Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 14
+
14
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
.iftfti
MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 2000
27
Sport
Sport
HM í handbolta í
Frakklandi 2001:
ísland á
enn þá
möguleika
Næsta heimsmeistarakeppni í
handknattleik fer fram í Frakk-
landi í byrjun næsta árs.
Þrátt fyrir að íslenska lands-
liðið hafi ekki náð að tryggja sér
þátttökurétt í Frakklandi með
frammistöðu sinni á EM í Króa-
tíu er enn góður möguleiki á að
ísland nái að tryggja sér keppn-
isrétt á HM í Frakklandi.
Sex efstu þjóðirnar á EM í
Króatíu komast beint á HM í
Frakklandi.
Sex neðstu þjóöirnar á EM i
Króatíu, ísland, Danmörk, Sló-
venía, Úkraína, Þýskaland og
Noregur, fara siðan beint í
keppni við sex þjóðir sem keppt
hafa undanfariö í riðlakeppni.
Þar komust sigurvegaramir í
fimm riðlum áfram og það land
að auki sem var með bestan ár-
angur í 2. sæti. Leikið var
heima og heiman. Þessar þjóðir
eru Ungverjaland, Tékkland,
Sviss, Júgóslavía, Makedónía og
Pólland.
Þessar tólf þjóðir leika heima
og heiman. Fyrri leikimir fara
fram 3. og 4. júní og síðari leik-
irnir 10. og 11. júní. Þá verður
það endanlega ljóst hvort ísland
verður meðal þátttakenda á HM
í Frakklandi á næsta ári.
Lokastöður í riðlunum fimm,
feitletruðu liöin komust áfram:
1. riðill:
Ungverjaland 6 4 0 2 157-117 8
Austurríki 6 3 1 2 165-154 7
Búlgaría 6 2 1 3 128-170 5
Litháen 6 2 0 4 151-160 4
2. riðill:
Tékkland 6 4 0 2 159-125 8
Slóvakía 6 3 0 3 128-137 6
Rúmenía 6 3 0 3 135-143 6
Italía 6 2 0 4 134-151 4
3. riðill:
Sviss 6 6 0 0 153-13012
ísrael 6 2 0 4 142-141 4
H. Rússl. 6 2 0 4 146-154 4
Georgía 6 2 0 4 132-148 4
4. riðill:
Júgóslavía 6 5 0 1 172-11710
Makedónia 6 5 0 1 164-13810
Grikkland 6 2 0 4 114-138 4
Belgía 6 0 0 6 118-175 0
5. riðill:
Pólland 6 4 1 1161-131 9
Tyrkland 6 4 0 2 169-174 8
Holland 6 3 1 2 139-138 7
Lúxemborg 6 0 0 6 116-174 0
Agætir möguleiki fyrir
hendi á sæti í Frakklandi
Ef íslenska landsliðið lærir af
öllum mistökunum í Króatíu og
leikmenn liðsins berjast af krafti
í leikjunum tveimur í sumar
verður að segjast eins og er að
möguleikamir á að ísland verði
eftir allt saman með á HM eru
ágætir. ísland hefur unnið allar
þessar þjóðir og með öflugum
stuðningi áhorfenda í heima-
leiknum er möguleikinn fyrir
hendi hver sem andstæðingur-
inn verður.
Ef leikmenn læra hins vegar
ekki af reynslunni í Króatíu er
hægt að gleyma HM strax.
I kvöld
1. deild kvenna 1 handbolta:
Stjarnan-ÍBV . . . . 20.00
Fram-Valur . . . . 20.00
FH-Haukar . . . . 20.00
Grótta/KR-Afturelding . .. . . . . 20.00
Víkingur-KA . . . . 20.00
Norðurlandamót landsliða í knattspyrnu á Spáni:
Stór nöfn ekki með
- hjá bæði Norðmönnum og Finnum
Bæði Finnar og Norðmenn
verða án sinna stærstu nafna á
Norðurlandamótinu sem byrjar i
La Magna á Spáni í næstu viku.
ísland mætir Norðmönnum í
fyrsta leik 31. janúar og munu
hvorki Tore Andre Flo hjá Chel-
sea né Ole Gunnar Solskjær
spila með norska landsliðinu í
leiknum. Norðmenn tefla fram
átta leikmönnum utan Noregs,
þar af fimm úr enska boltanum
og er Henning Berg hjá
Manchester United líklega
stærsta nafnið.
Hópur Norðmanna er þannig skip-
aður: Espen Baardsen (Tottenham),
Morten Bakke (Molde), Frode Olsen
(Stabæk), Oerjan Berg (Rosenborg),
Andre Bergdoelmo (Rosenborg),
Bjoem Otto Bragstad (Rosenborg),
John Carew (Rosenborg), Jostein FIo
(Strömsgodset), Erik Hoftun (Rosen-
borg), Raymond Kvisvik (Brann), Jan
Frode Nornes (Odd Grenland), Mike
Kjoeleo (Stabæk), Andreas Lund
(Molde), Bent Skammelsrud (Rosen-
borg), Staale Solbakken (Alborg),
Roar Strand (Rosenborg), Jan Derek
Soerensen (Rosenborg), Trond Ander-
sen (Wimbledon), Martin Andersen
(Wimbledon), Henning Berg
(Manchester United), Claus
Lundekvam (Southampton), John
Ame Riise (Monaco), Vidar Riseth
(Celtic), Ole Martin Aarst (Gent).
Heimamenn hjá Finnum
Likt og með Norðmenn sækja
Finnar leikmenn sem spila á
Norðurlöndum í sinn hóp.
Þannig fá íslensku landshðs-
mennirnir ekki að kljást viö þá
Jari Litmanen hjá Barcelona og
Sami Hyypia frá Liverpool þegar
þjóðirnar mætast 2. febrúar
næstkomandi en auk þeirra eru
fleiri kunnir finnskir landsliðs-
menn ekki þáttakendur í þessu
fyrsta Norðurlandamóti í knatt-
spymu í langan tíma.
Hópur Finna er annars þannig
skipaður: Pasi Laaksonen (FC
Jokerit), Jani Viander (HJK
Helsinki), Toni Huittinen (MyPa),
Toni Kuivasto (HJK), Ville Nylund
(HJK), Jarmo Saastamoinen (HJK),
Janne Salli (FC Haka), Hannu
Tihinen (Viking Stavanger), Harri
Ylonen (Brann Bergen), Tommi
Gronlund (Trelleborg), Petri Helin
(Jokerit), Toni Kallio (HJK), Timo
Marjamaa (Jokerit), Jari Niemi
(Tampere United), Aki Riihilahti
(Valerenga), Vesa Vasara (HJK),
Jarkko Wiss (Moss), Mika Kottila
(Brann Bergen), Shefki Kuqi
(Jokerit), Mika Lehkosuo (HJK).
Stórafmæli í Kópavogi
30 ára
Tvö stærstu íþrótta-
félög Kópavogs
er eiga stóraf-
mæli á næstu
vikum. HK
er 30 ára í
dag og
Breiðablik mun
fagna hálfr-
ar aldar af-
mæli sínu
12. febrúar næstkom-
andi.
HK-ingar ætla að
halda upp á afmæli
sitt í dag í íþróttahús-
inu í Digranesi en há-
tíðardagskráin hefst
klukkan 17.30, félagar
ganga inn í salinn
klukkan 17.35 og 17.50
mun formaður HK
flytja ræðu. Magnús
Scheving mun
síðan skemmta
gestum áður
en boðið
verður upp á
kaffiveitingar
rétt fyrir
klukkan sjö.
50
ára
Blikar fimmtugir
Blikar halda upp á
sitt afmæli með hátíð-
arhöldum í höfuð-
stöðvum sínum í
Smáranum í Kópa-
vogi.
5. febrúar verður
bæði haldin skemmt-
un fyrir íþróttaskóla
Breiðabliks fyrir 3 til
5 ára og fyrir
krakka á aldirin-
um 7 til 12 ára.
Þann 11. febrú-
ar verður svo
skemmtun í
Smáranum
fyrir félaga 17
ára og yngri
og daginn eft-
ir verður mikil afmæl-
ishátíð frá klukkan 18
og fram eftir kvöldi
þar sem forseti ís-
lands, hr. Ólafur
Ragnar Grímsson,
mun meðal annars
opna sögusýninguna
„Brot úr sögu Breiða-
bliks“. -ÓÓJ
Svíinn Staffan Olsson
sést hér að neðan ■
baráttu gegn Slóvenum
í gær. Olsson gerði 3
mörk í leiknum en Svíar
áttu í miklum vand-
ræðum með næstu
mótherja íslands.
^Þorbjörn Jensson landsliösþj álfari:
Uthaldsleysi í liðinu
„Það sýnir sig bara að við erum ekki betri en þetta. Það er ákveð-
iö úthaldsleysi í liðinu að geta ekki klárað tvo hálfleiki. Ég varð
smávegis var við þetta áður en við fórum í keppnina og að menn
voru sumir ekki alveg í sínu besta formi.
Það er annars út af því að menn hafa ekki verið að spila fulla
leiki með sínum liðum í Þýskalandi. Menn hafa einnig verið meidd-
ir og annað eftir því, en auðvitað komum við hingað til að reyna og
áfram á meðan eitthvert ljós er. Það var agalegt að tapa fyrir Dön-
um, við lékum vel á þá í fyrri hálfleik en svo kom kafli í síðari hálf-
leik þar sem við misstum niður forskotið. Eftir það áttum við okkur
aldrei viðreisnar von,“ sagði Þorbjöm Jensson við DV eftir leikinn.
- Hvernig sérð þú framhaldið fyrir þér?
„Slóvenar eru næstir og við verðum að stokka upp spilin og reyna
okkar besta þar. Reyna þar við tvö stig og síðan er það leikur um
sæti á laugardag. Það er alveg ljóst að við erum á þessu svæði frá
6-16 en stundum náum við toppleikjum, eins og á HM í Kumomoto
1997 og þá urðum við framarlega. í önnur skipti, eins og hér, höfum
við ekki náð að gera okkar besta.“
- Er ekki Ijóst að undirbúningurinn þarf að vera betri fyrir
útsláttarkeppnina í sumar?
„Þessir örfáu dagar sem við fengum til að búa okkm- undir keppn-
ina voru engan veginn nægir til að laga úthaldið. Þess vegna var val-
inn sá kostur að koma einhverjum skikk á spilið og vamarleikinn.
Það var aldrei hægt að keyra upp það mikið úthald áður en við fær-
um í þessa keppni. Það verður að vera ljóst að við fáum ekki meiri
undirbúning en þetta. Menn komu heim til íslands eins fljótt og þeir
gátu og við reyndum aö nýta tímann eins vel og við gátum. Leik-
menn verða að koma betur þjálfaðir frá Þýskalandi en ég veit að hjá
mörgum liðum' í Þýskalandi er léleg þjálfun. Menn verða því að taka
sig sjálfir í gegn með því að koma sér í betra form heldur en þeir em
í,“ sagði Þorbjöm Jensson. -JKS
Evrópumótið í handbolta í gær:
Svíarívandræðum í
- óvenjuauðvelt hjá Frökkum gegn Spánverjum
Svíar era enn ósigraðir í okkar
riðli eftir 26-24 sigur á Slóvenum þar
sem heims- og Evrópumeistaramir
voru miklum vandræðum en það var
stórleikur þeirra Magnus Wislander
og Stefan Lövgren sem bjargaði
Svíum því þeir skoraðu samtals 12
mörk úr 15 skotum.
Rússar unnu sig aftur inn í leikinn
gegn Portúgal eftir martraðarbyrjun
þar sem Portúgalar komust í 7-2 en
frábær miðkafli Rússa breytti stöð-
unni úr 12-9 fyrir Portúgala í 15-23
fyrir Rússa og lagði granninn að 20-24
sigri liðsins en Rússar eru enn
ósigraðir og mæta Svíum í úrslitaleik
riðilsins á fimmtudaginn.
I hinum riðlinum unnu Króatar,
Úkraínumenn sannfærandi, 26-18, og
jafntefli Norðmanna gegn Þ óðverjum,
22-22, gerir það að verk-
um að ísland er eina liðiö
án stiga i keppninni.
Að lokum unnu Frakk-
ar Spánverja óvenjuauð-
veldlega, 28-22, eftir mjög
góðan endasprett en
Frakkar gerðu 14 mörk af
9 metrum í leiknum.
-ÓÓJ
Fjóröa tapið í röð á Evrópumótinu í handbolta gegn Dönum í gær:
Staðan í riölunum
A-riðiH
Frakkland 8, Spánn 6, Króatía 6,
Þýskaland 2, Noregur 1, Úkraína 1.
B-riðill
Svíþjóð 8, Rússland 8, Portúgal 4, Slóvenia
2, Danmörk 2, ísland 0.
Siðustu leikir fara fram á fimmtudag.
$
NBA-DEILDIN
Urslit í nótt:
Indiana-Phoenix Suns.......93-87
Miller 21, Rose 15, Smits 14 -
Robinson 24, Kidd 22, Hardaway 14 -
Atlanta-Chicago............96-89
Rider 28, Jackson 21, Mutombo 14 -
Brand 22, Artest 17, Kukoc 14.
Cleveland-Detroit........116-107
Sura 31, Murray 19, Knight 16 -
Stackhouse 38, Hunter 17, Mills 14.
Miami-Boston .............115-89
Lenard 21, Mouming 20, Thorpe 17 -
Walker 28, Barros 18, Potapenko 16.
Charlotte-Sacramento . . . .99-110
Coleman 24, Mason 16, Wesley 16 -
Webber 30, Anderson 29, Williams 15.
DaUas-Golden State.......117-103
Finley 30, Nowitzki 23, Cabellos 18 -
Jamison 33, Jacobsen 15.
Houston-Minnesota..........92-84
Francis 24, Mobley 18, Thomas 17 -
Gamett 27, Brandon 26, Sealy 9.
SA Spurs-LA Clippers .... 105-82
Duncan 24, Robinson 22, Daniels 11 -
Anderson 22, Odom 16, Murdock 10.
Leik Washington og New York var
frestað vegna mikillar snjókomu í
Washington.
Markalaust hjá Villa og Leicester
Aston Villa og Leicester gerðu markalaust jafntefli í
undanúrslitum enska deildabikarsins í gær en þau eigast viö að
nýju í Leicester, sem eygir enn möguleika á aö komast á Wembley
í þriðja sinn á fjórum árum. Bolton og Tranmere eigast við í
seinni undanúrslitaleiknum í kvöld en Tranmere vann fyrri
leikinn, 1-0. Þá sló Stoke út Blackpool, 1-2, í neðri
deildarbikarkeppninni í gær. Brynjar Gunnarsson kórónaði góðan
leik sinn með því aö skora fyrra mark Stoke í leiknum. -ÓÓJ
Alltaf miklar væntingar
„Auðvitað er maður sár og svekktur þegar ekki gengur vel. Þetta
er engan veginn eins og viö vonuðum áður en við héldum í
keppnina. Væntingar til handboltans er alltaf miklar eins og við
allir vitum, kannski eðlilega því þetta er sú boltaíþrótt sem við
höfum alltaf staðið okkur hvað best í.," sagði Guðmundur
Ingvarsson, formaður HSÍ, við DV í gærkvöld.
- Hverju kennir þú um að ekki gekk betur ?
„Það er stórt spurt. Þetta er eitthvað sem menn verða að skoða í
víðara samhengi. Það er engin ein skýring af hvetju ekki gekk betur
en þetta. Það getur svo sem verið i umgjörðinni, stjórn HSt,
leikmennimir, þjálfarinn og raunar hvað sem er.“
Hvernig sérð þú dæmið fram undan. Einn leikur eftir í
riðlinum og svo leikið um sæti á laugardag?
„Liðið á mikið inni og það hefur í raun ekki sýnt hvað það getur
nema í Rússaleiknum. Ég hef því fulla trú á því að við getum unnið
Slóvenana og síðan verður að koma í ljós um hvaða sæti við leikum
í mótinu. Við berum bara þá von í brjósti að það gangi betur i næstu
tveimur leikjum," sagði Guðmundur. -JKS
í seinni hálfleik eftir góðan leik fyrstu 35 mínúturnar
DVi Króatíu
Karen og Kelly áfram í Eyjum
- spila með kvennaliði ÍBV í fótboltanum
Kvennalið ÍBV hefur gert samning við ensku stúlkurnar
Karen Burke og KeUy Shimmin um að leika með liðinu í sumar.
Þær léku báðar með ÍBV síðastliðið sumar og skoraði Kelly 9
mörk í 8 leikjum en Karen 5 mörk í 8 leikjum. Karen verður með
ÍBV frá byrjun en Kelly kemur ekki fyrr en í 4. leik vegna prófa.
ÍBV-stelpurnar í æfingaferð til Englands
Kvennaliö ÍBV í knattspymu fer í æfingaferð til Englands 22.
febrúar nk. Stelpurnar dvelja í æfmgabúðum við enskan
íþróttaskóla í Middlesborough i nokkra daga auk þess sem þær
verða i Liverpool. ÍBV-stelpumar spila æfmgaleiki við ensk lið
en enska landsliðskonan Karen Burke, sem lék með ÍBV sl.
sumar og verður með ÍBV á næsta keppnistímabili, hefur haft
veg og vanda af skipulagningu ferðarinnar í Englandi. Þess má
geta að kvennalið ÍBV fer einnig í æfingaferð tii Portúgals í apríl
eins þaö hefur gert undanfarin ár. -ÓÓJ
Island 24 (14) - Danmörk 26 (13)
1-0, 3-1, 5-3, 5-4, 6-6, 7-6, 9-7, 9-9, 10-9, 12-10, 14-11, (14-13) 14-14,
17-14, 17-16, 18-16, 19-19, 19-20, 20-22, 21-22, 21-24, 22-26, 24-26.
Island
Mörk íslands (Skot/Tapaðir): Valdimar
Grímsson 6/2 (11/1), Gústaf Bjamason 5 (6/1),
Ólafur Stefánsson 4 (9/2), Róbert Sighvatsson 3
(3/0), Róbert Julian Duranona 2 (9/0), Patrekur Jóhannesson 1 (5/3),
Dagur Sigurðsson 1 (4/1), Sigurður Bjamason 1 (3/1), Magnús Sigurðsson
1 (1/0). Stoósendingar: Ólafur 6, Dagur 3, Gústafr 2, Patrekur 2,
Duranona 1, Magnús 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/1 (40/4).
Brottvísanir: 8 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 2 af 4.
Áhorfendur: 200.
Gceói leiks (1-10): 7.
Dómarar (1-10): Garcia og Moreno
frá Frakklandi. (5).
Danmörk
Mörk Danmerkur: Morten Bjerre 6 (úr 8
skotum, auk 4 stoðsendinga) , Nicolaj Jacobsen
5/2, Christian Hjemind 5/1, Joachim Boldsen 4, Keld Vilhelmsen 3, Lars
Jeppesen 2, Michael Knudsen 1.
Varin skok Kasper Vidt 4/2, Soren Andreasen 13.
Brottvisanir: 6 mínútur. Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Eftir tíu mtnútna leik í síðari
hálfleik beið leikur íslenska
landsliðsins skipbrot í orðsins
fyllstu merkingu. Leikur liðsins
hrundi eins og spilaborg, Danir
gengu á lagið og sigruðu með 26
mörkum gegn 24.
Fjórir leikir eru að baki í
riðlakeppninni og hefur liðinu
ekki tekist að vinna enn leik i
riðlinum. Síöasti leikur riðla-
keppninnar verður á morgun
gegn Slóvenum.
Sorglegt
Það er í raun alveg sorglegt
að horfa upp á leik hrynja hjá
einu liði eins og gerðist með eft-
irminnilegum hætti gegn Dön-
um í Zagreb í gærkvöld. ís-
lenska liðið hafði frumkvæðið í
leiknum frá byrjun og leiddi all-
an fyrri hálfleikinn með einu til
tveimur mörkum en undir lok
háfleiksins náði liðið þriggja
marka forystu.
Á einstaklega klaufalegan
hátt tókst liðinu ekki að halda
þeim mun og Dönum tókst að
minnka muninn niður í eitt
mark fyrir leikhlé. Sóknin náði
sér samt ekki til fulls en þá tók
einstaklingsframtakiö völdin og
hélt liðinu við efhið.
íslendingar hófu síðari hálf-
leikinn vel og náðu þriggja
marka forystu. Kom fyrir vikið
mikiö fát á Danina og á þessum
tímapunkti átti íslenska liðið að
öllu eðlilegu að sigla fram úr
Dönum og klára leikinn. Á þess-
um tíma í leiknum verður
kúvending á liöinu og sóknar-
leikurinn springur eins og
blaðra. Liöið skorar ekki mark í
sjö mínútur og í öllum látunum
eru gerðar breytingar á sóknin
með þeim hætti að Ólafur Stef-
ánsson er settur í
hægra homið.
Ekkert gekk
Eitthvað varð
að gera í stöð-
unni en þetta út-
spil gekk ekki
upp og aftur var
Ólafur settur í
sína stööu á
hægri vængn-
um. Það var í
raun með ólík-
indum hvað
sóknarleikurinn
varð í einni
svipan hug-
myndasnauður,
ekkert gekk og
Danir náðu for-
ystunni i fyrsta
skipti í leikn-
um, 18-19. Þeir
voru búnir að
ná tangarhaldi á
leiknum sem
þeir slepptu
ekki fyrr en
honum lauk.
Það hefúr
gerst áður í
leikjum íslenska
liðsins að leik-
urinn fari gjör-
samlega úr
böndunum á sama tímapunkti.
Hvort úthaldið bregst er erfitt
að segja til um en þetta átti sér
samt ekki stað t leiknum gegn
Rússum.
Baráttan var þó ekki með
sama hætti i þessum leik og
___________ gegn Rússum
TölurnártaíakEuð”i S
saman í
vöminni.
Það er sama
hvert litið
er, menn
voru sem
heillum
horfnir og
unnu ekki
sína vinnu.
Því fór sem
fór og fjórða
tapið varð
staðreynd.
16
Og
28
33%
íslensku strákarnir náðu
ekki að nýta sér 16 tapaða
bolta hjá Dönum í leiknum
þvi sjálfir töpuðu strákamir
12 boltum í leiknum, sem alis
innihélt 28 tapaða bolta.
ísland skoraði 10 hraða-
upphlaupsmörk í leiknum
en sóknamnýtingin var
aðeins 33% i uppsettum
sóknum (14 af 43) þar 4 af
22 i seinni hálfleik (18%).
9Vamarmenn Dana náðu að
komast fyrir 9 af skotum
íslensku strákanna fyrir utan
9 metrana og alls misnotuðu
strákarnir 22 af 30 skotum af
9 metmm (27% nýting).
- _ Skotnýting Róberts
jL / lO Julians Duranona af 9
' metrum til þessa í
keppninni. Hann skoraði
úr 1 af 8 í leiknum í gær.
29%
27,5
Sóknarnýting strákanna
í leiknum í gær síðustu 25
mínútumar þegar Danir
skoruðu 12 mörk gegn 7 og
liðið tapaði alis 6 boltum.
Meðalskor mótherja ís-
Ienska liðsins á Evrópumót-
inu til þessa. Þorbjöm lagði
það upp fyrir keppnina að
byggja á vöminni sem hef-
ur algjörlega brugðisL
Fara ekki
langt
Bensínlaus
bifreið fer
ekki langt og
það gerir
ekki heldur
handboltaliö
sem spring-
ur á limm-
inu.
Það er ljóst
að menn
þurfa að setj-
ast niður og
ráða ráöum
sínum i dag
og sjá hvað
hægt er að laga í leiki liðsins
fyrir viðureignin gegn Slóven-
um á morgun. Það hefur oft
sannast að ýmislegt er hægt ef
viljinn er fyrir hendi.
Margt valdið vonbrigðum
Hvort dagurinn í dag nægir
fyrir morgunleikinn verður að
koma í ljós. Það er engum blöð-
um um það að fletta að margt
hefur valdið vonbrigðum hjá ís-
lenska liöinu í keppninni. Menn
höfðu tækifæri til laga málin og
hreinsa til í Danaleiknum en
mistókt það með eftirminnileg-
um hætti.
Eftir það sem á undan er
gengið er hægt að velta sér upp
úr því hvort liðinu tekst aö
rétta úr kútnum fyrir Slóvena-
leikinn á morgun. Það er hins
vegar hægt aö segja að engin
leikmaðurinn er undanskilin og
það verður hver og einn að taka
tO hjá sér, bretta upp ermamar
og segja hingað og ekki lengra.
Sprengdu blöðruna
Síðasti riðalaleikurinn er á
morgun og síðan verður leikið
um sæti á laugardag. Ekki er
hægt að taka neinn leikmann út
úr í Danaleiknum því allir sem
einn soguðust í þær ófarir sem
ollu tapinu.
Tap sem ekki sást fyrir með-
an allt lék lyndi í leiknum en
síðan sprengdu leikmennimir
blöðruna með hvelli.
-JKS
Arsene Wettger, fram-
kvæmdastjóri Arsenal, segir að
lélegar vallaraðstæður á Old
Trafford, heimavelli Manchester
United, geti komið United í koll í
þeim heimaleikjum sem liðið á
eftir á tímabilinu. Wenger segir
völlinn slæman og sínir leikmenn
hafl kvartað sáran undan
vellinum strax eftir upphitunina _______________
fyrir leik liðanna í fyrrakvöld. Wenger segir að
völlurinn henti leikstíl United afar illa og hann geti
reynst United erfiður í baráttunni um enska
titilinn. Taugastríð stjóra efstu liðanna er hafið.
Nýtt gras var lagt á Old Trafford á meðan
leikmenn United fóra í sólarlandaferðina
snautlegu til Brasilíu á HM félagsliða. Þetta var í
fimmta skipti á síðustu 18 mánuðum sem nýtt
gras var lagt á Old Trafford og virðist völlurinn
fiarri því að vera nægilega góður.
George Best hefur undanfama
daga ekki vandað leikmönnum
Man. Utd kveðjurnar. Um David
Beckham sagði Best að hann væri
alls ekki góður leikmaður.
„Beckham getur ekki skotið með
vinstri fæti, hann getur ekki
skallað bolta, hann skorar ekki
mörg mörk og hann kann ekki aö
fara í „tæklingar", sagði Best.
Nwankwo Kanu er búinn að
ná samkomulagi við Arsenal og
mun skrifa undir nýjan samning
við félagið til fiögurra ára þegar
hann kemur á ný til Englands.
Kanu er þessa dagana að leika
með landsliði Nígeríu í
Afríkukeppninni og staðfesti
þetta í samtali við enska fiölmiðla
í gær. Samningurinn tryggir
Kanu um tólf milljónir króna í laun á mánuði hjá
Arsenal. -SK
Þetta sögðu
þeir eftir
leik
Valdimar Grímsson
„Mér finnst við þá vera með leikinn i okkar höndum
en þá kemur þessi leikkafli sem ísland vill ofl eigna
sér. Það er ekkert óeðlilegt þó við fáum einhvern kafla
þar sem illa gengur en það sem alvarlegra er í
stöðunni er aö við náum ekki aftur aö koma okkur inn
í leikinn. Þá kemur örvænting í mannskapinn, allir
eru þó að reyna að leggja sig fram en allt snerist þetta
í höndunum á okkur. Viö verðum að setjast niður og
spá í okkar spil og selja okkur dýrt gegn Slóvenum.
Við eigum með sigri gegn þeim möguleika á að hafna
í fjóröa sæti í riðlinum og það er í rauninni það sem
við verðum að vona.“
Patrekur Jóhannesson
„Framan af erum leikum við ágætlega og tökum
þriggja marka forystu i byrjun síðari hálfleiks. Síðan
er eins og allt hrynji og menn fara að gera hlutina í
hver f sínu lagi. Það er búið að sýna sig að við erum
bara ekki nægilega sterkir eins og er. Menn voru
margir meiddir fyrir mótið og léku lítið og í misjöfnu
formi. Það þýðir ekki að tala um að viö heföum getað
gert betur. Ef við sýnum það ekki erum við bara ekki
sterkari en við erum. Við erum búnir að dragast aftur
úr aö mínu viti. Þetta eru staðreyndir sem við verðum
að kyngja. Ég vil samt ekki sjá þetta allt neikvætt. Það
er karakter í hópnum og vonandi fleytir hann okkur
áfram gegn Slóveníu."
Dagur Sigurðsson
„Þetta hrundi hjá okkur í þessum leik. Slæmi kaflinn
var langur, við misstum haus og skitum einfaldlega í
buxurnar. Mér fannst vera ákveðiö kraftleysi í
mönnum á slæma kaflanum, allar aðgerðir voru
hægar, menn staðir og boltinn gekk illa. Við vorum
með leikinn í okkar höndum en klúðruðum honum
sjálfir. Menn eru kannski ekki í nægri æfingu til að
klára leikinn en við eigum samt að hafa reynsluna til
að landa svona leik. Núna þurfum við að setjast niður
og skoða okkar leik. Við töpuðum sjálfir þessum leik,
ekki það að Danir væru að sundurspila okkur."
Leif Mikkelsen, þjálfari Dana
„Ég get ekki annað en verið ánægður með mitt lið í
þessum leik. Það verðskuldaði sigur í leiknum, gafst
aldrei upp þótt á móti blési um tíma og kom að lokum
sigrinum í örugga höfn. Ég er með mjög ungt og
efnilegt lið í höndum sem ég hef mjög gaman af að
vinna með. Ég er viss um að ég er með lið í höndunum
sem getur komist í fremstu röð í heiminum.
Sjálfstraust manna eykst til muna við þennan sigur
en við máttum þola harða gagnrýni heiman frá að
hafa ekki unnið leik í riðlinum þegar kom að leiknum
við ísland."
- Hvemig fannst þér leikur íslenska liðsins?
„Þaö oUi mér sumpart nokkrum vonbrigðum.
íslendingar léku ekki þann leik gegn okkur sem þeir
eru frægir fyrir. Gegn okkur hafa þeir barist eins og
ljón, leikið virkilega fast en það gerðist ekki í þessum
leik nema með litlum hætti framan af. Ég átti von á
mjög erfiðum leik sem og var en ég var svolítö
hræddur fyrirfram eftir að ég sá íslenska liöið leika
virkilega vel gegn Rússum." -JKS
v
+