Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000
M V
' SMjI
Svört ermalaus blússa meö lit-
skrúöugu blómamynstri er klæön-
aöur sem hinn frski Paul Costelloe
boöar fyrir næsta haust. Kannski
ekki ýkja haustlegur fatnaöur þótt
hann sé einkar glæsilegur.
Svartur krókódílaskinnsjakki og
ullarbuxur aö hætti Calvins
Kleins.
Loðfeldirnir undirstrika
kvnþokka og fegurð
Haust- og vetrartískan 2000:
Tískuvikunni í New York lauk
um helgina en á sama tima hófst
tískuvika í London. Þótt enn sé
langt til haustsins var þaö haust-
tiskan sem var efst á baugi.
Tískuvikan í New York þótti
nokkuð nýstárleg og aö mati sér-
fræðinga var glamúr og glæsileiki
meira áberandi en oftast áður.
Hún er viö öllu búin, þessi fyrir-
sæta, enda íklædd hlýrri vetrarúlpu
og meö sterklegan hjálm á höföinu.
Pessi sportlegi klæönaöur er ætt-
aöur úr tískuhúsi japanska tísku-
hönnuöarins Michikos Koshinos
og var sýndur viö mikinn fögnuö á
tískuvikunni í London sem hófst í
fyrradag.
Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer lét
mótmæli dýravina ekki stööva sig
þegar hún gekk inn í salinn klædd
þessari dýrindis loökápu. Kápan er
ættuö úr tfskuhúsi Helmuts Lang
sem kynnti haustlínu sfna í New
York á dögunum.
Tískuhönnuöurinn Robert Cary-
Williams vakti nokkra athygli á
tískuvikunni í London. Ljósir litir
og svolítiö vlllt yfirbragö einkenndi
haustlínuna sem hvítmálaöar fyrir-
sætur sýndu af miklum glæsileik.
Einfaldleikinn var í fyrir-
rúmi hjá hinni geysivin-
sælu Veru Wang en hún
sýndi haustlfnu sína f
New York á dögunum,
viö góöar undirtektir
eins og endranær.
Svartur toppur
og gult hnésítt
pils var meöal
þess sem Vera
Wang boöaöi í
tfsku næsta
hausts. Erma-
leysi var ann-
ars áberandi
hjá Wang og Ift-
il áhersla lögö
á hlýlegan fatn-
aö aö þessu
sinni.
Þetta gæti
hugsanlega
veriö brúöar-
kjóll en efniö
er svo næfur-
þunnt aö alls
staöar sér í
gegn. Pessi
ffnlegi kjóll er
hannaður af
Robert Cary-
Williams.
Einna fyrirferðamestir voru loð-
feldir, loðtreflar og -húfur sem fjöl-
margir hönnuðir voru duglegir að
boða sem einkenni tískunnar
næsta haust. Sérfræöingar í heimi
tískunnar segja aukna notkun
loðskinna megi rekja til batnandi
efnahags enda fátt ríkmannlegra
og kynþokkafyllra en að sveipa sig
Grái liturinn viröist ætla aö halda
vinsældum sfnum og var til aö
mynda áberandi hjá Vivian
Westwood. Appelsínugulir tónar
voru algengir í bland viö gráa lit-
inn og fer vel á því eins og sést á
þessari mynd.
dýrindis loöfeldi. Gervipelsar, sem
eitt sinn voru afar vinsælir, virð-
ast dottnir úr tísku.
Dýravinir þyrptust á nokkrar
sýninganna í New York og höfðu í
frammi mótmæli þar sem þeir
sögðu að tískuhönnuðir ættu að
skammast sin að nota ekta dýra-
skinn i fatnað. Bandaríski hönnuð-
urinn Michael Kors varð til
dæmis fyrir því að tofú-böku var
kastað í andlit hans á sýningu
hans. Á sýningu Randolphs
Duke gengu mótmælendur svo
langt að þeir sprautuðu rauðri
málningu á eina fyrirsætuna
þar sem hún skartaði pels.
Loðfeldir verða ekki síður
áberandi á tískuvikunni í
London en þar hefur öryggis-
gæsla verið hert til muna.
Einkenni hausttískunnar
virðast umfram annað fela í sér
glæsileika og kynþokka. Kjólar
og blússur eru oftast ermalausar
og töluvert flegnar.
Utan yfir klæðast svo konur
loðkápum eða loðtreflum sem
undirstrika hina kvenlegu
mýkt.
Hin japanska Mischiko
Koshino sló í gegn meö
haustlínu sinni í London
á dögunum. Hér klæöist
fyrirsætan síðu pilsi og
ermalausum topp en til
aö vega upp ermaleysið
fylgja háir og hlýir vett-
lingar. Húfan setur síö-
an punktinn yfir i-ið og alveg
víst aö þessi klæönaöur ætti vel
heima hér á landi.
Glitrandi toppur þar sem appel-
sínugulir og brúnir tónar rekast á.
Fyrirsætan er augljóslega í sumar-
skapi en engu aö síöur tilheyra föt-
in haustlfnu tfskudrottningarinnar
Vivian Westwood.
Loöhúfur veröa vinsælar næsta
haust ef marka má tískusýningarn-
ar nú. Hér er á feröinni loöhúfa eftir
Alexendre Herchovich sem er
brasilískur tískuhönnuöur. Fatnað-
urinn er klassískur; bleik ullar-
peysa og buxur í stíl. Ekki fylgir
sögunni hvort fyrirsætan sér nokk-
uö frá sér vegna húfunnar sem nær
langt niður fyrir augu. Sennilega er
betra aö vita hvert maður er aö
fara.