Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Qupperneq 5
MIÐVKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 19 Wt etrarsport Hilmar Björnsson, framkvæmda- stjóri Skautahallarinnar í Reykjavík. Skautahöllin: Fjölskyldupakki á 1500 krónur - skautar innifaldir Mikill fjöldi fólks er farinn að sækja Skautahöllina í Laugar- dalnum. Um helgar er ekki óal- gengt að 2000 manns komi á svellið, bæði böm og fullorðnir. Almennt verð fyrir barn er 250 kr., en það kostar 350 kr. fyrir fullorðna. Þá er hægt að kaupa fjölskyldupakka sem eru vinsæl- ir og kostar þá 1500 krónur að koma með fjölskylduna og inni í því er leiga á skautum. Loks komin góð skautaaðstaða: Erum að stíga fyrstu skrefin — segir Hilmar Björnsson, framkvæmdastjóri Skautahallarinnar í Reykjavík, en þar verður heimsmeistaramót íshokkí í D-riðli haldið í apríl Hilmar Björnsson, fram- kvæmdastjóri Skautahallarinnar i Reykjavík, segir geysimikla aö- sókn vera að skautasvellinu í Laugardalnum. Þar verður haldið 9 liða keppni i D-riðli heimsmeist- aramótsins í apríl og listskauta- sýning með breskum dönsurum í mars. „Við erum auðvitað að stíga fyrstu skrefin í skautaíþróttum i alþjóðasamanburði. Greinin er þó mjög vaxandi og mikil þátttaka í yngri flokkum og varla hægt að anna því. Hér verður listskauta- sýning með breskum dönsurum í mars. Það er í tengslum við menn- ingahátíðina. Þann 10. apríl hefst svo keppni í D-riðli heimsmeist- aramótsins í íshokkí og hingað koma lið frá 8 þjóðum auk okkar liðs og keppt verður í þrem riðl- um. á morgnanna, en opið er allt til miðnættis. -HKr. Við tókum í fyrsta skiptið þátt í heimsmeistaramótinu í fýrra og þá í S-Afríku. Okkur skortir reynslu og skiptingin er þannig að við eigum ekki marga eldri spilara enda hefur ekki verið aðstaða til að æfa þetta fyrr en nú. Það eru rúmlega tvö og hálft ár síðan við vorum komnir undir þak hér í Reykjavík og Akureyringar eru núna að byrja að æfa undir þaki líka. Veturinn í fyrra er fyrsti heili veturinn sem íshokkí er æft, svo heitið geti. Ungt keppnislið Það var lið héðan úti í Mexikó að keppa á heimsmeistaramóti yngri en 20 ára. Stór hluti af okk- ar liði var mjög ungt, 16-17 ára strákar, og því varö samanburður- inn óhagstæður. Hins vegar má gera ráð fyrir betri árangri þegar keppt verður í Búlgaríu í aldurs- flokki undir 18 ára aldri. Ætli það séu ekki 70% af skautaiðkendun- um hér innan við 12 ára aldur. Við líðum líka fyrir það að hér eru ekki nema þrjú félög að keppa, Bjöminn, Skautafélag Reykjavík- ur og Skautafélag Akureyrar og því vantar keppnisþáttinn inn í þetta. Það tefur dálítið fyrir þróun- inni. Hins vegar er staðið vel að uppbyggingunni í dag. Það er því að koma góður stíll á skautafólkið okkar sem er mjög áhugasamur hópur og hefur farið mikið fram“, segir Hilmar. Hann hefur í nógu að snúast við að sinna skautaiðk- endum sem byrja sumir klukkan 6 ALLT AÐ SEGLAGERÐIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.