Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Page 6
20
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000
'etrarsport
•SSSBAM
Stp I m , ;
É m , I
hemlakei
fyrir kerrur.
Fó/ksbíla-, ieppo-j
hesta- og
véls/eða/cemir.
Sérsmiðum
Dráttarbeisli á allar
gerðir bifreiða.
Ásetning á staðnum.
Allir hlutir til
kerrusmíða.
ÖRYGGI • ÞJÓNUSTA
REYNSLA
Opiö frá 8:00 - 18:00 mánudaga til laugardaga
Víkurvagnar ehf - Dvergshöfða 27-112 Reykjavík - Sími 577-1090 - Fax 577 1099
virðast lokuð:
Rafsoðið í
óbyggðum
í gallaferöum má alltaf gera ráð
fyrir því aö eitthvað brotni í öku-
tækjum við erfiðar aðstæður og
þá þarf að vera hægt að sjóða.
Erfitt getur hins vegar reynst að
dröslast með kúta eða rafstöð fyr-
ir transara (rafsuðutæki). Menn
verða því að beita öðrum bjarg-
ráðum.
Meðlimir 4x4-klúbbsins hafa af
reynslunni lært ýmis bjargráð og
eitt þeirra er að rafsjóöa þó engin
sé rafsuðuvélin.
Algengast er að notaöir séu 3
bílgeymar þannig að samanlögð
amper-tala þeirra sé um 150
amper en þannig fæst góð suöa
við flest það sem sjóöa þarf.
Mikilvægt er að aftengja alveg
báða póla á þeim geymum sem
soðið er með (jafnvel er gott og
reyndar stundum nauðsynlegt að
taka þá úr bílunum) því hætta er
á að bíltölvur, GPS-tæki, talstöðv-
ar og annar viökvæmur búnaður
geti annars skemmst. Einnig er
talið æskilegt að aftengja geyma í
þeim bíl sem soðiö er í.
Rafgeymarnir eru raðtengdir
með startköplum (plús í mínus,
plús í mínus og svo koll af kolli)
þannig að þeir gefi milli 30-40 volt
og 150 amper.
Rafsuðupinnar 2,5 til 3,2 mm
annað hvort „basiskur" vír eða
„króm“-vír og rafsuðutöng ættu af
þessum sökum að vera með í fór.
Best er að sjóða meö vírinn á
mínuspól og nota plúsinn í jörð.
Gæta skal þess þó að taka ekki
geyma úr öUum bílum hópsins
því erfitt getiu- reynst að starta ef
notað er mikið af geymunum og
því verður einn bíll að hafa raf-
magn til að sjá um að gefa hinum
start ef með þarf.
Ekki er þessi meðferð æskileg
fyrir rafgeymana og getur auö-
veldlega skemmt þá enda einung-
is mælt meö aö nota þessa aöferð
í neyðartilvikum. Gæta verður
þess að tæma rafgeymana ekki al-
veg þannig að ekki neisti við
snertingu heldur hætta þegar fer
að draga af þeim.
Björn Magnússon jeppamaður:
Sprengdi dekk á
felgu fyrir BBC
— og æðir um snjóbreiðurnar á breyttum jeppa með 38 tommu dekkjum
íslendingar eru þekktir fyrir að
eiga heimsmet i öllum mögulegum
öfgum. Án efa er íslensk fjallabíla-
menning þar í einu af toppsætunum
og hafa hérlendir jeppakarlar kom-
ist á spjöld heimspressunnar, m.a.
fyrir að fara á gjörbreyttum jeppum
alla leið á suðurheimskautið.
Þegar ekið er um götur höfuð-
borgarinnar má sjá mikið af jeppum
og sumir þeirra nær óþekkjanlegir
frá þeim sem bílasmiðir út í heimi
skiluðu af sér. Búið er aö gjörbreyta
þeim meö upphækkun og setja á
heljarmikil dekk. Ekki mun það
vera vegna þess að götur Reykjavík-
ur séu svo illar yfirferðar, heldur
hitt að menn nota bílana til að ösla
um snjóbreiður hálendis íslands.
Aldrei einir á fjöll
Annars fara menn mikið um í
hópum, það fer enginn einn á fjöll.
Flestir af þessum strákum eru f
4X4 klúbbnum og innan þess hópa
menn sig saman. Félagsskapurinn
er stór hluti af dæminu.“
- Hvaöa ráö viltu gefa mönnum
sem eru aö byrja?
„Það er að fara með vanari
mönnum á fjöll. Sterkast er að
komast inn í 4X4 og þar er í gangi
nýliðastarf. Það er algjör vitleysa
að ætla að fara einn síns liðs á
fjöll. Þó það komi saman þrír eða
fjórir óvanir menn, þá er hæpið að
fara í langferðir. Venjulega kom-
ast nýliðar inn í hópa með vönum
mönnum og það er ekkert mál.“
-HKr.
Á 38 tommum
Bjöm Magnússon er ein þessara
manna og hann á Musso sem búið
er að breyta fyrir 38 tommu dekk.
„Ég breytti mínum bíl dálítið öðru-
vfsi en aðrir hafa gert. Ég hækkaði
boddíið upp um tvær tommur og
færði svo drifbúnaðinn niður.
Þannig er miklu hærra undir
þennan bíl en var undir aðra
áður.“
- Eru þessir breyttu bílar ekki
alltaf aö bila?
„Það er auðvitað miklu meira
álag á allt i bílnum, þannig að end-
ing á slitflötum verður minni.
Menn verða að gera sér grein fyrir
því að þetta endist minna en í bíln-
mn óbreyttiun. Ef menn ætla hins
vegar að fara eitthvað, upp á jökla
eða hálendið, þá hefur það sýnt sig
að menn þurfa að breyta búunum
fyrir 38“ dekk. Það er spumingin
um belgvíddina og flotið i dekkjun-
um. Menn tappa af loftinu og láta
bílinn fljóta á snjónum. Menn hafa
mest farið í 44 tommu dekk, en
langalgengastar eru 38 tommum-
ar.“
- Er þá ekkert vandamál aö ráöa
viö bílana á vegum?
„Nei, þá má eiginlega þakka það
tannstangarstýrinu. Eftir að það
kom til sögunnar em bilamir rás-
fastari. Ég hef átt þá marga og
breytt í 38“ bíla, en þessi er sá
langbesti. Það er ekkert mál að aka
Björn Magnússon segir að félagsskapurinn sé stór hluti af jeppamenningunni.
honum á 80- 100 km hraða. Þetta
er því öðruvísi en áður var og
menn hafa aðeins meira vit á að
breyta þessum bílum í dag. Það er
meiri fagmennska í þessu núna.
Enda er komið mjög mikið af slík-
um bílum á götuna. Það verður þó
að segjast alveg eins og er að þess-
ir bílar eru langmest bara að keyra
hér á malbikinu. Þeir em hins veg-
ar stirðir í notkun innanbæjar og
erfiöara aö umgangast þá.“
- Hvert fara menn þá helst á
svona bílum ef menn vilja fara út
fyrir malbikiö?
„Það er voða vinsælt að fara á
Langjökulinn. Menn lenda auðvit-
að oft í kolvitlausum veðrum. Ég
fór um fyrri helgi með starfsmönn-
um hjá Benna og við lentum í gíf-
urlegum krapa og bleytu á heim-
leiðinni. Við vomm eina 13 eða 14
tíma á leiðinni til baka, en þetta
fylgir þessu sporti. Þá er mjög vin-
sælt að fara á Hveravelli, þar sem
er skemmtilegur skáli og laug.
Eins er stutt að fara í Landmanna-
laugar. Klúbburinn 4X4 er líka
með vinsælan skála undir
Hofsjökli. Menn ferðast yfirleitt
fimm, sex eða fleiri saman. Þá eru
menn með allan búnað með sér,
tjakk og græjur til að gera við dekk
og bjarga sér. Það sem helst gerist
er að menn affelga og skera dekk.“
Sprengt fyrir BBC
- Sprengja menn dekkin þá á
felgurnar aftur?
„Nei, það er nú ekkert voðalega
vinsælt, þó hef ég sjálfu gert það.
Ef maður sprautar allt of miklu
gasi inn í dekkið og kveikir í, þá
sprengir maður dekkið út af. Yfir-
höfuð tjakkar maður bara bílinn
frekar upp, fær dekkiö til að aðlag-
ast rétt og síðan er bara dælt lofti
inn um ventilinn.
Ég sprengdi þó einu sinni dekk á
felgu fyrir 4 BBC-menn sem vora
með okkur í ferð. Ég taldi þá að
þetta færi illa með dekkin og eng-
inn okkar vildi láta dekk í þetta til
að prófa, enda allir með ný dekk.
Þeir spurðu þá hvaða vandræða-
gangur þetta væri og sögðu að
þetta væri ekkert mál, BBC borg-
aði bara dekkið ef það eyðilegðist.
Þá affelguðum við hjá einum sem
var meö léleg dekk. Maður gerir
þetta þannig að það er sprautað
gasi (startvökva) í dekkið. Síðan
stendur maður svona metra frá og
beinir úðanum að dekkinu og
kveikir í. Þetta gerðist þó svo
snöggt að myndatökumaðurinn
náði þessu ekki. Við urðum því að
gera þetta aftur. Það tókst fínt og
þeir urðu voða hrifnir.
Það er gott að hafa þetta ráð ef
menn gera þetta rétt. Ég hef hins
vegar séð menn gera þetta með of
miklu gasi og þeir skutu dekkinu
bara út af, slitu í því víra og
eyðilögðu."
- Hvaö um öryggisbúnaö eins og
talstöðvar og leiðsögutæki?
„Við erum flestir með GPS-leið-
sögutæki, CB-talstöðvar, bílasíma
og annað. Stóru talstöðvarnar,,
þessar Gufunesstöðvar, eru mikið
dottnar út. Það er bara einn og
einn með það, þessir alhörðustu.
Þegar ég byrjaði í þessu vora það
bara stóru talstöðvamar sem virk-
uðu almennilega og ekki nema
kannski einn í 8-10 manna hóp
sem var með síma. Það er nauð-
synlegt að geta talað saman og til
þess nota menn helst CB-talstöðv-
amar.