Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Blaðsíða 16
16
Sport
4f
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000
Sport
Tveir leikir viö heimsmeistarana
Knattspyrnusamband íslands hefur þegið boð bandaríska
knattspymusambandsins um að leika tvo leiki gegn heimsmeisturum
Bandaríkjanna. Liðin hafa áður leikið tvo leiki, í maí 1998 og tapaði
íslenska liðið, 0-6 og 0-1. Leikirnir eru hluti af undirbúningi bandaríska
landsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Sydney og verða leiknir þann 5. og 8.
apríl. Sá síðari verður leikinn í Charlotte, Norður-Karólinu og verður
sýndur í beinni útsendingu á ESPN og er miðasala þegar hafin í
Bandaríkjunum enda kvennaliðið afar vinsælt eftir vel heppnaða
heimsmeistarakeppni kvennalandsliða i Bandaríkjunum síðasta sumar.
íslenska kvennalandsliðið heldur til Bandaríkjanna þann 3. apríl og
kemur heim þann 10. apríl. -ÓÓJ
Besti heimavöllur handboltans er í Eyjum:
- munur á árangri karlaliðs ÍBV heima og úti
Það hefur löngum verið vitað að
erfltt er að spila í Vestmannaeyjum
en sjaldan þó eins og nú þar sem
karlalið ÍBV i handboltanum hefur
unnið 16 af síðustu 19 heimaleikjum
sínum þar af 5 í röð.
Þegar árangur Eyjaliðsins á
heimavelli í Vestmannaeyjum er
skoðaður í samanburði við
árangurinn á útivelli kemur þó í
Ijós að það munar heilum 70%.
Eyjamenn hafa aðeins tapað 2 af
síðustu 19 heimaleikjum en þeir
hafa ekki náð að vinna nema tvö lið
á útivelli í síðustu 18 ferðum sínum
upp á land.
Hér til hægri má sjá graf með
þessum merkilegum staðreyndum
hjá karlaliði ÍBV sem vann nú
síðast íslands- og bikarmeistara
Aftureldingar annað árið í röð um
helgina.
Svipað hjá kvennaliðinu
Kvennalið ÍBV leikur sama leik
og strákarnir þó svo að bilið sé ekki
alveg eins stórt því þar munar
33,3% á árangri á heimavelli og
útivelli síðustu tvö árin en
Eyjastúlkur hafa unnið 12 af síðustu
18 heimaleikjum en aðeins 5 af 18
útileikjum. Ef árangur karla og
kvennaliðs ÍBV er lagður saman
hafa 28 af 37 heimaleikjum á siðustu
tveimur keppnistímabilum unnist
en aðeins 7 af 36 útileikjum. Þarna
munar alls 21 sigurleik og 52% í
sigurhlutfalli.
Ekki má heldur gleyma árangri
knattspyrnuliðs Eyjamanna sem
hefur ekki tapað i Eyjum síðan fyrir
KR 22. júní 1997 og leikiö 27
deildarleiki í röð án þess að tapa.
-ÓÓJ
Ekki keppt í Evrópu?
Frá því var sagt í morgun á síðum Financial Times að aðgerðir
Evrópusambandsins gegn sjónvarpsréttarhöfum formúlunnar gætu þýtt
það að ekki yrði hægt að halda keppnir á brautum í Evrópu lengur.
Denys Rohan, framkvæmdarstjóri Silverstone-brautarinnar, segir að
Evrópusambandið hafi „misskilið gjörsamlega" hvemig Formúla 1 virki og
að þeir séu að neyða menn til að halda keppnirnar utan Evrópu.
Sambandiö hefur gagnrýnt einokunarstöðu FIA gagnvart einstökum
brautum sem vilja selja auglýsingarétt á keppnissvæðum. Rohan neitar því
að það sé málið og segir: „Sambandið virðist gleyma því að Formúla 1 er
orðin sjónvarpssirkus á alheimsvisu og að engu máli skipti hvar keppnir
eru haldnar í heiminum.
Það er ekkert sem mælir því í mót að halda allar keppnirnar fyrir utan
Evrópu." Um leið gengur Bernie Ecclestone illa að losna við hlutabréf í
Formúlu 1 eftir að Morgan Grenfell sjóðnum mistókst að flnna kaupendur
að 37,5% hlut hans. Deutsche Bank keypti í október siðastliönum 12,5%
hlut og hefur einnig leitað eftir samstarfsaðilum um kaup á stærri hlut.
Hins vegar tilkynnti Ecclestone það um helgina að hann myndi ekki
selja hlut til þýska fjölmiölafyrirtækisins EM.TV en orðrómur þar að
lútandi komst á kreik í síðustu viku. -NG
íslenskir körfuboltamenn erlendis:
Falur finnur sig
- meö nýju liði sinu sem vann 7. leikinn i röð
Falur Harðarson er farinn að
finna sig hjá Honka, besta liði
finnska körfuboltans sem vann
sinn sjöunda leik í röð um helgina
á Huima (mótherjum Reykjanes-
bæjar í Evrópukeppninni) 87-100.
Falur var eins og kunnugt er seld-
ur frá ToPo á dögunum og lék sinn
flmmta leik með Honka um helgina
en Honka hefur nú sjö stiga forustu
í finnsku deildinni og hefur unnið
21 af 24 leikjum.
Falur gerði 11 stig á 20 mínút-
urm og hitti úr 4 af 7 skotum sinum
og hefur nú hitt úr 5 af 7 síðustu 3ja
stiga skotum sínum með liðinu.
Falur hafði verið rólegur í fyrstu
fjórum leikjum sínum og gert að-
eins 9 stig á 52 mínútum en nú
hrökk hann í gang en hann er sem
stendur sjöunda besta 3ja stiga
skyttan í Finnlandi í vetur, með
47,4% skotnýtingu í 78 leikjum.
Töp hjá Herberti og Helga
Það gekk ekki eins vel hjá Her-
bert Amarsyni sem gerði aðeins 5
stig og klikkaði á 6 af 8 skotum þeg-
ar Donar tapaði sínum fyrsta leik í
úrvalshópi A í hollensku deildinni
en Donar hafði þar unnið fyrstu tvo
leikina. Herbert hefur ekki fundið
sig í tveimur síðustu leikjum og
þar hitt aðeins 5 af 16 skotum.
Helgi Jónas Guðflnnsson og fé-
lagar hans í belgíska liðinu Racing
Club Amtwerpen töpuðu toppslagn-
um gegn Oostende, 55-59, og náði
Helgi ekki að setja nema 6 stig nið-
ur á 23 mínútum og nýta 2 af 7 skot-
um sínum.
-ÓÓJ
Heimavallargryfja í Eyjum
16,7%
FUNDARBOÐ
Framhaldsaöalfundur knattspyrnudeildar
Breiðabliks verður haldinn þriðjudaginn
22. febrúar, kl. 20.00, í Smáranum.
Stjórnin
flokki sigraði Inga Geróa Pétursdóttir,
HSÞ, og í öðru sæti varð Brynja Hjöleifs-
dóttir, HSÞ.
Eiður Smári Guójohnsen á yfir höfði sér
leikbann en hann fékk að líta rauða spjaldið
undir lok leiks Birminghatn og Bolton í
ensku B-deildinni á laugardaginn. Eiður
braut illa á einum mótherja sínum á
lokamínútunni og var sendur í bað.
Leó Örn Þorleifsson, línumaðurinn sterki
hjá Víkingi, skoraði 3 mörk í leiknum gegn
ÍR á fóstudagskvöldið en vegna mistaka féll
niður nafn hans meðal markaskorara
Víkings.
Haukar hafa náð góðu taki á nágrönnum
sínum úr Kaplakrika því Haukar unnu FH
um helgina í sjötta sinn i siðustu átta
deildarleikjum liðanna en Haukar hafa
ekki tapað fyrir FH í deildinni í siðustu
fímm leikjum og aðeins einu sinni í þess-
um átta leikjum frá 1996. FH-ingar eiga
aftur á móti í miklum vandræðum þessa
dagana því þeir töpuðu sínum fjórða leik i
röð, hafa enn ekki unnið leik á nýrri öld og
eru nú komnir niður i tíunda sæti deildar-
NBA-lið Houston Rockets gæti verið á leið
frá Houston ef það fær ekki nýja höll fyrir
árið 2003. Leigusamningurinn í Compaq
Center rennur út eftir leiktímabilið 2002 til
2003 og þá gæti það orðið á götunni. Vitað
er að Las Vegas hefur verið að reyna að fá
körfuknattleikslið til borgarinnar og
rennir hýru auga til Rocketliðsins ef ekki
nást samningar um byggingu nýrrar hallar
í Houston.
Brynjar Valdimarsson beið um helgina
sinn fyrsta ósigur í vetur í meistaraflokki
í snóker þegar hann tapaði í úrslitum gegn
Jóhannesi R. Jóhannssyni, 5-2. í undan-
úrslitum sigraði Brynjar Ásgeir Ásgeirs-
son, 4-2 og Jóhannes lagði Sumarliða
Gústafsson, 4-2.
Föstudaginn 18. febrúar næstkomandi
veröur hið árlega Herrakvöld ÍA haldið í
Verkalýðshúsinu, Kirkjubraut 40, Akra-
nesi. Allir gulir og glaðir drengir eru
hvattir til þátttöku. Eflum og styrkjum ÍA.
Bandariski kylfmgurinn Phil Mickelson
batt enda á sigurgöngu Tiger Woods, sem
hafði unnið sex PGA-mót í röð, með því að
sigra á PGA-móti sem fram fór á Torrey
Pines golfvellinum í San Diego. Mickelson
lék holurnar 72 á átján höggum undir pari.
Islendingaliðin Panathinaikos og AEK
áttust við í grísku A-deildinni í knattspymu
á sunnudaginn. Panathinaikos hafði betur og
sigraði, 1-0, og var sigurmarkið skorað á
lokamínútunni. Helgi Sigurösson lék síð-
ustu 35 mínúturnar í liði Panathinaikos og
átti gott skot sem markvörður AEKvarði
mjög vel. Arnar Grétarsson lék siðustu 10
mínúturnar fyrir AEK. Olympiakos er efst
með 51 stig, Panathinakos 50 og OFIer í
þriðja sæti með 43 stig.
Arngeir Frióriksson úr HSÞ sigraði í karla-
flokki í Bikarglímu íslands sem fram fór að
Laugum í Reykjadal um helgina. 1 öðru sæti
varð Kristinn Guðnason, HSK. I kvenna-
Vegna mistaka hefur staðan 1 1.
deild kvenna í handbolta birst
vitlaust að undanfomu en hér að
neðan er hún orðin rétt.
FH 18 12 3 3 449-349 27
Víkingur R. 18 11
Grótta/KR 18 12
iBV
Valur
Stjarnan
Fram
Haukar
2 388-315 27
5 419-344 25
5 432-375 23
7 420-353 22
8 442-394 22
8 437-409 20
7 421-364 19
ÍR 18 5 0 13 305-388 10
KA 18 2 1 15 306-415 5
Afturelding 18 0 0 18 296-609 0
Knattspymumaðurinn Ian Wright
hefur fengið frjálsa sölu frá skoska
liðinu Celtic og er genginn til liðs viö
2. deildar liðið Burnley. Wright, sem
gerði garðinn frægan hjá Arsenal,
ætlar að leika með Burnley út
leiktíðina en síðan leggur hann
skóna á hilluna. Wright var seldur
frá Arsenal til West Ham sem lánaði
hann til Celtic. Þar tókst honum
aldrei að vinna sér fast sæti í byrjun-
arliði.
Burnley er sem stendur 1 4. sæti 2.
deildar og á í harðri baráttu við
Stoke City um sæti í úrslitakeppni 2.
deildar.
Enska knattspyrnusambandið
íhugar nú strangar aðgerðir til að
bæta hegðun leikmanna á knatt-
spyrnuvellinum. Fjögur félög, Chel-
sea, Wimbledon, Leeds og Tottenham
hafa verið kærð vegna framkomu
leikmanna um síðustu helgi. Leik-
menn, með milljónir króna í viku-
laun, hegða sér þessa dagana eins og
villidýr á vellinum og á þessu ætlar
sambandiö að taka. cir
Sigmundur Kristjánsson:
Sló í gegn
hjá Liverpool
Sigmundur Kristjánsson, 16
ára knattspyrnumaöur úr Þrótti,
sló í gegn í ferð sinni til Liver-
pool á dögunum þar sem hann
lék með 16 ára liöi liðsins gegn
Bradford og Derby. Hann átti síð-
an stórleik með 17 ára liðinu
gegn Bolton og átti þátt í öllum
mörkum liðsins í 4-0 sigri. Ev-
erton og Blackburn hafa bæði
sýnt stráknum áhuga og síminn
stoppar ekki hjá Þrótti en málin
verða skoðuð betur í framhald-
inu því 2. flokkur félagsins er á
leið til Englands til að spila æf-
ingaleiki við Liverpool, Everton
og Wrexham. -ÓÓJ
spretthlaupari:
Bætti metið aftur
- í 60 metra hlaupi
18 ára spretthlaupari úr ÍR,
Elís Bergur Sigurbjörnsson,
bætti eigið unglingamet, sem
hann setti á dögunum, á Meist-
aramóti íslands sem haldið var
um helgina.
Elís hljóp metrana sextíu á
7,08 sekúndum í undanúrslitum
og var annar inn í úrslitahlaup-
ið þar sem hann varð reyndar að
sætt sig við fjóröa sætið. -ÓÓJ
í Vestmannaeyjum
- 14
Sigur Jafnt Tap
á meginlandinu
Stjörnuhelgi NBA í Oakland um helgina:
Duncan og i
- báðir menn stjörnuleiksins, Carter
Það fór svo að hinir snöggu og leiknu leikmenn Austurdeildarinnar réðu ekkert við stæi
leikmanna Vesturdeildarinnar í 49. stjörnuleik NBA sem fram fór aðfaranótt mánudags
Vestrið vann 137-126 og stærstu menn Vestursins, Kevin Garnett, Tim Duncan og
Shaquille O’Neal sameinuðust um 70 stig og 33 fráköst. Tveir þeir síöastnefndu urðu
þriðja parið í sögunni til að vera kosnir menn leiksins, líkt og þeir Elgin Baylor og
Bob Petit 1959 og John Stockton og Karl Malone 1993. Shaq skoraði 22 stig, tók
9 fráköst og varði 3 skot en Duncan lék nánast óaðfínnanlega, gerði 24
stig, tók 14 fráköst auk þess að hitta úr 12 af 14 skotum sínum og
gefa 4 stoðsendingar.
Stig Vesturdeildarinnar: Kevin Garnett 24 (10 fráköst), Duncan 24,
O'Neal 22, Kobe Bryant 15, Jason Kidd 11 (14 stoðsendingar), Michael
Finleý 11, John Stockton 10 (5 af 5 í skotum), Rasheed Wallace 9,
Chris Webber 6, Gary Payton 5 (8 stoðsendingar).
Stig Austurdeildarinnar: Allen Iverson 26 (9 stoðsending-
ar), Alonzo Mourning 15 (4 varin skot), Ray Allen 14, Vince
Carter 12, Allen Houston 11, Glenn Robinson 10, Eddie Jo-
nes 10, Jerry Stackhouse 8, Grant Hill 7, Reggie Miller 5,
Dikembe Mutombo 4, Dale Davis 4,
Hornacek vann 2 skotkeppnir
Á laugardeginum fór fram nýliðaleikur-
inn þar sem annars árs strákamir töpuðu
fyrir nýliðunum í ár, 83-92 í framlengingu
en sama dag vann Vince Carter troðslu-
keppnina með glæsibrag og Jeff Homacek
vann 3ja stiga skotkeppnina annað skiptið í
röð auk þess að vinna paraskotkeppnina með
leikmanni kvennaliðs Utah, Natalie Williams,
þegar þau unnu Jason Kidd og Jennifer
Gillam hjá Phoenix.
-ÓÓJ
Valdimar sagði
nei við Wuppertal
Valdimar Grímsson neitaði formlega í gær tilboði frá
þýska félaginu Wuppertal og þar með er endanlega ljóst
að hann mun ekki leika með liðinu áfram. Er hann á
leið til íslands eftir tímabiliö ef ekkert óvænt kemur
upp.
Eins og komið hefur fram í DV voru þjálfarar
Wuppertal reknir og í framhaldi var leikmönnum
boöinn nýr samningur á mun lægri launum en áðúr.
Valdimar neitaði þessu tilboði endanlega í gær og það
munu þeir Dagur Sigurðsson og Heiðmar Felixson
einnig ætla að gera. Ef þessir leikmenn komast ekki að
hjá öðrum liðum ytra fyrir næstu leiktíð er ekki
útilokað að þeir leiki allir hér á landi næsta vetur.
Paul Gascoigne
handarbrotnaði
- er Middlesborough lá gegn Villa
Paul Gascoigne var enn einu sinni í sviðsljósinu í
ensku knattspyrnunni í gærkvöld er Middles-
borough tapaði á heimavelli fýrir Aston Villa, 0-4.
Þá sló Gascoigne fólskulega til eins leikmanns
Aston Villa og handarbrotnaði í leiðinni. Var Gassi
fluttur á sjúkrahús í kjölfarið og leikur örugglega
ekki með Midlesborough næstu vikumar.
Leikmenn Aston Villa voru allsráðandi í leiknum
í gærkvöld og það voru þeir Benito Carbone og Juli-
an Joachim sem skoruðu tvö mörk hvor fyrir Villa.
-SK
+