Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2000, Blaðsíða 25
ufótur Mummi Siggi Lísa og Láki Andrés önd Gissur gullrass Hvutti Hrollu ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2000 33 Myndasögur f'tg hélt einmitt' að þær væru eitthvað fyrir ‘,þinn smekk, — Mummi.,/ Fréttir hótel. Björn Öli Hauksson sveitarstjóri réttir samgönguráðherra stunguskóflu til aö taka fyrstu skóflustunguna. Á þessu auöa svæöi rétt viö bæinn mun stórt hótel rísa í Tálknafiröi á næstu mánuöum. Stórhuga Tálknfirðingar: Hefja byggingu 40 herbergja hótels - hluti þess á að verða tilbúinn strax í sumar DV, Tálknafiröi: Hluti af ijörutíu herbergja fyrsta flokks hóteli verður tekinn í notkun á Tálknafirði í sumar. Nýlega tók Stm-la Böðvarsson samgönguráð- herra fyrstu skóflustunguna að nýju hóteli á tveim hæðum. Stofnað hefur verið hlutafélagið Þingból hf. um bygginguna en upp- hafsmaður að stofnun þess er Gunn- ar Egilsson sem á Veitingahúsið Hópið á Tálknafirði. Fjölmargir ein- staklingar og fyrirtæki í bænum hafa gerst hluthafar í hinu nýja félagi og ríkir bjartsýni meðal fólks hér vegna þessara framkvæmda. I ávarpi samgönguráðherra við þetta tækifæri kom fram að hann kann vel að meta áræði Vestfirðinga á þessum vettvangi. Benti hann á að ferðaþjónustan væri að stærsum hluta óplægður akur á Vestfjörðum en möguleikamir óteljandi. Með markvissu átaki í kynningu á Vest- fjörðum mætti beina ferðafólki í auknum mæli inn á þennan lands- hluta. í sama streng tók Einar K. Guðfinnsson, þingmaðm’ Vestfjarða, sem flutti ávarp við sama tækifæri og hvatti heimamenn til dáða i þess- um efnum. Arkitekar nýja hótelsins eru Guðrún Stefánsdóttir, Inga Sigur- jónsdóttir og Gunnlaugur Björn Jónsson. -KA „Margra peninga virði“: Kalhætta úr sögunni Bændum varð það ekki síst léttir og nokkur ánægjuauki þegar skammdegisgaddinn leysti um miðj- an síðasta mánuð og allt láglendi varð nánast snjólaust. Þegar lát varð á hlýviörinu var það margra álit að óvíða væri klaki finnanlegur í túnum, nokkuð sem gefur frekar en ánnað fyrirheit um að tún verði án kals þegar vorar og það er á við marga peninga eins og einn bóndi komst að orði. En óþægindi og tjón af völdum kals varð mörgum bóndanum þung byrði að bera á síðasta ári. Þann mánuð sem liðinn er frá breyting- um á veðurfari hér um slóðir hefur rétt folvað og veðurfar flesta daga verið frostlítið og afar hagstætt. -Guðfinnur. Úrsagnir á heilbrigðissvíði Að gefnu tilefni skal tekið fram að enn er hægt að segja upplýsingar um sig eða börn sin úr miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði, þrátt fyrir að rekstrarleyfi hafi verið veitt. Líklegt er að það dragist einhverja mánuði að gera samninga við heilbrigðisstofnanir, en að því loknu getur færsla gagna í grunninn hafist. Eftir að byrjað verður að setja gögn í grunninn verður að gera ráð fyrir að þau séu óafturkræf. Alltaf má senda Landlæknisembættinu tiikynningu um að ekki verði bætt frekari gögnum í grunninn og eru engin tímatakmörk á því. Áfram má nota þau eyðublöð sem notuð hafa verið til þessa, en unnið er að gerð nýrra eyðublaða í samræmi við breyttar aðstæður í kjölfar samninga. Verður þeim eyðublöðum dreift til apóteka, heilsugæslustöðva og sjúkrastofnana, auk þess sem nálgast má blaðið á skrifstofu embættisins og á heimasíðu þess (http://www. landlaeknir.is) undir liðnum auglýsingar. Einnig skal nefnt að þeir sem áður hafa óskað eftir að gögn fari ekki í grunninn geta hvenær sem er skipt um skoðun, en tilkynna verður skriflega um það til Landlæknisembættisins (ekki sérstök eyðublöð). Landlæknisembættið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.