Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 21 m. 'etrarsport - eiginleikar og val Seint á nítjándu öld var farið að keppa skipulega í skíðagöngu. Vin- sældir gönguskíða hafa farið vaxandi hér á landi enda gefa þau fólki frelsi til að stunda skíði án tillits til hvort skíðalyfta er á svæðinu eða ekki. Rifll- uð skíði hafa verið einna vinsælust fyrir almenning enda krefjast þau ekki áburðarnotkimar sem getur ver- ið erfitt að tileinka sér. Lengd og stífleiki Lengd gönguskíða er venjulega miðuð við líkamshæð + ca 30 cm. Skíðin eru smiðuð með ákveðinni spennu og sú spenna skiptir höfuð- máli þegar velja á skíði. Ef skíðin eru lögð á gólf er miðjan á lofti. Þegar staðið er jafnt í báða fætur eiga skíð- in að réttast en miðjan ekki að snerta gólfíð (snjóinn). Aftur á móti ef allur þunginn er á öðrum fæti á skíðinu þarf það að þrýstast niður um miðj- una. Þetta er lykilatriði, of mjúk skíði renna illa og of stíf skíði gefa lítið grip, þannig að notandinn hreinlega spólar og kemst lítið áfram. Stafir Stafir skulu ná iðkandanum upp í holhönd. Of stuttir eða langir stafir valda óeðiilegri gönguhreyfingu og eru oft ávísun á bakverki. Gerð þeirra ræðst af notkunarsviði. Léttir stafir með litlum bullum eru notaðir af keppnisfólki og nær eingöngu nothæf- ir í troðnum snjó. Alhliða stafir, oft úr áli með stærri bullum, eru sterkir en jafnframt þyngri og henta vel í ótroðna snjóinn. Skór og bindingar Skíðaskór fyrir keppnisfólk eru léttir og lágir. Fyrir alhliða skiðin eru ökklaháir og fóðraðir skór sem veita góðan stuðning við ökklann en háir og sterkir skór eru nauðsynleg- ir fyrir breiðustu og þyngstu skíðin. Skór mega ekki vera of þröngir eða stuttir, þannig að hægt sé að vera í þykkum sokkum. Skómir eiga að sitja þétt svo fóturinn gangi ekki til í þeim við notkun. Bindingar eru valdar með skóm og gerð þeirra ræðst af skónum. Áburður Skíðagönguáburð er nauðsyn- legt að nota ef skíðin eru ekki rifll- uð og smurningsfrí. Snjór er skil- greindur nýr eða gamaíl, þurr eða blautur og áburðurinn í vax og klístur. Snjórinn kallast nýr frá þvi hann fellur finkomaður og þar til hann verður fyrir bráðnun í fyrsta sinn og umbreytist í gróf- kornaðan snjó. Þegar borið er á skíðin skiptir hitastigið í snjónum miklu máli. í mjög blautum snjó á hlýjum degi dugir yfirleitt ekki annað en klístur til að skíðin nái einhverju gripi. Því kaldari og fin- kornaðri sem snjórinn er þeim mun vaxkenndari og harðari má áburðurinn vera. Innfluttir notaðir sleðar - íslendingar græða á snjóleysi í Kanada Talsvert er flutt inn af notuð- um vélsleðum og snjóleysi í Kanada síðsutu tvo til þrjú ár hafa ýtt undir þennan innflutn- ing. Sigimður Eiríksson hjá fyrir- tækinu Austnes segir að þeir hafi flutt inn 40 sleða af ýmsum geröum frá Kanada. Hann segir að með kaupum á slíkum sleð- um, sem eru í toppstandi, geti menn sparað sér 10 -15%. Segir hann fyrirtækiö veita ábyrð á vélum og vélarhlutum og bjóði uppá varahlutaþjónustu. Sigurð- ur segir aö þeir veröi mjög var- ir við ólöglegan innflutning og tekur undir orö Halldórs Jó- hannessonar hjá Polaris-umboð- inu fyrir skömmu um þau mál. Það sé slæmt mál, því fólk sem verður fyrir tjóni af völdum slíkra tækja fái engar bætur. -HKr. Hafnarbraut 11- 200 Kópavogi sími 551 8500 - 894 5899 - Fax 551 8501 FRÁBÆRT VERB Árg. Tegund. 1999 Formula III 700 1998 Thundercat MC 1000 1998 Thundercat 1000 1998 Thundercat 1000 Seldur 1998 ZTR 800 1998 Ski-doo Sunnit 670 Seldur 1998 Formula III 700 1998 Mach I Seldur 1997 Oplaris 700 SKS 1997 Formula III 600 1997 Formula Z 583 1997 Formula 500 1996 XLT Touring 1996 ZRT 800 1996 Formula III 600 1996 Formula III 600 1996 Formula 600 1996 Mach I 1996 Mach I 1995 Polaris XLT SKS 1995 Ski-doo Summit 583 1995 Ski-doo Summit 670 1995 Wildcat MC 700 EFI 1995 Wildcat 700 EFI 1994 Wildcat MC 700 EFI 1994 Wildcat 700 EFI 1993 Wildcat 700 EFI 1992 Wildcat 700 V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.