Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Blaðsíða 8
22
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
V
Vetrarsport
Veturinn:
Tími
vélsleða-
manna
Öfugt við skógarbirnina sera
leggjast í híði yfir harðasta veturinn
færist líf 1 vélsleðamenn landsins.
Vélsleöar hafa sína kosti og
einnig ýmsa galla. Þvi er þó ekki að
leyna að þessi tæki gefa mönnum
kost á að kynnast landinu á annan
hátt og ferðast um slóðir sem annars
væri illmögulegt aö komast á. Sleða-
sportið kostar vissulega mikla pen-
inga en alltaf eru einhverjir sem
eiga nóg af seðlum eða fóma frekar
einhverju öðru til að geta sinnt
þessu skemmtilega sporti.
Tímabil vélsleðamanna hefst
venjulega í desember og stendur yfir
á meðan einhvern snjó er að fmna.
Á sumrin er þó ekkert útilokað aö
fara í vélsleðaferðir og vinsælt er
t.d. að fara á Vatnajökul, stærsta
jökul Evrópu. Óbyggðaferðir á
vélsleðum, eins og í eyðibyggðir
Homstranda, er einnig vinsæl iðja
síðla vetrar og á vorin. -HKr.
Mikið að gerast hjá
vélsleðamöninuim:
Heims-
meistara-
mót í
Ólafsfirði
- búist við 500
erlendum og þúsund-
. um innlendra gesta
Undirbúningur fyrir heimsmeist-
aramót í snjókrossi, sem fram fer
hér á landi næsta vor, er kominn í
fullan gang. Sjö manna undirbún-
ingsnefnd hefur þegar tekið til
starfa og er Marinó Sveinsson hjá
Sportferðum á Akureyri formaður
hennar. Gera menn sér vonir um
allt að 500 erlenda gesti, bæði kepp-
endur og áhorfendur.
Mikill áhugi er erlendis fyrir mót-
inu í Ólafsfirði, en Marinó og helstu
forsprakkar mótshaldsins hér heima
hafa að undanfórnu verið í Banda-
ríkjunum. Kveikjan að þessu móts-
haldi mun vera fyrirspum frá Alex-
ander Kárasyni á Akureyri til WSA
(World Snowmobile Association).
Eftir heimsókn fulltrúa WSA hingað
til lands var ákveðið að mótið færi
íram í miðbæ Ólafsfjarðar í stað
Hlíðarfjalls þar sem fulltrúum WSA
þótti kjöraðstaða til mótshalds 1
Ólafsfirði, heimamenn með reynslu
í brautargerð og snjór tryggari að
vorlagi.
Reiknað er méð 16 keppendum frá
BauJaríkjunum og sama fjölda frá
Norðurlöndum. Hverjum keppanda
fylgja síðan 2-3 aðstoðarmenn
þannig að fjöldi í erlendum keppn-
isliðum gæti orðið hátt 1100.
Forsprakkar mótsins telja ekki
ómögulegt að erlendir gestir geti
orðiö um 500 talsins og að á mótið
komi allt að 3000 manns. Að undir-
búningi mótsins standa Vélsleða-
klúbbur Ólafafiarðar, Kappaksturs-
klúbbur Akunyrar, WSA og Sport-
ferðir á Akuréyá. -HKr
Vélsleðar seljast eins og heitar lummur:
Sumir ná yfir 200
- eru með yfir 170 hestafla vélar og kosta vel á aðra milljón króna
Vélsleðasport er orðið mjög öflugt
hér á landi og fer vaxandi. Gott
dæmi um gengi þessarar greinar er
heimsmeistaramót sem verður hald-
iö hér á landi í fyrsta skiptið í vor,
þar sem þeir allra bestu frá Banda-
ríkjunum og Evrópu etja saman
beltafákum sínum.
Mest áberandi tegundirnar á
markaðnum hér eru Yamaha frá
Japan, Artic Cat frá Bandaríkjun-
um, Ski-doo frá Kanada, Polaris frá
Bandaríkjunum og Lynx frá Finn-
landi. Lynx er reyndar alfarið kom-
ið í eigu kanadíska fyrirtækisins
Bombardier sem framleiðir Ski-doo-
sleðana. Báðar tegundirnar eru með
Rotax-mótora sem framleiddir eru í
austurrískri verskmiðju Bombardi-
er.
Sleðamir eru af ýmsum stærðum
og gerðum og kosta á bilinu
500-1700 þúsund með tollum og
gjöldum sem eru hér 70%. Með-
alsleði til ferðalaga kostar í kring-
um eina milljón króna og er þá
venjulega með 600 rúmsentímetra
vél. Aflið getur líka verið mun
meira og þeir hraðskreiðustu, með
172 hestafla, 1000 rúmsentímetra og
þriggja strokka vél, geta auðveld-
lega náð 200 km hraða á örskots-
stundu og eru sannarlega engin
bamaleikföng.
Betri ending
Tröllasögur um óheyrilegan við-
haldskostnað vélsleða og lélega end-
ingu mótora heyra sögunni til ef
marka má orð innflytjenda hinna
ýmsu tegunda. Þeir em sammála
um að allur búnaður í dag sé orðinn
betri og vandaðri en áður var en
ending vélanna ráðist mest af með-
ferð og viðhaldi. Sögur um að vél-
amar endist ekki nema 5-10 þúsund
kílómetra segja menn tóma vitleysu
ef á annað borð er rétt farið með
búnaðinn. Þetta geti átt við gamlar
gerðir en nýrri vélar endist mun
meira.
Bensineyðsla er afstætt hugtak í
huga vélsleðamanna, enda fer hún
mikið eftir aksturslagi og þeirri
færð sem ekið er í. Annars eru vél-
ar sleðanna yfirleitt tvígengisvélar
og brenna blöndu af bensíni og tví-
gengisolíu. Frekar er talað um hvað
sé hægt að aka lengi á tanknum en
vegalengdir í sambandi við elds-
neytiseyðslu.
Snjór í bensíntanki og ónýtir
stimplar
Vélamar í sleðunum eru ýmist
loft- eða vatnskældar. I stæmi vél-
unum, sem eru yflr 65 hestöfl, er
undantekningalaust um vatnskæl-
ingu að ræða. Ástæðu þess að
stimplar brenna í vélunum segja
fagmenn ekki bara vera vegna
ónógrar kælingar kælikerfisins,
heldur kannski mun frekar vegna
ónógs flæðis og óhreins eldsneytis.
Ef snjór kemst í eldsneytistank
vélsleða er fjandinn laus og vegna
vatns í bensíni geta ventlar brunnið
upp á örskotstíma eins og pappír.
Leggja menn ríka áherslu á að kom-
ið sé í veg fyrir að vatn og önnur
óhreinindi komist í eldsneytið og
umfram allt að nota ísvara. Það á
aldrei að nota skítuga og lélega
bensínbrúsa. Halldór Jóhannesson
hjá Polaris-umboðinu segir að allar
kreddusögur um að ísvari þurrki
upp sílindra og annað séu tilkomn-
ar vegna vankunnáttu. Enda taka
framleiðendur oft fram að það eigi
að nota ísvara í bensínið. Þá er það
talin góð og skilyrðislaus regla að
að hreinsa eldsneytistank og blönd-
ung minnst einu sinni á ári.
Keppnissleðar á heimsmeistara-
mót
Vegna fyrirhugaðs heimsmeist-
aramóts í Ólafsfirði í vor er talsvert
flutt inn af sérútbúnum keppniss-
leðum. Er mun meira flutt inn af
slikum sleðum en áður hefur þekkst
og líklegt að margir hyggi á keppni
í vor. Þessir sleðar eru lausir við
allt „óþarfa prjál“ en því meiri
áhersla lögð á fjöðrun og aðra þætti
sem skipta miklu máli i keppni.
HKr.
Merkúr er með breiða Ifnu öflugra vélsleða
frá Yamaha.
Vinsælasti sleðinn frá Yamaha er hins vegar
Venture 700 sem hentar vel til ferðalaga og
kostar 1.145.000 kr. Hann hefur notið gríðar-
legra vinsælda hér á landi og er með raf-
starti og bakkgír.
Ódýrasti sleðinn, Yamaha Phazer 500, kostar
749.000 kr. og sá dýrasti, Yamaha NM 700,
með þriggja strokka vél, er á 1.165.000 kr.
Yamaha býður sérsmfðaða keppnissleða
eins og aðrir framleiðendur.
Öflugasti Polaris-sleðinn : ,
heitir Polaris Indy 800
XCR. Hann er með jjjpgy
þriggja strokka 160 hest-
afla vél. Hann kostar w
1.261.000 kr.
SRX 700 er aflmesti sleðinn frá Yamaha. Hann er
145 hestöfl og kostar 1.145.000 krónur.
Umboðsmaður Polaris á íslandi er
Tómas Eirfksson sem er jafnframt
eigandi Polaris ehf. Fyrirtækið er
með aðsetur á Akureyri og einnig
með verslun og þjónustu á Smiðju-
vegi 4a f Kópavogi. Vinsælasti Pol-
aris-vélsleðinn heitir RMK og er
mikill alhliða sleði og klifurköttur á
grófum beltum. RMK-sleðarnir eru
fáanlegir með mismunandi vélum,
500-800 cc og sá aflmesti, RMK
800-sleðinn, er með 135 hestöfl
undir húddinu og kostar 1.163.000.
Polaris RMK 500 kosta hins vegar
891.700 kr.
Polaris er líka með sérbyggða
keppnissleða.