Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 4
18 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 'etrarsport Skíði nútímans: Upprunnin á Þelamörk á 18. öld — bakgrunnurinn er rakinn til Asíu fyrir 8ooo árum Skíði og skíðaíþróttir eiga sér langa sögu. Talið er að skíðin séu upprunnin í Asíu fyrir a.m.k. 8000 árum. Fundist hafa 4500 ára gömul skíði í Sví- þjóð en nútímaskíði eiga upp- runa sinn að rekja til Þela- merkur í Noregi á 18. öld. Segja má með nokkrum sanni að í upphafi hafi skíðin verið hálfgerðir tunnustafir úr tré sem síðan hafi þróast upp í hátæknivöru úr plastefnum og öörum gerviefnum. Skíðaíþróttir skiptast I nor- rænar greinar (skíöagöngu, skíðastökk og skiðaskotfimi) og alpagreinar (svig, stórsvig og brun). Fyrsta skíöakeppnin sem vitaö er um fór fram í Nor- egi 1767, en þar hafa verið haldin Ólympíumót nokkrum sinnum síðan 1924. Til íslands barst skíðaíþróttin með Norð- mönnum sem störfuðu við norskar hvalstöðvar um og eft- ir aldamótin 1900. Líklegt er að fyrst hafi verið keppt á skíðum hér á landi í önundarfirði að frumkvæði Norðmanns sem þar bjó. Fyrsta Skíðamót ís- lands var hins vegar haldiö 1937. Nýjasti anginn í skíöaíþrótt- inni er snjóbrettaiðkun. Þar fóru menn óheföbundnar slóð- ir og eru hugmyndimar að þeirri iðkun trúlega sóttar í sjóbrettaíþróttina. Skautafélag Reykjavíkur stofnaði938: Þúsundir manna á tjörninni — þá kostaði 25 aura á svellið Skautafélag Reykjavíkur var stofn- að á fundi í Iðnó 31. október 1938. Á fundinum lagði forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage, fram lista með árituðum nöfnum 30 stofnenda, en flestir voru mættir á fundinum, auk margra ann- arra. Fyrsti formaður Skautafélags Reykjavíkur var Kristján Einarsson framkvæmdastjóri, aðrir í stjórn voru Júlíana Isebarn, Eyþór Ólafs- son, Björn Þórðarson og Katrín Við- ar. Tilgangur félagsins er að vekja og glæða áhuga manna á skautaíþrótt- inni með því að stuðla að iðkun skautafara, stofna tO skautamóta og námskeiða og á annan hátt efla skautaíþróttina. Um 25 árum áður var starfandi öfl- ugt skautafélag sem einnig hét Skautafélag Reykjavíkur. Formaður þess var Ólafur Björnsson ritstjóri og síðar Ingibjörg Brands leikfimikenn- ari. Við fráfall hennar féll starfsemi félagsins niður. Á fyrstu starfsárum nýja félagsins fékk það leyfi bæjarsijómar Reykja- víkur og lögreglustjóra til að hafa skautasvell á litlu tjörninni. Var þetta svell mjög vel sótt af yngri og eldri. Horfið var þó frá því seinna aö hafa svellið þar vegna gróðursetning- ar trjáa i Hljómskálagarðinum þar sem ekki reyndist hægt að verja þau skemmdum vegna umferðarinnar. Skautafélagið flutti þá bækistöð sina af litlu tjöminni á stóru tjörn- ina og var síðan í mörg ár starfrækt skautasvell þegar tækifæri gafst með tjarnarbakkanum fyrir framan brunastöðina gömlu. Þar fékk félagið leyfi bæjarráðs til að leggja sérstaka vatnsleiðslu fyrir skautasvellið, sömuleiðis var komið þar upp ljós- kösturum. Auk þess kom Skautafé- lagið upp litlum skúr, sem stóð á vetrum við Tjörnina. Þar hafði félag- ið skó- og verkfærageymslu, einnig dálitla sælgætissölu til tekjuöflunar, því allt þetta kostaði mikið fé, en fé- lagið hafði ekki mikla tekjuöflunar- möguleika. Var fengið leyfi til að selja inn á svellið og kostaði 25 aura á mann. Voru oft um þrjú þúsund manns auk barna á svellinu. Skautafélagið fór margar skauta- ferðir út úr bænum á vetuma, á Þingvallavatn, Elliðavatn og Rauða- vatn. Einnig voru hér haldin lands- mót og Reykjavíkurmót. Fóru skautamenn úr Reykjavík norður til Akueyrar og kepptu þar og öfugt. Fyrsti íslandsmeistarinn í hrað- hlaupi á skautum var Ólafur Jóhann- esson frá Skautafélagi Reykjavíkur. -HKr. (Heimild: Afmœlisrit Skautafé- lagsins) Þúsundir manna sóttu skautasvellið á Reykjavíkurtjörn á góðviðrisdögum. Þessi mynd úr safni DV sýnir káta krakka á svellinu í nóvember 1965. A-C ZR 580 EFI '97 ek. 2800 mtl., 20 mm beltí, gasd./plastsk. V. 690.000 A-C ZR 600 '98, ek. 1750 míl., 22 mm neglt belti, gasd., plastsk. V. 830.000 Lynx Enduro 500 special ‘99, ek.1300 km, 25 mm belti, Race gasd. V. 950.000 Ventura 600 '99, 3 cyl., ek. 2800 km, 28 mm nelgt belti, rafst/bakkgír, yfirbr., o.fl. V. 950.000 stgr. Polaris 500 EFI Classic '94, ek. 3650 míl„ org.belti, rafst/bakkgír, grind/kassi. V. 470.000 Skidoo Formula 500 SLS '96, ek.5600 km„ 19 mm belti, grind. V. 430.000 Lynx 670 Bigpipe '98, ek. 500 km, 20 mm belti, V. 900.000 Polaris XLT 580 special '94 3 cyl„ ek. 7700 míl„ uppt. vél, nýtt 24 mm belti, gasd. o.fl. V. 460.000 Yamaha VMAX 600 ST ‘96, ek.4000 km, 28 mm belti, rafst/bakkgír, grind/kassi. V. 650.000 Skidoo MXZ 600 '99, ek.2150 km, 25 mm belti, gasd., plastsk. V. 950.000 Yamaha SX 700 '97 3 cyl„ ek. 5000 km, 32 mm belti, Öhlins gasd., plastsk. o.fl. V. 750.000 LANDSINS MESTA URVAL AF GOÐUM VÉLSLEÐUM SKRÁ OG Á STAÐNUM GÓÐ GREIÐSLUKJÖR OPH) VIRKA DAGA FRA KL.10-12 OG 13-18 LAOGARDAGA FRÁ KL.13-1G. . . (aiíASAUmj Höldur ehf. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020-461 3019

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.