Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 lenmng 11 Heimild um söngvara Þann 3. mars árið 1984 héldu Garðar Cortez tenór og Erik Werba píanóleikari tónleika í Austurbæjabíói á vegum Tónlist- arfélagsins. Þessir tónleikar voru hljóðritaðir og komu út á vegum Polarfonia Classics nú rétt fyrir jól á tvöfoldum geisla- diski ásamt stúdíóupptöku af sama prógrammi sem gerð var í Ríkisútvarpinu skömmu fyrir tónleikana. Efnisskrá tónleik- anna var fjölbreytt og er þar að fmna sitt lítið af hverju, ítalskar antikaríur, þrjú heillandi lög eft-' ir Joseph Haydn og önnur þrjú eftir Brahms (sem að visu eru Hljómplötur Arndís Björk Ásgeirsdóttir ekki með á stúdíóupptökunni), þrjú lög enskra tónskálda og þrjú eftir Richard Strauss. Ekki má heldur gleyma íslensku lögunum eftir þá Áma Thor- steinsson og Karl 0. Runólfsson sem eiga veg- legan sess á efnisskránni. Þetta hafa augljóslega verið vel heppnaðir tónleikar þar sem allt hefur gengið að óskum, flutningur þeirra Garðars og Werba er glæsi- Garðar Cortes - merkileg tvöföld útgáfa á sama söngprógrammi. DV-mynd E.ÓI. legur í alla staði, hlýr og músíkalskur og hjart- að með i hverju lagi. Vandræðin með svona tónleikaupptökur eru bara öll þessi óhjá- kvæmilegu aukahljóð sem stundum trufla mann óþarflega mikið, til dæmis í því við- kvæma lagi She Never Told Her Love eftir Haydn, en skýringuna á þessum hávaða er að finna í ágætri grein Halldórs Hansens, „Minning um músik“, í bæklingi. Upptakan sjálf af tónleikunum er ágæt þó að þeir séu svolítið „langt í burtu“ miðað við stúdíó- upptökuna, og verð ég að segja að heldur finnst mér tækni- menn hafa verið óþarflega klippiglaðir á klapp áheyr- enda. Persónulega hefði mér fundist meira sjarmer- andi að hafa tónleikana i heild sinni eða að minnsta kosti hvern flokk fyrir sig óklipptan þar sem rífandi stemning hefur greinilega ver- ið í salnum. Það finnur maður best á íslensku lögunum þar sem flytjendurnir fara á mikið flug. Vafasamt er að fara út í sam- anburð á þessum hljóðritunum og of langt mál væri að telja það upp sem fer betur á hvorri upp- töku. Stúdíóupptakan gerir þó stórkostlegum píanóleik Werbas hærra undir höfði en hin, en tónleikahljóðrit- unin geymir fyrir sitt leyti augnablik sjálf- sprottinnar túlkunar sem ekki nást eins vel á hinni. Báðar standa þær þó fullkomlega fyrir sínu og er þessi geisladiskur fýrst og fremst ágæt skemmtun og merkileg heimild um einn okkar fremsta söngvara. Síðastliðið mánu- dagskvöld var djass- kvöld í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Hefðbundið pianó- tríó, skipað þeim Agnari Má Magnús- syni á píanóið, Gunn- laugi Guðmundssyni á kontrabassa og Matthíasi Hemstock á trommur, lék blandaða efnisskrá - frumsamda ópusa í bland við standarda. Þeir Agnar og Gunnlaugur lærðu í Hollandi og útskrif- uðust báðir síðastlið- ið vor með framúrskarandi árangri. Gunn- laugur spilar með tveimur hljómsveitum þar ytra og hafa þær báðar gefið út plötur, og vil ég sérstaklega mæla með „Its Green“, plötu Zenker/Kappe kvartettsins sem Gunnlaugur leikur með, en hana má nálgast hjá 12 tónum. Agnar Már er á fórum til New York í áfram- haldandi nám, hjá Larry Goldings sem er þekktur pianó- og hammondleikari. Matthías við þau lög sem hann leikur. Við fengum að heyra „Time After Time“, með einhverju besta bassasólói sem ég hef lengi heyrt, og „Time Remembered" eftir Evans, sem Matthías litaði af miklu næmi. Annars einkenndist leikur þeirra af því að enginn þeirra var í því hlut- verki að halda hlutimum gangandi, lagið gekk mikið til sjálfala og hljóðfæraleikaramir voru mjög frjálsir og óbundnir í spilamennsku sinni. Tónlistin varð þannig mjög opin og eins Djass Ársæll Másson Arnar Már Magnússon, Matthías Hemstock og Gunnlaugur Guðmundsson - frjálsir og óbundnir í spilamennskunni. þarf ekki að kynna, en hann er löngu viður- kenndur sem einn okkar besti trommuleikari. Félagamir hófu tónleikana á lagi Agnars, „Are You Nuts“, sem er nokkurs konar moll- blús í fimmskiptum takti, en Agnar hóf einmitt tónleika sína á Djasshátið Reykjavíkur síðastliðið haust á þessu lagi. Píanistinn Bill Evans er einn þeirra sem höfðar þannig til hljóðfæraleikara að þá blóðlangar að reyna sig og laus í reipunum, síður en svo í neikvæðri merkingu. Gunnlaugur átti eitt lag á efnis- skránni, „Klukkur", fallegt rubató í a-moll, með klingjandi bjöllum og afar frjálslegum spunakafla. Þeir luku svo tónleikunum með glæsibrag og „If I Where A Bell“ úr „Gæjum og píum“. Tilkynnt var í lok tónleikanna að Agnar yrði með tónleika komandi föstudagskvöld, og verður það væntanlega síðasta tækifæri okkar að heyra hann spila áður en hann heldur utan. Eldgos á píanó Tónverk Atla Heimis Sveinssonar við Óð steinsins, myndir Ágústs Jónssonar af íslenskum steinum og ljóð Kristjáns frá Djúpalæk við sömu myndir byrjar sterkt. „Láttu djúpu strengina titra," segir tónskáldið í leiðarvísi sínum til pi- anóleikarans sem er stórskemmtilegur lestur út af fyrir sig. Eftir sjokkerandi byrjun sem fær áheyrendur til að rétta sig upp í sætunum er leikið á alla strengi til skiptis - alls eru þetta 30 kafl- ar eða „myndir" eins og Atli Heimir kallar þá, ýmist ljóðrænir, dramatískir eða fyndnir. Leikið er bæði framan á pí- anóið og ofan í þvi, lagst á það og barið í það - en þegar minnst varir töfraðar fram heillandi laglínur. Það var Jónas Ingimundarson sem lék tónlist Atla Heimis á þríeinni listupplif- un í Salnum á mánudagskvöldið. Verkið er samið fyrir hans fimu fíngur og þeir léku sér að öllum litbrigðum þess. Amar Jónsson leikari las ljóð Kristjáns en myndum Ágústs var varpað á geysistórt tjald. Mun virkari þóttu mér tengslin milli tóniistar og mynda en tónlistar og ljóða. Stundum var jafnvel hægt Jónas Ingimundarson og Arnar Jónsson fluttu Óö steinsins á þríeinni listsýningu. að spá fyrir um tónlistina þegar myndin var komin á tjaldið. Einkum var greinilegt sam- band milli rauða litarins í steinunum og dramatíkur í tónlistinni. Á einum stað var beinlínis eldgos á píanóið! Myndir Ágústs af örþunnum steinþynnum eru stórkostlegri en frá verði sagt. Þar skiptast á - ef maður vissi ekki betur - spennandi grafísk verk og framúrstefnu- leg oliumálverk sem þó minna á myndir Kjarvals af hrauni og mosa eða munstur hjá Gustav Klimt, ljósmyndir utan úr geimnum og frostrósir á glugga. Ef við skynjum eilífa návist guðs í steini, eins og Kristján frá Djúpalæk orðar það, þá hefur hann sannarlega vandað sig við þetta íslenska grjót - og séð um leið fyrir þró- un myndlistar í fáein billjón ár. Einna minnst varð úr ljóð- um Kristjáns á sýningunni. Stundum köfnuðu orðin undir tónlistinni vegna þess að píanóleikari og upp- lesari voru ekki nógu nákvæmlega samstilltir, en fyrst og fremst jafnast hugleiðingar Krist- jáns ekki á við myndimar í styrk eins og tón- list Atla Heimis gerir. -SA Laust í reipum Maður undir himni í 3. bindi af Ungum fræð- um frá Bókmenntafræði- stofnun Háskóla íslands og Háskólaútgáfunni fjallar Andri Snær Magnason, skáld og rithöfundur, um kollega sinn, ísak Harðar- son. Ritið heitir Maður undir himni og í því kann- ar höfundur trú og guðs- mynd í ljóðum ísaks. Andri Snær kynntist verkum ísaks á unglingsárum og segir 1 formála að myrkrið og kaldhæðnin í ljóðabók- inni Ræflatestamentið hafi skrámað verulega hreina og teflonhúðaða heimsmynd hans. En þó að ísak tali i hálfkæringi um guð í þeirri bók segir það ekki nema hálfa söguna - því hvemig er hægt að deila á einhvern sem ekki er til? Ung fræði eru útgáfa á framúr- skarandi BA-ritgerðum í bókmenntum við HÍ. Lífseigur Ritlistarhópur Á morgun, kl. 17, hefjast upplestrar á veg- um Ritlistarhóps Kópavogs á ný eftir jóla- og áramótahlé. Þetta er fimmta starfsár hópsins og hafa fjölmörg skáld og rithöfund- ar lesið úr verkum sínum og annarra á hans vegum þessi ár. Má þar nefna aúk félaga í Ritlistarhópnum (en þeir eru um 30 að tölu) Steinunni Sigurðardóttur, Sigurð Pálsson, Guðberg Bergsson, Andra Snæ Magnason, Vigdísi Grímsdóttur, Margréti Lóu Jóns- dóttur, Guðjón Friðriksson, Vilborgu Dag- bjartsdóttur, Þóru Jónsdóttur, Þorstein frá Hamri, Ágústínu Jónsdóttur og Óskar Árna Óskarsson. í forsvari fyrir hópinn nú eru skáldin og rithöfundarnir Steinþór Jó- hannsson, Þórður Helgason, Gylfi Gröndal, Hjörtur Pálsson og Hrafn Harðarson. Upplesturinn er alltaf 1 kafFistofu Lista- safns Kópavogs, Gerðarsafns, milli kl. 17 og 18 á fimmtudögum samkvæmt uppskriftinni „Kveðskap fyrir kvöldmat", enda telja að- standendur hópsins að það sé hollt fyrir hvern mann að koma við í Listasafninu, fá sér kannski kafFibolla og meðlæti að lokinni vinnu og hlýða á ljóð, sögu eða kafla úr bók í fallegu umhverFi listar- innar. Ritlistarhópurinn hefur lfka gefið út tvær ljóðabæk- ur, Glugga árið 1996 (sú bók er alveg uppseld) og Ljós- mál árið 1997 i samvinnu við ljósmyndara úr Kópa- vogi. Fyrstur kemur fram á nýbyrjuðu 5. starfsári Hrafn Gunnlaugsson, ljóðskáld og kvikmyndaleikstjóri með meiru (á mynd). Hann mun lesa úr Grafaranum með fæðingartengurnar og óbirt ljóð á morgun, kl. 17. Allir velkomnir. Fyrsta málverkauppboð á Netinu Á morgun kl. 17 verður opnað myndlist- argallerí á Netinu á vegum Landsbréfa með stórri sýningu á verkum Tolla. Á opnuninni verður boðið upp málverk eftir Tolla á Net- inu. Þátttakendur heima í stofu eiga að fara inn á slóðina www.landsbref.is og þaðan verða þeir leiddir áfram á uppboðsvettvang- inn. Ágóðinn rennur til Barnaspítala Hringsins. Góða skemmtun. Umræðufundir um upp- byggingu náms Félag um Listaháskóla tslands boðar til kynningar- og umræðufunda um uppbygg- ingu náms við skólann. Fundirnir verða haldnir í fyrirlestrasal skólans að Laugar- nesvegi 91 (SS-húsinu), gengið inn að vest- an. Kynntar verða skýrslur með tillögum sérstakra vinnuhópa um uppbyggingu náms í hverri grein og boðið til almennra um- ræðna. Röð fundanna verður eftirfarandi: þriójudaginn 1. febrúar, kl. 20.30, leiklist, mánudaginn 7. febrúar, kl. 20.30, myndlist, miövikudaginn 9. febrúar, kl. 20.30, hönnun, mánudaginn 14. febrúar, kl. 20.30, arkitektúr, mióvikudaginn 16. febrúar kl. 20:30 tónlist. Fundimir eru opnir öllum félögum í Fé- lagi um Listaháskóla íslands og öðrum sem áhuga hafa á uppbyggingu listnáms á há- skólastigi á íslandi. Umsjón Silja Aáalsteinsdnttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.