Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 13 Má hafa arð af öldruðum? Á undaníornum árum hafa sprottið upp fyrirtæki í heiminum sem sér- hæfa sig í starfsemi sem hefur verið einkavædd. Hér er um að ræða ýmsa þjónustu, allt frá vatnsveitum og hol- ræsakerfum til skólahalds og rekst- urs sjúkrahúsa og eliiheimila. Þessi fyrirtæki eru mörg fiölþjóðleg og gætir víða einokunartil- hneigingar. Það er í rauninni ekki að undra að fyrirtæki skuli sækja inn á þessi mið. Ljóst er að eftirspumin er stöðug og óþrjótandi og heppnist fyrir- tækjum að koma sér í einokandi aðstöðu geta veitukerfin og heilbrigðisþjónustan að ógleymdum elli- heimilunum gefið vel í aðra hönd. Svo er að sjá sem stærstu fyrirtækin séu smám saman að skipta heiminum upp í yfirráðasvæði. Eitt slíkt fyrirtæki, sem á undanfómum árum hefur fært ört út kvíamar, er danska fyrirtækið ISS. í rauninni er vafasamt að kenna þessi fyrirtæki við eitt þjóðríki, nær væri að líkja þeim við fjölþjóðleg ríki, því þau teygja arma Kjallarinn Ögmundur Jónasson formaður BSRB og alþingismaður sína um heim allan og taka yfir verkefni sem til þessa hafa verið á hendi ríkis og sveit- arfélaga. ISS-lceland Þannig er þvi var- ið með ISS. Á vegum þessa fjölþjóðlega fyrirtækis starfa nú um 200.000 manns í 30 þjóðlöndum i öll- um heimsálfum. Þetta fyrirtæki hefur nú hafið landnám á íslandi. ISS-Iceland hefur íslandsdeildin verið skírð í anda al- þjóðahyggju fjár- magnsins. Fyrir fáein- um dögum keypti ISS- Iceland ræstingadeild Securitas, sama fyrirtækis og rikisstjómin er nú að gera samning við um „Fyrír fáeinum dögum keypti ISS- lceland ræstingadeild Securitas, sama fyrirtækis og ríkisstjórnin er nú aö gera samning yiö um rekstur á eliiheimiium. Ég spái því aö einmitt þangaö, til elli- heimila og sjúkrastofnana, renni ISS hýru auga.u á þá leið að fyrst er reynt fyrir sér í ræstingum og síðar færa menn sig upp á skaftið. í Bretlandi er __________ ISS nú búið að ganga frá samningum um rekstur fjölmargra sjúkrahúsa undir for- merkjum einkafram- kvæmdar, sömu for- múlu og ríkisstjórn íslands ætlar að beita á íslensk elliheimili. rekstur á elliheimilum. - Ég spái því að einmitt þangað, til elliheim- ila og sjúkrastofnana, renni ISS hýru auga. Ferlið hefur víða verið „Þá liggur í augum uppi að því minni sem kostnaðurinn er við reksturinn, við aðhlynningu, umönn- un, i mat og við þrif þeim mun meiri arður í vasa eigenda," segir Ögmundur m.a. í grein sinni. ISS á sér fortíö ISS er ekki reynslu- laust í rekstri elli- heimila. Fyrirtækið hefur t.d. rekið elli- heimili i Svíþjóð og komst meira að segja rækUega í fréttir þar í landi fyrir að búa illa að vist- mönnum á þessum heimilum. Þetta er hættan. Vel- ferðarkerfið hættir að byggjast á þeirri hugs- un að það eigi að veita þjónustu og í stað þess kemur það markmið að veita eigendum sínum arð. Þá liggur í augum uppi að því minni sem kostnaðurinn er við reksturinn, við að- hlynningu, umönnun, í mat og við þrif, þeim mun meiri arður í vasa eigenda. Hér talar reynslan skýru máli. Þvi miður virðist ríkis- stjórn íslands ekki ætla að gæta hagsmuna aldr- aðra í þessum efnum heldur ganga erinda gróðaafla. - En mér er spurn: Hvað flnnst þjóð- inni, má hafa arð af öldruðum? Ögmundur Jónasson Forgangsverkefni i fíkniefnamálum í þessari grein verður í stuttu máli tekið til umfjöllunar for- gangsverkefni og skipulagsbreyt- ingar í flkniefnamálum. Er stað- reynd að það verður með mark- vissum hætti að skilgreina og skipuleggja áætlanir stjómvalda og löggæslu, bæði tO lengri og skemmri tima. Sú stefnumörkun nær m.a. til fjárhagsáætlunar og skipurits löggæslu, lagabreytinga, árangursríkra löggæsluaðgerða, sérhæfingar og menntunar, fræðslu og forvama, endm-skoð- unar á málsmeðferð og refsingum v/fíkniefnabrota o.fl. Lagabreytingar Með markvissu samstarfl lög- gjafarvaldsins og stjómsýslu lög- gæslunnar ætti að vera hægt að forgangsraða brýnustu verkefnum til að ná skilvirkum árangri. Lög- gæslan þarf á hverjum tíma að beita þeim aðgerðum við rann- sóknir mála sem skila bestum ár- angri. Til að svo megi verða þurfa lög og reglur að vera með þeim hætti að þau torveldi ekki fram- gang rannsókna og að starfsreglur og rannsóknarheimildir séu skýr- ar og afdráttarlausar. Skulu hér nefndar nokkrar lagabreytingar sem stuðlað gætu að skilvirkari og árangursríkari aðgerðum við flkniefnarannsókn- ir. Gæsluvarð- haldi sé beitt þar til dómar eru gengnir. Lög mn framkvæmd sí- brotagæslu séu skýr og afdrátt- arlaus. (Hér er i báðum tilvikum verið að koma í veg fyrir að fjöl- mennur hópur afbrotamanna fremji afbrot á rneð- an þeir biða afplánunar.) Víðtæk- ari úrskurðarheimildir dómara í þágu fikniefnabrota. (Hér er átt við víðtæka úrskurði í stærri mál- um v/hvers konar gagnasöfunar og eftirlits. Hertar refsingar v/fíkniefna- brota. (Afplánun ekki skert séu dómar þyngri en eitt ár.) Vitna- vernd upplýsingagjafa löggæslunnar fyrir dómi. (Vel skipulögð upplýs- ingakerfi vega þyngst við uppljóstrun mála og því þurfa rannsóknarmenn að tryggja þeim næga vernd, en geti jafnframt nýtt sér framburð þeirra í þágu rannsókna.) Sam- vinna lækna meðferðar- stofnana við löggæslu sé tryggð með lögformleg- um hætti. (Þagnarskylda og rannsóknarhagsmun- ir.) Aörir áhersluþættir Gerð sé fjárhagsáætlun og skipurit sem einungis tekur til löggæslumanna sem vinna við fíkniefna- mál. Þeir fjármunir séu rækilega aðskildir frá öðrum rekstarliðum viðkomandi embætta. Sama gildir um íjármagn sem varðar mennt- un löggæslunnar á sviði fíkniefna- mála og önnur verkefni sem þeim kunna að verða falin (fræðsla o.fl.). Framangreindar lagabreytingar gætu leitt til gagngerðra breyt- inga á vistun og afplánun fanga, sem dæmdir hafa verið fyrir ávana- og fíkniefnabrot. Æskileg- ast væri að byggja nýtt fang- elsi þar sem brotamenn í þess- um málaflokki eru oftar en ekki fíkniefnaneytend- ur sem þurfa á læknis- og sál- fræðilegri aðstoð að halda. Þá kæmi einnig til greina að á sama stað (aðskilið) væri húsnæði fyrir fíkniefna- sjúklinga sem þurfa á langtima- meðferð að halda (6 mán. -2 ára) svo hægt væri að samnýta lækna og annað sérhæft hjúkrunarfólk og ráðgjafa. Fíkniefnaneysla og afleidd af- brot aukast ár frá ári. Innbrot og þjófnaðir eru daglegir viðburðir og ætla má að tíðari manndráp fylgi í kjölfarið. Stjómvöld og lög- gæsla verða að forgangsraða þeim verkefnum sem brýnast er að leysa og skilgreina ekki aðeins hluta vandans heldur heildar- myndina. Kristján Pétursson „Æskilegast væri aö reisa nýtt fangelsi þar sem brotamenn í þessum málaflokki eru oftar en ekki fíkniefnaneytendur sem þurfa á læknis- og sálfræöilegri aöstoö aö halda.u Kjallarinn Kristján Pétursson fyrrv.deildarstjóri Með og á móti Breytt áætlun sérleyfishafans á leiö- inni Akranes-Reykjavík-Akranes, Sæ- mundar Sigmundssonar, hefur vakiö talsveröa athygli og umtal. Breytingin kemur ýmsum illa, meöal annars starfsfólki Tónlistarskólans á Akranesi sem hefur sniöiö stundaskrána i vetur eftir fyrri áætlun. Pá hefur einnig veriö gagnrýnt aö sérleyfishafinn skipti um bíl viö gangamunnann. Rýri ekki þjón- ustu til að skaða fyrirtækið „Ég var búinn að gera skóla- stjóra Tónlistarskólans grein fyr- ir þvi nokkru fyrir jól að ég þyrfti að breyta ferðum um áramót og hann var ekki hress, en þetta er út úr algerri neyð sem ég hagræði ferð- um. Fyrir ára- mót sýndu kannanir að meðaltal í hverri ferð var sæmimdur sig- komið niður í mundsson sérleyf- sjö og það sér ,shafi' hver heilvita maður að það gengur ekki. Ég felldi niður síðustu ferðina að kvöldi út árið og eina morgun- ferðina þar sem fáir farþegar voru í þeim ferðum. Ég hef alltaf fjölgað eða fækkað ferðum eftir því sem þess gerist þörf. Það rýr- ir enginn þjónustuna ef það skað- ar fyrirtækið, ég hagræði ferðun- um en fækka þeim ekki svo ég geti haldið áfram með sömu feröatíðni. Upphaflega þegar áætl- unin var sniðin þá var það gert í samráði við bæjarstjórn Akra- ness og bæjarráð. Ég er búinn að sitja fundi eftir að ég byrjaði og fékk þá til þess að leyfa mér að fækka ferðum. Á síðasta bæjar- ráðsfundi sem ég sat létu þeir þau orð falla að ég reyndi að breyta þessu og hagræða þannig að ég gæti haldið þessu áfram og þyrfti ekki að rýra þetta mikið. Varð- andi gagnrýnina á það að skipt sé um bíl við gangaopið þá segi ég, hvað gera menn þegar þeir ferð- ast með strætisvagni á milli hverfa í Reykjavík, þeir skipta um vagn og bíða jafnvel í skýlum í vitlausu veðri í einhvern tíma en hjá mér bíður fólk í bílnum, ef það þarf þá að bíða nokkuð." Krafan að ferð- um sé breytt í fyrra horf „Þegar skólastarf er skipulagt að hausti þá er gerð stundaskrá. í skóla eins og Tónlistarskólanum á Akranesi starfa 19 kennarar. Stór hluti þeirra býr á höfuð- borgarsvæðinu og er því stund- arskrárgerð háð ferðum sérleyf- ishafa. Við gerð stundatöflu er því ferðatíðni og tími hafður til hliðsjónar. Það gefur auga- leið að þegar sérleyfishafínn tekur sig til og breytir tímasetn- ingum á miðjum vetri raskast allt starf skólans. Þessar breytingar hafa orðið til þess að kennsla fær- ist aftar á daginn og hefur í fór með sér aukinn launakostnað fyr- ir skólann. Eftir þeim upplýsing- um sem ég hef aflað mér þá eru þessar breytingar gerðar án leyfís Vegagerðarinnar og einnig i al- gjöru ósamræmi við samkomulag sem sérleyfíshafinn gerði við bæj- arstjóm Akraness, þegar ferðir Akraborgar lögðust af við tilkomu Hvalijarðarganganna. Krafan er því sú að ferðum verði breytt aft- ur í fyrra horf.“ -DVÓ Lárus Sighvatsson, skólastjóri Tónlist- arskólans á Akra- nesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.