Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 28
Biskupstungur í gær:
Landeigendur
fúlir á fundi
DV, Biskupstungum:
Sendiherra
á puttanum
- gleymdist á fLugvelli
„Þama urðu mannleg mistök. Mað-
urinn sem átti að sækja mig ruglaðist
dögum og Namibíumenn eru búnir
að biðja mig þrá-
faldlega afsökimar
á þessu,“ sagði
Eiður Guðnason
sendiherra sem af-
henti trúnaðar-
bréf sitt sem
sendiherra ís-
lands í Namibíu í
Eiöur Guöna- 8ær- Er Eiður
son kom til Namibíu í
fyrradag var eng-
inn til að taka á móti honum eins og
venja er. Eiður stóð lengi á flugvellin-
um með töskur sínar og beið móttöku-
nefndarinnar sem aldrei lét sjá sig.
„Þá rakst ég á íslending sem hér
jgrtarfar, Vilhjálm Wium, sem var að
skutla félaga sínum út á flugvöll og
hann leyfði mér að sitja í inn til borg-
arinnar," sagði Eiöur þegar DV ræddi
við hann í gær en þá var sendiherr-
ann kominn á Kalahari Sands hótelið
i höfuðborginni Windhoeck.
I fylgd með Eiði Guðnasyni í
Namibíu er Bjöm Dagbjartsson, for-
stjóri Þróunarsamvinnustofnunarinn-
ar, sem er vel kunnugur í landinu.
Eiður lét vel af dvölinni í Windhoeck
og var búinn að eiga viðræður við
f.:!tM,úa í utanríkisráðuneyti Namib-
“■fú: „Bér er fallegt og margt sérstakt,"
sagði Eiður Guðnason sendiherra sem
vafalítið verður fylgt út á flugvöll þeg-
ar hann snýr heim á ný. -EIR
Namibía:
Húsfyllir var á borgarafundi í
Biskupstungum í gærkvöldi þar
sem fram kom mikil óánægja land-
eigenda með þau mörk sem þjóð-
lendunni eru sett. Samþykkt var
fcályktun til fjármálaráðherra um að
draga kröfulínu ríkisins þegar út
fyrir þinglýst mörk eignarlanda
þeirra jarða sem að henni liggja.
Oddur Hermannsson landfræð-
ingur lýsti kröfulínunni. Þar kom
fram að um 87% af því landi sem
um ræddi í Árnessýslu félli innan
þjóðlendunnar en hæsta hlutfallið
er af útjörð Úthlíðar, 99,3%, sem er
á milli 60 og 70% af heildarlandi
jarðarinnar.
t máli fjármálaráðherra kom
fram að ríkið mundi kosta þau
málaferli sem landeigendur þurfi að
standa í vegna málsins. Geir sagði
að samkvæmt kröfu landeigenda
væru engar þjóðlendur upp af Ár-
nessýslunni. -NH
ER EIOUR
EKKI REI0UR?
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. JANUAR 2000
Morten Bjerre átti ekki í miklum erfiöleikum meö aö plata slaka varnarmenn íslands upp úr skónum f gær þegar
frændur okkar Danir sigruðu íslendinga á EM í Króatíu, 26-24, og nú er Ijóst aö ef íslendingar ætla aö komast á stiga-
töflu keppninnar veröa þeir aö spýta f iófana og rífa upp húmorinn og sigra Slóvena á morgun. Allt um tapleikinn á
síöu 27. Fleuter
Tómas Zoéga, yfirlæknir geödeildar Landspítalans:
Utilokar að af
henda sjúkragögn
- býst við átökum um málið og málaferlum
„Mín persónulega skoðun er sú að
afhending slíkra gagna komi ekki til
greina," segir Tómas Zoega, yfir-
læknir á geðdeild Landspítalans, um
afhendingu upplýsinga úr sjúkra-
skrám í miðlægan gagnagrunn á heil-
brigðissviði. „Það verður reyndar
ekki leitað til okkar formlega, það
verður leitað til sjúkrahússtjórnar-
innar samkvæmt reglunum. En lang-
flestir geðlæknar eru í hópi þeirra
sem hafa lýst yfir að þeir muni engin
gögn láta af hendi og ég held að fyrir
flesta sé það óbreytt.
Þetta rekstrarleyfi er svo sem ekki
mikið annað en menn bjuggust við
en það breytir í sjálfu sér ekki grund-
vallarafstöðu langflestra lækna um
það, að það sem fer á milli þeirra og
sjúklinga er trúnaðarmál og verði
ekki látið í hendurnar á öðrum nema
með leyfi viðkomandi sjúklinga."
Tómas Zoéga yfirlæknir.
Eruð þið tilbúnir að fara i hart?
„Ég ætla að vona að við þurfum
ekki að fara í hart með það en ef svo
fer munu flestir gera það. Langt er í
samninga, a.m.k. nokkrir mánuðir
samkvæmt ákvæðum um fyrstu
samninga. Kveðið er á um að samn-
ingar fari fram milli framkvæmda-
stjómar heilbrigðisstofnana og þær
skulu hafa forystu um samráð við
viðkomandi sérgreinafélög, yfirlækni
stofhunar, forstöðulækna sviða og
hjúkrunastjórnendur. Samkvæmt
lögum um heilbrigðisþjónustu eru
starfsheitin forstöðulæknar sviða
ekki til en þar er talað um yfirlækna
sem verður að leita til. Þetta atriði í
rekstrarleyfinu er eitt af mörgum
sem fer í bága við gildandi lög og
reglur. Ég tel því að það komi tO með
að verða mjög mikil átök og örugg-
lega málaferli um þetta, það er engin
spuming um það,“ segir Tómas.
-hdm
Veðrið á morgun:
Slydda eða
snjókoma
vestanlands
Á morgun verður vestanátt, 5-8
m/s og stöku él allra nyrst en
annars skýjað með köflum. Vind-
ur snýst í suðaustanátt, 10-15 m/s
með slyddu eða snjókomu vestan-
lands um kvöldið.
Frost verður á bilinu 0 til 5
stig.
Veðrið í dag er á bls. 37.
Náttúruverndarráð:
Siv hlustar ekki
- formaður hættir
„Umhverfisráðherra hefur hvorki
þegið ráðgjöf okkar né beinlínis leit-
að ráðgjafar hjá okkur,“ segir Ólöf
Guðný Valdi-
marsdóttir, for-
maður Náttúru-
vemdarráðs og
varaþingmaður
Framsóknar-
flokksins, sem
hyggst ekki gefa
kost á sér áfram
á þingi ráðsins
nk. fóstudag..
Hún segir það
Olöf Guöný
Valdimarsdóttir.
hafa verið erfitt að vera formaður
Náttúruverndarrráðs, þar sem mis-
munandi skilningur sé á ráðgjafar-
hlutverki ráðsins. Tíma sínum til
umhverfismála sé betur varið á öðr-
um vettvangi.
„Við geröum athugasemd við
rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í
umhverfismálum og fengum mikla
gagnrýni fyrir það. Við höfum ítrek-
að lagt til við stjómvöld að Fljóts-
dalsvirkjun fari i mat á umhverfisá-
hrifum. Þvi hefur ekki verið sinnt.
Óánægju hefur gætt innan ráðsins
með undirtektir stjómvalda.“ -JSS
10-11:
Rekinn fýrir
pepsí og snúð
Sautján ára drengur var rekinn
fyrirvaralaust úr starfi hjá 10-11
versluninni við Laugalæk í Reykja-
vík eftir að eftirlitsmaður fyrirtæk-
isins hafði staðið hann að þvi að
drekka flösku af pepsi án þess að
greiða fyrir.
„Þetta var ekki bara pepsí. Hann
fékk sér snúð með,“ sagði Þórður
Þórisson, framkvæmdastjóri hjá
10-11. „Reglumar hjá okkur eru ein-
faldar og við ætlumst
/ _____ til þess að starfsfólk
fari eftir þeim. Ég
held reyndar að
svona tilvik séu
nCDCI algengari en
menn gera sér
| grein fyrir,"
sagði Þórður.
Einn eftirlits-
maður starfar ein-
göngu fyrir 10-11
verslanirnar en öryggis-
deild Baugs er einnig með í eftirlit-
inu: „Þeir koma hingaö reglulega og
maður þekkir þá á því að þeir
hvorki heilsa né bjóða góðan daginn
og eru ákaflega merkilegir með sig.
Þetta eru nokkurs konar spæjarar,"
sagði einn af fyrrum samstarfs-
mönnum „pepsídrengsins" í morg-
un. „Strákurinn var bara búinn að
vinna hér í þrjár vikur og var iðinn
og duglegur. Ég held að hann hafi
ekki ætlað að stela pepsíflöskunni."
-EIR
Neskaupstad
brother P-touch 9400
Stóra merkivélin sem þollr álagið
10 leturgerðir
margar leturstærðir
16 leturstillingar
prentar 110 linur
borði 6 til 36 mm
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport______
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
V