Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 23 », fíiiÝ 'etrarsport E V kílómetra hraða Thundercat er sá öflugasti frá Arctic Cat, 172 hestöfl, 1000 cc og þriggja cyl. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar flytja þá inn. Stuttur Thundercat kostar kr. 1.435.000 og langur (MC) kostar 1.476.000. Reyndar flytja B&L inn önn- ur tryllitæki í tengslum við fyrirhugað heimsmeistaramót. Það eru sérsmíð- aðir 600 cc keppnissleðar sem heita Black Magic. Þessi mynd er tekin á Reykjavíkur- tjörn á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Einhver örlftill munur virðist vera á þessum vélsleða og tryllitækjum nútímans sem ná tvö hundruð kfiómetra hraða á ör- skotsstundu. Ski-doo er fluttur inn af Gísla Jónssyni ehf. og boðið er upp á 32 útfærslur af vélsleðum. Einn vinsælasti Ski- doo-sleðinn heitir Grand Touring 600 en 2000-árg. kost- ar 1.119.000 kr. Þetta er lúxusferðasleði með rafstarti, bakkgír og tveggja manna sæti með stiilanlegu baki. Plastskíði eru staðalbúnaður. Vélin er aflmikil, 600 cc, 108 hestafla og umboðið nefnir sem dæmi að slíkir sleð- ar hafi hafi aðeins eytt 33 lítrum af bensíni á leiðinni Mý- vatn - Hveravellir. Ski-Doo MXZ 700 er svo annar vin- sæll sleði, 126 hestöfl og byggð- ur á sleðanum sem vann X games í USA í fyrra. Hann kpstar 1.119.000. Grand Touring SE Millenum er einn sá allra flottasti frá Ski-Doo. Hann er með loftpúðafjöðrun, þjófavörn, leiðréttingakerfi v/hæð og hitastig, raf- magnsbakkgír o.fi. í honum er þriggja strokka 800 cc, 134 hestafla vél. Verðið á 2000-árgerðinni er 1.489.000 kr. Finnsku Lynx-sleð- arnir eru fluttir inn af Bflaþjónustunni á Akureyri. Boðið er upp á breiða línu vélsleða en þeir vin- sælastu eru sport- sleðar. Lynx G-To- uring 700 kostar t.d. 1.155.000 kr. Lynx leggur mikið upp úr fjöðruninni en hönn- unin er f höndum Finna. Öflugasti Lynx-sleðinn er Rave Special og í þessari viku kemur einn slíkur sérsmíðaður keppnissleði til landsins. Hann er 160 hestöfl og rétt um 200 kg að þyngd og kostar 1.120.000 kr. Hann fer í hendur Alexanders Kárasonar sem myndar sérstakt keppnislið ásamt Stefáni Bjarnasyni, Árna Grant og Gunnari Hákonarsyni sem er liðsstjóri. Hestöflunum hefur fjölgað Vélsleöar hafa þróast hratt á síðustu árum. í gamla daga, þegar gott þótti að hafa örfá hestöfl und- ir húddinu á Johnson-vélsleðun- um og hvað þeir nú hétu, hefði mönnum ekki órað fyrir að nokkru sinni ættu eftir að sjást sleðar með hátt í 200 hestafla mót- orum. í dag þykir enginn maður með mönnum í ærlega spyrnu nema að vera með minnst 100 hestöfl til umráða. -HKr. Vélsleðamót á Norðurlandi: Heimsvið- burður í maí Vélsleðamenn hafa í nógu að snú- ast þennan veturinn, ekki síst á Norðurlandi. Þar veröur m.a. heims- viöburður í greininni er haldið verður heimsmeistaramót í Ólafs- firði í maí. Eftirfarandi mót eru á dagskrá á Norðurlandi: 19.-20. febrúar: Bikarmót í snjó- krossi á Dalvík. 4.-5. mars: Evrópumeistaramót í snjókrossi í Svíþjóð. Þar verða 4 ís- lendingar í farabroddi. 8.-19. mars: Mývatnsmótið. Þar verður keppt í snjókrossi, spymu, braut og GPS-fjallaralli. 25.-26. mars: Islandsmeistaramót í snjókrossi á Akureyri. 1.-2. apríl: íslandsmeistaramót í snjókrossi á Mývatni. 15.-16. apríl: íslandsmeistaramót í snjókrossi í Ólafsfirði. 22. aprfl: Akureyrarmót í snjó- krossi. 6.-7. mai: Heimsmeistaramót í snjókrossi í Ólafsflröi. Allir bestu ökumenn í snjókrossi koma hingað til lands til keppni, t.d. 16 bestu at- vinnumennirnir frá USA og allir bestu ökumenn frá Svíþjóð, Finn- landi, og Rússlandi, að ógleymdum íslenskum keppnismönnum og keppendum frá öömm löndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.