Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2000, Side 3
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 2000 21 Sport Keflavíkurstúlkur fögnuöu vel tíunda bikarmeistaratitlinum í sögu félagsins sem kom í hús um helgina. Talið frá vinstri: Theódóra Káradóttir, Alda Leif Jónsdóttir, grillir í Erlu Porsteinsdóttur fyrir aftan, Birna Valgarösdóttir, Kristín Blöndal, Birna Guömundsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Marín Rós Karlsdóttir, Svava Stefánsdóttir og Bára Lúövíksdóttir. DV-myndir Hilmar Pór Bikarpunktar Keflavík vann sinn tíunda sigur í tólf bikarúrslitaleikjum en þetta var enn fremur fimtugasti bikarsigur Keflavíkur í 58 bikarleikjum liösins frá upphafl og er Keflavík meö 86% sigurhlutfall i bikarkeppninni i kvennaflokki. Keflavík hefur aöeins tvisvar áður unnið bikarinn á lægra skori en liöiö vann á 56 stigum 1994 og 58 stig- um 1993. Bœöi ÍS og Keflavík jöfnuðu met KR-kvenna frá 1999 meö því að leika tólfta bikarúrslitaleik sinn en Kefla- vík sem hefur nú unnið þremur fleiri bikarmeistaratitla en KR sem hefur unniö næstflesta eöa sjö. ÍS varö aftur á móti fyrsta félag- iö í sögu íslenska körfuboltans til að tapa þremur bikarúrslitaleikjum i röö en IS og ÍR hafa nú tapað flestum úrslitaleikjum í bikarkeppni kvenna eöa 7. Alda Leif Jónsdóttir fullkomnaö- ir þrennuna í flölskyldu sinni um helgina þegar hún varö bikarmeistari með Keflavík því foreldrar hennar, Jón Guöni Óskarsson og Kolbrún Leifsdóttir uröu bæöi bikarmeistar- ar meö ÍS, Jón 1978 og Kolbrún 1978, 1981, 1985 og 1991. Er þetta eina slíka þrennan í sögu körfuboltans á Is- landi. Anna María Sveinsdóttir vann bikarinn i tiunda sinn, Erla Þor- steinsdóttir i 6. sinn, Kristín Blön- dal i 5. sinn, Kristín Þórarinsdóttir í 4. sinn, Marín Rós Karlsdóttir í 3. sinn, Birna Guömundsdóttir og Birna Valgarösdóttir í 2. sinn en aðrar leikmenn Keflavíkurliðsins voru að fagna fyrsta bikarsigri sínum. -ÓÖJ á tólf árum fór til Keflavíkur um helgina, eftir 59-48 sigur á ÍS Erla Porsteinsdóttir faðmar Önnu Maríu Sveinsdóttur í leiks- iok. Erla var aö vinna bikarinn í raun í sjötta sinn í röö því hún lék ekki meö í fyrra er Keflavík missti af bikarnum í eina skiptið frá1993. Kristinn Einarsson, þjálfari Keflavíkur, óskar Öldu Leif Jóns- dóttur til hamingju með aö hafa loksins unnið bikarinn hér að neðan. Öldu tókst það loks í þriðju til- raun en hún hafði tapað bikarúrslita- leiknum með ÍS síð- ustu tvö árin. Sigurvilji, barátta og margra ára reynsla var helsta vopn Keflavíkur gegn ÍS í bikarúrslitum kvenna í körfuknattleik á laugardag. Keflvíkingar komu mjög ákveðnir til leiks, byrjuðu leikinn á hápressu og það var meira en taugaveiklað lið ÍS réð við, svona í byrjun. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði Keflavík skorað 23 stig gegn 2 stigum stúdína og var þessi 21 stigs munur meira en svo að ÍS ætti nokkra möguleika það sem eftir lifði leiks. En tauga- veiklunin rann smátt og smátt af ÍS-liðinu á sama tíma og einbeitingin minnkaði hjá Keflavík og í leikhléi var staðan 2CF-39. Keflavik ætlaði sér ekkert annað en að gera endanlega út um leikinn strax í byrjun seinni hálfleiks, 1—I skoraði fyrstu átta stig hálfleiksins og hafði 27 stiga forystu, 20-47. Þá var eins og það kviknaði á stúdínum, þær skoruðu 23 stig á móti tveimur og skyndilega munaði aðeins sex stigum, 43-49. En lið Keflavikur býr yfir mikilli reynslu, Tolurnar tala komst aftur inn í leikinn og sigraði með 11 stiga mun, 48-59. „Við virtumst ekki vera tilbúnar í byrjun leiks og vorum alveg úti á þekju á meðan allt gekk upp hjá þeim. Þar var munurinn. Við þjöppuðum okkur saman í seinni hálfleik og tókst loks að spila eins og við höfum verið að gera í allan vetur. En það var einhver hræðsla í liðinu í byrjun,“ sagði hin 35 ára gamla Hafdís Helgadóttir, sem var langleikreyndasti leikmaður ÍS. En var þetta síðasti bikarúrslitaleikur hennar? „Nei, nei, langt frá þvi, ég er rétt að byrja,“ sagði Hafdís Helgadóttir. „Við mættum tilbún-ar, en það er erfitt að halda úti 20 stiga forskoti allan leikinn og við hleyptum þeim alltof mikið inn í leikinn. En við héldum haus,“ sagði Anna María Sveinsdóttir sem var óumdeilanlega besti leik- maður vallarins og hefur enn eitt árið verið jafnbesti leikmaður 1. deildar kvenna. Stúdínur misnotuöu níu fyrstu tveggja stiga skot sín í leiknum. Fyrsta 2 stiga karfa þeirra utan af velli kom ekki fyrr en 3 mínútur og 50 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan orðin 12-34. Nú náðu stúdínur að minnka muninn í 5 stig í seinni hálfleiknum og lyftu honum upp, að minnsta kosti fyrir áhorfendur en kannski ekki fyrir ykkur? „Já, það er eini ljósi punkturinn hvað þetta gerði mikið fyrir áhorfendur. En við náðum upp góðri stemningu og lékum frábæra vörn og það gerði útslagið," sagði Skotnýting Keflavikur- stúlkna fyrstu 12 mínút- ur leiksins kom þeim í 9-28 en það sem eftir var leiksins hitti Keflavikur- liðiö aðeins úr 16% skota sinna (5 af 32.) 23-2 Stúdínur komu sér aftur inn i leikinn með því að skora 23 stig gegn 2 á 12 mínútum og minnka muninn í 43-49 á sama tíma og Keflavík misnotaði 15 skot í röð. Alda Leif Jónsdóttir varöi 5 af tíu skotum Keflavíkur- stúlkna í leiknum og setti þar með nýtt met i bikarúrslita- leik kvenna en Erla Þor- steinsdóttir varði 3 og jafnaði gamia metið. Anna Maria Sveinsdóttir skoraði 17 stig i ellefta bikarúrslitaleik sínum og hefur því gert 181 stig í bikarúrslitaleikjum frá upphafi jafnmörg og Teitur Örlygsson sem er efstur hjá körlunum. ÍS (20) 48 - Keflavík (39) 59 0-9, 2-9, 2-23, 8-23, 8-28,10-30,11-34,16-34,16-37, 20-37 (20-39), 20-47, 33-47, 33-49, 43-49, 43-52, 47-52, 47-56, 48-58, 48-59. Stella Kristjánsdóttir 13 Hafdís Helgadóttir 10 Jóffíður Haildórsdóttir 8 (8 ffáköst, 3 stolnir boltar) Kristjana Magnúsdóttir 8 Georgia Kristiansen 5 Svana Bjamadóttir 2 (8 fráköst á 20 mínútum) Júlía Jörgensen 2 Fráköst: ÍS 40 (12-28), Keflavík 41 (13-28). 3ja stiga: ÍS 21/2, Keflavík 12/1. Dómarar (1-10): Einar Einarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson (9). Gceði leiks (1-10): 7. Víti: ÍS 25/16 (64%), Keflavík 23/18 (78%). Áhorfendur: 250. Anna Maria Sveinsdóttir 17 (9 ffáköst, 4 stolnir boltar) Bima Valgarðsdóttir 16 Kristín Þórarinsdóttir 7 (2/2 í skotum, 3/3 í vítum) Kristín Blöndal 7 Erla Þorsteinsdóttir 7 Alda Leif Jónsdóttir 3 (4 stoðsendingar, 5 varin) Bára E. Lúðvíksdóttir 2 Maður leiksins: Anna María Sveinsdóttir, Keflavík. Anna María Sveinsdóttir. Sannir meistarar Anna María var, eins og áður er lýst, maður þessa leiks. Þegar hún er inni á vellinum verður allur leikur Keflavíkurliðsins agaðri, skipulagðari og betri. Hún er sá leikmaður sem önnur lið þurfa helst að hafa gætur á og það gefur öðrum sóknarmönnum Keflavíkur færi á að sýna sínar betri hliðar í sókninni. Það gerði t.d. Birna Valgarðsdóttir í byrjun fyrri hálfleiks þar sem hún fór alveg á kostum en náði sér ekki á strik i seinni hálfleiknum. Aðrir leikmenn Kefla- víkur áttu einnig góðan dag enda hafa þeir flestir leikið saman í mörg ár og gjörþekkja hver annan. Frábært lið og sannir bikarmeistarar. Stúdínur sáu vart til sólar i þessum leik og að vera 21 stigi undir um miðjan fyrri hálfleik væri nóg til að brjóta hvert meðallið. En það má segja að stúdínur hafi bognað en þær brotnuðu alls ekki, það sýndu þær og sönnuðu í seinni hálfleik og þær sýndu mikinn styrk að koma til baka líkt og þær gerðu í seinni hálfleiknum og eiga hrós skilið fyrir það. Hafdís Helgadóttir er heilinn í leik þeirra og hún gegnir sama hlutverki og Anna María í liði Keflavíkur, að aga leik liðsins og blása því baráttuanda í brjóst. Stella Rún Kristjánsdóttir lék mjög vel í seinni hálfleiknum en aðrir leikmenn náðu ekki sínum besta leik að þessu sinni. -ih ÞIN FRISTUND -OKKAR FAG VINTER SPORT Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík • 510 8020 • www.intersport.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.