Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Blaðsíða 28
* Ummæli Bækur og börn „Ég er oft spurður að þvl hvað mér þyki best og hvað verst og ( hvað ég haldi mest , upp á. En ég hef tekið svipaða af- stöðu til bókanna og barnanna; ég geri ekkert upp á milli þeirra.“ Einar Már Guðmundsson rit- höfundur, í Degi. Peningar og hlutabréf „Nú er ekki greitt með venju- legum peningum heldur eru prentaðir miðar sem heita hlutabréf og heill skari vatns- greiddra unglinga í þar til gerö- um stofnendum auglýsa og bjóða til sölu.“ Friðrik G. Friðriksson, fyrrv. varaform. Félags matvöru- kaupmanna, í Morgunblaðinu. Hlutabréf og lottó „Nú er þaö bara stóra spurn- ingin hvort gróða- vænlegra er þessa stundina að kaupa hlutabréf og kvóta eða fara út í næstu sjoppu og kaupa lottómiða og dunda við spilakassa." Jón Kr. Gunnarsson fram- kvæmdastjóri, í DV. Rasismi á íslandi „Rasismi er hér á landi ekki annað en einstaklingsbundið vandamál sem einstaka maður kann að eiga við að stríða og ber að líta á eins og hverja aðra geðfotlun, og aumka." Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, i DV. Samstarf stjómar- flokkanna -Maður tekur eftir þvi að það eru uppi nokkrir núningsfletir í sam- starfinu. Því miður 1 held ég að þeir leiði ekki til alvar- , legra breytinga, því auðvitað vil ég losna við þessa ríkisstjórn." Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður, í Degi. íslenskar konur til Ítalíu „íslenskar vinkonur mínar réttast allar í bakinu og blómstra að loknu fríi á Ítalíu. Að mínum dómi ættu allar ís- lenskar konur að geta fengið lyfseðil frá lækni upp á mánuð á Ítalíu." Halla Margrét Árnadóttir óp- erusöngkona, t Morgunblað- inu. I ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 Þorsteinn Jónsson, kynningarstjóri Hitaveitu Suðurnesja: Handverk hefur alltaf heillað mig DV, Suðurnesjum: „Starfið er fjölbreytt og meðal annars fólgið í því að gefa almennar upplýsing- ar um starfsemi Hitaveitu Suðumesja, móttöku gesta og að veita þeim fræðslu ásamt því að vera i forsvari fyrir Eld- borg, sem er nýtt móttöku- og ráðstefnu- hús Hitaveitunnar í Svartsengi," segir Þorsteinn Jónsson, kynningarstjóri Hita- veitu Suðumesja. Bygging Eldborgar hófst fyrir þremur ámm en þá var fyrir- séð að endumýja þyrfti mötuneyti starfsmanna auk þess sem gamli móttökusalur Orku versins annaði ekki þeim fjölda gesta sem vildu kynna sér starfsemi HS. Hönnun og bygging hússins tókst með mikl- um ágætum og er það mjög glæsilegt bæði utanhúss og innan. Þorsteinn segir að á sama tíma hafi verið tekin ákvörðun um byggingu gjáar í kjall- ara Eldborgar. „Gjáin var formlega tekin í notk- un í desember siðastliðn- um. Þar getur fólk kynnt sér hvemig ísland varð til, fræðst um eldgos, jarðskjálfta, jarðfræði og jarð- sögu íslands auk starfsemi hitaveitunn- ar.“ Eld- borg og gjáin þjóna ekki aðeins þeim tilgangi að vera uppbyggjandi fyrir ferðaþjón- ustu á Suðumesjum heldur og einnig sem fræðasetur sem skólar geta nýtt sér við fræðslu núverandi og komandi kyn- slóða. Þetta framtak segir Þorsteinn vera aðeins brot af framlagi hitaveitunnar til samfélagsins þvi miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstrarumhverfi orku- veitna og fyrirsjáanlegar séu enn meiri breytingar á næstu árum. „Upphaflega var HS stofnuð með það fyr- ir augum að sjá Suð- umesjamönnum fyrir heitu neysluvatni dæmis nefna einn vinsælasta ferða- mannastað íslands, Bláa .lónið, meðferð- araðstöðu fyrir psoriasis- og exemsjúk- linga, þörungavinnslu og saltverksmiðju sem framleiðir heilsusalt, svo fátt eitt sé nefnt. Þorsteinn vill lítið segja um Eyja- bakkaumræðumar, „Ég tel að menn eigi ekki að mynda sér skoðun út frá umtali fárra einstaklinga, heldur verði að leggja á vogaskálarnar bæði kosti og galla virkj- unar til dæmis var því í upphafi haldið fram að Bláa lónið væri umhverfisslys en er nú eins og allir vita ein af náttúruperl- um íslands og fékk á síðasta ári umhverf- isverðlaun Ferðamálaráðs. Þorsteinn er Maður dagsins reiðslumeistari auk þess auk vatns til húshit- unar en í dag þjón- ar hún veigamiklu hlutverki á fjölmörgum öðrum svið- um svo sem við ferskvatns- öflun, rafmagns- framleiðslu, ýms- ar umhverfisrann- sóknir og við upp- byggingu hinna ýmsu fyrirtækja á svæðinu. Má þar til sem hann hefur aflað sér ýmissa annara rétt- inda sem nýtast honum vel í starfi kynn- ingarstjóra. „Ég hef starfað á hinum ólík- legustu sviðum atvinnulifsins við ýmis þjónustustörf og rekstur eigin fyrirtækja auk þess sem ég hef sinnt ýmsum nefnda- störfum." Þorsteinn segir áhugamálin fjölbreytt. Honum er ýmislegt til lista lagt því hann smíðaði sér trillu sem hann reri og töldu starfsmenn Siglingamálastofnunar hana vera eina vönduðustu trillu smábátaflot- ans á þeim tima. „Handverk hefúr alltaf heillað mig. Ég starfaði til dæmis við tré- útskurð á Hótel Geysi í Haukadal undir handleiöslu Erlends Guðmundssonar og það var skemmtilegt verkefni. Þá kemur það fyrir aö ég mála myndir, aðallega tengdar sjónum. Sjálfsagt er ástæðan sú að ég er fæddur og uppalinn við sjávar- síðuna í Sandgeröi." Þorsteinn á tvö böm, Bergþóru, sem er 19 ára, og Sumarliða, 12 ára, sem býr hjá fóður sínum í Reykjanesbæ. -A.G. Haukar og Grindvík- ingar veröa í eldlínunni í kvöld. Sex leikir í úrvalsdeildinni í körfubolta Það eru margir spennandi leik- ir á dagskrá í úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, en þá verður leikin heil umferð. Spennan á toppnum er mikil um þessar mundir. Njarðvíkingar eru efstir en á hæla þeirra koma þijú lið, Haukar, Tindstóll og UMFG, sem eru aðeins tveimur stigum á eftir. Njarðvíkingar fara til Sauðár- króks í kvöld og leika gegn Tinda- stól og er það stórleikur umferðar- innar. Má búast við spennandi og skemmtilegum leik og aldrei að vita nema Stólamir komist upp að hlið Njarðvíkursliðsins. Haukar eiga útileik gegn_________ KR, sem er ekki í|»i<ÁI+ir langt frá toppn- ipmilir um, og Grind- víkingar, sem einnig blanda sér í toppbaráttima, eiga einnig útileik í kvöld gegn Hamri í Hveragerði og víst er að báðir þessir leikir gætu orðið mjög tvísýnir. Aðrir leikir í kvöld eru ÍA-Skallgrímur, sem fram fer á Akranesi, KFÍ-Keflavík á ísafirði og Snæ- fell-Þór, sem fram fer í Stykkis- hólmi. Allir leikir kvöldsins hefj- ast kl. 20. Bridge Daninn Flemming Jörgensen, sem býr í bænum Vejle á Jótlandi, náði fram hefndum á andstæðing sinn í sveitakeppnisleik á dögunum. Hann heyrði félaga sinn opna á ein- um tígli en andstæðingar hans sögðu sig síðan upp í fjögur hjörtu. Sjálfur hélt Flemming á KGlOxx í hjartanu og leyfði sér að dobla til refsingar. Andstæðingurinn las stöðuna rétt eftir doblið og fór að- eins einn niður. Að loknu spilinu gerði andstæðingurinn óspart grín að Flemming fyrir doblið. í næsta spili á eftir gengu sagnir þannig með Flemming og spilafélaga i NS, suður gjafari og enginn á hættu: * G9854 V KD4 * Á632 * 9 * - V G97653 ♦ G7 * 108753 * K107 * Á2 * KD108 * ÁKD2 Suður Vestur Norður Austur 2 grönd pass 3 » pass 3* pass 4 ♦ pass 4 pass 4 grönd pass 5 * pass 6 ♦ dobl? pass pass 6 grönd! p/h ► f Hvítt: Valgarð Ingibergsson Svart: Ingólfur Gíslason Það var hart barist í flest- um skákum á Skákþingi Reykjavíkur. Valgarð er lit- ríkur persónuleiki og teflir ávallt til sigurs. Hann er líka ófeimmn að skjóta á þá sem telja sig vera betri skákmenn en hann sjálfur. Hann er í örri fram- for, að eigin sögn, og það er örugglega rétt hjá honum þó viss glettni fylgi þessum orðum. Ingólfur Gíslason er einnig í stöðugri framfór, enda í Verslunarskóla ís- lands, og því fylgja miklar kröfur! Eftir misheppnaðan leik hvíts, 12. Rc2, fylgdi Rxc4! 13. Rd5!? Rxd5 14. Bxg7 Rde3 15. Rxe3 Rxe3 16. Dd2 Hc8 17. Bd4? Dxd4 og vann svartur örugglega. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Þokulúður Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Tveggja granda opnun Flemm- ings í suður lofaði 21-22 punktum og jafnskiptri hönd. Þrjú hjörtu var yfirfærsla í spaða og fjórir tíglar og fiögur hjörtu fyrirstöðusagnir. Fjög- ur grönd var ásaspurning (Blackwood Mor- row) og fimm spaðar lofuðu þremur ásum af fimm (tromp- kóngur talinn sem ás). Norður ákvað þá að skjóta á 6 spaða og austur, sem hafði gert grín að Flemming áður fyrir doblið, gat ekki stillt sig um að dobla spaðaslemmuna. En Flemm- ing vissi vel hvað klukkan sló og breytti vongóður yfir í 6 grönd. Ljóst var að dobl austurs byggði á spaðalengd og það var því ekki flók- ið mál að tryggja sér tvo slagi á þann lit til að fá 12 slagi í 6 grönd- um. Austur lét það vera að gagn- rýna Flemming það sem eftir lifði leiks. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.