Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aóstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fiölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjóm: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gamalkunnur tónn Gamalkunnur tónn er farinn að hljóma í fjölmiðlum nú þegar samtök launþega gera sig klár í kjarasamninga við atvinnurekendur. Forystumenn verkalýðshreyfmgarinnar setja fram sínar ýtrustu kröfur og segjast grjótharðir í að ná þeim fram. Atvinnurekendur reyna að verjast með vís- an til stöðugleikans og eru fljótir að taka fram að hinir eða þessir samningar sem þegar liggja fyrir séu ekki stefnu- markandi. Staðreyndin er auðvitað sú að hinir miðstýrðu kjara- samningar sem viðgengist hafa hér á landi um áratuga- skeið eru tímaskekkja - aðferð sem kann að hafa verið góðra gjalda verð á sínum tíma, en í engu samræmi við nútímann og þær kröfur sem launþegar jafnt sem vinnu- veitendur gera og eiga að gera. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram rót- tækar tillögur um að brjótast út úr því fari sem kjara- samningar hafa verið í undanfarin ár. Eins og DV hefur áður bent á endurspeglar hugmyndafræði VR um að tekin verði upp markaðslaun frumkvæði og nýja strauma innan verkalýðshreyfingarinnar. Með markaðslaunum er launa- kerfið gert gegnsærra og launafólki opnast ný og áður óþekkt leið til að njóta aukinnar framleiðni og styttri vinnutíma um leið og kjörin batna. Með öðrum orðum, lífsgæðin eru aukin en ekki einblínt á skárri launakjör. Fyrsti áfangasigurinn í þessum efnum vannst um liðna helgi þegar undirritaður var samningur milli Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og Samtaka verslunarinnar. Vissulega er hér ekki um stóran hóp launþega að ræða, en það er rangt að halda því fram að með samningnum hafi ekki verið gefið fordæmi fyrir aðra hópa launamanna. Slík afstaða er ekki annað en forpokuð hugsun hins gamla tíma - afstaða manna sem neita að horfast í augu við nýja og breytta tíma. Misjafnt hafast foringjar launamanna hins vegar að. VR setur markaðslaun á oddinn en Verkamannasamband ís- lands fer troðnar og gamalkunnar slóðir með kröfugerð sinni. Nú er kröfugerðin sett í nýjan búning krónutölunn- ar í stað prósentuhækkana, sem ekki hafa skilið jafn mik- ið eftir í launaumslaginu og að hefur verið stefnt. Flóa- bandalagið - klofningsbrot úr Verkamannasambandinu - fer einnig hefðbundnar leiðir, en án þess umstangs sem fylgir nýjum búningi. Svo virðist sem kröfur Flóabandalagsins séu hógværari en Verkamannasambandsins og því mæta þær meiri skilningi Samtaka atvinnulífsins, sem nú fer með samn- ingsumboð stærsta hluta atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði í fyrsta skipti, en krafan um krónutölu- hækkanir. Áhersla Samtaka atvinnulífsins á að kjarasamningar verði í samræmi við bolmagn fyrirtækja er skynsamleg og eðlileg. En miðstýrðir kjarasamningar eins og atvinnurek- endur virðast helst vilja vinna hreinlega gegn slíku mark- miði. Leið Verslunarmannafélags Reykjavíkur er að því leyti miklu eðlilegri og raunar eiga atvinnurekendur og launþegar að vinna að því að vinnustaðasamningar taki við. Vinnustaðasamningar og einstaklingsbundnir samn- ingar eru miklu líklegri til að tryggja fyrirtækjum eðlileg- an starfsfrið - betri og dýpri skilning starfsmanna á hags- munum fyrirtækisins. Það eru hagsmunir starfsmanna að hagur fyrirtækisins, vöxtur þess og viðgangur, sé tryggð- ur með sama hætti og hagsmunir atvinnurekenda liggja í því að kjör starfsmanna batni í samræmi við vöxt og við- gang. Óli Björn Kárason „Aö sjálfsögöu leyfist stjórnmálaleikurum eins og öörum leikurum að beita loddarabrögðum. Þar veröur þó að gæta þess eins og í leiklistinni aö halda jafnvægi," segir Árni. Leikarar eða loddarar Kjallarínn Arni Björnsson læknir meta leiklist nægir sjaldan að meta ein- göngu leikarann í aðal- hlutverkinu, nema um einleik sé að ræða. Hvað varðar fyrmefnd- an leikþátt í sjónvarp- inu þá var hann einleik- ur með tveimur statist- um sem voru hafðir með til að undirstrika yfirburði aðalleikarans. Og þetta var vel heppn- aður sjónleikur sem sér- hver stjórnmálaleikari gat verið fullsæmdur af. Ekki er ætlun kjallara- höfundar að dæma boð- skap leiksins enda eru listaverk með boðskap „Kjallarahöfundur hallast frekar að því að breyta skólakerfínu og stofna Stjórnmálaleikskóla ríkis■ ins. Er þessu hér með komið á framfæri við menntamálaráðherra sem á stjórnarferli sínum hefur staðið fyrir fjölbreyttum umbót• um á menntakerfi landsins.u Umræðuþættir Ríkisútvarpsins á laugardagsmorgn- um eru misjafnlega góðir og ráðast gæðin mest af þátt- takendum en líka af spyrlum. Einn þátttakenda í góð- um umræðuþætti nýlega var Edda Björgvinsdóttir leikari. Trú starfs- grein sinni talaði hún á dálítið öðr- um nótum en sam- mælendur hennar sem voru jarð- bundnari. í þættinum var að vanda rætt um atburði liðinnar viku, þ. á m. sam- tal forsætisráð- herra við tvo tán- inga í beinni út- sendingu í Kast- ljósi sjónvarpsins um nýgenginn hér- aðsdóm í fiskveiði- máli á Vestfjörð- um. Ráðherrann sýndi í þættinum ótviræða leikara- hæfileika sem vöktu verðskuldaða hrifningu leikarans í laugardags- þættinum. Þessi umræða leiddi af sér hugleiðingar kjallarahöfundar um leiklist og loddaraskap en því orði brá aðeins fyrir í umræðunni. Kostur fyrir stjórnmálamenn Nú er það svo að mörkin milli þessa geta verið óljós og stundum bregða leikarar, jafnvel góðir leik- arar, fyrir sig leikrænum tilburð- um sem eru eða jaöra við loddara- brögð. Nægir þar að minna á sjálf- an Charlie Chaplin. Edda taldi það kost á stjómmálamönnum að hafa leikarahæfileika og taldi forsætis- ráðherrann okkar þar fremstan meðal jafningja, a.m.k. hér á landi. Ekki skal það dregið í efa en til aö úrelt fyrir löngu. Af því má draga þá ályktun að stjómmálamenn sem eru góðir leikarar geti boöað áhorf- endum sinum hvað sem er ef þeir leika nógu vel. Að sjálfsögðu leyfist stjómmálaleikurum eins og öðrum leikurum að beita loddarabrögðum. Þar verður þó að gæta þess eins og í leiklistinni að halda jafnvægi svo leikarinn safnist ekki í hóp loddara og eigi því frekar heima í sirkus en á alvöru leiksviði. Leiklist eöa sirkus Raunar má hugleiða í hvorn flokkinn skipa eigi íslenskum stjómmálum, leiklist eða sirkus. Óneitanlega minna þau stundum meira á hið síðamefnda þar sem ábúðarmikill sirkusstjóri með langa svipu stjómar sýningunni, leikur sér með svipuólina, sveiflar henni, lætur smella eða snerta eldsnöggt svo svíði til að láta lodd- arana steypa sér kollhnís og fara í flikk-flakk eða sirkusdýrin dansa á afturfótunum eða stökkva gegn- um logandi hringi. En auðvitað er þetta ekki réttlát samlíking því sirkusinn er oftast miklu skemmtilegri þótt hann verði aldrei jafh fjarstæðukenndur. í þessu sambandi má velta því fyr- ir sér hvers vegna stjómmálaleik- arar eru svo misgóðir og í fram- haldi af því hvort fylgi stjómmála- flokka ráðist af því hversu góðum leikurum þeir hafi á að skipa Stjórnmálaleikskóli ríkisins Nú er það svo að leikarar þurfa að ganga í strangan skóla til að ná tökum á list sinni. í því sambandi rifjast það upp að eini stjómmála- Qokkurinn á íslandi sem rekur leiklistarskóla er Sjálfstæðisflokk- urinn. Sem betur fer fyrir hina flokkana er skólaskylda ekki lög- boðin fyrir stjórnmálamenn en æskilegt að þeir kunni að lesa og skrifa, jafnvel reikna pínulítið, svo þeir geti orðið seðlabankastjórar ef þeim leiðist í stjórnmálahlutverk- inu. Því geta óskólagengnir menn orðið stjómmálamenn. Kjallarahöfundur hefur ekki kannað hvort þetta er brot á jafn- ræöisreglu stjómarskrárinnar en ef svo er er ljóst að úr því þarf að bæta með þvi að breyta skólakerf- inu eða stjómarskránni. Kjallara- höfundur hallast frekar að því að breyta skólakerfinu og stofna Stjórnmálaleikskóla ríkisins. Er þessu hér með komiö á framfæri við menntamálaráðherra sem á stjómarferli sínum hefur staðið fyrir fjölbreyttum umbótum á menntakerfi landsins. P.S. Til er þriðja tegund leiklist- ar sem ekki verður fjallað nánar um í þessum pistli en það er brúðu- leikhúsið. - Það bíður betri tíma. Ámi Bjömsson Skoðanir annarra ESB-aöild? „Sönnunarbyrðin um ábata aðildar er talsmanna þeirra, sem sækja vilja um aðild. Fram að þessu hafa þeir með öllu brugðist þessari sönnunarskyldu sinni. Varla fórum við að sækja um aðild nema vita til hvers. Hvað myndum við græða á aðild? Ilverju myndum við tapa? ... Evrópusambandið, skipulag þess, starfshættir og stefna eru ekki óþekkt fyrir- bæri. Á meðan þeir, sem vilja sækja um aðild, leggja ekki fram haldbærar röksemdir um að tekjur yrðu umfram gjöld af aöild okkar, að augljósir kostir yrðu meiri en gallar, að hagsmunum okkar yrði betur borgið innan en utan Evrópusambandsins, er varla ómaksins vert að taka þá alvarlega um óljósar og ómarkvissar aðildarviðræður." Hannes Jónsson, fyrrv. sendiherra, í Mbl. 25. janúar. Ofurskattar leiða til skattsvika „Vef-Þjóðviljinn hefur svo sem oft bent á það áður að besta ráðið gegn skattsvikum sé að hafa skatta svo lága að það taki því vart að svíkjast um að greiða þá ... Innflytjandi bíls stendur frammi fyrir því að 40-60% vörugjald leggst á innkaupsverð og svo 24,5% virðisaukaskattur á söluverð. Hann þarf svo annaðhvort að greiða 10% fjármagnstekjuskatt (eftir að fyrirtækið greiðir 30% tekjuskatt) eða 38-45% tekjuskatt af söluhagnaði. Með slíkum ofur- sköttum er beinlínis verið að egna menn til skattsvika og það kemur ekki á óvart að tollayfir- völd eyði nú fé skattgreiðenda í að rannsaka grun um að innflutningsverð notaðra bíla sé gefið upp mun lægra en það var í raun.“ Ur Vef-Þjóðviljanum 24. janúar. Þingmenn meti upplýsingar „Ég tel að það sé mikilvægt fyrir forstöðumenn ríkisstofnana, eins og aðra, að vita að valdsvið þeirra er takmarkað og þeir eru ekki, frekar en aðr- ir, yfir gagnrýni hafnir. Þingmenn hafa fullt leyfi til að gagnrýna störf þeirra ef þeim sýnist svo. Rétt eins og allir aðrir eru þeir breyskir og geta gert sín mis- tök. Þeir verða að vera tilbúnir til að taka gagnrýni. Það er ekki í verkahring embættismanna að ákveða hvaða upplýsingar þingmenn eigi að fá. Það er þing- mannanna sjálfra að meta vægi þeirra upplýsinga.“ Hjálmar Árnason alþm. í Mbl. 25. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.