Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 Neytendur Sjálfsagt vilja margir koma líkamanum t betra form til að öölast bætt útlit en reynslan sýnir aö gott líkamlegt ástand kemur einnig í veg fyrir alls kyns sjúk- dóma, fjárútlát og vinnutap þeirra vegna. Nýir lifnaðarhættir: Einföld ráð duga best Sennilega hafa margir strengt þess heit um síðastliöin áramót að gera bót og betrun á ýmsum sviðum mannlífsins. Sumir ætluðu að hætta að reykja, aðrir að rækta hugann eða fara oftar út með hundinn. Þeir eru hins vegar æði margir sem setja sér það markmið að koma líkaman- um í betra form og e.t.v. losna við nokkur aukakiló. Róm var ekki byggð á einum degi og það sama má segja um hraustan líkama. Það tekur því tíma að koma skrokknum í betra form og hægfara breytingar á lífsstíl og mataræði eru langtum líklegri til að skila viðvarandi árangri heldur en strangir megrunarkúrar og aðrar skyndilausnir. Þeim sem vilja grenna sig er yf- irleitt fyrst og fremst bent á að draga úr fituneyslu og hreyfa sig meira. Mörgum gengur hins vegar illa að fara eftir þessum einfoldu leiðbeiningum. Þess vegna fylgja hér nokkur aukaráð sem ættu að auðvelda fólki baráttuna við aukakílóin. Ró og næöi Mikilvægt er aö gefa sér ró og næði til að njóta matarins því meiri líkur eru á að þú borðir einhverja óhollustu, t.d. skyndibita, ef þú ert að flýta þér. Borðaðu því rólega og njóttu hvers bita. Borðaðu um leið og þú skerð matinn í stað þess að skera allt niður og skófla því síðan í þig. Tyggðu vel og leggðu hnífapörin frá þér annað slagið. Meiri matur Þegar þú ert í megrun getur ver- iö nauðsynlegt að beita svolitlum blekkingum. Þá er t.d. sniðugt að nota minni diska en vanalega, t.d. kökudisk í stað venjulegs matar- disks, því þá flnnst þér Alls kyns grænmet- isréttir eru góöur kostur fyrir þá sem taka vilja upp hollari lífshætti. vera meiri matur á diskinum held- ur en ef stór diskur væri notaður. Skynsemi í innkaupum Það er alveg bannað að kaupa inn í matinn á tóman maga. Ef þú ferð svangur í stórmarkaðinn eru meiri líkur á að þú freistist til að kaupa einhverja óhollustu. Farðu mettur í búðina og haltu þig við innkaupa- listann. Hollt snakk Einhvem tímann var því haldið fram að snakk á milli mála væri al- veg bannað. Nú er öldin önnur og fólk hvatt til að borða marg- ar litlar máltíðir í stað fárra stórra. En það skiptir að sjálf- sögðu miklu máli hvað borðað er milli mála. Því er skynsam- legt að eiga alltaf hollan og hitaein- ingasnauðan mat í ísskápn- um til að grípa í þegar svengd- in segir til sin. Prófið t.d. ferska ávexti, sykurlaust skyr eða sykurskerta jógúrt, poppkorn eða rúsín- ur. Matur er huggun Margir þekkja þá tilfinningu að leita í ísskápinn þegar illa gengur, þ.e. að leita sér huggunar í mat. Reynið frekar að finna einhverjar aðrar leiðir til að létta lundina þeg- ar illa gengur. Góður göngutúr eða heimsókn til vinar gerir meira gagn. Smakkaö og eldað Margir kannast við það að vera sífellt að smakka á matnum meðan verið er að elda og e.t.v. líka þegar gengið er frá eftir matinn. Mörgum okkar var kennt að ekki ætti að leifa matnum en þeir sem eru í megrun ættu ekki að fara eftir þeirri reglu. Skynsamlegt er að tyggja tyggjó á meðan eldað er og gengið frá þvi þá er minni hætta á stöðugu narti. Hvatning Ef þú ert alveg að gefast upp próf- aðu þá að lyfta 2 kg kartöflupoka til að gefa þér hugmynd um kílóin sem þú vilt losna við eða eru þegar far- in. Þeir sem eru í megrun ættu einnig að takmarka kaffldrykkju sína þvi kofím getur örvað matar- lystina. Raunhæf markmið Mikilvægt er að setja sér raunhæf markmið og fara ekki of geyst af stað í megruninni. Annars er hætta á að fólk springir á limminu. Skyn- samlegt er að skipta megrunmni niður í mörg lítil stig, t.d. að missa 2-3 kíló á ákveðnum tíma í stað 10 kílóa á lengri tíma. Hófsemi Ekki vera of strangur ef þú fellur í freistni. Fullnægðu lönguninni í sætindi eða aðra óhollustu stöku sinnum en gættu hófs. Sumum hætt- ir nefnilega til að missa stjóm á sér þegar þeir leyfa sér að borða ein- hverja óhollustu sem ekki er hluti af megrunaráætluninni. -GLM Spínatsalat fyrir þá sterku Samkvæmt teiknimyndunum borðar hann Stjáni blái alltaf spínat til þess að verða sterkur. Hér kemur uppskrift að spínatsalati sem ætti því að gera hvern mann sterkan og hraustan. Uppskrift 7 msk. ólífuolía 2 msk. edik 2 hvítlauksrif, smátt niðursöxuð 1 tsk. Dijon-sinnep 12 soðnar risarækjur í skel 100 g steikt beikon, skorið í ræmur 200 g ferskt spínat 1/2 haus af jöklasalati, gróft niðurrifinn salt og svartur pipar Aöferö 1) Til að búa til sósuna með salat- inu er 6 msk. af ólífuolíu hrært sam- an við edikið, hvitlaukinn og sinnep- ið. Öllu hellt út á heita pönnu og lát- ið malla þar til sósan þykknar. Kryddið hana með salti og pipar og haldið henni heitri. 2) Takið rækjumar úr skelinni. 3) Hitið afganginn af ólífuolíuna á pönnu og steikið beikonið þar til það er orðið stökkt. Bætið rækjunum þá saman við og steikið þær þar til þær eru orðnar heitar í gegn. 4) Raðið spínatinu og jöklasalatinu á diska. 5) Setjið síðan beikonið og rækj- umar ofan á spinatið og hellið heitri sósunni út á. Berið strax fram. -GLM Samkvæmt teiknimyndunum boröar hann Stjáni blái alltaf spínat til þess aö veröa sterkur. Hér kemur uppskrift aö spínatsalati sem ætti því aö gera hvern mann sterkan og hraustan. T Heilsumolar Eftirtalin lyf henta vel við ýms- um minni háttar kvillum: Amicu-áburður: Marblettir, fleiður, Blómalyf Bachs: Áfall, lost, verkir, brunasár, yfirlið, sjóveiki, flugveiki, sorg. Morgunfrúaráburður: Sting- ir, smáskurðir, blöðrur. Ilmkjarnaolíur Lofnarblóm: Flugþreyta, blöðrur, sólbruni. Piparmynta: ferðaveiki. Rósmarín: Tognanir, flug- þreyta, andlegt álag. Smáskammtalyf Amica 6c: Marblettir, blóðnas- ir, tognanir, flugþreyta. Arsenicum alb. 6c: Niður- gangur, þreyta, yfirlið, innantök- ur. Apis 6c: Skordýrabit, svitabói- ur. BeUadonna 6c: Hitaslag, sól- stingur. Carbo veg 6c: Magaverkir (vegna þungmelts ,, matar), yfirlið. Led- um 6c: blettir, verkir. Nux Vomica 6c: Ógleði, timb- urmenn, magaverkir, ferðaveiki. Phosphoms 6c: Blóðnasir, magaverkir. Hypericum-tihktúra/smyrsl: Bitsár, brunasár og blöðrur. Natrum mur.vefjasalt: Blöðr- ur, stingir. Vítamín og steinefni C-vítamín (1 g töflur): kvef, flensa, timburmenn. E-vítamín-áburður: Sólbruni. Sihk (15 mg töflur): Kvef og flensa. Nomahesli: Mar, verkir, sól- bruni. Varnir gegn skordýrabiti Ilmmeðferð: Blandið fimm dropum af ilmkjamaolíu tröfla- trés eða mánabrúðar í bolla af vatni og berið á húðina. Smáskammtalækningar: Led- um 6c gegnir tvöfoldu hlutverki. Ef það er tekið tvisvar á dag er minni hætta á stungum. Sé skaðinn orð- inn dregur það úr einkennum og þá þarf að taka skammtinn oft- ar. Mataræði og næring: Lyktin af Bl- vítamíni verk- ar fælandi á skordýr. Takið 100 mg þrisvar sinnum á dag, 60 mg af sinki á dag hafa sömu áhrif. Náttúmlækningar: Sterk hvítlaukslykt er ágæt skordýra- fæla. Moskítóflugur: Olía, smyrsl, áburður og úði, sem i er sítrus- safi, mynta, og malurt, fæla burt moskítóflugur og sama gildir um eplaedik. Berið á húð sem er óvar- in, einkum á hlýjum kvöldum. Forðist jafnframt ilmvötn, rakspíra, og föt í sterkum eða dökkum litum, allt þetta verkar aðlaðandi á moskítóflugur. (Heimild: Heilsubók fjöl- skyldunnar) -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.