Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2000, Síða 12
Mikil sala í skíðabúnaði:
Ódýrari en
í útlöndum
— fólk kaupir nýju „Carving" skíðin til að hafa með sér í Alpana
f Hvers konar vetraríþróttir virð-
ast njóta vaxandi vinsælda. Þar
eru skíði og snjóbretti fremst í
flokki og salan er búin að vera
með eindæmum góð í vetur.
Valdimar Kristinsson í Útilífi
segir snjóbrettin vera vinsælust
hjá unga fólkinu en skíðin séu að
koma mjög sterkt inn aftur. Það
nýjasta á þróunarsviði skíðanna
eru svokölluð „Carving“ skíði
sem komu á markaðinn fyrir
nokkrum árum og eru í dag orðin
aUsráðandi. Munurinn á þeim og
þessum hefðbundnu skíðum, sem
menn notuðu áður fyrr, er skurð-
urinn á skíðunum, þ.e. nú eru
þau aðskorin i miðjunni og mis
breið að framan og aftan. Gífur-
lega mikil sala hefur verið á þess-
um nýju skíðum og snjóbrettum. í
janúar hefur salan mikið ein-
kennst af sölu til þeirra þúsunda
íslendinga sem fara utan á skíði
og snjóbretti.
- Af hverju að kaupa skíði á ís-
landi þegar fólk er að fara til
útlanda?
„Það er vegna þessa að skíða-
búnaður er ódýrari hér. Hann er
almennt dýrari erlendis, sérstak-
lega á vinsælustu skíðastöðunum
þar sem verðið er upp úr öllu
valdi. Það er því engin spurning
Valdimar Kristinsson segir skíðabúnað ódýrari á íslandi en á vinsælum skíöastöðum Evrópu.
að það borgar sig
fyrir íslendinga
að kaupa búnað-
inn hér heima.“
- Hvað kostar skíðabúnaður í
dag?
„Ódýrasti pakkinn kostar um
20 þúsund krónur. Fyrir fólk sem
er orðið þokkalega gott á skíðum
er verið að tala mn búnað fyrir
kaxmski 30-35 þúsund krónur, þ.e.
skíði, bindingar, skór og stafir.
í gönguskíðunum eru mest
tvær útfærslur. Það eru riffluð
skíði sem ekki þarf að bera áburð
undir en þau kosta um 16.000 kr.
og hins vegar stálkantaskíði sem
menn nota til lengri ferðalaga um
ótroðnar slóðir og kosta um 35.000
krónur. Þar fyrir utan eru það
svokölluð „Telemark“-skíði sem
eru svipuð svigskíðmn nema þar
eru menn með hælinn lausan og í
mýkri skóm, úr leðri eða plasti.“
- En snjóbrettabúnaður?
„Ódýrasti pakkinn er um 24
þúsund krónur, bretti, bindingar
og skör. Verðið getur síðan farið
upp í 60-70 þúsund krónur. Ann-
ars hefur orðið algjör sprenging í
sölu á brettum til 0-13 ára
krakka.“
- Hvað með öryggishjálma?
„Hinn almenni skíðamaður not-
ar ekki hjálm en það er að verða
skylda að krakkar sem æfa skíða-
íþróttina noti þá. Snjóbrettamenn
og kannski ekki síst þeir bestu
eru lika að byija að nota hjálma,“
segir Valdimar sem er í hópi fjöl-
margra íslendinga á leið á skíði
til Italíu, fullur tilhlökkunar.
-HKr.
t
ORYGGI
Grjóthálsi 1
Sími söludeildar 575 1210
www.bl.is
PÆGINDI -
ABS • ACE vökvadrifiö jafnvægiskerf i • ETC spólvörn • EBD bremsudeilir
HDC hallaviðhald • 5-7 höfuðpúðar • Öflug þjófavörn • Hiti í framrúðu
Skriðstillir (Cruise Control) • SLS loftpúðaf jöðrun að aftan
139 hestafla 5 cyl. túrbó dfsilvál eða 184 hestafla 8 cyl. bensínvál
Hiti í sætum • Tvískipt miðstöð • Leður/tausæti • Vökva-veltistýri
Fjarstýrðar samlæsingar • Rafmagn í rúðum og speglum
Fáðu nánari upplýsingar um breyttan
Land Rover Discovery hjá sölumönnum B&L.
•r-