Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Side 10
,24 MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 I i i i ^... . ' ' . . . .. ÍJIII Íshokkí upprunnið í Kanada fyrir um 150 , árum: V-íslcnding- ar í fyrsta sigurliðinu - kepptu undir merki Kanada á óiympíu- leikunum 1920 Íshokkí er íþróttagrein sem ekki hefur mikið farið fyrir í íslenskum íjölmiðlum. Trúlega er það aðstöðu- - leysið sem haldið hefur aftur af upp- byggingu greinarinnar. Þó uppruna iþróttarinnar megi rekja til Kanada á 19. öld, þá geta íslendingar með stolti gert visst tilkali til fyrsta sig- urliðsins í íshokkí á Ólympíuleikun- mn 1920, en það var einmitt skipað V-íslendingum. Með nýrri Skautahöll í Reykjavík fyrir rúmum tveim árum og annarri sem nú er að komast i gagnið á Ak- ureyri má segja að loks sé að verða til grundvöllur til að gera góða hluti. íþróttin hefur enn ekki náð mikilli útbreiðslu en þó eru þrjú lið starfrækt og starfsemin ört vaxandi. Þau eru Skautafélag Akureyrar, stofnað 1. janúar 1937, Skautafélag Reykjavíkur, stofnað 31. október 1938, og Bjöminn í Reykjavik sem var stofnaður 22. nóvember 1990. Baráttan um „pökkinn” Íshokkí er knattleikur leikinn á svelli með tveimur sex manna lið- um. Leikmennimir eru á skautum, með hjálma og hlifar og reyna þeir að koma pökknum í mark andstæð- inganna með kylfum. Leiktíminn er 3x20 mín. Vellinum er skipt í vam- arsvæði, hlutlaust svæði og sóknar- svæði, Sóknarmenn em rangstæðir ef þeir fara á undan pökknum inn á sóknarsvæðið eða yfir tvær línur framan eigin marklínu á undan hon- um. Það má segja að íshokkí sé hörkuleg íþrótt því ýmis konar stimpingar em leyfðar. Íshokkí er upprunnið i Kanada um miðja 19 .öld og varð ólympíugrein árið 1920. Á Islandi var fyrst keppt í ishokkí á Akureyri árið 1941. Hokkí eða hockey mun vera dreg- ið af franska oröinu hoquet (fjár- hirðastafur). Lengi var talið að ís- hokki hefði orðið til af ensku land- hokkii og breiðst út með breskum hermönnum um Kanada um miðja 19. öld. Micmac-indiánar í Nova Scotia munu þó hafa iðkað svipaða íþrótt snemma á 19. öld. Fyrsta ' skráða notkun pökks í stað bolta var í Kingston Harbour árið 1860 og hokkí varð mjög vinsæl íþróttagrein i Kanada seint á 19. öld. V-íslendingar skipuðu fyrsta sigurlið vetrarólympíuleik- anna Fyrsta Evrópukeppnin var haldin í Avants í Sviss árið 1910 og þar sigmðu Bretar. Kanadamenn urðu fyrstu ólympíumeistaramir árið 1920, fyrstu heimsmeistaramir og unnu á fyrstu vetrarólympíuleikun- um árið 1924. Svo skemmtilega vill / til að allir leikmenn Kanadamanna 1920 vom Vestur- íslendingar og því af islensku bergi brotnir nema einn. Kanadamenn héldu bæöi heims- meistara- og ólympíumeistaratitlin- um til 1936 en þá sigmðu Bretar. Árið 1963 hófst svo löng sigurganga Sovétmanna. mer... grenni við gott skíðasvæði og þá fengin til að skutla mönnum upp á fjall. Flug á þyrlu um langan veg í þessum tilgangi er þó varla gerleg- ur nema einhver stór aðili taki þátt í kostnaði. Hver klukkutími I þyrlu á flugi kostar 80.000 krónur. Nokkuð er um að fólk sem vill prófa að fljúga í þyrlu panti sér einn hring um Reykjavík í 15-20 mínútur. Miðað við fulla vél getur slíkt kostað ca 4000 krónur á mann. Aðrir ganga þó lengra og fara að læra þyrluflug í atvinnu- skyni en verklegi þátturinn i þyrl- unáminu kostar þá um 4,5 milljón- ir króna. -HKr. sjálfur að ferðast. Við reynum alltaf að hafa vaðið fyrir neðan okkur. Hins vegar er það hluti af sportinu að leyfa fólki að upplifa smá slark og eina eða tvær festur í ferð. Þetta má þó aldrei ganga of langt eða fara yfir strikið. Ég held að þetta sé framtíðin - að selja veturinn á Islandi," sagði Guð- mundur og var rokinn af stað í vetrar- ferð í Þórsmörk. -HKr. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugmaöur segir mest farið á Botnssúlur, Heklu og Snæfellsjökulinn með skíðafólk. Á þyrlu skemmti ég — flogið með skíðafólk á fjallstinda InnEui þess hóps sem stundar skiðaíþróttir er að fmna marga of- urhuga. Þar er líka að finna fólk sem ekki lætur sér nægja venjuleg- ar skíðabrekkur og leitar eftir sér- stæðum og öðruvísi skíðaaðstæð- um utan hefðbundinna skíða- svæða. Þyrlur eru þeir farkostir sem geta auðveldað skíðafólki að fara á staöi sem annars er ómögulegt að komast til. Jón Kjartan Bjömsson hjá Þyrluþjónustunni í Reykjavík segir töluvert gert af þvi að fljúga með skíðafólk upp á fjallstinda. „Þetta hefur helst veriö í mars, apríl og maí. Við höfum ekki verið með neinar skipulagðar ferðir, heldur eru hópar að hafa samband við okkur og við reynum að greiða úr því. Það þurfa aÚa vega að vera 12 til 15 manns um slíka beiðni til að þetta verði ekki of dýrt fyrh hvem og einn. Helsti vandinn við þetta er veðurfarið og að allir í svo stórum hóp geti hlaupið úr vinnu þegar færi gefst. Mest höfum við farið á Botnssúl- ur, Heklu og Snæfellsjökulinn. Við erum með þyrlu sem tekur fimm farþega en við tökum fjóra skíða- menn í einu með öllum búnaði. Ódýrast er auðvitað að fara í Botnssúlumar, því flugleggurinn frá Reykjavík að staðnum er mjög dýr ef lengra er farið. Annars reyn- um við bara að greiða úr þeim ósk- um sem fólk hefur.“ Hvað kostar að fljúga á Botnssúl- m? „Ef við gefum okkur að það séu tólf manns sem vilja fara upp er þetta svona 5.500 krónur á mann- inn fyrir eina ferð á toppinn. Hver ferð upp aukalega er síðan mikið ódýrari og myndi kosta 1.800 krón- ur á mann.“ Þetta er miðað við að mannskapurinn komi sér sjálfur að fjallinu og þyrlan þurfi ekki að fljúga nema eina ferð til og frá Reykjavík. Jón segh að það hafi örsjaldan komið til að þyrlan hafi verið stödd vegna annarra verkefna í ná- Fjallamenn: Selja veturinn á Islandi — nýr heimur opnast fyrir ferðamenn Ekki eru mörg ár síðan ferðaþjón- usta hér á landi einskorðaðist við há- sumartímann. Á allra síðustu árum hefur orðið breyting þar á og nú er vaxtabroddurinn í greininni hvað mestur í veharferðum. Fjallamenn ehf. er einn þeirra ferðaþjónustuaðila sem annast vetrar- ferðh um óbyggðh íslands. Guðmund- ur Gunnarsson hjá Fjallamönnum segir að fyrirtækið geri út breytta Patrol-jeppa og Ford Econoline- smárútm- á 44 tommu dekkjum. „Okk- ar starfsemi byggist mest á vinnu fyr- ir ferðaskrifstofumar. Stærsti hlutinn af því eru svokailaðar hvataferðh. Þá erum við með ýmsa aðra starfsemi og bæði lengri og stythi ferðh. Það er orðið töluvert mikið rnn að fólk fari í svona ferðir og við erum á ferðinni í hverri viku. Vertíðin er í febrúar, mars og apríl. Við förum upp á jökla og hvert sem er. Þetta er allt frá því að telja „einn í hóp“ og upp í 200 manns. Við erum síðan með verktaka sem við köllum til ef við þurfum fleiri bíla. Einu sinni á ári höfum við farið í miklar vikulangar ævintýraferðh. Þá er veriö að fara Sprengisand, jafnvel Kjöl og stoppað í Mývatnssveit í nokkra daga. Við erum því í raun að keyra út um allt land. Þetta er mjög vaxandi atvinnugrein og ég vil meina það að við séum rétt á byrjunarpunkti í þessum málum. Ferðaþjónusta á íslandi er rétt að byrja, sérstaklega á þessum tíma árs. Hópefli Þetta eru aðallega ferðir með út- lendinga en eitthvað er um hópa Is- lendinga líka. Það nýjasta eru tveggja daga ferðir sem kallaðar eru „Team training". Þá koma fyrirtæki sem vilja þjappa saman sínum starfsmönn- um. Við fórum með þá inn á fjöll og látum þá leysa ýmsar þrauth með að- stoð GPS-tækja og snjóflóðaýla, fara í ísklifur, íssig og allt mögulegt. Okkur er ætlað að ganga hart að fólki varð- andi þrek og annað. Þetta er að fara af stað i auknu mæli. Auðvitað göngum við ekki eins langt með hópana og þegar maður er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.