Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Side 11
MIÐVKUDAGUR 26. JANÚAR 2000 m 'etrarsport Fokið í flest skjól: Nú dugar ekki að dissa - þeir eru líka korrmir á snjóbretti og mestu brettabrjálæðingarnir með „cool" hjálma í þokkabót - Eru menn farnir að nota hjálma? „Já, það er að byija núna. í fyrra var dálítið um hjáJmanotkun en nú er þetta meira. Mestu brjálæðing- arnir eru byrjaðir að fá sér hjálm, enda stökkin alltaf að verða meiri og hættulegri. Það eru sérstakir hjáhn- ar sem eru notaðir í þetta og það þýðir ekki að vera með venjulega skíðahjálma. Þeir eru allt of þungir. Hjálmarnir sem notaðir eru á brettunum eru léttari og opnari og loka síður fyrir útsýnið. Fyrst mátti enginn sjá hjálmana en nú eru þeir orðnir „cool“ líka svo þetta er allt í lagi. í Boarder Cross keppnum, þar sem margir fara í einu á brettum niður sömu braut, fara menn ekkert nema með hjálma. Það eru sérstakir hjálmar með höku- grind.“ Sérstök dýrategund - Voru brettamenn ekki litnir homauga í lyftum og skíða- brekkum? „Jú, til að byrja með er erfiðara að standa í lyftunum en á skíðum og því tefur það raðimar þegar brettamenn eru að fljúga á hausinn. Gagnvart skíðamönnum era brettamenn dá- lítið spes þjóðflokkur og sérstök dýrategund. Þetta er mjög tengt hjólabrettamenningunni. Það er tónhstin, fatasmekkur- inn og allt það.“ - Maður mætir þá ekki í venjulegum skíðagalla, eða hvað? „Nei, það væri ferlega lummó og þá yrði hlegið að þér, eða þú hreinlega laminn,“ segir Amar og hlær við. „Þetta snýst þó ekki bara um það að vera töff. Á brettum eru menn að gera allt aðra hluti en á skíðum. Þannig að þröngur skíðagalli myndi hreinlega ekki virka á bretti. Maður þarf að vera í þægilegum víðum fótum sem leyfa manni að gera hvað sem er án þess að hefta hreyfmgar." - Er ekkert um fótbrot og önnur slys á brettum? „Fæturnir era alveg fastir og það er eiginlega mesta örygg- ið á brettunum. Menn meiða sig þvi ekki á þeim. Úlnliðirnir verða fyrir mestu hnjaski þegar menn bera fyrir sig hendum- ar í lendingu en síðan eru það bakmeiðsli.“ -HKr. Snjóbretti hafa aldeilis slegiö í gegn hjá unglingunum undan- farin ár en nú eru yngri krakkar og „g£unla“ fólkið líka farið að smitast. Arnar Bjamason er forfall- inn brettamaður og hefur auk þess atvinnu af því að selja snjóbretti í Bretta- búð Reykjavíkur. „Þetta er alltaf að verða vin- sælla og vinsælla. Það er nú að fara í aðra aldurshópa en ver- ið hefur. Hingað til hefur það verið aldurs- hópurinn frá 14 til 20 ára en nú er eldra liðið og krakkar allt niður i fjögurra ára byrjuð að fara á bretti. Þetta er að verða eins og í Austurríki þar sem allir eru á brettum.“ - Hvað með kostnaðinn? „Það er eins og í skíðunum og öllu öðru, kostnaðurinn er misjafn. Bretti með bindingum, skóm og öllu getur t.d. kostað í kringum 40 þúsund krón- um. Eða frá svona 38 þúsundum og upp úr. Föt, gleraugu og allur pakkinn getur farið upp í 60 þúsund eða meira.“ Snjóbrettamaður í tullum skrúða, meira að segja með hjálm, sem er þó að sjálfsögðu enginn lummó skíöahjálmur. Hjálmar á haus- inn - geta komið í veg fyrir alvarlega bilun á „heddfóna- festingunni" í vetrarsporti er öryggis- þátturinn ekki síður mikil- > vægur en í öðmm greinum íþrótta og afþreyingar. Höfúð- ið er flestum, allavega hugs- andi mönnum, afar mikils virði og þar koma hjálmar í góðar þarfir. Meira að segja snjóbretta- menn em famir að beygja tískuhefðina örlítið og í staö lopahúfunnar em menn nú í æ ríkara mæli famir að setja upp hjálma. Trúlega hafa mús- íkunnendur í þeirra hópi gert sér grein fyrir því að lífið er lítils virði ef alvarleg bilun verður á þeirri merkilegu „heddfónafestingu“ sem höf- uðið er. Pétur Bjömsson 1 VDO- versluninni segir það nánast orðið að reglu að vélsleða- menn noti hjálma. Hann segir mögulegt að fá ódýra opna hjálma á kannski 5000 krónur. Hann mælir þó ekki með þeim í alvörunotkun. Ódýmstu lok- uðu hjálmamir kosta um 8000 kr. en þeir era til á 30-40 þús- und krónur. Þá er hægt að fá sérútbúna hjálma með heym- artækjum og talstöðvabúnaði. Einnig er hægt að fá hjálma » með tvöföldu gleri sem losar menn við hvimleiða móðu sem gjarnan sest innan á gler hjálmanna í miklu frosti. Pétur leggur mikla áherslu á að hjálmamir séu af pass- legri stærö. Þeir megi alls ekki vera skröltandi lausir. -HKr. mNimWi mmzm s k*a uit-ama n nshrns Akureyr i ngar til hann ngj u niecl Skaut ahöH.iha ' CONTACr Sudurlandsbraut 20 Simi 588 68 68 Tætt um ísinn á mótorhjólum - vinsælt að þeysa á Leirtjörn og Hafravatni ísakstur á mótorhjólum er vax- andi grein vetrariþrótta hér á landi og kunnugir telja að um 30% aukning hafí orðið á ári í þessu sporti síð- astliðin fjögur ár. Reynir Jónsson er einn þeirra kappa sem stundar akstur á ís. Hann er búinn að koma sér upp nýju Kawasaki KS 250 mótorhjóli. Hann segir að líklega séu um 60 manns sem stundi þetta sport í dag á Reykjavíkursvæðinu. „Við höfum mest verið á Leir- tjöm og Hafravatni að undanfomu. Um fyrri helgi voru 30 manns á laugardegi og 20 manns á sunnu- degi.“ Reynir segist hins vegar ekkert nota mótorhjólið á götunum heldur einungis utan vega. Auk þess að vera á vötnum nýta menn harðfenni þegar það gefst. Mótorhjólamenn hafa keppt sín á milli við Reykjavík, á Pollinum á Akureyri, Mývatni og víðar. Eins og gefur að skilja dugcir ekki að vera á venjulegum sumardekkjum í ísakstri. Flestir nota svokölluð Trelleborg-dekk sem eru með ílímdum karbídnöglum sem standa 1 sentímetra út úr dekkjun- um. Þeir alhörðustu skrúfa ein- faldlega skrúfur í dekkin, kannski 1.200 skrúfur í hvert dekk. -HKr. Reynir Jónsson er búinn að koma sér upp nýju Kawa- saki KS 250 mótorhjóli sem hann hyggst nota í ísakstur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.