda-
gerð sl. tólf ár en hún
hefur leikið í ellefu
kvikmyndum á þessu
tímabili.
Fjölskylda
Guðmunda giftist
24.10. 1943 Henrik Knudsen, f. 10.8.
1918, d. í október 1993, guilsmíða-
meistara frá Maribo i Danmörku.
Þau bjuggu í Danmörku til 1945 en
síðan ýmist á íslandi, í Danmörku
eða í New York þar til þau slitu
samvistum.
Börn Guðmundu og Henrik eru
Bergþóra, f. 12.6. 1944, d. 1946; Hans
Albert, f. 1.10. 1947, flugumsjónar-
maður í Lúxemborg, kvæntur Lauf-
eyju Ármannsdóttur og eiga þau tvö
börn, Henrik Knudsen, f. 25.7. 1984,
og Helenu Sif Knudsen, f. 15.11.1987;
Sif Knudsen, f. 2.7. 1950, sjúkraliði,
búsett i Reykjavík, gift Stefáni Ás-
grímssyni blaðamanni og eiga þau
tvö böm, Guðmund El-
ías, f. 23.1. 1974, og Sig-
urlaugu, f. 6.10. 1978.
Vorið 1973 giftist
Guðmunda Sverri
Kristjánssyni, f. 7.2.
1908, d. 1976, sagnfræð-
ingi og rithöfundi.
Alsystur Guðmundu:
Þorgerður, f. 1922, en
hún lést í frum-
bemsku; Þorgerður
Nanna, f. 23.5. 1923, bú-
sett í Reykjavík.
Hálfsystkini Guð-
mundu, samfeðra: Jón
Árni sem drukknaði
rösklega tvítugur; Olga
sem lést í bernsku; Sveinbjörn sem
drukknaði tvítugur; Olga, nú látin,
lengst af búsett í Keflavík; Elías, lést
ungbam; Ágústína, nú látin, lengst
af búsett í Reykjavík; Jónína, búsett
i Hafnarfirði.
Hálfsystkini Guðmundu, sam-
mæðra, Guðmundsbörn: Tvíburarn-
ir Guðmundur og Sigurður sem dóu
í frumbernsku; Gunnar Sólberg sem
dó sjö ára; Elísabet sem fórst í flug-
slysi í Búðardal 1947; Kristin Hali-
dóra sem dó í frumbernsku og
Gunnar Sólberg sem dó þriggja ára.
Foreldrar Guðmundu voru Elías
Þórarinn Magnússon, f. 5.11.1878, d.
7.11. 1923, formaður í Bolungarvík,
og s.k.h., Sigríður Jensdóttir, f. 1.2.
1881, d. 2.1. 1968, húsmóðir.
Ætt
Elías var sonur Magnúsar, hús-
manns í Bolungarvík Jónssonar,
hreppstjóra að Hóli í Bolungarvík
Guðmundssonar, b. í Ytrihúsum í
Arnardal Ásgrímssonar, hrepp-
stjóra í Amardal fremri Bárðarson-
ar, ættfoður Arnardalsættarinnar
Hlugasonar. Móðir Magnúsar var
Þóra Árnadóttir, b. á Meiribakka í
Skálavík, Árnasonar, b. í Ósi í Bol-
ungarvík Magnússonar „auðga" Sig-
mundssonar.
Móðir Elíasar var Elín Jónsdótt-
ir, b. á Meiribakka Einarssonar, b. á
Meiribakka Jónssonar.
Sigríður var dóttir Jens Guð-
mundar, b. í Amardal Jónssonar, b.
í Fremri Amardal Halldórssonar, b.
í Fremri Arnardal, bróður Guð-
mundar í Ytrihúsum. Móðir Jóns í
Fremri Arnardal var Ingibjörg
Jónsdóttir, b. á Gili í Bolungarvík
Jónssonar. Móðir Jens var Guðrún
Jónsdóttir, rokkasmiðs á Ytri-Veðr-
ará Jónssonar. Móðir Sigríðar var
Sólborg Sigurðardóttir, b. á Siglu-
nesi á Barðaströnd Finnbogasonar,
b. í Miðhlíð og á Siglunesi Sigurðs-
sonar.
Guðmunda Elíasdóttir.
Sóley Herborg Skúladóttir
Sóley Herborg Skúla-
dóttir framkvæmdastjóri,
Dalalandi 7, Reykjavík,
verður fertug á mánudag-
inn.
Starfsferill
Sóley fæddist á Húsa-
vík en ólst upp við Vall-
artröð í Kópavogi. Þá
eyddi hún og systkini
hennar sumrunum á
æskuárunum hjá ætt-
mennum sinu á Húsavík.
Sóley var í Kópavogs-
skóla. og Víghólaskóla í
Kópavogi, stundaði píanónám við
Tónlistarskóla Kópavogs í fjögur ár
frá tólf ára aldri, hóf nám við Iðn-
skólann i Reykjavik 1975 og útskrif-
aðist þaðan 1978, stundaði nám við
FB 1986-89 og las guðfræði við HÍ
1993.
Sóley hefur verið framkvæmda-
stjóri og eigandi heildsölufyrirtækis
í Kópavogi frá 1995.
Fjölskylda
Fyrrv. maður Sóleyjar er Ingi
Guðjónsson, f. 26.7. 1959, apótekari.
Dóttir Sóleyjar og Inga er Þuríður
Helga Ingadóttir, f. 10.2. 1990.
Systkini Sóleyjar eru Helga
Skúiadóttir, f. 10.11. 1958, yfirlyfja-
fræðingur en maður hennar er Ólaf-
ur Bergmann Svavarsson, f. 23.6.
1957, hagfræðingur og eru börn
þeirra Stefanía, f. 9.7. 1982, og Sig-
rún, f. 21.5. 1986; Ingólfur Skúlason,
f. 9.1. 1957, viðskiptafræðingur og
framkvæmdastjóri en
kona hans er Elena
Bougrova Skúlason, f.
3.8. 1963, geðlæknir,
læknir og kapteinn í
varaliði rússneska
Kyrrahafsflotans og
eru börn þeirra
Anna, f. 4.10. 1994, og
Jacqueline, f. 7.3.
1996, en börn Ingólfs
frá fyrra hjónabandi
eru Skúli, f. 17.3.1988,
og Katrín, f. 30.12.
1989.
Foreldrar Sóleyjar
eru Skúli Skúlason, f.
19.6. 1934, framkvæmdastjóri i
Kópavogi, og Helga Ingólfsdóttir, f.
2.8. 1930, skrifstofumaður.
Ætt
Alsystur Skúla eru Halla Þórey,
var gift Jóhannesi Jörundssyni
kennara sem lést 1962, en seinni
maður Höllu Þóreyjar er Jón Vil-
berg Guðjónsson framkvæmda-
stjóri; Sigurfljóð, bankamaður, gift
Guðmundi Tryggvasyni aðalbókara.
Börn Höllu Þóreyjar eru Jörund-
ur listamaður, Sveinfríður kennari,
Hákon prestur og Helga leirlista-
kona Jóhannesarbörn.
Börn Sigurfijóðar og Guðmundar
Tryggvasonar eru Tryggvi heim-
spekingur, Helga Björg guðfræðing-
ur og Skúli íþróttamaður Guðmund-
arbörn.
Hálfsystir Skúla er Elsa Björk
skrifstofumaður en maður hennar
er Þorsteinn Skúli Ásmundsson
framkvæmdastjóri.
Börn Elsu Bjarkar og Þorsteins
Skúla eru Helgi viðskiptafræðingur,
Margrét Ása viðskiptafræðingur og
Ingvar nemi.
Foreldrar Skúla: Skúli Einarsson,
kaupmaður og framkvæmdastjóri á
ísafirði, og Helga Þóroddsdóttir yfir-
matráðskona.
Systkini Helgu Ingólfsdóttur eru
Guðrún Herborg Ingólfsdóttir, gift
Hallmari Frey Bjamasyni, múrara
og starfsmanni íþróttafélagsins
Völsungs; Halldór Ingólfsson tré-
smiður, kvæntur Guðrúnu Þor-
grímsdóttur; Þorbjörg Ingunn Ing-
ólfsdóttir, gift Guðmundi Steinssyni
kvensjúkdómalækni.
Börn Guðrúnar Herborgar og
Hallmars eru Þuríður fóstra, Katrín
kennari, Jóna Björg fóstra, Ingólfur,
íþróttakennari og framkvæmda-
stjóri á Húsavik, og Sveinn kjötiðn-
aðarmaður.
Börn Halldórs og Guðrúnar Þor-
grímsdóttur eru Þuríður
röntgentæknir og Ingunn fóstra.
Sonur Þorbjargar Ingunnar og Guð-
mundar Steinssonar er Snorri
Hrafn Guðmundsson, viðskipta-
fræðingur, hagfræðingur og mark-
aðsstjóri.
Foreldrar Helgu voru Ingólfur
Helgason, framkvæmdastjóri á
Húsavík, og Þuríður Halldórsdóttir
húsmóðir.
vlF
0
Fylgstu með umfjöllun um holla iifnaðar-
hœtti ÍDV, á Bylsjunni og á Stöð 21
DV
NANOO* Æ3m&
Sóley H. Skúladóttir
Armúla 24 S: 568 1518
Reykjavík og Akureyri
Óseyri 2. S. 462-5151